Heimilistíminn

Dagsetning
  • fyrri mánuðurfebrúar 1978næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    2627281234
    567891011

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 33

Heimilistíminn - 05.02.1978, Blaðsíða 33
að hafa fundið Mariu litlu, og Tóti óskaði þess innilega, að hann hefði verið eins fljótur á sér og hún. Hann hafði aldrei á ævi sinni orðið svona hræddur. Hugsa sér, ef snjóflóðið félli allt i einu, á meðan þau væru þarna á hættu- svæðinu! Og hvað var nu þetta? Allt i einu heyrði hann einhvern skruðning þarna uppfrá. Hann nam strax staðar og horfði upp eftir. Hann sá greinilega, að snjór hafði hrunið litið eitt úr hengjunni, og enn sem komið var, hafði þvi ekkert alvarlegt gerzt. Engu að siður vakti þó þetta hljóð, og snjóhrunið litla mjög mikinn ótta i brjósti hans, þvi að hann vissi vel, hvað það gat boðað. Eitt andartak var honum skapi næst að snúa við og hlaupa heim, eins og hann ætti lifið að leysa. En svo mundi hann á ný eftir systur sinni litlu, sem hann varð að sækja, og beindi huganum til hennar. Ef hún hlypi upp á hlöðuhólinn, sem hún var hjá, mundi hún vera nokkurn veginn örugg, en sjálfur var hann enn á mesta hættusvæðinu. Hann var alveg i öng- um sinum, — vissi ekki sitt rjúkandi ráð. Hvað átti hann eiginlega að gera? En rétt i þessu heyrðist hræðilegur dynur uppi i fjallinu. Tóti horfði upp eftir, skelfingu lostinn. Það versta af öllu hafði gerzt. Skaflinn stóri hafði hrunið úr brúninni, með ægilegum gný, og valt nú niður snæviþakta hliðina, með fremur litl- um hraða. Hvað Tóti hugsaði á þessari stundu, mundi hann hvorki þá né siðar. Hávaðinn og hræðslan olli þvi, að stundarkorn varð hann alveg utan við sig, — missti vist bæði ráð og rænu, og var sem fjötraður við staðinn. En sVo heyrði hann allt i einu gegnun gnýinn, að Maria litla kall- aði. Þá kom hann strax til sjálfs sin á ný, leit upp og sá, að systir hans litla kom hlaupandi og veltandi á móti honum. Og Pila hoppaði i kringum hana og gelti. Og nú var Tóti ekki seinn i svifum. Það var aðeins eitt, sem að komst i huga hans: „Hlauptu til hlöðunnar, Maria litla,” kallaði hann af öllum lifs og sálarkröftum, og hljóp I áttina til hennar, eins hratt og fætur tog- uðu..,,Hlauptu til hlöðunnar.” En Maria litla hugsaði aðeins um að komast til bróður sins. Hún hljóp i áttina til hans, eins hratt og hún gat, — beint inn á mesta hættu- svæðið. Tóti sá eins og i þoku, að hún datt alltaf öðru hverju, stóð svo upp, hljóp nokkur skref og datt á ný. Hann gat ekki kallað lengur, heldur hljóp aðeins og hljóp, eins og fætur toguðu. Aö baki hans óx hávær gnýrinn frá snjóflóðinu, og með öðru auganu sá hann, sér til skelfingar, hvernig snjódyngjan brauzt fram og valt niður eftir, eins og gráhvitur veggur, i áttina til hans. ,,Mér tekst það ekki,” hugsaði hann, — ,,mér tekst það ekki.” Hann var alveg að springa af mæði, og kraftar hans voru á þrotum. En af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hélt hann þó enn áfram að hlaupa. Og loksins komst hann alla leið til systur sinnar, þreif strax i annan handlegg hennar og dró hana með sér. „Hlauptu, Maria litla... hlauptu,” stamaði hann. Til allrar hamingju tókst Mariu að beita litlu fótunum sinum nokkuð örugglega.Þau komust að hlöðuhólnum, tókst að skriða upp og fleygðu sér örmagna niður á bak við hlöðuna. En það mátti ekki heldur seinna vera. Á sama andartaki þeyttist snjóflóðið fram hjá, með ægilegum skruðningum, svo að jörðin skalf og nötraði, þar sem þau sátu. Maria litla hljóðaði hátt af hræðslu, en Tóti grúfði andlitið að baki hennar og hugsaði i hljóði: „Ö hlaðan má ekki fara með flóðinu.. hlaðan má ekki fara”...Og hún fór ekki. Þeim var borgið. Þegar snjófliðið hafði að lokum stöðvazt og allt var orðið hljótt á ný stóð Tóti hægt á fætur. Hann var enn harla óstyrkur og starði þreytu- lega i kringum sig. Þarna lá hin hræðilega snjódyngja og teygði sig langt, langt niður eftir. Stór björg,greinar og heil tré stóðu hér og þar upp úr henni. Og sums staðar hafði hún hlaðizt þannig upp að landið var gjörbreytt og raunar alveg óþekkjanlegt. Það fór um hann kuldahrollur. Honum fannst eilifðartimi frá þvi að hann heyrði fyrst til snjóflóðsins og þangað til það kom hingað niður eftir. En i rauninni höfðu ekki liðið nema örfáar minútur. Og Maria litla sem hafði verið ein þarna á mesta hættusvæðinu! Ef hann hefði ekki kom- ið, hefði hún hlaupið i áttina til bæjarins, og þá... En nú heyrði hann allt i einu margar raddir, — fyrst rödd mömmu og ömmu, en siðan rödd pabba og afa sem komu hlaupandi neðan frá vatninu. Hann heyrði að þau nefndu nafn hans og Mariu litlu. Og svo kölluðu mamma og amma báðar hástöfum: „Tóti! Maria litla!” Tóti dró andann djúpt að sér og kallaði: „Við erum hérna!” Andartak varð allt hljótt þarna niður frá. En 33~

x

Heimilistíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilistíminn
https://timarit.is/publication/304

Tengja á þetta tölublað: 4. tölublað (05.02.1978)
https://timarit.is/issue/257117

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. tölublað (05.02.1978)

Aðgerðir: