Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 22

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 22
'FRAMHALDSSAGAN I m mr j Æí böru ?tir Audry Buys Fyrsti kafli — Það var mikið glappaskot að fá mann eins og dr. Davidson til Hilton-sjúkrahússins, sagði frú Bryan Foster og hristi um leið höfuðið með lituðu hárinu. Hún stóð i miðri minjagripaverzluninni, sem jafnframt var kaffistofa sem Barbara Bentson hafði komið upp i anddyri hins stóra Hilton sjúkrahúss. Enda þótt orðunum hefði verið beint til Barböru hikaði hún við að svara, þar sem hún vissi vel, að kæmi hún nýja lækninum til aðstoðar gæti vel svo farið að orð hennar yrðu mistúlkuð. Það var auðvelt að koma af stað kjaftasögum á sjúkrahúsinu. — Doktor Davidson framkvæmdi stórkost- lega aðgerð á drengnum, sem komið var með hingað eftir slysið i gær, sagði hún varfærnis- lega. Enginn fór eins mikið i taugarnar á Bar- böru og Daisy Foster, sem kom annað slagið siglandi inn i búðina i þeim tilgangi einum að finna að einhverju eða einhverjum. Þar sem maður hennar var formaður sjúkrahússnefnd- arinnr taldi hún sig vera mjög mikilsverða persónu, og þetta varð til þess eins að öllum féll illa við hana. — Læknir þarf að hafa einhverja töfra til þess að hann geti komizt áfram nú til dags, ungfrú Benson. óánægjan yfir þvi, að Barbara skyldi hafa verð á annarri skoðun en hún sjálf kom greinilega fram i ljósbláum augum Daisy Foster. — Læknir þarf fyrst og fremst að vera hæfi- leikum búinn, svaraði Barbara. Frú Foster leit rannsóknaraugum á hana. — Þessi dökkleita hugsandi manngerð hefur allt- af mikið aðdráttarafl fyrir stúlkur, sagði hún full fyrirlitningar. — Ég er einungis að tala um hæfileika dr. Davidsons sem skurðlæknis, itrekaði Barbara. — Ég veit alls ekkert um hann persónulega. — Það gerir heldur enginn hér. Ég held að það hefði átt að afla einhverra upplýsinga um hann, áður en hann var fenginn hingað. Daisy Foster hafði komið inn i verzlunina til þess að kaupa brúðargjöf fyrir vinkonu sina, en með þessum orðum rétti hún Barböru styttuna sem hún hafði valið og bætti við: — Ég held ég vilji ekki borga svona mikið. Um leið og Bar- bara tók við styttunni, sagði Daisy, — Hver er þessi stúlka þarna fyrir handan? Hún átti við laglega stúlku sem hafði verið að fara með kaffi á borð hinum megin i salnum. — Þetta er nýja aðstoðarstúlkan min, Jennie Harmon. ■ 22

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: