Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 26

Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 26
UMRÆÐAN 26 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þ að hefur geisað ófriður á Íslandi undanfarna mánuði. Ekki kannski í eiginlegum skilningi – það hefur sem betur fer engu blóði verið úthellt í þess- um átökum – en menn hafa tekist á, við höfum ekki orðið vitni að svo hatrömmum deilum í háa herrans tíð. Svo skyndilega datt allt í dúna- logn, kyrrð færðist yfir þjóðlífið á nýjan leik. Eftir stendur þó spurn- ingin: er þessi kyrrð stundarfriður eða er hægt að byggja brýr milli stríðandi fylkinga þannig að frek- ari átökum verði afstýrt? Kæra menn sig um slíkar sættir? Líklega mun tíminn einn leiða þetta í ljós. Hvernig verður annars best staðið að því að byggja brýr milli fólks sem átt hefur í útistöð- um, hvernig má græða sár sem ýfð hafa verið upp, hvernig má heila heilt samfélag sem logað hefur í ófriði? Getur verið að lausnin sé fólgin í því að reisa brú í bók- staflegum skilningi, brúa bilið milli tveggja hópa fólks með raunveru- legri brúarsmíð? Michael Ignatieff, einn merkasti ritgerðasmiður samtímans, veltir þessu fyrir sér í bók sinni Empire Lite: Nation-Building in Bosnia, Kosovo and Afghanistan sem kom út í fyrra. Hann leggur þar út af þeim áformum manna að end- urreisa „Gömlu brúna“ (Stari Most) í Mostar í Bosníu- Herzegóvínu – en framkvæmdir stóðu yfir þegar bókin kom út. Nú er verkinu í Mostar lokið, eins og sagt var frá í Morg- unblaðinu í síðustu viku. Hin „nýja gamla brú“ yfir fljótið Neretva, sem skiptir Mostar í tvennt, var vígð við hátíðlega athöfn á föstu- dag, tæplega ellefu árum eftir að gamla brúin var sprengd í loft upp í hörmulegum átökum sem þá geis- uðu í Bosníu. Eyðilegging brúarinnar kveikti sterkar tilfinningar meðal margra á sínum tíma og sumum þótti þessi atburður sýna vel fánýti stríðsins í Júgóslavíu. Hvers vegna í ósköp- unum skyldu einhverjir vilja rífa niður brýrnar sem tengja mennina tryggðaböndum? Svarið er auðvitað það að ná- lægðin gerir menn ekki alltaf að góðum grönnum. Þeir sem áður lifðu í nokkurri sátt og samlyndi í Mostar höfðu í nóvember 1993 tek- ið að berast á banaspjót. „Gamla brúin“ í Mostar var eitt þekktasta kennileitið á Balk- anskaganum öllum. Hún var byggð 1566 þegar Tyrkir réðu þessum hluta álfunnar og þótti sumpartinn brúa tvo heima, enda má segja að hún hafi staðið á mót- um hinnar vestrænu og kristnu Evrópu annars vegar og múslíma- heimsins í austri hins vegar. Brúin þótti merk fyrir margra hluta sakir, ferðamenn komu langt að til að sjá hana. Michael Ignatieff segist til að mynda hafa séð brúna 1959 þegar hann tólf ára gamall ók með foreldrum sínum í svartri Buick-bifreið leiðina frá Belgrað til Dubrovnik við Adríahafið. Hún hafi vakið hrifningu hans, lifað í minningunni. „Þetta er ein fallegasta brúin í heiminum,“ skrifaði líka Rebecca West í frægri bók um ferðalag sitt um Júgóslavíu 1937, Black Lamb and Grey Falcon: A Journey Through Yugoslavia. Mostar hefur lengi verið blönd- uð borg, eins og raunar Bosnía öll. Þar bjuggu bæði Bosníu-Króatar og Bosníu-múslímar, þar voru þó ekki Bosníu-Serbar. Þjóðern- ishyggjan sem greip menn í lýð- veldunum sem saman mynduðu sósíalíska sambandsríkið Júgó- slavíu gerði það hins vegar að verkum að draumur Títós um „bræðralag og samstöðu“ ólíkra þjóðarbrota breyttist í martröð. Króatarnir í Mostar tóku að líta á brúna yfir Neretva sem tengingu við myrkar miðaldir, minningin um yfirráð Tyrkja var þeim ógeðfelld. Þeir vildu eyða brúnni, þeir vildu eyða hugmyndinni um að þjóðern- ishóparnir tveir gætu búið saman, brúað bilið sín í millum, bilið var óbrúanlegt að þeirra mati (hér byggi ég á orðalagi BBC- fréttamannsins Allans Little í síð- ustu viku, sjá http:// news.bbc.co.uk/2/hi/programmes/ from_our_own_correspond- ent/3919839.stm. Little hefur ásamt Lauru Silber ritað prýðilega bók, The Death of Yugoslavia, um aðdraganda átakanna á Balk- anskaga). Það búa um 100.000 manns í Mostar í dag. Áður fyrr voru 70% íbúanna múslímar en núna eru þeir aðeins 35% og Neretva skiptir borginni rækilega milli þjóð- arbrota, blöndunin er ekki mikil. Hvort samfélag heldur uppi skól- um, sjúkrahúsi, stjórnsýslu og til- heyrir sitthvoru farsímakerfinu. Tvöfalt kerfi í svo lítilli borg kostar auðvitað sitt, getur varla talist skynsamlegt. Ignatieff segir í bók sinni að allir í Mostar viti hver stóð fyrir eyði- leggingu brúarinnar á sínum tíma. Króatíski yfirforinginn sem stýrði verkinu búi enn í borginni. Telur Ignatieff það við hæfi að brúar- smiðurinn – sá sem hannaði brúna og stýrði endurreisnarstarfinu í fyrstu – sé aðkomumaður, ut- anaðkomandi aðili í hildarleiknum sem líf fólksins á þessu svæði hefur verið. Umræddur maður, Frakk- inn Gilles Pequeux, hafi aldrei séð „Gömlu brúna“ á meðan hún stóð, hann trúi hins vegar staðfastlega á mikilvægi þess og táknrænt gildi þess að brúin verði endurreist. Nú má auðvitað spyrja hvort skynsamlegt sé að eyða sem sam- svarar einum milljarði íslenskra króna í að endurbyggja brú sem menn sáu á tímum ástæðu til að eyðileggja. Í öllu falli er ljóst að heimamenn verða sjálfir að finna hjá sér þörfina til að byggja brýr sín í millum. Sárin á þessum slóð- um gróa seint og það er mikið verk fyrir höndum. Brúarsmíðin í Most- ar markar þó vonandi vörðu á þeirri vegferð sem íbúar Bosníu- Herzegóvínu eru nú á. Brúin í Mostar [...] hvernig má græða sár sem ýfð hafa verið upp, hvernig má heila heilt sam- félag sem logað hefur í ófriði? Getur ver- ið að lausnin sé fólgin í því að reisa brú í bókstaflegum skilningi, brúa bilið milli tveggja hópa fólks með raunveru- legri brúarsmíð? VIÐHORF Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is Í MORGUNBLAÐINU 26. júlí sl. var fyrirspurn frá Ástu Kristjáns- dóttur, um hlutverk presta og kirkju, sem ég geri ráð fyrir að beint hafi verið til mín og sendi ég því þessa svargrein um leið og þakka fyrirspurnina. Prestar byggja þjónustu sína og köllun á tvö þúsund ára gamalli hefð sem aftur byggir á enn eldri hefð prédikunar spámanna Gamla testamentisins. Allt frá þeim tíma hefur þjóð- félagsrýni verið sterk- ur þáttur í prédik- uninni. Ekki þarf lengi að lesa spámannaritin í GT til þess að sjá að þar birtist mjög ákveð- in gagnrýni á valdhafa og þjóðfélag. Gagn- rýnin byggðist einkum á því að minna á að vik- ið hafi verið af vegi Guðs sem markaður var í lögmáli Gyðinga. Kristur sjálfur talaði um þjóðfé- lagið og uppskar reiði yfirvalda, fyrst trúarlegra og síðan verald- legra. Hann talaði gegn órétti og misbeitingu valds. Sama gerðu post- ularnir. Kristin trú er ekki bara bænaiðja og sálmasöngur. Kristin trú er djúpstæð og heildstæð lífs- afstaða sem tekur til lífsins alls, og því er í raun ekkert í heimi hér kristnu fólki eða kirkju óviðkom- andi. Skoðum orð Krist um afstöðuna til hans: „ Ætlið ekki, að ég sé kominn að færa frið á jörð. Ég kom ekki að færa frið, heldur sverð [sundurþykki skv. Lúkasi]. Ég er kominn að gjöra son andvígan föður sínum, dóttur móður sinni og tengdadóttur tengdamóður sinni . . .“ (Mt 10.34n). Afstaðan til Krists getur skapað sundrungu í samfélaginu og meira að segja innan vébanda fjölskyld- unnar. Guð gerðist maður í Jesú Kristi og þess vegna höldum við jól. Jólin eru hátíð sem auglýsir að Guð lætur sig varða mannlífið, veröldina alla. Guð er þar með orðinn pólitískur. Prest- ur hefur leyfi til og er í raun skyld- ugur til að fjalla um mannlífið og þjóðfélagið. Boðorðin tíu eru t.d. flest um mannlífið og eru því pólitísk að eðli og inntaki. Fyrstu ræðu sína flutti Jesús í Nasaret (Lúkas 4). Þar birtir hann stefnuyfirlýsingu sína og þegar grannt er skoðað er hún mjög pólitísk, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ég er annars vegar einstaklingur og nýt sem slíkur ákveðinna lýðrétt- inda svo sem skoðanafrelsis og hins vegar er ég prestur. Og ég er póli- tískur því lífið er pólitík. Ég hef hins vegar aldrei verið flokksbundinn, er þó alinn upp sem sjálf- stæðismaður og hef einu sinni unnið á kjör- stað og þá fyrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það var fyrir einum 30 árum. Mér hefur jafnan þótt undarlegt að heyra fólk tala á þeim nótum að pólitík sé aðeins fyrir pólitíkusa. Hvar byrjar og endar pólitíkin? Líf- ið allt er pólitík. En líf- ið er ekki flokkspólitík og ég tek ekki flokkspólitíska af- stöðu til mála, læt ekki segja mér hvernig mér beri að hugsa, af for- ystu nokkurs flokks. Trú og pólitík eiga samleið. Fjöldi presta hefur á liðnum áratugum set- ið á Alþingi, flokkspólitískir í hugsun og gjörðum en gegndu jafnframt sínum embættum. Og svo mætti ennfremur rita langt mál um þátt ís- lenskra presta í baráttunni fyrir sjálfstæði á 19. öld sem var ramm- pólitískt mál. Sagan sýnir að prestar áttu mjög stóran þátt í því að und- irbúa jarðveginn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Var pólitísk afstaða þeirra óviðurkvæmileg? Og mér koma í huga fleiri dæmi. Núverandi yfirmaður rómversku kirkjunnar, Jóhannes Páll II páfi, og margir fyrirrennara hans hafa tekið afstöðu til pólitískra mála. Núver- andi erkibiskup af Kantaraborg, Rowan Williams sömuleiðis. Einnig Alkirkjuráðið og Lútherska heims- sambandið. Og Hjálparstarf dönsku þjóðkirkjunnar stóð t.d. fyrir mót- mælum á rokkhátíðinni í Hróars- keldu fyrr í sumar og mótmælti múrnum í Palestínu sem Ísr- aelsmenn eru að reisa. Og hvað með Martein Lúther á 16. öld, Desmond Tutu í S-Afríku, Martein Luther King í Bandaríkjunum, Helder Camara í Brasilíu, sem allir voru virkir í pólitískri umræðu á liðinni öld? Um hlutverk presta sagði ég t.d. þetta í prédikun 11. júlí sl.: „Krist- indómurinn á ekki að vera skraut á tilveruna og prestar ekki settleg góðmenni, þýlyndir þjónar valdsins og huggulegir helgitæknar, sem hafa þann eina tilgang að fram- kvæma helgiathafnir án þess að hreyfa við neinum að nokkru marki. Nei, kirkjan er samfélag fólks sem trúir á ákveðin gildi og heldur þeim á lofti í lífi og starfi. Sagan kennir að sú viðleitni kostar oft á tíðum mik- ið.“ Um meinta múgæsingu þykir mér óþarfi að fjalla þó ég hafi talað á úti- fundi sem fór prúðmannlega fram í hvívetna. Og ef fyrirspyrjandi á við að kirkjan sé baggi á þjóðfélaginu þá vil ég benda á að ríkið leggur ekki mikið til kirkjunnar. Það gera hins vegar meðlimir hennar, sókn- arbörnin. Prestar eru kallaðir til að þjóna öllum sóknarbörnum sínum og eru fúsir til þeirrar þjónustu. En prestar verða aldrei allra. Prestar sem tjá skoðanir sínar afdráttarlaust verða óneitanlega umdeildir. Enginn mað- ur með skoðun á málum, hvort sem hann er prestur eða eitthvað annað, getur nokkru sinni þóknast öllum. Prestar og aðrir, sem reyna að vera allra með því að segja aldrei neitt, sem styggir eða vekur fólk af værum blundi, verða óhjákvæmilega engra þegar öllu er á botninn hvolft. Engra, sumra, allra Örn Bárður Jónsson svarar Ástu Kristjánsdóttur ’Kristindómurinn áekki að vera skraut á til- veruna og prestar ekki settleg góðmenni, þý- lyndir þjónar valdsins og huggulegir helgi- tæknar, sem hafa þann eina tilgang að fram- kvæma helgiathafnir án þess að hreyfa við nein- um að nokkru marki.‘ Örn Bárður Jónsson Höfundur er prestur í Neskirkju. UNDANFARNA daga hefur verið mikil umræða um gsm-símasamband í landinu. Við sem keyrum mikið um landið förum ekki var- hluta af þeirri slæmu þjónustu sem býðst okkur landsmönnum úti á vegum landsins. Málið er að síminn er fyrst og fremst örygg- istæki á ferðalagi. Því miður getur hann ekki virkað sem slíkt eins og staðan er í dag. Dreifikerfið hefur ekki verið byggt upp um allt land og er þónokkuð langt í land. Það er einmitt þegar stórar ferðahelgar eru framundan, eins og nú er, að svona mál komast í umræðuna. Hringvegurinn án þjónustu Nú er ekki eins og verið sé að tala um fáfarna þjóðvegi landsins, þar er mjög langt í land. Hringveg- urinn er langt í frá boðlegur. Tök- um sem dæmi leiðina frá Reykja- vík til Egilsstaða og farið er norður fyrir. Fyrsta hindrunin er í Norðurárdalnum. Sú næsta er í Húnavatnssýslu en þar er sam- bandið nokkuð köflótt, allavega þannig að ekki er hægt að festa sig í löngum símtölum. Efst í Langa- dalnum er dauður blettur sem lagast þegar komið er upp Vatns- skarðið. Öxnadalsheiðin er al- gjörlega úti sem er mjög slæmt vegna þess að þar er afar hættuleg leið og slysahætta nokkur. Víkurskarðið er næst á dagskrá en þar er samband lítið. Verst er síðan ástand- ið þegar komið er austur fyrir Mývatn en þá er nánast ekk- ert samband langleið- ina til Egilsstaða, fyrir utan nokkra punkta. Þessi leið er öll yfir fjallvegi og oft illfær. Dreifikerfið klárað Þessi upptalning er nú ekki mjög nákvæm og hef ég án efa gleymt einhverjum stöðum. Það sem mér finnst verst í þessu sam- bandi er að hættulegustu leiðirnar eru yfirleitt án gsm-sambands. Kannski hafa einhverjir staðir bæst við í dreifikerfi Símans, en það eru þó ekki margar vikur síðan ég keyrði þessa leið. Það getur ekki verið svo flókið að setja upp slíkt kerfi, enda hagnaður fyr- irtækisins mikill og liður í aukinni þjónustu hlýtur að vera að efla ör- yggi viðskiptavinanna. Það er hlut- verk okkar, sem á Alþingi sitjum, að berjast fyrir uppbyggingunni og setti þingflokkur Framsókn- arflokksins skýra fyrirvara við sölu Símans. Einn af fyrirvörunum var að uppbygging dreifikerfisins yrði kláruð. Vona ég að sú uppbygging haldi áfram og fólk geti verið öruggt á ferðinni á hvaða tíma sól- arhrings sem er og þurfi ekki að óttast ef slys ber að höndum, að næsti vegfarandi fari hjá eftir marga klukkutíma. Öryggi ekki tryggt Dagný Jónsdóttir ræðir um símasamband ’Hættulegustu leið-irnar eru yfirleitt án gsm-sambands.‘ Dagný Jónsdóttir Höfundur er alþingismaður. Eftirfarandi greinar eru á mbl.is: Jón Steinsson: „Það er engin tilviljun að hlutabréfamarkað- urinn í Bandaríkjunum er öfl- ugri en hlutabréfamarkaðir annarra landa.“ Regína Ásvaldsdóttir: „Eitt af markmiðum með stofnun þjónustumiðstöðva er bætt að- gengi í þjónustu borgaranna.“ Jónas Gunnar Einarsson: „Áhrifalaus og mikill meirihluti jarðarbúa, svokallaður almenn- ingur þjóðanna, unir jafnan misjafnlega þolinmóður við sitt.“ Á mbl.is Aðsendar greinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.