Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 7

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 7
óþverranum sem hlaut að hafa farið ofan í hana en sápubragðið var þó ekkert sérlega þægilegt. Hilla hrökk upp úr þessu 1 ömurlega ástandi við það að húsfreyjan kallaði neðan úr eld- húsinu. „Hvar ert þú stúlka? Veiztu ekki að það er mikið eftir af morgunverkunum? " En hvernig átti hún að koma niður og hitta fólkið það hlutu allir að sjá hvað f yrir hana haf ði komið. Hún leit i spegilinn yf ir mundlauginni hún var að vísu dálítið föl undir sólbrunanum en það undarlega var, að andlitið á henni var að öðru leyti óbreytt. Hilla gekk hægt niður stigann og inn í eldhúsið en hver situr þá ekki þar í sóma og yf irlæti annar en Bergur og talar glaðlega við húsfreyjuna, og það er ekki á honum að sjá, að hann hefði neitt slæma samvizku. Þegar Hilla kemur inn líturl hann til hennar og brosir glað- lega, og dálítið leyndardómsf ull- ur eins og hann vilji gefa henni til kynna að þau tvö eigi ofurlítið fallegt sameiginlegt leyndarmál, já sér er nú hver fegurðin en samt getur hún ekki stillt sig um að gjóa augunum í borðkrókinn, þar sem Bergur situr og hann mætir augum hennar með hlýju tilliti og hvað sér hún í þessum bláu fallegu augum annað en barnslegt sakleysi og innilega lífsgleði? Æ, þetta er allt svo undarlegt hvernig gat hún hatað mann, sem horfði svona á hana og brosti svona til hennar? Nei, það var ekki hægt. Hilla kveður Berg úti á tröppunum ásamt öðru heimilis- fólki það er logn og bliða dásam- legt veður og loftið þrungið af ilmi síðsumarsins og þrátt fyrir allt er hún þó ung ennþá. Hún horfir á eftir Bergi, þar sem hann er að hverfa inn í bílinn. Það er gott að hann er að f ara, en hún er þó alltaf reynslunni ríkari og sér til undrunpr f innur hún að beiskjan og örvæntingin eru að f jara út í huga hennar. Kannski borgaði sig að lifa nokkur ár enn- þá. En þrátt fyrir þessi átakanlegu vonbrigði með fyrsta ástarkoss- inn, átti þó Hildigunnur eftir að verða bæði móðir og eiginkona. En það er nú önnur saga. Olga Egilsdóttir HI%IÐ Heyröu nú, reyndu nii einhvern timann aö sjá björtu hliörnar á lifinu. Megrunarspegillinn — efri hluti hans er fastbundinn, en siöan er hægt aö stiJla neöri hlutann aö óskum þess, sem skoöar sig i honum. Skýjaö? Viö hverju býstu, þrum- um og eldingum? Þetta er konan þin. Hún segir, aö þú verðir aö koma eins og skot heim, vegna þess aö þaö er biiiö aö brjótast inn til ykkar. Gjöriö svo vel herra Jón, nd er I lagi aö æðaslátturinn byrji. 7

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: