Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 7
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 7
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
LÝ
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
F
LU
2
57
71
09
/2
00
4
Komdu hópnum þínum á óvart!
Við gerum hópnum þínum frábær ferðatilboð til
allra áfangastaða okkar innanlands, hvort sem ferðinni
er heitið norður, suður, austur eða vestur, og til
Færeyja að auki. Þið njótið þeirrar fjölbreyttu
afþreyingar sem í boði er vítt um land í skemmtun,
menningu, ævintýrum og upplifun. Kannaðu
hópafargjöldin fyrir þinn hóp og þá möguleika sem í
boði eru á hverjum stað í síma 570 3075, á vefsíðunni
www.flugfelag.is eða sendu fyrirspurn á
hopadeild@flugfelag.is (Lágmarksfjöldi er 10 manns.)
árshátíð - menning - áskorun - hópefli - hvíld - djamm - samstaða - óvissa - upplifun - ævintýri - félög - klúbbar - vinir - samtök - konur - karlar - stelpur - strákar
flugfelag.is | 570 3075
Taktu flugið
MIKILL fjöldi Grafarvogsbúa á öllum aldri
tók þátt í gerð vináttulistaverks í Húsaskóla,
en þar sem Grafarvogsdaginn bar í ár upp á
11. september var ákveðið að tileinka daginn
vináttunni. „Það var troðfullt út úr dyrum í
Húsaskóla, en líklegt má telja að um þrjú til
fjögur þúsund manns hafi lagt leið sína í
skólann yfir daginn,“ sagði Þráinn Haf-
steinsson, íþrótta- og tómstundaráðgjafi í
Grafarvogi, í samtali við Morgunblaðið.
Aðspurður segir Þráinn afar ánægjulegt
hversu margir tóku þátt í gerð vináttulista-
verksins, en stefnt var að því að búa til
stærsta vináttulistaverk Íslandssögunnar.
„Eftir er að mæla pappírsstrangann og verð-
ur það gert einhvern næstu daga, en senni-
lega eru þetta um hundruð metrar af vin-
áttumyndum, textar um vináttuna og ljóð,
svo eitthvað sé nefnt,“ segir Þráinn, en verið
er að kanna hvar og hvernig hægt verði að
hafa vináttulistaverkið til sýnis í Grafarvog-
inum.
Aðspurður segir Þráinn þátttöku íbúa í
viðburðum Grafarvogsdagsins ívið meiri í ár
en á undanförnum árum. Að vanda var Mátt-
arstólpinn, verðlaun fyrir framúrskarandi fé-
lags- og menningarstarf í Grafarvogi, afhent-
ur á Grafarvogsdeginum og féll hann að
þessu sinni í skaut Foreldra- og kennara-
félags Engjaskóla.
Metþátttaka í
Grafarvogsdeginum
Morgunblaðið/Sverrir
Vinátta í verki – stærsta vináttulistaverk Íslandssögunnar?
TVÆR milljónir króna hafa safnast
í gegnum söfnunarsíma Rauði
kross Íslands vegna hjálpastarfs í
Beslan í N-Ossetíu og hefur Rauði
krossinn að auki sent eina milljón
kr. til hjálparstarfsins. Því til við-
bótar hefur Og Vodafone gefið
Rauða krossinum hálfa milljón
króna til hjálparstarfsins og nema
framlögin því samtals 3,5 milljón
króna.
Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri
útbreiðslusviðs Rauðs krossins,
segir að 2.200 manns hafi hringt í
söfnunarsímann907 2020 til að
styðja aðgerðir Rauða krossins í
Beslan. Telst það mjög góð þátt-
taka og verður síminn opinn áfram.
Sendifulltrúi
fann tvær stúlkur
EITT af verkefnum Rauða krossins
er að hafa uppi á fólki sem saknað
er á átakasvæðum. Á mánudaginn
fyrir viku var tölvupóstur frá
Bandaríkjunum, sem lýsti mikilli
angist, sendur skrifstofu Alþjóða
Rauða krossins í Moskvu og spurt
um afdrif tveggja ungra stúlkna,
sem teknar höfðu verið í gíslingu í
hryðjuverkunum. Sendifulltrúi
Rauða krossins fór að leita að stúlk-
unum, þeim Innu og Natalíu, og
fann þær. Önnur þeirra var særð,
en hin haldin mikilli áfallastreitu.
Rauði krossinn hefur sent mikið
af hjálpargögnum til Beslan, að-
allega til aðstoðar á sjúkrahúsum
þar sem hlúð er að um 400 manns
sem sluppu lifandi úr gíslatökunni.
3,5 milljónir kr.
til hjálparstarfs
í Beslan
TOGVEIÐIBÁTURINN Aðalvík SH
443 fékk troll í skrúfuna í fyrrinótt
16 sjómílur vestan við Sandgerði og
óskaði aðstoðar við að skera úr
henni. Fór björgunarskip Slysa-
varnafélagsins Landsbjargar,
Hannes Þ. Hafstein, með tvo kafara
á vettvang, en þegar komið var að
skipinu var ákveðið að draga það
nær landi á sléttari sjó til að skera
úr.
Að sögn Hjálmars Hjálm-
arssonar, yfirvélstjóra á Hannesi Þ.
Hafstein, tók óvenjulangan tíma,
eða tvær klukkustundir, að skera
úr skrúfunni því flækjan var mikil.
Hafði pokinn á trollinu og belg-
urinn flækst í skrúfunni svo að-
gerðin varð tafsöm. Lauk þeim um
hádegið og kom Hannes Þ. Hafstein
til lands í Sandgerði kl. 12.30 eftir
átta klukkustunda leiðangur, sem
er með lengri björgunarferðum
sem skipið hefur farið í. Þar af tók
það 3 klst. að draga Aðalvíkina og 2
klst. að skera úr skrúfunni.
„Þetta gekk í það heila áfalla-
laust þótt það hefði tekið óvenju-
langan tíma að skera úr skrúfunni,“
sagði Hjálmar.
Aðalvík er 234 brúttólesta skip,
smíðað 1959 í Þýskalandi.
Fékk troll í
skrúfuna við
Sandgerði