Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 15

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 15
Blómin okkar Paradísartréð er auðræktaður þykkblöðungur Til eru plöntur sem nefn- ast sukulentar eða þykk- blöðungar. Þær geta komizt af i langan tima án þess að fá aðra vökvun, en þá sem kemur af dögginni séu þær ræktaðar úti i náttúrunni. Inni i stofu þurfa þær litla vökvun og ekki sérlega mik- inn hita að minnsta kosti ekki að vetrarlagi. 1 hópi þykkblöðunganna er paradisartréð eða crassula lucens. Þessi þykkblöðungur likist mest litlu tré með stofni, greinum og blöðum. Hann vex eða er uppruninn i Suður-Afriku og þar getur hann orðið allt að mannhæðar hár. Paradisar- tréð er að þvi leyti undar- legt að þegar það hefur náð ákveðnum aldri getur það fellt eina eða fleiri greinar og siðan fara að myndast nýir sprotar I sárinu. Paradisartréð þarf að vera i góðri birtu helzt á sól rikum stað. Vökvunin á að vera jöfn og góð yfir sumarið. Á veturna er bezt að draga úr vökvuninni og þá liður plöntunni bezt ef hún er ekki höfð á mjög heitum stað og þolir vel að hitinn sé 10 til 12 stig. Blöðin á paradisartrénu eru dökkgræn og þykk og er plantan hin fallegasta i stof- um. Þegar hún fer að vaxa úr sér er rétt að klippa ofan af henni og verður hún þá þéttari og skemmtilegri nema þvi aðeins þið viljið fremur að hún sé há og ekki eins þétt. Einstaklega auð- velt er að koma til græðling- um af paradisartrénu. fb

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: