Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.07.2004, Qupperneq 41
ÓPERAN Parsifal eftir Richard Wagner var púuð niður á opnunar- kvöldi 93. Wagnerhátíðarinnar í Bayreuth á sunnudag, að því er segir á fréttavef BBC, en miklar vangaveltur voru uppi fyrir frum- sýninguna um hvernig til myndi takast, eins og fram kom í Morg- unblaðinu fyrir helgi. Fyrir uppsetningunni stóð hinn umdeildi þýski leikstjóri Christoph Schlingensief, sem hafði sagt þýsk- um fjölmiðlum að hann þyrfti að finna sér felustað að sýningu lok- inni vegna þess að hann byggist við mótmælum sumra áhorfenda. Frumsýningargestum þótti sýn- ingin bæði flókin og óskiljanleg. Þýski tenórinn Endrik Wottrich, sem söng titilhlutverkið, kallaði uppfærsluna „viðurstyggð“ og sagðist ekki ætla að gefa kost á sér í hlutverkið á næsta ári. Hann hefði hins vegar ekki getað hætt við í ár vegna þess að Parsifalar yxu ekki á trjánum. Wolfgang Wagner, barnabarn tónskáldsins sem hátíðin er kennd við, er formaður hátíðarinnar. Hann valdi Schlingensief til þess að leikstýra Parsifal eftir að gagnrýni upphófst um að hátíðin væri of ráð- sett. Ópera | Opnunarsýning Wagnerhátíðarinnar APFrumsýningargestum þótti uppfærsla Christoph Schlingensief á Parsifal bæði flókin og illskiljanleg. Parsifal púaður niður MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JÚLÍ 2004 41 DJASSLÍFIÐ það sem af er árinu hefur verið hið fjölskrúðugasta, en eins og að líkum lætur hjá jafn fá- mennri þjóð hafa sömu mennirnir leikið oft með hinum ýmsu hljóm- sveitum. Erfitt er að sjá hvernig farið hefði á stundum væri ekki hinn fjöl- hæfi sænski trommari Erik Qvick lærimeistari við djassdeild FÍH-skól- ans. Hann hefur trommað með nær helmingi þeirra djasshljómsveita sem komið hafa fram í vetur og leikið á hinum hefðbundnari nótum: hvort sem það hafa verið klassískir söng- dansar eða bíbopp. Því miður eru fremstu bopptrommarar okkar bú- settir erlendis: Östlund í Stokkhólmi og Einar Valur í Miami. En Erik hef- ur staðið sig vel og það gerði hann einnig á Jómfrúnni á laugardaginn var, ásamt félaga sínum Ólafi Jóns- syni tenórista, bróður hans Þorgrími Jónssyni bassaleikara og Simoni Jermyn gítarista, sem er írskur, en þeir Þorgrímur stunda nám saman í Hollandi. – Það er þetta yndislega við sumrin; strákarnir, sem eru að læra djass vítt og breitt um heiminn, koma heim og láta ljós sitt skína. Jómfrúin er gulls ígildi. Jakob smurbrauðs- meistari og lipurt starfsfólk hans deil- ir brauði og bjór á báðar hendur án þess að trufla tónlistina og er það list í sjálfu sér. Þau níu sumur, sem Jak- ob hefur boðið upp á laugardags- djassinn, eru slík gersemi að enginn djasselskur borgarbúi vill vera án þeirra og þegar sólin skín er þéttsetið á torginu allt að tveimur tímum áður en tónleikar hefjast. Kvartett þeirra félaga var vel samspilaður, enda þetta fjórðu tónleikarir. Þeir fyrstu í listasafni Sigurjóns á þriðjudags- kvöld, en þar var kvintett á ferð; vantaði nú góðan liðsmann, Jóel Páls- son tenórista. Því meira reyndi á Ólaf Jónsson og brást hann ekki frekar en fyrri daginn. Þó verður að geta þess að eitt þurfa þeir Jómfrúarmenn að eignast, einfalt mögnunarkerfi þar sem bæði tal og söngur, svo og ein- leikslínur blásara eru styrktar í hófi. Fyrsta lag á dagskrá kvartettsins var eftir Þorgrím. Ekkert tímamóta- verk, heldur ljúfur djassópus með boppi, sveiflu og blárri tilfinningu í bland. Gítaristinn írski átti tvö lög á efnisskránni: Það fyrra léttsveiflað ljóð, Alien Swans, og hið síðara dramatískara; Otabur. Svo mátti heyra verk eftir einn alskemmtileg- asta tenórsaxófónleikara Svía síðan Harry Bäcklund var og hét og banda- ríska bassaleikarann Reid Anderson, auk hinna sígildu verka á efnisskrá: My Ideal og Half Nelson. Leikur kvartettsins var allajafna góður. Að sjálfsögðu setti útilífið mark á leikinn; þótt Jómfrúin hafi komið sér upp spilatjaldi er ekki að efa að bassahljómur Þorgríms leið fyrir það útiloftið. Samt heyri ég ekki betur en að hann hafi tekið stór- stígum framförum í vetur og verður gaman að fylgjast með þessum geð- þekka bassaleikara í framtíðinni. Ólafur Jónsson er alltaf að bæta sig, sér í lagi eru hugmyndir hans fersk- ari og í Tunelseende eftir Texas Jo- hanson voru þær bæði vel byggðar og rýþmískt spennandi. Jermyn hinn írski er hinn efnilegasti gítaristi sem gladdi hug og hjörtu og með sanni má segja að þessir tónleikar væru skrautfjöður í Jómfrúarhattinn. TÓNLIST Djass Ólafur Jónsson tenórsaxófón, Simon Jer- emy gítar, Þorgrímur Jónsson bassa og Erik Qvick trommur. Jómfrúin 24.7. 2004. B-SHARP KVARTETTINN Vernharður Linnet ÍTALSKA stórblaðið Corriere della Sera birtir afar lofsamlega umsögn um ljóðatónleika kontraalt söngkon- unnar Elsu Waage sem fram fóru í Pomerio kastalanum í Erba þann 13. júlí sl. Gagnrýnandi blaðsins segir að Elsa Waage, sem lengi hafi verið bú- sett á Ítalíu, hafi verið ákaft hyllt er hún hélt vel samsetta ljóðatónleika í hinum glæsilega kastala. Fyrirsögn gagnrýninnar er: „Elsa Waage vinn- ur kastalann.“ Um flutning Elsu á Wesendonk- lieder eftir Wagner segir: „...Píanó- undirleikur í stað hljómsveitar í öllu sínu veldi hljómaði vissulega nokkuð takmarkaður, en Waage bætti það upp. Ögn hástemmd í byrjun en var síðan algjörlega eitt með tilfinn- ingaheimi textans.“ „Næstu 3 ljóð eftir Sibelius voru heillandi, með þjóðlagakeim. Einnig voru íslensku lögin heillandi, ýmist fjörug, angurvær eða stíl stofu- tónlistar. Áhugaverðast þeirra tón- smíða virtist vera Skrifað í sandinn eftir Sveinsson.“ „Þrjú falleg lög eftir Tosti voru ómissandi og sýndu hvers Elsa er megnug í túlkun, með sinni fallegu, dökku rödd.“ „Lög Weills féllu áheyrendum mikið vel í geð, þ. á m. hið fræga Sur- abaya-Johnny, en þó þau hafi verið vel flutt er spurning hvort þau henti klassískum söngstíl flytjandans.“ Gagnrýnandinn lýkur svo umsögn sinni með þeim orðum að píanóleikur Giulio Zappa hafi verið „frábær og næmur“. Tónlist | Elsa Waage fær góða dóma „…algjörlega eitt með tilfinninga- heimi textans“ Elsa Waage söngkona. Sæludagar um Verslunarmannahelgina Vatnaskógur er í Svínadal skammt frá Saurbæ í Hvalfirði og ekki nema 65 km frá Reykjavík Koddaslagur Knattspyrna Kassabílar Kaffihús Söngkeppni barnanna Skógarmannakvöldvökur Bátar og vatnafjör Barnadagskrá Fræðslustund Hoppukastalar Varðeldur Risabingó Unglingadagskrá Bænastundir Barnaleikrit EllenKK Jón Ólafsson Allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu KFUM og KFUK í síma 588 8899 og á heimasíðu www.kfum.is Án áfengis að sjálfsögðu Verð aðeins 3.000 kr. fyrir alla helgina 7.000 kr. hámark fyrir fjölskylduna Dagsheimsókn 1.500 kr. Idol-stjarnan Rannveig Lalli töframaður fyrir alla fjölskylduna í Vatnaskógi 30. júlí til 2. ágúst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.