Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 6
Margt hef ur nú breytzt síðan á
árunum 1930-40 en það var ein-
mitt á þeim árum sem Hildigunn-
ur Arngrímsdóttir var ung
stúlka.
Sumarið sem hún var 22ja ára
var hún í kaupavinnu á sveita-
bænum Fossi, mannmörgu og
gestkvæmu heimili.
Þótt það sé óvanalegt nú á dög-
um að stúlka á þessum aldrei sé
ósnortin þá var Hilla svo mikil
jómf rú tuttugu og tvegg ja ára, að
hún hafði ekki svo mikið sem
kysst strák, en það var þó ekki
laust við, að hún væri farin að
hafa nokkrar áhyggjur af þessu
dæmalausa hreinlífi sínu því
margar jafnöldrur hennar voru
þegar giftar og sumar orðnar
mæður.
En nú var Bergur ekki ráðinn
allt sumarið á Fossi og það stytt-
ist óðum að hans burtfarardegi
og nú varð að láta til skarar
skríða ef eitthvað átti að verða úr
framkvæmdum hjá Hillu.
Burtfarardagurinn rann upp
og einmitt þann morgun mættust
þau í kjallaranum tvö ein, Bergur
og Hilla. Það var ekki beint hægt
að segja að staðurinn væri
rómantiskur fyrir stefnumót
kysst, en þvílíkur koss, Drottinn
minn! Pilturinn skellti yf ir munn
stúlkunnar blautum og slepjug-
um vörum og ekki nóg með það,
hann gerði líka ákafa tilraun til
að troða upp í hana tungunni, en
Hilla reyndi að bíta saman tönn-
unum. Ö, þvílíkt ógeð. Aldrei
vissi hún hvað þessi skelfingar-
Einn kaupamaðurinn á Fossi
var ungur piltur úr Reykjavík,
nítján ára, þrem árum yngri en
Hilla, en mun rikari að lífs-
reynslu, Bergur, svo hét piltur-
inn, fór fljótlega að gera hosur
sinar grænar fyrir Hillu, og lét
hún sér það vel líka.
Bergur var ekki sérlega friður^
en bauð af sér góðan þokka, haf ði
greindarleg augu og góðlegan
svip. Þó var það alltaf svo, að
mættust þau á afviknum stað
notaði Bergur tækifærið og greip
utan um Hillu. Reyndi hún þá
alltaf að verja á sér andlitið þótt
hún áður hefði verið ákveðin í að
láta hann kyssa sig við næsta
tækifæri.
elskenda þar ægði öllu saman,
mjölpokum, áburðarpokum,
tómum og fullum kössum úr tré
og pappa í furðulegustu stell-
ingum, járnarusli og reiðings-
dýnum en þó var auður blettur á
miðju gólf i þar sem þau féllust í
faðma Hilla og Bergur, og nú var
Olga Egilsdóttir höf-
undur sögunnar, sem
við birtum hér i dag, er
fædd og uppalin i
Fnjóskadalnum. Um
tólf ára skeið var hún
svo bóndakona á
Arnaldsstöðum á
Fljótsdalshéraði, en er
nú búsett á Akureyri.
stund stóð lengi yfir en hún var
fljót að rjúfa faðmlögin, þeyttist
yf ir ruslið á gólf inu tók tvo stiga í
nokkrum stökkum og komst inn á
snyrtinguna á loftinu, þar tyllti
hún sér niður á klósettsetuna
skjálfandi á beinunum. Ó þvilíkt
áfall eftir allar þær ástarsögur,
sem hún hafði lesið og þetta
dásamlega algleymi sem ástar-
kossinn veitti.
Að vísu var hún ekki alvarlega
ástfangin í Bergi, en þetta hefði
þó átt að vera þannig koss. Það
var eins og allt líf hennar hefði
hrunið í rústir á þessum fáu
augnablikum — og til hvers var
að lifa þegar ekki var lengur
hægt að láta sig dreyma um ást-
ina. Þennan draum sem var tak-
markog lífsfylling hverrar ungr-
ar stúlku. Nei, aldrei framar
skyldi hún kyssa karlmann! Hilla
þaut upp af klósettsetunni, náði
sér í tusku og sápu og fór að þvo
innan á sér munninn og hún fór
svo langt ofan i kokið að hún
kastaði upp í klóettið. Jæja þar
hafði þó eitthvað skolazt burt af
6