Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 10
Sögur
og
sagnir
íslenzkur menntamaður
á hrakhólum erlendra
menntastofnana í
tveimur þjóðlöndum
Frásagnir af Porleifi Guðmundssyni Hepp
i
Haustiö 1837 fluttist Þorleifur Repp frá
Edínborg alfarinn til Kaupmannahafnar.
Siöan átti hann heima þar og hóf þar aö
stunda kennslu og fékk nóg aö gera, því
hann var mjög góöur kennari i tungumál-
um og var þekktur af þekkingu sinni I
málum frá þvi hann varþar, áöur en hann
fór til Skotlands. Hann var mjög þýöur og
skemmtilegur kennari, og haföi góö tök á
nemendum sínum. Margir þekktir og vel
metnir menn sendu börn sln i kennslu til
hans.
Sama áriö og Þorleifur kom til Kaup-
mannahafnar, fékk hann leyfi til aö halda
þar fyrirlestra viö háskólann i enskri
tungu og bókmenntun. Stundaöi hann
þetta með góðum árangri og aðsókn.
Hann sótti um að verða lektor við háskól-
ann íþessum greinum, en fékk ekki þrátt
fyrir þaö að margir merkir og virtir menn
legðuhonum liö.Þaö munmjöghafa spillt
fyrir honum, að hann geröi mjög lltiö Ur
Dönum og taldi þeim fátt til ágætis. Það
eru til margar sögur um það, hvaö hann
10
gat verið meinlegur og hnyttinn, þegar
hann gerði lltiö úr þeim og danskri menn-
ingu. Sárnaöi menntamönnum þetta
mjög, sem vonlegt var.
En I ritum slnum geröi Þorleifur aftur
á móti ekki lítiö úr Dönum og danskri
menningu. Þar metur hann þá mikils og
hrósar mjög menningararfleifö þjóöar-
innar. Hann taldi Danmörku aöra fóstur-
jörö sina og taldi sig hafa lært mikiö af
danskri menningu, og háskólinn I Kaup-
mannahöfn varö i huga hans mikil og
traust menntastofnun. Sá maður er hann
mat mest allra manna, var danskur, Ras-
mus Kristján Rask. Þorleifur haföi mjög
ákveönar skoöanir I sjálfstæöismálinu,
skipaöi sér þar I sveit róttækustu mann-
anna meöal Hafnarstúdenta. Hann hélt
mjög ákveðiö á málstaö Islendinga.
Arið 1839 varðÞorleifur löggiltur túlkur
I ensku og þýzku. Hann stundaði það mjög
og haföi af þvi drjúgar tekjur. Hann var
mjög góður skjalþýöandi og var eftirsótt-
ur til slikra starfa. Arið 1843 varö hann
fastráðinn kennari viö danskan verzlun-
arskóla í Kaupmannahöfn, og varö honum
það drjúg og góö atvinna. Hann gaf út
nokkrar kennslubækur og þóttu þær góð-
ar og voru lengi notaðar. Hann gaf einnig
út orðabækur, er lengi höföu fullt gildi og
var rómaður fyrir þær.
Þorvaldur Repp fór nokkrum sinnum
fram á þaö við dönsk stjórnvöld aö hann
fengi leiðréttingu mála sinna I sambandi
viö meistaraprófsvörnina, fékk i lið með
sér þekkta menn, en enginn varð árangur
af þvl, og vildi háskólastj órnin ekki leyfa
honum að fá viöurkenningu, þrátt fyrir
það, aö hann var viðurkenndur mikill lær-
dóms-og menntamaður.Fékk hann aldrei
leiöréttingu á þessu.
Þorleifur Repp varö mikill áróðurs-
maður I Danmörku fyrir enskri menningu
á öllum sviðum. Hann ritaöi mikið I blöö
og timarit og varð talsverður árangur af
boðskap hans. Hann lét sér ekki nægja aö
vekja Dani til umhugsunar um enskar
bókmenntir og listir, heldur hóf hann
áróður fyrir verklegri menningu Breta I
margs konar framkvæmdum. Hann var
óþreytandi aö vekja athygli Dana á stór-
stigum framkvæmdum I Bretlandi I