Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 11 ÁHUGI erlendra aðila á frekari möguleikum til uppbyggingar ál- vera hér á landi vekur ugg meðal náttúruverndarsinna en kemur þeim ekki á óvart. Eins og áður hefur komið fram hafa Landsvirkj- un og iðnaðaráðuneytinu borist margar fyrirspurnir frá erlendum álbræðslufyrirtækjum en áhuginn beinist fyrst og fremst að Norður- landi. Talsmenn náttúruverndar- samtaka sem Morgunblaðið hafði samband við benda á að álver þurfi mikla orku og að virkjanir geti haft mikil umhverfisspjöll í för með sér. Þó eru viðmælendur sammála um að ekki skuli allar virkjanir settar undir sama hatt en að hins vegar þurfi að fara varlega í að ráðstafa þeirri orku er fyrir hendi er hér á landi. Hilmar J. Malmquist hjá Nátt- úruvernd Íslands segir að beina þurfi sjónum að léttari og umhverf- isvænni iðnaði sem ekki þurfi svona gífurlega stórar virkjanir. „Það er skynsamlegra að taka smærri skref í einu og horfa kannski frekar á jarðvarmavirkjanir,“ segir Hilmar og bætir við að sérstaklega þurfi að standa vörð um hálendið enda séu svona stór óspillt svæði ekki mörg í heiminum í dag. „En það gengur náttúrlega hratt á þessa auðlind með núverandi iðnaðar- og virkj- anastefnu. Við viljum að Íslending- ar flýti sér hægt í að virkja í svona í stórum áföngum á meðan ramma- áætlun um nýtingu vatnsfalls og jarðvarma liggur ekki alveg fyrir,“ segir Hilmar en rammaáætlunin á að meta umhverfisáhrif og náttúru- fræðilegt gildi á hundrað virkjana- möguleikum auk þess sem sam- félagsleg áhrif eru skoðuð ásamt kostum fyrir efnahaginn. „Þá sér þjóðin hvaða virkjanakostir eru álit- legir og koma til með að hafa lítil umhverfisáhrif. Það á að beina sjónum að því að virkja slík svæði fyrst en láta umdeild svæði bíða. Vinnan í þessu verki gengur hægt og það er aðeins búið að kanna 35 af hundrað virkjanakostum.“ Hilmar segir að margt geti komið í stað stóriðju í atvinnuuppbygg- ingu en að jafnframt þurfi að sýna þolinmæði. Hann nefnir m.a. fisk- eldi og ferðaþjónustu sem dæmi og bendir á að mikil gróska sé í iðnaði hugbúnaðarfyrirtækja og í líftækni. „Þetta er ekki eins stórt og risaál- ver á Austfjörðum en margt smátt gerir að okkar mati betur en eitt stórt,“ segir Hilmar. „Sú ímynd er dregin upp af Íslandi erlendis að hér sé hrein og fögur náttúra en það saxast auðvitað á hana með svona risastórum framkvæmdum eins og Kárahnjúkavirkjun.“ Fortíðarlegur hugsanaháttur Landvernd hvetur til sjálfbærrar þróunar en að sögn Ólafar Guð- nýjar Valdimarsdóttur, formanns samtakanna, er bygging fleiri ál- vera ekki í þeim anda. „Það er ekki skynsamlegt að setja svona mikla orku í stóriðju. Það væri ráð að nota orkuna í fleira. Við hefðum að sjálfsögðu viljað sjá aðra atvinnu- uppbyggingu í landinu heldur en orkufrekan áliðnað.“ Ólöf segir hugsunarhátt stjórnvalda vera for- tíðarlegan og uppbygging stóriðju vera líkari þeim leiðum sem farnar eru í vanþróuðum ríkjum. „Þetta er ekki sérlega nútímaleg hugsun. Við viljum sjá Ísland þróast miklu meira í átt til sjálfbærrar þróunar. Það þarf að skoða félagslega þátt- inn, efnahagslega þáttinn og nátt- úruverndina saman. Það hefur verið einblínt allt of mikið á efnahagslega þáttinn í virkjanaframkvæmdum,“ segir Ólöf og tekur sem dæmi að efnahagslegur ávinningur sé mikið á kostnað náttúrunnar hvað varðar Kárahnjúkavirkjun. Áhuginn kemur ekki á óvart Hanna Steinunn Þorleifsdóttir hjá Náttúrvaktinni segir að áhugi erlendra aðila á álversuppbyggingu hér á landi komi ekki á óvart. „Þarna er árangur markaðssetning- ar á Íslandi. Við buðum ódýrt raf- magn og litlar kröfur varðandi nátt- úruna,“ segir Hanna Steinunn og vísar til bæklings sem markaðs- deild iðnaðarráðuneytisins og Landsvirkjunar gaf út á ensku árið 1995 þar sem m.a. kemur fram að starfsleyfi fyrir stóriðju hérlendis séu vanalega samþykkt með lág- markskröfum til umhverfismála. Hanna Steinunn segir einhæf störf skapast í kringum álver og bendir m.a. á að þar sé lítið um störf sem konur sækist í. Auk þess segir hún að náttúruspjöllin sem fylgja álveri með tilheyrandi virkjun séu gríð- arleg. „Í Reyðarfirði er álverið t.d. alltof nálægt byggð. Við höfum þeg- ar tvö álver og eigendur beggja vilja stækka. Það er eins og það sé engin önnur lausn; eins og ekkert annað komi til greina,“ segir Hanna Steinunn og bendir á að háskóli hefði getað bjargað miklu á Austur- landi og þá sérstaklega með áherslu á náttúruvísindi. Hanna Steinunn segir að enginn sé á móti virkj- unum almennt. „Það er hægt að virkja án þess að valda óafturkræf- um og hrikalegum náttúruspjöll- um.“ Í raun verið að „gefa“ orkuna Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, segir áhrif virkjana á fuglalíf vera miklu alvarlegri en áhrif frá álverum. Þó bendir hann á að virkjanir séu mjög misjafnar og að félagið hafi t.d. ekki mótmælt Sultartangavirkjun eða virkjanaáformum á Hellisheiði. „Við erum á móti svona gífurlegum umhverfisspjöllum eins og verða t.d. við Kárahnjúkavirkjun. Það fer gífurlegt land undir lónið,“ segir Jóhann og bendir á að þá fari m.a. mikið af gæsahreiðrum undir vatn. „Við erum mjög uggandi yfir þessari þróun. Það er í raun verið að „gefa“ orkuna sem við höfum hér í álframleiðslu og þess vegna er þessi mikli áhugi fyrir hendi. Það sem fylgir álverum og stóriðju eru þessi gífurlegu orkuver. Þetta er mjög hæpin nýting á orkunni,“ seg- ir Jóhann og bætir við að álið sé að nálgast það að vera úrelt. Jóhann segir að margir möguleikar séu fyr- ir hendi aðrir en stóriðja. „Við mæltum t.d. með því að setja upp þjóðgarð fyrir austan frekar en lón. En það er sennilega ekki hægt að byggja stærri vatnsaflsvirkjun en nú er verið að gera þar. Þarna eru sjaldgæfar plöntutegundir, sjaldgæf skordýr og fuglalíf sem er í hættu og þar eyðileggjast um sextíu foss- ar vegna virkjunarinnar.“ Óttast hugmyndir um fleiri álver Áhugi erlendra aðila kemur ekki á óvart Morgunblaðið/Brynjar Gauti Ferðamaður fær sér vatnssopa úr læk á svæði sem fer undir hið mikla lón sem myndast vegna Kárahnjúkavirkjunar en hún er óðum að rísa. Myndin er tekin í Hraukum í Kringilsárrana og Snæfell er í baksýn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.