Morgunblaðið - 29.07.2004, Síða 38
DAGBÓK
38 FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Þú ert upptekin/n af vinnunni í dag. Það
er þó hugsanlegt að einkalíf þitt komist á
einhvern hátt í sviðsljósið.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú hefur mikla þörf fyrir að flýja hvers-
dagsleikann í dag. Þig langar til að gera
eitthvað nýtt og spennandi.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þetta er ekki góður dagur til að deila
einhverju því þú finnur til óvenjumikillar
eigingirni í dag. Það eru ekki síst minn-
ingarnar sem fylgja hlutunum sem þú
heldur í.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Þú gætir lent í tilfinningalegu uppgjöri
við einhvern í dag. Þetta er þó ekki óum-
flýjanlegt. Ef þú vilt forðast það skaltu
kappkosta að sýna stillingu.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Dagurinn hentar vel til tiltektar og inn-
kaupa til heimilisins. Þú hefur þörf fyrir
að skipuleggja þig og nánasta umhverfi
þitt.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú gætir fundið til óvæntrar hrifningar á
einhverjum í dag. Gættu þess bara að
vera sjálfri/sjálfum þér samkvæm/ur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Ef þú færð tækifæri til að vera ein/n með
sjálfri/sjálfum þér í dag skaltu endilega
grípa það. Þetta er góður dagur til nafla-
skoðunar.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þetta er góður dagur til samskipta við
aðra og þá sérstaklega systkini þín og
aðra ættingja. Treystu innsæi þínu.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú munt njóta þess að hlúa að eignum
þínum í dag.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú hefur sterka þörf fyrir náin samskipti
við aðra í dag. Þú ættir því að gefa þér
tíma til samvista við vini þína.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú hefur þörf fyrir að vera ein/n með
sjálfri/sjálfum þér í dag. Þú þarft á ein-
veru að halda til að komast í tengsl við
tifinningar þínar.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þetta er góður tími til að endurskoða
stefnu þína í lífinu. Taktu stjórnina í þín-
ar hendur í stað þess að láta tilvilj-
anirnar ráða ferðinni.
Stjörnuspá
Frances Drake
Ljón
Afmælisbörn dagsins:
Eru staðföst og trygg og njóta virðingar
annarra. Þau hafa góða yfirsýn og sjá yf-
irleitt hvað gera þarf. Á árinu munu þau
ljúka ákveðnum hlutum þannig að þau
geti tekið til við eitthvað nýtt.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Félagsstarf
Aflagrandi 40 | Vinnustofa og bað kl. 9,
boccia kl. 10. Hárgreiðsla, fótaaðgerð.
Árskógar 4 | Bað kl. 9–12, boccia kl. 9.30,
helgistund kl. 10.30, leikfimi kl. 11, hjól-
reiðahópur kl. 13.30, pútt kl. 10–16.
Ásgarður | Glæsibæ. Landmannalaugar:
sækja þarf miða á skrifstofu félagsins fyrir
þriðjudaginn 3. ágúst.
Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla kl. 8–16,
bað kl. 8.30–14.30, handavinna kl. 9–16,
fótaaðgerð kl. 9–17.
Dalbraut 18–20 | Hárgreiðsla kl. 9–16.45,
bað kl. 9–14, söngstund kl. 14–15, pútt.
Dalbraut 27 | Handavinnustofan kl. 8–16.
Gerðuberg | Lokað vegna sumarleyfa til 17.
ágúst.
Gjábakki | Fannborg 8. Handavinna kl. 9–
15.
Hraunbær 105 | Hjúkrunarfræðingur kl. 9,
boccia kl. 10, félagsvist kl. 14.
Hraunsel | Flatahrauni 3. Kl. 14–16 pútt á
Hrafnistuvelli.
Hvassaleiti 56–58 | Boccia kl. 10–11, fé-
lagsvist kl.13.30–16. Fótaaðgerð, hár-
greiðsla.
Hæðargarður | Vinnustofa og bað kl. 9–
16.30, pútt, kl. 10 ganga, hárgreiðsla.
Langahlíð 3 | Fótaaðgerð kl. 9, hárgreiðsla
kl. 10, föndur og handavinna kl. 13.
Norðurbrún 1 | Vinnustofur lokaðar vegna
sumarleyfa júlí.
Vesturgata | Fótaaðgerð og hárgreiðsla kl.
9–16, bað kl. 9.15–14, hannyrðir kl. 9.15–
15.30, leikfimi kl.13–14.
Vitatorg | Smiðjan kl. 8.45–11.45, hár-
greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9.30–10,
handmennt kl. 9.30–16, fótaaðgerð kl. 10–
16, bridge kl. 13–16.
Sléttuvegur 11 | Opið í júlí og ágúst frá kl.
10–14.
Fundir
NA (Ónefndir fíklar) | Opinn fundur kl. 21 í
KFUM&K, Austurstræti.
GA-Samtök | spilafíkla. Fundur kl. 20.30 í
Síðumúla 3-5.
Kirkjustarf
Háteigskirkja | Taizé-messa kl. 20. For-
eldramorgnar kl. 10-12. Pútt aðra daga,
hafa samband við kirkjuvörð. Vinaheim-
sóknir til þeirra sem þess óska. Upplýs-
ingar í síma 511 5405.
Landspítali | Háskólasjúkrahús, Grensás.
Guðsþjónusta kl. 20. Sr. Ingileif Malmberg.
Vídalínskirkja | Bæna- og kyrrðarstund í
kirkjunni kl. 22. Bænarefnum er hægt að
koma til prestsins fyrir stundina.
Landakirkja | í Vestmannaeyjum. Kl. 10
mömmumorgunn í safnaðarheimilinu.
Þorlákskirkja | Bænastund kl. 9.30. For-
eldramorgnar kl. 10.
Akureyrarkirkja | Kyrrðar- og fyrirbæna-
stund kl. 12.
Hólar í Hjaltadal | um verslunarmanna-
helgina verður m.a. boðið upp á hesta-
leigu, Fimmtud. kl. 17:00 fornleifarölt um
Hólastað, föstud. kl. 22:00 Gengið til móts
við Galdra-Loft! „Draugarölt“ Laugard. kl.
15:00 fornleifarölt með leiðsögn, sunnud.
Tónleikar kl. 15. Tómas R. Einarsson, Hav-
anaband, latíndjass í Hóladómkirkju,
þriðjudagur 3. ágúst Kl. 15:00 Barnadagar.
Skemmtanir
Dátinn | Akureyri. Dj Skari og Dj Rikki.
Deiglan | Akureyri. Havanaband Tómasar
R. Einarssonar leikur í kvöld kl. 21.30
Egilsbúð | Neskaupstað. Búálfarnir leika í
kvöld.
Glaumbar | Búðabandið kl. 21.30 til 23.30.
Græni hatturinn | Akureyri. Tónleikar.
Quintet Sigurdórs Guðmundssonar leikur
frumsamið efni. kl. 21.
Hverfisbarinn | Bítlarnir.
Útlaginn | Flúðum. Skítamórall.
Verslun Símans | Smáralind. Nylon kl. 17.
Tónlist
Hádegistónleikar | Hallgrímskirkja kl. 12.
Magnús Ragnarsson leikur á orgel verk
eftir frönsku tónskáldin Théodore Dubois
og Jehan Alain. Einnig verk eftir ung-
verska snillinginn Franz Liszt. Magnús út-
skrifaðist í vor frá Tónlistarháskólanum í
Gautaborg með mastersgráðu og mun
starfa sem organisti í Stokkhólmi og hefja
nám í hljómsveitarstjórn næsta vetur.
Magnús hefur sungið og leikið með mörg-
um af helstu kórum Íslands, sem og minni
hópum, t.a.m. kvartettinum Út í vorið, og
hann var einn af meðlimum hljómsveit-
arinnar Kósý. Undanfarin misseri hefur
hann komið fram víða í Svíþjóð, ýmist sem
organisti, píanisti, söngvari eða stjórnandi.
Hann var stjórnandi Kórs Verslunarháskól-
ans í Gautaborg, aðstoðarstjórnandi
kammerkórsins Pro Musica, hefur frum-
flutt verk í Sænska útvarpinu og stjórnað
frumflutningi á nokkrum verkum, ýmist
fyrir kór eða hljómsveit. Auk þess er hann
einn af meðlimum tríósins Kötlu sem sér-
hæfir sig í flutningi íslenskra tónverka á
Norðurlöndunum.
Grand Rokk | Útgáfutónleikar Hvanndals-
bræðra kl. 22. Miðaverð er kr. 1000.
Útivist
Útivistarræktin | Gengur frá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur í Fossvogi kl. 18.
Skáldaslóðir | Bjarki Bjarnason verður
með leiðsögn um skálda-slóðir í Mosfells-
dal. Gengið er um slóðir Halldórs Laxness
og Egils Skallagrímssonar og leirverkstæði
Þóru Sigurþórsdóttur á Hvirfli skoðað. Í
lok hverrar göngu verður efnt til verð-
launagetraunar. Þátttökugjald er 900
krónur en frítt er fyrir börn. Hver ganga
tekur um tvær og hálfa klukkustund, lagt
er af stað frá Gljúfrasteini kl. 19.30.
Fimmtudagsganga í Heiðmörk| Skóg-
ræktarfélag Reykjavíkur. kl.20.
Ólafur Erling Ólafsson skógarvörður í
Heiðmörk kynnir grisjunarstarf í Heiðmörk
en
skógrækt á Íslandi á sér nú ríflega aldar
langa sögu og er nú óðum að slíta
barnskónum.Við blasa ný verkefni í grisjun
og nýtingu skógarafurða.
Ólafur Erling lofar þátttakendum eft-
irminnilegu kvöldi í Heiðmörk. Gengið
verður um skóginn og ýmis tæki og tól er
koma við sögu í grisjun og skógarnýtingu
verða sýnd í verki. Mæting er á bifreiða-
stæðin við grillið í Vífilsstaðahlíð.
Þingvellir | Þorvarður Árnason heimspek-
ingur og líffræðingur leiðir göngu um Þing-
velli og ræðir um náttúrusýn Íslendinga. Í
erindinu verður gerð grein fyrir nokkrum
niðurstöðum rannsókna höfundar á nátt-
úrusýn og umhverfisvitund Íslendinga.
Gönguferðin hefst við Flosagjá og verður
farið um Gönguveg í Skógarkot kl. 20.00
Staðurogstund
idag@mbl.is
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
Krossgáta
Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/f olk/krossgata/index.html
Lárétt | 1 umgerðar,
4 skvettan, 7 enda við,
8 margt, 9 bein, 11 mjög,
13 fiskar, 14 ónar, 15 gaff-
al, 17 krafts, 20 bókstafur,
22 hljóðfærið, 23 ólyfjan,
24 fífls, 25 hyggja
Lóðrétt | 1 dý, 2 fugl,
3 brunninn kveikur,
4 klúr, 5 skraut, 6 veið-
arfæri, 10 framkvæmir,
12 stormur, 13 strá,
15 ódaunninn, 16 skrifar,
18 fetill, 19 röð af lögum,
20 ljúka, 21 þvengur.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 háskalegt, 8 glens, 9 sýtir, 10 urt, 11 síður,
13 arðan, 15 gulls, 18 sagga, 21 tel, 22 síðla, 23 erfið,
24 hrufóttur.
Lóðrétt | 2 ákefð, 3 kisur, 4 losta, 5 gætið, 6 uggs, 7 hrun,
12 ull, 14 róa, 15 gest, 16 löður, 17 starf, 18 sleit, 19 giftu,
20 auða.
75 ÁRA afmæli.Mánudaginn 2.
ágúst verður Helgi
Thorvaldsson, Set-
bergi, Stjörnu-
steinum 22, Stokks-
eyri, sjötíu og fimm
ára.
Helgi býður vinum
og kunningjum í kaffi, pönnukökur og
kleinur á afmælisdaginn á heimili sínu
milli kl. 15 og 18.
Árnaðheilla
dagbók@mbl.is
Evrópumótið í Málmey.
Norður
♠ÁD875
♥ÁG6542 N/AV
♦G3
♣–
Vestur Austur
♠G1064 ♠K9
♥103 ♥KD987
♦4 ♦106
♣K108752 ♣DG93
Suður
♠32
♥–
♦ÁKD98752
♣Á64
Fræðin segja að oftast sé best að
trompa út gegn alslemmu. Ástæðan er
þessi: Ef mótherjarnir hyggjast taka
alla slagina búast við að trompið sé
þétt og því sé skynsamlegt að koma
þar út frekar en hætta á að opna við-
kvæman hliðarlit.
Fáir spilarar fylgdu þessu almenna
heilræði í spilinu að ofan, sem er frá 28.
umferð. Um það bil helmingur NS-
paranna endaði í sjö tíglum og eina út-
spilið sem banar alslemmunni er tíg-
ulfjarkinn. Annars má stinga tvö lauf
og henda spaða í hjartaás.
Í leik Íslands og Noregs unnu báðir
sagnhafar sjö tígla.
Vestur Norður Austur Suður
Jón Bentzen Þorlákur Brogeland
r– 1 hjarta Pass 2 tíglar
Pass 2 spaðar Pass 4 tíglar
Pass 5 lauf Pass 6 lauf
Pass 6 tíglar Pass 7 tíglar
Pass Pass Pass
Bentzen og Brogeland eru óvanir
saman, en spiluðu þennan leik, því
fastamakker Brogelands, Erik Sæl-
ensminde, veiktist skyndilega. Tölu-
vert óöryggi var yfir sögnum þeirra og
það tók Norðmennina langan tíma að
harka sér í sjö. Eftir slíkar sagnir er
ekki útilokað að vörnin eigi ás og Jón
ákvað að byrja á spaða.
Á hinu borðinu fékk Matthías Þor-
valdsson út hjarta gegn sama samn-
ingi, en þar hafði austur komið inn á
hjartasögn yfir opnun norðurs á einum
spaða. Spilið féll því.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is
50 ÁRA afmæli.Laugardaginn
31. júlí verður fimm-
tugur Bjarni Þorkels-
son frá Laugarvatni. Í
tilefni af því verður op-
ið hús á Þórodds-
stöðum fyrir gesti og
gangandi. Heitt verður á könnunni frá
því um nónbil og fram á rauðakvöld, ef
svo ber undir, kaffi og meðí – og útíða,
a.m.k. fyrir fjallmenn. Vonast er til að
sjá sem flesta af sveitungum, góðkunn-
ingjum, samverkamönnum, vinum og
vandamönnum.
Brúðkaup | Hinn 8. maí sl. voru gef-
in saman í hjónaband í Árbæjar-
kirkju, Árbæjarsafni, Jónína Þor-
björg Guðmundsdóttir og Þorsteinn
Ingvarsson. Prestur var sr. Sveinn
Valgeirsson. Heimili þeirra er að
Lautasmára 16, Kópavogi.
Meira á mbl.is.
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund á forsíðu mbl.is.
Meira á mbl.is
HAVANABAND Tómasar R. Einarssonar leikur í kvöld kl. 21.30 í Deiglunni á Akureyri.
Sveitin verður síðan með tónleika í Reynihlíð í Mývatnssveit bæði á föstudag og laug-
ardag kl. 22 og í kirkjunni á Hólum í Hjaltadal á sunnudag kl. 15.
Efnisskráin er byggð á latíndjassdiski Tómasar, Havana, sem kom út á síðasta ári og
hlaut tvenn verðlaun á Íslensku tónlistarverðlaununum 2003.
Morgunblaðið/Einar Falur
Tómas R. Einarsson og Havanabandið
á tónleikaferð um Norðurlandið