Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 23
— Hún er allt of ung og allt of lagleg,. Það
hefði vel mátt heyra háa rödd frú Foster yfir
hálfan salinn. — Stúlkur af þessari tegund vilja
aðeins vinna á sjúkrahúsum af einni ástæðu.
Þær koma hingað i von um að krækja sér i eig-
inmenn. Og læknar eru svo miklir kjánar. Þeir
falla fyrir fallegum andlitum og sjá svo eftir
þvi allt lifið.
Að lokinni þessari heimspekilegu ræðu
vaggaði Daisy af stað á háum hælunum, og var
næstum búin að rekast á háan ungan mann,
sem var að koma inn i búðina.
— Halló Hughl Hún brosti breitt og horfði
stórum augum á manninn, sem hélt opnum
dyrunum fyrir hana.
Hugh Harding flýtti sér til Barböru og tók
styttuna, sem hún hélt ennþá á og setti hana á
glerhilluna i glugganum.
— Þarna á hún að vera, eða er það ekki?
spurði hann.
— Þú ættir að vita það, sagði Barbara bros-
andi. — Þú hjálpaðir til við að raða hér öllu
upp, Hugh.
Hann leit i kringum sig eins og hann ætti búð-
ina. — Allir eru stoltir yfir þvi, hversu vel þér
hefur gengið þessi tvö ár, Barbara.
Barbara helypti brúnum. — Ég vildi óska, að
ég léti Daisy Foster ekki hafa svna mikil áhrif
á mig.
— Hana Daisy okkar? Hugh hló smitandi,
glaðlegum hlátri.
— Henni Daisy okkar, eins og þú kallar hana,
likar ekki við Jennie, sagði Barbara.
— Auðvitað ekki. Allir aðrir tilbiðja stúlkuna.
Jennie er sannarlega góð viðbót við þennan
stað. Hún er falleg, já svo sæt, þótt hún sé ef til
vill ekki allt of flink. Manstu, þegar hún missti
isinn ofan á yfirlækni fæðingardeildarinnar.
— Jennie er alltaf að hella kaffi niður á hvitu
sloppana læknanna.
— öllum stendur á sama, svo lengi sem það
er Jennie, sem gerir þetta, sagði Hugh.
Já, það væri erfitt fyrir fólk að láta sér ekki
falla við Jennie. Barbara hafði hikað við að
ráða hana. Það var næstum ómögulegt að setja
ofan i við hana. Hún átti það til að brosa prakk-
aralega og það hafði sin áhrif. Svo lá stundum
við að hún færi að gráta, þegar Barbara
skammaði hana fyrir kæruleysið. Hún var létt-
lynd og eins og barn, með hjartalagað andlit,
stór, dökk augu, ótrúlega löng augnhár, og
svart hár, sem alltaf var hálfúfið, og þótti Bar-
böru það mjög miður. Ofan á allt þetta bættist
svo, að Jennie var svo vel vaxin, að það var
ekki hægt að hylja það, jafnvel með ólögulega
af greiðslusloppinum.
Þessa stundina lét Jennie sem hún tæki ekki
eftir þvi, að ólagleg litil kona hafði setzt niður
við eitt borðið nálægt glugganum. Barbara
gekk yfir salinn og tók við pöntun hennar og leit
um leið ávitandi augum til Jennie, sem stóð
hlæjandi og masandi hjá tveimur ungum
læknum.
Augu þeirra mættust, og Barbara benti á
nýja viðskiptavininn og Jennie kom ólundarleg
og afgreiddi pöntunina.
Hugh stóð beint fyrir aftan Barböru og sagði:
— Slappaðu nú af Barbara. Seztu niður og fáðu
þér kók með mér. Ég er viss um, að Jennie get-
ur borið bollann á borðið.
Eftir augnabliks hik hlýddi Barbara.
Hún vissi að áhugi Hugh á henni var meira
en venjuleg vinátta, en hún var staðráðin i þvi,
að láta samband þeirra ekki verða nánara.
Henni likaði stórvel við hann, en Hugh gat
aldrei fengið hjarta hennar til þess að fara að
slá hraðar en venjulega.
Hugh sakaði hana um, að hún hefði engan
áhuga á karlmönnum. Hann sagði, að það væri
ekki eðlilegt nokkurri stúlku að vera svonaköld
og með svona mikla sjálfsstjórn. Hann hélt þvi
fram, að það mætti ganga of langt i þvi að sýn-
ast virðuleg. Vissi hún, hvað hann ætti við?
Vist vissihún það. Barböru þótti gott að vita,
að Hughfann svona margt til þess að dást að i
grönnum, ávölum likama hennar og koparlit-
aða hárinu. Hún vissi að margar stúlkur á
sjúkrahúsinu öfunduðu hana af þeim áhuga,
sem hann sýndi henni. En Hugh hafði aldrei
gert sér ljóst að innst inni þráði hún að hitta
mann, sem hefði veruleg áhrif á hana. Ef til
vill mann eins og John Davidson.
Frá þvi Barbara sá dr. John Davidson i
fyrsta skiptið, hafði hún fundið til þess að hann
hafði mikil áhrif á hana. Það var henni algjör-
lega nýtt að finna að hún beið áköf eftir þvi að
einhver maður kæmi inn um dyrnar. Lika það
að hún skyldi verða fyrir vonbrigðum ef dagur-
inn leið án þess hún sæi honum bregða fyrir, i
búðinni eða einhvers staðar á göngunum, eða i
anddyrinu.
Já, þetta var ný tilfinning og tilfinning, sem
Hugh mátti ekki fá nokkurn grun um.
Elsku Hugh. Hún gat ekki hugsað sr að særa
hann, og um þetta var hún einmitt að hugsa,
þegar þau settust niður til þess að spjalla svo-
litið saman yfir kóki.
Þegar Hugh var farinn komst Barbara að
23