Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 24
24 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
UMBÆTUR AÐ UTAN
Halldór Ásgrímsson utanríkisráð-herra lagði fram á ríkisstjórn-arfundi í fyrradag ramma fyrir
framhald samningaviðræðna um við-
skipti á vegum Alþjóðaviðskiptastofn-
unarinnar, svonefndra Doha-viðræðna.
Í samtali við Morgunblaðið í gær af
þessu tilefni sagði utanríkisráðherra
m.a.:
„Hvað varðar okkur Íslendinga er
gert ráð fyrir, að hæstu styrkir til land-
búnaðar muni lækka, og við erum meðal
þeirra þjóða, sem eru með tiltölulega
mikinn stuðning.“
Það er umhugsunarefni fyrir okkur
Íslendinga hve oft umbætur af þessu
tagi koma að utan, þ.e. að við neyðumst
til umbóta á ýmsum sviðum vegna að-
ildar að alþjóðasamningum.
Ef íslenzkir stjórnmálamenn hefðu
gert tillögur um að lækka þessa sömu
styrki til landbúnaðar eru hverfandi lík-
ur á því, að slíkar tillögur hefðu verið
samþykktar. Ef þessi verður niðurstaða
Doha-viðræðna verður lækkunin sam-
þykkt hér.
Með EES-samningnum var brautin
rudd fyrir margvíslegar umbætur í ís-
lenzku viðskiptalífi, sem oft hafði verið
bryddað á, en voru aldrei samþykktar.
Aðild okkar að EES-samningnum
þýddi, að við áttum engra kosta völ, og
þess vegna voru tekin upp ný vinnu-
brögð á mörgum sviðum viðskiptalífs-
ins.
Hið sama hefur gerzt á sviði dóms-
mála og á fleiri sviðum þjóðlífsins.
Af hverju eru umbætur sjálfsagðar ef
þær koma að utan en ekki ef tillögur
koma um þær hér heima fyrir? Eru
þetta síðustu leifar af minnimáttar-
kennd fátækrar þjóðar, sem einu sinni
var?
Að einhverju leyti kann það að vera
skýringin. Sennilegra er þó, að það séu
hin öflugu sérhagsmunasamtök, sem
koma í veg fyrir sjálfsagðar umbætur.
Hagsmunasamtök ýmissa stétta og
starfshópa eru mjög öflug hér og hafa
haft mikil áhrif á gang mála. Þau geta
stoppað umbótatillögur, sem verða til
hér heima fyrir. Þau geta hins vegar
ekki stöðvað umbætur, sem eru þáttur í
alþjóðlegum samningum okkar.
Auðvitað er flestum ljóst, að tími er
kominn til verulegra breytinga í land-
búnaðarkerfinu íslenzka. Þær verða erf-
iðar og sársaukafullar eins og alltaf þeg-
ar mikilvæg atvinnugrein gengur í
gegnum breytingaskeið.
Mikilvægt er að greina á milli
byggðamála og landbúnaðar sem at-
vinnugreinar. Dreifbýlið almennt er að
byggjast upp á ný og sveitirnar eru að
verða hluti af þeirri þróun. Fólk er að
byrja að leita út fyrir höfuðborgarsvæð-
ið, stundum til þess að eignast þar annað
heimili en líka vegna þreytu á stórborg-
arlífinu og fylgifiskum þess.
Landbúnaðurinn stendur hins vegar
frammi fyrir vandamálum, sem að hluta
til stafa af offramleiðslu en að öðru leyti
vegna breyttra lífshátta og breytts mat-
aræðis. Breytingar í landbúnaði, sem
leiða af sér minnkandi framleiðslu, þýða
ekki lengur auðn á landsbyggðinni.
Eftir sem áður eru þessar breytingar
erfiðar fyrir bændur og eðlilegt að þeir
fái svo sem kostur er stuðning til þess að
komast í gegnum þær.
STAÐA ÍRANS
Augu manna beinast þessa dagana íauknum mæli til Írans þegar rætt
er um valdajafnvægið í Suðvestur-Asíu
og hafa komið fram tilgátur um að haldi
fram sem horfi í þessum heimshluta
muni staða Írana styrkjast verulega.
Háttsettur bandarískur embættismað-
ur, sem skrifað hefur tvær bækur um
Bandaríkin og starfsemi hryðjuverka-
manna í skjóli nafnleyndar, segir að inn-
rásin í Írak hafi verið „jólagjöf“ til Írana.
Meira að segja hafa birst fréttir – reynd-
ar óstaðfestar – í þá veru að Íranar hafi
komið í umferð misvísandi upplýsingum
til þess að ýta undir það að Bandaríkja-
menn gerðu innrás í Írak.
Ýmislegt bendir til þess að sjálfs-
traust íranskra stjórnvalda fari vaxandi
og er það ekki síst vegna þess að þeir sjá
að Bandaríkjamenn hafi færst það mikið
í fang í Írak og Afganistan að ólíklegt er
að þeir hlutist af alvöru til um málefni
Írans.
Eitt dæmi um að Íranar séu tilbúnir
að bjóða umheiminum birginn eru fréttir
um að þeir hafi á laun hafið vinnu, sem
miðast að því að auðga úran, gera til-
raunir með búnað og framleiða gas, sem
nota má til að búa til kjarnaodda. Þetta
hafði fréttastofan AP eftir stjórnarer-
indrekum í gær, en írönsk stjórnvöld
sögðu að ekkert væri hæft í því að þau
vildu framleiða kjarnavopn, fyrir þeim
vekti aðeins að nota kjarnorku til að
framleiða rafmagn. Áður hafði verið
greint frá því að Íranar hefðu ákveðið að
halda áfram þar sem frá var horfið við
smíði kjarnakljúfa.
Þá hefur því verið haldið fram að ír-
anskir útsendarar hafi verið sendir til
Íraks til að hjálpa írönskum uppreisn-
armönnum með það að markmiði að
koma þar á fót leppríki þar sem
strangtrúaðir sjítar færu með völd.
Í skýrslu nefndar, sem öldungadeild
Bandaríkjaþings skipaði til þess að
rannsaka árásirnar á Bandaríkin 11.
september 2001, kemur fram að ekki
hafi fundist neinar vísbendingar um
samstarf Íraka og hryðjuverkasamtak-
anna al-Qaeda. Hins vegar megi finna
tengsl milli al-Qaeda og Írans og Hez-
bollah-samtakanna, þótt ekkert bendi til
að íranskir embættismenn hafi vitað fyr-
irfram af árásunum 11. september.
Komið hefur fram að um nokkurt skeið
hafi verið vitað til þess að átta flugræn-
ingjanna, sem stóðu að hryðjuverkunum
11. september, hefðu verið á ferðinni í
Írak.
Því heyrist nú haldið fram að Banda-
ríkjamenn hafi ráðist til atlögu við vit-
laust ríki. Þeir hefðu átt að beina sjónum
sínum að Íran. Slíkur málflutningur
ásamt þeirri umræðu, sem rakin hefur
verið hér að ofan, hefði fyrir einu og
hálfu ári verið talinn bera því vitni að
verið væri að undirbúa jarðveginn fyrir
innrás í Íran. Nú virðist fráleitt að ætla
að slíkt vaki fyrir nokkrum manni. Í Íran
hefur á undanförnum árum verið tog-
streita milli harðlínuafla og umbóta-
sinna. Það væri kaldhæðni örlaganna ef
innrásin í Írak yrði vatn á myllu íranskra
harðlínumanna og gæfi Írönum kost á að
ná lykilstöðu í þessum heimshluta.
Aðalræðumaðurinn á lands-fundi Demókrataflokks-ins í Bandaríkjunum,Barack Obama, sakaði
George W. Bush forseta á þriðju-
dagskvöld um að hafa ekki verið
fyllilega hreinskilinn við bandarísku
þjóðina í aðdraganda Íraksstríðsins.
Í ræðu sinni talaði Obama um
frambjóðanda Demókrataflokksins,
John Kerry, sem stríðshetju frá Ví-
etnam er hafi „valið erfiðari kostinn
þegar hann átti möguleika á að fara
auðveldu leiðina“. Án þess að nefna
Bush á nafn gagnrýndi Obama
stefnu forsetans í Íraksmálinu.
„Þegar við sendum unga Banda-
ríkjamenn á hættuslóðir ber okkur
skylda til að draga ekki dul á hina
raunverulegu ástæðu þess að þeir
eru sendir af stað,“ sagði Obama.
„Og aldrei nokkurn tíma má fara í
stríð án þess að senda nægan mann-
skap til að það geti unnist, friður
komist á og Bandaríkin áunnið sér
virðingu heimsbyggðarinnar.“
Leiðtogi demókrata í öldunga-
deildinni, Tom Daschle, tók í sama
streng, og sagði Kerry hafa hætt lífi
sínu í því skyni að koma öðrum til
bjargar. Og Daschle atyrti ríkis-
stjórn Bush forseta og sagði demó-
krata hafna því, að ekki væru til
nægir peningar til að bjóða banda-
rískum hermönnum upp á heilsu-
gæslu á viðráðanlegu verði.
Reyndir menn og nýgræðingar
Tónninn í ræðumönnum á lands-
fundinum var í samræmi við það sem
Kerry hefur sagt á framboðsfund-
um. Í Norfolk í Virginíu á þriðju-
dagskvöldið skoraði hann á Bush að
hrinda í framkvæmd ýmsum þeim
tillögum sem fram koma í niðurstöð-
um rannsóknarnefndar vegna
hryðjuverkanna 11. september 2001,
og miða að því að draga úr hættunni
á frekari hryðjuverkum í Bandaríkj-
unum. „Bandaríkjamenn hafa ekki
efni á því að draga lappirnar,“ sagði
Kerry.
Hann var væntanlegur á lands-
fundinn, sem fram fer í Boston, í
gærkvöldi, og John Edwards, vara-
forsetaefni Kerrys, kom einnig
þangað í gær og ávarpaði fundinn. Í
dag verður Kerry formlega útnefnd-
ur frambjóðandi flokksins í forseta-
kosningunum sem fara fram annan
nóvember.
Meðal ræðumanna á landsfundin-
um eru þekktir sjórnmálamenn jafnt
sem nýgræðingar sem þykja lofa
góðu, þ.á m. Edward Kennedy og
Obama. Eiginkona Kerrys, Teresa
Heinz Kerry, og Ron Reagan, sonur
Ronalds Reagans, fyrrverandi for-
seta, voru ennfremur á mælenda-
skránni.
Talið er líklegt að áður en langt
um líði verði Obama maður sem ekki
þurfi að kynna. Hann á nú sæti í öld-
ungadeild ríkisþingsins í Illinois, en
allt útlit er fyrir að hann taki sæti í
öldungadeild bandaríska þingsins og
verði þriðji blökkumaðurinn sem
það gerir frá því 1877. Hann er son-
ur afrísks geitabónda og konu frá
Kansas og hefur sagt um sjálfan sig
að hann sé „persóna í víðtækari sögu
Bandaríkjanna“.
Obama sagði í ávarpi sínu að
Kerry myndi takast á við efnahags-
vandkvæði Bandaríkjamanna, auka
möguleikana í heilsuþjónustu, gera
Bandaríkin sjálfum sér nægari um
orkugjafa og gæta borgaralegra
réttinda á tímum hryðjuverk
innar.
„John Kerry trúir því, að
ríkjunum skuli mönnum u
fyrir dugnað, og því mun h
veita skattaívilnanir þeim fy
um sem flytja störf úr land
þeim sem skapa störf hér
sagði Obama. Hann gagnrýn
ríkisstefnu Bush, og sagði a
væri þeirrar skoðunar, að „
legum heimi hljóti að koma t
að fara í stríð, en stríð eig
vera fyrsti kosturinn“.
Öryggið efst í hug
Fréttaskýrendur segja, a
kjósendur velja á milli þeir
og Kerrys verði þeim efs
hvor frambjóðendanna ge
tryggt öryggi bandarískra
Og Kerry hefur enn ekki t
sannfæra kjósendur um að
færari um það en sitjandi fo
Það eru innan við 100 d
kosninganna – fyrstu fors
inga sem fram fara eftir hry
in 11. september – og Kerry
Demókratar segja k
arnar snúast um von
Öryggismál eru bandarískum kjósendum ofarlega
í huga og heldur fleiri treysta sitjandi forseta í
þeim efnum en frambjóðanda Demókrataflokks-
ins, John Kerry, sem verður formlega útnefndur á
landsfundi flokksins sem nú stendur yfir í Boston.
Boston. AP.
’Repúblíkanar reiðaað kjósendur fari ótt
slegnir inn í kjörklef
Barack Obama ávarpar lan
Demókrataflokksins í Bosto
TERESA Heinz Kerry, eiginkona Johns Kerrys, forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, veifar til fullt
þriðjudagskvöldið, eftir að hún hafði ávarpað fundinn. Sagði hún meðal annars, að eiginmaður sinn væri h
styrkan vörð um öryggi Bandaríkjanna og „ætíð verða í fremstu víglínu“.
„Ætíð í fremstu víglínu“