Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 9
skálum og tjöldum og varð vinsæl fyrir.
En i Þýzkalandi var systir hennar sett I
Belsen-fangabiiðirnar. Goebbels sagði að
það væri gert til að klekkja á Marlene.
Fylgdarmaður Marlene á ferðalögunum
sagði að aldrei hefði hún kvartað og hún
var alltaf glæsileg jafnvel þegar hún
klæddist stálhjálmi, Eisenhowerjakka og
hermannastigvélum. Hún fékk margan
þakklætisvott fyrir þessi störfsin t.d. gaf
Patton hershöföingi henni perlumóðu-
skreytta skammbyssu. Hún hafði aðal-
bækistöðvar sinar um þetta leyti i Parls
en þegar hún var á ferðalögum skrifaði
Jean Gabin henni ástarbréf daglegá. Eftir
striðið var heimurinn ekki sá sami, Mar-
lene ekki heldur hún hafði elzt og náði sér
ekki vel upp. Með Jean sinum þrammaöi
hún um gráa vonleysislega Paris. Og
bráðlega skildu leiðir með þeim eftir
heiftarlegt rifrfldi. Þau hittust aldrei eftir
það. Vinirsegjaað jafnvel 10 árum seinna
þegar Gabin var löngu kvæntur hafi hún
löngum, stundum daglangt setið á kaffi-
húsi gegnt húsi Gabins i von um að sjá
hann aðeins augnablik ganga út um dyrn-
ar. Arið 1960 heimsótti hún föðurland sitt
Þýzkaland og fékk blandaðar móttökur.
Fólkið var ekki búið aö gleyma afstööu
hennar i striðinu. 1 meir en 20 ár ferðaöist
hún um með skemmtiatriði sin. Hún
komst á eftirlaunaaldur,en hélt áfram að
vinna. Hún sagði: — Hvað á ég að gera
sitja heima og prjóna? Auk þess þarfnast
ég pæninganna. Hún kunni ekki að haga
seglum eftir vindi og aðlagast nýjum
tima. T.d. geymdi hún 1 30 ár ónotaðan 16
sylindra Cadillac i bilskúr I Hollywood og
borgaði i leigu fyrir hann 300 dollara á
mánuöi. Simareikningar hennar fyrir
langlinusamtöl fóru upp i risaupphæðir.
Og ibúðirnar hennar i New York og Paris
kostuðu sitt. Og nú fór að halla undan fæti
á fleiri sviðum en hinu fjárhagslega 1972
var hún á sviði 1 Drottningarleikhúsinu i
London þegar hún féll aftur yfir sig á
hnakkann fyrir framan 989 óttaslegna
áhorfendur og hún varð að skriða á fjór-
um fótum út af sviðinu. Arið 1973 var hún
að skemmta i Washington þegar hún féll
af sviðinu niður 1 hljómsveitargryfjuna og
19751 Astraliu braut hún sig um ökklann á
vinstri fæti og var eftir dvöl i sjúkrahúsi
flutt i hjólastól út á flugvöll. Vinir Mar-
lenehalda þvi fram að truflanir i miðeyra
hafi verið orsök þessara óhappa og að húr
hafi um árabil þjáðst af æöaþrengslum
sérstaklega i fótum. Og liklegt erfcað hin.
þunna gúmmlhimna sem hún klæddist-
undirfötunum til að fullkomna vöxtinn og
var svo niðþröng að hún gat varla andað
hafi ekki verið heilsusamleg fyrir æöa-
kerfið. Marlene hafði ung gifzt Rudi
Austern, þau bjuggu saman aðeins stutt-
an tima en þau skuldu aldrei löglega.
Hann rak hænsnabú og hafði ráðskonu
Tamara. Hún var rússnesk. Marlene
studdi þau þegar erfiðleikar steöjuðu að
t.d. veikindi. Rudi Sieber andaðist áriö
1976 tveim árum eftir gullbrúökaup þeirra
Marlene. Um haustið 1976 var blýþungu
skri'ni sökkt i Atlantshafiö út af Bretagne.
Þaöinnihélt ösku Jeans Gabin. — Nú er ég
orðin ekkja i annaö sinn sagði Marlene.
Marlene Dietrich hafði margsinnis byrjað
á að skrifa æfisögu sina, hafði m.a.s..
fengið fyrirframborgun, sem hún svo
greiddi tilbaka. Nú ætlar hún sér að skýra
fólki frá mikilvægustu atburðum, sem
gerðust á hennar góðu dögum, auðvitaö
með smekkvisi og tillitssemi.
Aldurinn færist yfir. 1976
9