Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 14

Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 14
HÚS & HEIMILI KÁPUR, dragtir, pils og buxur úr tweed er það sem koma skal í hausttískunni, að því er fram kemur á vef New York Times. Helstu fatahönnuðir sýndu föt úr tweed fyrir komandi hausttísku og er af sem áður var þegar ekki var pláss fyrir tweed-efnin innan um naumhyggju tíunda áratugarins. Það þarf þó ekki að halda til New York til að sannfærast um að tweed-efni setja sannarlega svip á tískuna þennan veturinn því stutt rölt um tískuverslanir á höfuðborgarsvæðinu sýnir svo ekki verður um villst að tweedinu er spáð miklum vinsældum. Þannig má víða finna tweed-dragtir, ýmist pils- eða buxnadragtir, og eins er tweed-efninu í mörgum tilfellum tvinnað saman við önnur og allsendis ólík efni með skemmtilegum árangri. Tweed-jakkar eru þá ýmist aðsniðnir eða um að ræða karlmannlega mittisjakka, en pilsin í flestum tilfellum stutt eða í hnésídd. Og þótt tweed-efnin kalli vissulega upp ímynd fágunar og kvenleika er þeim einnig gefið frjálslegra og hversdags- legra yfirbragð með því að hafa brúnir trosnaðar, liti líflega eða einfaldlega með því að para tweed-jakka saman við gallabuxur. Skór, töskur, hattar og treflar fara þá ekki varhluta af áhrifum tweed-efnanna þetta árið og sýndi fatahönnuðurinn Junya Watanabe m.a. ponsjó úr tweedi á tískusýningarpöllum sínum. Það er því af nógu að taka og ætti ekki að reynast erfitt að finna línu innan tweed-tískunnar sem fellur að stíl jafnt sem efnahag hvers og eins. Morgunblaðið/Sverrir Vinsælt efni: Jafnvel barnafatnað má finna úr tweed-efnum þetta haustið eins og þessi kápa sem Marta María Stephensen klæðist er dæmi um. Noa Noa. Á blómlegum nótum: Skrautleg taska með af- slöppuðu yf- irbragði. Monsoon. Dömulegur jakki: Trosnaðar brúnir setja tweed-efnið í nýstárlegan búning. Oasis. Á skoskum nótum: Stutt tweed-pils í jarðlit- unum. Marco Polo. Fortíðarstraumar: Hattur í anda fyrri tíma. Monsoon. Í anda fortíðar: Jafnvel skórnir sleppa ekki við áhrif tweed-tísk- unnar þetta haustið. The Shoe Studio. Sterkar andstæður: Jarðlitað tweed-efnið fer vel með sterk- bleikum lit ólarinnar. Marco Polo. Tískutaktar í tweed  TÍSKA Fágað yfirbragð: Hlýlegir hanskar fyrir íslenskan vetur. Monsoon. 14 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.