Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 27

Morgunblaðið - 29.07.2004, Side 27
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 27 BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÝLEGA birtist leiðari í Morg- unblaðinu þar sem áliðnaður er prísaður nánast sem ný trúar- brögð og álrisinn þá orðinn hið helsta átrúnaðargoð í landi mið- nætursólarinnar. Daginn eftir birtist annar leiðari þar sem stungið var upp á að ná sátt við náttúruverndarsinna útaf öllum þessum yfirvofandi álverum, virkjunum sem eru í farvatninu. Mér er spurn: Um hvað á að semja? Landið er að hverfa undan fótum mínum. Á þá að semja um að ég fái að standa á einum fæti. Og álrisinn á hinum? Elísabet Kristín Jökulsdóttir Til Morgunblaðsins Höfundur er rithöfundur. „HEIMSLYGIN: Þagnarlygin, listin að dulbúa og falsa og listin að láta hlutina standa á haus.“ Gunnar Dal í bók sinni Listin að lifa: „Það er von mín að þið verðið nægjanlega íhaldssöm til að halda áfram að vera Íslendingar með sjálf- stæðan vilja og sjálfstæðar skoðanir, fólk sem heldur trúnað við land, þjóð og tungu og varðveitir þau and- legu verðmæti og þann arf sem því er trúað fyrir ... Það er ósk mín að þið standið vörð um mann- úðarstefnu og rétt hins einstaka manns til að lifa lífinu“. Þagnarlygin Íslendingar hafa flestir spilað Monopoly (ein- okun), betur þekkt sem Matador. Hinir gáskafullu fjármálasnillingar Íslands lifa og hrærast í slíku spili nema þeir spila með krónurnar okk- ar en lifa líkt og forsetinn, mikið til á erlendri grund. Almenningur þekkir ekki eða skil- ur flóknar fléttur í kaupum og sölum á fyrirtækjum, hlutum úr fyr- irtækjum, (rétt eins og fyrirtæki séu á partasölu), yfirtökum, kaupum á hlutum í eigin eigu, sölu til sjálfra sín og kaupum til baka. Enginn skildi hvernig Norðurljós lifði af gjaldþrotið með samruna við aðra gjaldþrota fjölmiðla og hálf- gjaldþrota tölvufyrirtæki. En látum það vera! Sviðsett eru flækjuleikrit af bull- meisturum nútímans, sem telja hverjir öðrum trú um að þeir séu með fullu viti. Og pólitíkusarnir botna sjaldnast, ekki frekar en al- menningur, nokkurn skapaðan hlut í því ferli sem í gangi er. Peningar og ásókn í völd virðast vera að firra menn vitinu . Listin að dulbúa Tökum handahófskennt dæmi úr DV 3. september 2003 um viðskipti sem öllu venjulegu fólki hljóta að vera óskiljanleg. Fyrirsögn fréttarinnar er: Fjárhagsleg staða Sjafnar mjög sterk. Og fréttin er svohljóðandi: „Í maí sameinaði Sjöfn hreinlætisfram- leiðslusvið Mjallar og Friggjar undir nafninu Mjöll Frigg hf. Eignarhlutur Mjallar í Mjöll Frigg er 50% og Sjöfn á 65% eignarhlut í Mjöll. Í ágúst keypti Mjöll hf. öll hlutabréf í þvotta- húsinu og efnalauginni Slétt og fellt á Akureyri og sameinaði rekstri Mjall- ar frá 1. ágúst sl. Í síðustu viku sam- einaði Sjöfn svo rekstur Stíls og Ásprents undir nafni og merki Ásprents-Stíls. Sam- einað fyrirtæki hóf rekstur 1. september sl. Sjöfn á 50% í Ásprenti- Stíl. Í samstæðu Sjafn- ar eru nú Hans Pet- ersen, nær 99,9% eign- arhlutur; Mjöll, 65% eignarhlutur, en Mjöll á 50% hlut í Mjöll Frigg og 33,3% hlut í P/F Kemilux Industri í Færeyjum; Nýja kaffibrennslan, 50% eignarhlut; AKVA-100% eign- arhlutur; Ferðaskrifstofa Akureyrar, 70% eignarhlutur; SBA Norðurleið 37% eignarhlutur. Hluthafar Sjafnar hf eru Kaldbakur með 50% hlut, Ey- firðingur í eigu Baldurs Guðnasonar með 41,7% hlut og Eignarhalds- félagið Stíll sem er í eigu Baldurs Guðnasonar og Steingríms Péturs- sonar, með 8,3% hlut“. Hvaða víðáttusnillingur sauð sam- an þessa fyrirtækjasúpu og er ætlast til þess að einhver skilji ? Ætli til- gangurinn sé kannski fyrst og fremst sá að enginn skilji? Hvað á téður Baldur Guðnason (núverandi for- stjóri Eimskipa) mikinn hlut og hvernig eignaðist hann oft hlut í sama fyrirtækinu, keypti af og seldi sjálfum sér? Að falsa Svona dæmi eru auðvitað legíó í ís- lensku viðskiptalífi og þjóna oftast þeim tilgangi að fela það sem raun- verulega er í gangi. Gleymum ekki að oftar en ekki er sá hluti rekstrar sem rekinn er með tapi, dreginn út úr og settur í gjaldþrot eins og fólkið á landsbyggðinni hefur mátt líða fyrir. Jafnvel kjötvinnslufyrirtæki er skipt í tvennt, annars vegar í fjárfesting- arfyrirtæki og látið kaupa í banka en kjötvinnslan sjálf sett í gjaldþrot. Þegar forsætisráðherra sagði að stundum væri logið í sölum Alþingis hvað má þá segja um lygarnar um samruna fjölmiðlafyrirtækjanna. Fjölmiðlum sem ákveða ekki bara hvaða fólk þarf geðlyf!! heldur líka hvaða lög eru samþykkt af forseta og hver ekki. Þeir hafa kannski líka veð- sett stjórnarskrána í London, „All the presedent’s men“? Vitum við eitt- hvað hvað af Íslandi er veðsett er- lendis og í hvaða tilgangi? Að láta hluti standa á haus Samþjöppun á fjölmiðlum í eigu auð- hrings sannaði fljótt mátt pening- anna og rótgrónustu vinstrimenn snerust á hæl á einni nóttu og op- inberuðu hugleysi sitt og fögnuðu því að peningar væru loksins komnir inn í fjölmiðlana og þeir ekki lengur reknir með tapi. (Hvernig vissu þeir það!?) Fólk mátti sjá fram- kvæmdastjóra Samfylkingarinnar, Karl Th. Birgisson, gleðjast yfir nýj- um auðhring í fjölmiðlum. Maðurinn sem nokkrum vikum fyrr gagnrýndi Stöð tvö fyrir að vilja selja Samfylk- ingunni aðgengi Marðar Árnasonar að stjórnmálalegri umræðu gegn Pétri Blöndal (í Íslandi í bítið) var nú orðinn hinn spakasti. Málið var þagg- að niður. Karl Th. hefur sennilega, eins og fleiri, áttað sig á að sigurgeta Samfylkingarinnar er í tengslum við þá sem hafa eignast Ísland. „Staðreyndirnar um spillinguna eru að vísu óvinur sannleikans“ skrif- aði Don Quixote. Í þá gryfju féll stjórnarandstaðan og forsetinn, því miður. Við sjáum eftir makalaust út- spil forsetans hver ræður á Íslandi en efinn er, hr. forseti, á „þjóð“ þín Ísland? Það er óhæfa að kjósa um tjáningarfrelsið blindaður af áróðr- inum gegn því. Á þjóðin Ísland … hr. forseti? Jónína Benediktsdóttir fjallar um hverjir hafi eignast Ísland ’Sviðsett eru flækju-leikrit af bullmeisturum nútímans, sem telja hverjir öðrum trú um að þeir séu með fullu viti.‘ Jónína Benediktsdóttir Höfundur er íþróttafræðingur. ERFÐALÖG Íslands eru einföld, gamalmenni geta ekki gefið eignir sínar munnlega. Eini stafurinn um munnlega yfirfærslu eigna í lögum er um fólk í lífshættu, en þá verði að bera vitni innan viss tíma, ef ég skil rétt. Lögmaður Reykjavíkurborgar fyrir hönd borgarstjóra hefur ákveð- ið að hundsa allar staðreyndir máls- ins og lög og neita beiðni lögmanns fjölskyldu minnar. Að mínu áliti eru sérstakar ástæð- ur fyrir því, ekki verið að hugsa um hagsmuni Reykjavíkurborgar og þá íslensku þjóðarinnar, heldur að yf- irfæra ábyrgð fárra á þessum hryll- ingi yfir á Reykjavíkurborg með því að neita þessari beiðni. Beiðni lögmanns var send með gögnum seint í júnímánuði 2004. Ég hefði talið að tíma tæki að fara yfir þessi gögn (mér vitandi var aldrei haft samband við lögmann fjölskyld- unnar til að fá skýringar á gögnum). Ég sendi þessa beiðni lögmanns til allra í borgarstjórn og þingmanna í von um að viðkomandi kynntu sér þetta mál. Ég fékk viðbrögð bæði frá þingmönnum og meðlimum í borg- arstjórn, en vegna sumarleyfa og anna þingmanna var ekki hægt að ætlast til að þeir kynntu sér málið á svo stuttum tíma. Svar borgarlög- manns Antons Björns Markússonar var dags. 8. júlí 2004. Mín skoðun er, að flýtir svarsins hafi haft þann tilgang að stöðva um- ræðu og yfirfæra ábyrgð yfir á Reykjavíkurborg sem allra fyrst, að þetta hafi verið brella sem Þórólfur Árnason borgarstjóri tók þátt í, að Þórólfur Árnason hafi tekið þátt í spillingu í stjórnkerfi borgarinnar. Ég ásaka Þórólf Árnason borg- arstjóra hér með að gæta hagsmuna annarra en Reykjavíkurborgar sem hann sór eið að gæta. Ég tel að fjölskyldan muni ekki geta leitað réttar síns í íslensku rétt- arkerfi, það sé spillt. Lögmenn eigi sinna hagsmuna að gæta hjá stjórn- málaöflum og að dómarar heyri beint undir ráðherra, skipaðir að geðþótta viðkomandi jafnvel á móti ráðleggingum þeirra sem eiga að hafa um slíkt að segja. Þetta mál sé of stórt og höggvi of nálægt æðstu völdum á Íslandi, þannig að fjöl- skyldan muni aldrei fá réttláta með- ferð á Íslandi. Þess vegna er ég mjög á báðum áttum að fylgja þessu máli eftir. Anton Björn Markússon lögmað- ur er formaður stéttarfélags lög- manna, hlýtur að hafa virðingu starfsbræðra sinna. Honum finnst ekkert að því að setja nafn sitt við þessa neitun. Ég hef ekkert bol- magn að standa einn upp í íslensku valdakerfi, ekkert vit í að setja fjár- magn í sýndarréttarhöld þar sem allir eru innherjar nema ég. INGIMUNDUR KJARVAL, Delhi N.Y., Bandaríkjunum. Til íslensku þjóðarinnar Frá Ingimundi Kjarval: ÁGÆTU blaðamenn Mbl. Höfundur þessa pistils er reglu- legur lesandi blaðsins og er búinn að vera það í hálfa öld. Áhuginn hlýtur að eiga sér þær skýringar, að blaðið sé gott og áreiðanlegt. Umfjallanir um ýmis fag- og atvinnumál fela oft í sér matsatriði og einnig eru þær oft deilumál, sem engin ein skoðun er á. En blaðið hlýtur samt að fjalla um þau og jafnvel þótt mörgum hitni í hamsi við lestur. Höfundur hefur skrifað mikið í blaðið í tímans rás og í seinni tíð mest um sjávarútveg; hann er kunn- uglega deilumál um margt, en eng- inn efast um mikilvægi greinarinnar. Nokkrum sinnum hefur höfundur gagnrýnt það, sem blaðamenn blaðs- ins hafa skrifað eða ekki skrifað. Í blaðinu birtist þann 14.7. sl. frétta- grein um viðskipti undir yfirskrift- inni: „Góð staða fiskistofna vest- anhafs“, en vitnað var í bandaríska skýrslu frá NOAA (National Oceanographic and Atmospheric Ad- ministration, stofnunar sem fer með málefni hafsins og andrúmsloftsins í Bandaríkjunum) og síðan: […] „hef- ur fiskveiðistjórnunin haft jákvæð áhrif á stöðu fiskstofna við landið. Náðst hefur að byggja fjóra af helztu fiskstofnunum upp á ný, 10 tegundir eru ekki lengur á lista yfir ofveiddar tegundir og ofveiði hefur verið stöðv- uð á fimm tegundum.“ Það er skemmst frá því að segja, að ástand flestra mikilvægra fisk- stofna við landið er mjög slæmt (sjá neðar) og hefur í heild ekkert batnað að undanförnu. Sá lýsingarmáti, að nota upptalningar á einstökum fisk- stofnum og segja síðan hvort þeir séu ofveiddir eða hafi verið ofveiddir og telja síðan upp hvaða breytingar hafi orðið á milli ára, hefur fram- kallað mikil viðbrögð þar vestra og gildir þá einu hvort um er að ræða opinbera starfsmenn, fræðimenn eða starfsmenn sjávarútvegsfyrirtækja. Breytingar urðu á milli ára á vissum fisktegundum, sem engu eða litlu máli skipta, og rugluðu þær allan samanburð. Ástandið á fiskstofnum á austurströnd landsins við Atlants- haf er mjög vont, en hefur lagast að- eins hvað varðar ýsu og karfa ásamt einstökum flatfiskum. – Ástandið við Alaska er alveg sér á parti, en þar hafa veiðar verið í föstu og góðu fari um skeið, en þar er að finna stærsta botnfiskstofn heims væntanlega, Al- askaufsann, en veiðar á honum eru á aðra milljón tonna á ári og talið er að stjórnun þeirra veiða sé í lagi; þessi fiskstofn er í mikilli samkeppni við ljósholda botnfisk í Atlantshafi. Í „Úr verinu“ 22.7. sl. í bryggju- spjalli Helga Mars Árnasonar segir í yfirskrift: „Sá guli er sterkur“. Þar fjallar hann um stöðu þorsks á mörk- uðum; að því er virðist til að andæfa Grænfriðungum, sem nota áróður gegn þorskveiðum. Helgi vitnar í IntraFish tímaritið og segir síðan: „Á fyrstu fimm mánuðum ársins voru flutt út 11.500 tonn af þorski frá Bandaríkjunum til landa Evrópu- sambandsins fyrir rúma 34 milljónir dollara.“ Síðan segir hann, að um sé að ræða verðmætisaukningu um 700 milljónir króna frá sama tíma í fyrra. – Ja hérna, heildarframleiðsla þorsks í Bandaríkjunum er um nöt- urleg 12–14 þúsund tonn á ári (og er ekki að vaxa) og borða þeir sjálfir megnið af þeim fiski. Skýringin á þessu misræmi er væntanlega sú, að um hefur verið að ræða svokallaðan Kyrrahafsþorsk, sem er önnur fisk- tegund en þorskurinn í Atlantshafi. Menn geta svo sem deilt um það hvort sá fiskur sé sá guli eða ekki. Aðalatriðið er það, að þorskveiðar eru að minnka alls staðar í Atlants- hafi og hafa verið að gera það lengi; þær eru bara svipur hjá þeirri sjón sem var. Stofnar þorsksins teljast í mörgum tugum, en telja má á fingr- um annarrar handar hverjir þeirra eru í námunda við að vera í lagi eða ekki. Aflamarksstjórnun á þorski hefur hvergi gengið nema um sinn og alveg ákveðnar skýringar eru á því. Eina undantekningin, að því er virðist, er í Barentshafi, en þorskur þar er ofveiddur að sögn ICES, Al- þjóða hafrannsóknaráðsins. Höfundur treystir því að umrædd- ir blaðamenn vilji hafa það sem sann- ara reynist. JÓNAS BJARNASON, Klapparstíg 3, 101 Reykjavík. Bréf til blaðsins Frá Jónasi Bjarnasyni efnaverkfræðingi: ALÞINGISMAÐURINN Einar Oddur Kristjánsson gerir veiðigjald að umtalsefni í nýlegri grein hér í blaðinu. Kallar það auðlinda- skatt og hefur ýmislegt við það að athuga. Það er alveg hárrétt hjá Einari Oddi að sú leið sem liðsmenn hans úr Sjálfstæðis- og Framsóknarflokknum völdu hefur fáa kosti. Er alveg á mörkunum að standast jafnræð- isákvæði stjórnarskár- innar og hindrar framþróun sjávar- útvegs. Það versta við hana er sú óvissa sem útgerðarmenn búa við, en Alþingi getur hvenær sem er svipt þá réttinum til veiða og úthlutað honum á einhvern annan hátt. Í slíku umhverfi er engin leið að gera langtímaáætlanir. Hag- kvæmri langtímafjárfestingu í greininni eru því tak- mörk sett, eins og t.d. fjárfestingu í menntun. Enda er það kannski engin tilviljun að menntunarstig í sjáv- arútvegi er mun lægra en í öðrum atvinnu- greinum. Það er ekkert náttúrulögmál heldur einkenni hnignandi at- vinnugreina sem rekja má til gjafakvótans. En það er til lausn á þessum vanda. Með því að markaðsvæða út- hlutun kvóta og úthluta honum til langs tíma, eins og fyrn- ingarleið gengur útá, mun stöðnunin verða rofin. Óvissunni eytt og nýjir menn með nýjar hugmyndir munu aftur hafa tækifæri að komast inn í greinina. Dugmiklir ungir menn á landsbyggðinni ættu því vera lík- legri til að vilja búa þar áfram. Það er líka sú leið sem flestir óháðir sér- fræðingar mæla með, t.d. allir þeir nóbelsverðlaunahafar í hagfræði sem hafa tjáð sig um kerfið (en þeir eru flestir hægrimenn). Það mun einnig leiða til þess að leigan fyrir kvótann rennur til almennings í stað þess að fara óskattlagður inn á reikninga handhafa gjafakvótans í Lúxemborg. Þá fjármuni getur Ein- ar svo notað til skattalækkana, t.d. lækkunar útsvars á landsbyggðinni. Einar Oddur heldur því einnig fram að andstaðan við gjafakvótann sé vegna líffræðilegrar stjórnunar. Samkvæmt því hlýtur einhver hluti landsmanna að vera ósammála því markmiði kvótakerfa að hámarka af- rakstur fiskistofnanna. Ekki veit ég hvaða hópur það er. Einar er aftur á móti ekki einn um að einblína á líf- fræðilegu stjórnunina. Því vaknar sú spurning hvort Ein- ar Oddur sé að ganga í Frjálslynda flokkinn. Einar Oddur og auðlindaskattur Guðmundur Örn Jónsson svarar Einari Oddi ’Einar Oddur heldurþví einnig fram að and- staðan við gjafakvótann sé vegna líffræðilegrar stjórnunar. ‘ Guðmundur Örn Jónsson Höfundur er verkfræðingur MBA.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.