Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 19

Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 19 N ýlega var frá því greint að rík- isstjórnarflokkarnir hefðu tekið af skarið um að tekjuskattur einstaklinga yrði lækkaður um 1% um næstu áramót. Er þar um að ræða mikilvægt skref í þá átt að hrinda í framkvæmd þeim áform- um um skattalækkanir á kjör- tímabilinu, sem fram komu í stjórnarsáttmála ríkisstjórn- arinnar. Jafnframt hefur komið fram að þessa dagana sé unnið að nánari útfærslu tillagna um skattalækkanir, bæði um áfram- haldandi lækkun tekjuskattsins og aðrar þær breytingar, sem flokk- arnir náðu saman um við upphaf kjörtímabilsins. Í stjórnarsáttmálanum kom fram að stefnt væri að lækkun tekjuskatts um allt að 4%, afnámi eignarskatts, lækkun og samræm- ingu erfðafjárskatts og breyt- ingum á virðisaukaskattskerfinu til hagsbóta fyrir almenning, sem auðvitað þýðir lækkun á þessum skatti. Þegar hefur breytingum á erfðafjárskatti verið hrint í fram- kvæmd og jafnframt lögfest að sérstakur tekjuskattur ein- staklinga, hinn svokallaði há- tekjuskattur, muni lækka í áföng- um og hverfa alfarið á árinu 2006. Mikilvægt er að ákvarðanir um framhaldið liggi fyrir sem fyrst og full ástæða er til að lögfesta skattalækkanir kjörtímabilsins þegar á þessu þingi, jafnvel þótt þær komi ekki allar til fram- kvæmda strax. Af hverju skattalækkanir? Rétt er að rifja upp hvers vegna stjórnarflokkarnir lögðu jafn mikla áherslu á skattalækkanir við myndun ríkisstjórnarinnar og raun ber vitni. Þar lá auðvitað til grundvallar sú pólitíska afstaða að skattar hér á landi væru of háir og það væri æskilegt markmið að fólk héldi eftir stærri hluta þess fjár sem það sjálft aflar. Jafn- framt lá fyrir að á næstu árum yrði aukið efnahagslegt svigrúm til skattalækkana, ekki síst vegna mikillar uppbyggingar í orku- málum og stóriðju. Ljóst var að uppsveifla í efnahagslífinu vegna þessara framkvæmda leiddi til aukinna tekna ríkissjóðs og stjórnarflokkarnir töldu að skatta- lækkanir væru eðlileg leið til að skila þeim ávinningi til almenn- ings í landinu. Þessar forsendur lágu fyrir í að- draganda síðustu alþingiskosninga og má segja að ekki væri sér- staklega um þær deilt í kosninga- baráttunni. Allir flokkar nema Vinstrihreyfingin – grænt framboð töldu að svigrúm yrði til skatta- lækkana og boðuðu þær í stefnu- skrám sínum, þótt skoðanir væru vissulega skiptar um útfærsluna. Áhyggjur af þenslu Að undanförnu hafa ýmsir, bæði hagfræðingar og bankamenn, orð- að áhyggjur sínar af hugsanlegum þensluáhrifum skattalækkana við núverandi aðstæður. Hafa þeir bent á að með því að lækka skatta á sama tíma og mikið fé streymir inn í landið vegna stórfram- kvæmda geti verðbólguþrýstingur aukist úr hófi fram, með skaðleg- um afleiðingum fyrir bæði almenn- ing og fyrirtæki. Þetta eru auðvit- að sjónarmið sem taka þarf tillit til og öllum má vera ljóst að bæði stjórn ríkisfjármála og peninga- mála er ekki síður vandasöm þeg- ar góðæri ríkir en þegar harðnar á dalnum. Það þarf vissulega sterk bein til að þola góða daga. Ekki tilefni til stefnubreytingar En gefa þessi varnaðarorð til- efni til þess að falla frá áformum um skattalækkanir á kjör- tímabilinu? Þeirri spurningu svara ég eindregið neitandi. Þau skipta hins vegar verulegu máli í sam- bandi við útfærslu og tímasetn- ingu aðgerðanna, auk þess sem taka ber tillit til þeirra þegar horft er til annarra þátta í hag- stjórn á næstu árum. Nauðsynlegt er að hafa í huga, að sjónarmið af þessu tagi hafa þegar sett mark sitt á stefnu rík- isstjórnarinnar í skattamálum. Alltaf hefur legið fyrir að margir myndu kjósa bæði hraðari og meiri skattalækkanir heldur en boðaðar hafa verið. Varfærnissjón- armið bjuggu hins vegar að baki því að ekki voru gefin stærri fyr- irheit heldur en fram koma í stjórnarsáttmálanum. Sama má segja um þá ákvörðun, að bíða með yfirlýsingar um nánari út- færslu markmiðanna fram yfir gerð kjarasamninga, enda öllum ljóst að þróun í kjaramálum skiptir veru- legu máli í þessu sambandi. Einnig liggur fyrir sú stefnumörkun stjórn- arflokkanna, að skatta- lækkanirnar komi til fram- kvæmda í áföngum þannig að áhrifa þeirra gæti ekki að fullu fyrr en eftir að toppinum í virkjana- og stór- iðjuframkvæmdum hefur verið náð. Þá má loks minna á, að lang- tímastefna ríkisstjórnarinnar í rík- isfjármálum, sem lögð var fram síðasta haust, byggist á þeirri for- sendu, að ríkisútgjöld aukist mun minna en hagvöxtur á næstu ár- um, enda er aðhald í ríkisfjár- málum afar mikilvæg leið til að halda aftur af þenslu í hagkerfinu. Að teknu tilliti til þessara þátta er ekki tilefni til annars en að rík- isstjórnin haldi fast við stefnu sína um skattalækkanir á kjör- tímabilinu. Það verður auðvitað ekki vandalaust enda reynir á marga þætti í því sambandi. Hvað þátt ríkisvaldsins varðar er auðvit- að ljóst að mestur vandi verður fólginn í því að halda aftur af út- gjaldaaukningu ríkissjóðs. Stjórn- málamenn standa stöðugt frammi fyrir kröfum um aukin útgjöld til hinna ýmsu málaflokka en verða auðvitað að gera ljóst að ekki er hægt að gera allt fyrir alla á sama tíma. Ef ekki nú, þá hvenær? Að lokum er rétt að minnast þess að ef alltaf væri tekið fullt tillit til svartsýnustu spádóma hinna varfærnustu álitsgjafa væri aldrei rétti tíminn til að lækka skatta. Þegar illa árar í þjóð- arbúskapnum er varað við skatta- lækkunum á þeim forsendum að ríkið megi ekki við tekjumissi. Þegar horfur eru góðar eins og nú og útlit fyrir að uppsveiflan skili ríkissjóði stórauknum tekjum er varað við skattalækkunum vegna hættu á þenslu. En ef vilji manna stendur á annað borð til þess að draga úr skattheimtu í samfélag- inu þá ætti tækifærið einmitt að vera fyrir hendi nú. Er rétti tím- inn til að lækka skatta? Eftir Birgi Ármannsson ’Ef alltaf væri tekið fullttillit til svartsýnustu spá- dóma hinna varfærnustu álitsgjafa væri aldrei rétti tíminn til að lækka skatta.‘ Höfundur er þingmaður Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður. sérstakt stjórnarsvæði fyrir sjávarútveg í Norðvestur-Atlantshafi. Þá sagði Hall- dór: „Það er mín skoðun að skilgreina megi fiskveiðilögsögu Íslands sem sér- stakt stjórnsvæði innan sameiginlegu sjávarútvegsstefnu Evrópusambandsins. Þetta væri ekki fráhvarf frá sjávarút- vegsstefnu ESB heldur viðbót og aðlög- un á stefnunni þannig að ákvarðanir um nýtingu auðlindar sem Ísland deilir ekki með öðrum aðildarríkjum Evrópusam- bandsins yrðu teknar á Íslandi.“ Beint framhald frá Berlín til Akureyrar Ræða Halldórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu Ís- landsbanka á Akureyri er beint framhald af Berlínarræðunni. Í báðum ræðunum vekur Halldór athygli af því að ekki að- eins Ísland heldur einnig aðrar fiskveiði- þjóðir í Norður-Atlantshafi eru í þeirri stöðu að þeim er gert ómögulegt að taka þátt í Evrópusambandinu án þess að sér- stök lausn er fundin sem tryggir þeim áframhaldandi stjórn yfir eigin lögsögu. Í báðum ræðum undirstrikar utanrík- isráðherra að hið umfangsmikla svæði í Norðvestur-Evrópu er útilokað frá Evr- ópusambandinu. Evrópusambandið hefur ávallt haft nauðsynlegan sveigjanleika til að færa samstarfið áfram og rúma mis- munandi hagsmuni nýrra og eldri aðild- arríkja. Af hverju ætti annað að vera uppi á teningnum fyrir Ísland og Noreg, Grænland og Færeyjar? Ákveðin skilaboð Aðildarríki Evrópusambandsins hafa gefið fáar vísbendingar um að Evrópu- sambandið sé tilbúið að sýna nauðsyn- legan sveigjanleika frá því að Halldór Ásgrímsson flutti Berlínarræðuna. Ekki er mögulegt að sækja um aðild að sam- tökum sem myndi kljúfa þjóðina í tvær fylkingar svo lengi sem engin vísbending er um hvort raunsætt sé að hægt sé að ná ásættanlegri niðurstöðu. Ísland á hins vegar samleið með Evrópu. Ekki aðeins vegna stórkostlegra viðskiptahagsmuna heldur vegna þess að við eigum sameig- inlega sögu, sameiginlegt umhverfi og deilum í grundvallaratriðum sömu póli- tísku markmiðum og sömu lífssýn. En Evrópusambandsaðild er hreinlega óraunsæ og ómöguleg ef hún kostar að Ísland gefi frá sér stjórn yfir fiskveiði- auðlindinni. Afstaða ríkistjórnarinnar er skýr – umræða um Evrópumál er á dag- skrá en aðild að Evrópusambandinu er það hins vegar ekki. Á þessu verður eng- in breyting við stólaskiptin 15. septem- ber. heiðurinn af uppbyggingu ís- útgerðar telji það vænlegan ka skrefin til baka. Það hefur verið skoðun utanríkisráðherra ugsanlega leiðin fyrir aðild Ís- sértæk aðlögun en ekki und- á sjávarútvegsstefnu ESB. Ef ekki fær er augljóst að reglu- er með þeim hætti að aðild er a enginn valkostur. Sérsniðin lausn, érstakt stjórnsvæði ljósi ber að túlka reifun Hall- rímsson um mögulega lausn gir hagsmuni Íslands án þess gegn reglum Evrópusambands- óðlegri ráðstefnu í Berlín árið kallaðri Berlínarræðu. Lausn- ugsanlega verið sú að stofna um Evrópusambandið Höfundur er aðstoðarmaður utanríkisráðherra. grímsson og Davíð Oddsson hafa stólaskipti á miðvikudaginn. Greinarhöf- r að þau hafi engin áhrif á afstöðu ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum. mislæg gatnamót á mótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á að engin önnur að- gerð myndi draga eins mikið úr slysum, líkamstjóni og eignaskemmdum. Á meðan Reykjavíkurborg lýkur ekki hönnuninni og lætur skipulagið reka á reiðanum, fer framkvæmdafé ríkisins í önnur verkefni, t.d. færslu Hringbrautar sem í raun er ekki aðkallandi. Tíu ára töf framlengd Sl. mánudag hafði verið boðað til íbúa- fundar til að kynna hönnunartillögur um mislæg gatnamót á umræddum gatnamót- um. Fundinum var hins vegar aflýst á síð- ustu stundu. Í kjölfarið gaf forseti borg- arstjórnar út þá yfirlýsingu að fram- kvæmdin væri ekki forgangsverkefni og ekki yrði ráðist í gerð mislægra gatnamóta við Miklubraut-Kringlumýrarbraut á næstu árum. Borgarfulltrúar R-listans bera nú þegar alla ábyrgð á því að gerð mislægra gatna- móta við Miklubraut-Kringlumýrarbraut hefur verið tafin í tíu ár. Skyldi þeim takast að seinka þessari brýnu framkvæmd um tíu ár til viðbótar? hraða R-listans sl. þrjú ár. Um síðustu ára- mót voru kynnt frumdrög að mislægri lausn sem útlit er fyrir að henti afar vel á þessum stað. Samkvæmt henni verða Miklubraut og Kringlumýrarbraut báðar í fríu flæði en jafnframt mun stórlega draga úr slysahættu á gatnamótunum auk þess sem verulega mun draga úr loft- og há- vaðamengun frá þeim. Flestir umferð- arsérfræðingar telja þetta vera drauma- lausn en borgarfulltrúar R-listans kjósa enn að vera á móti og vilja skoða þá mögu- leika að hafa þarna ljósastýrð gatnamót með gulblikkandi umferðarljósum til fram- tíðar. Er þetta ekki allt ríkinu að kenna? Nei, þótt borgarfulltrúar R-listans láti gjarnan í það skína. Það er Reykjavík- urborgar að annast skipulagsþátt málsins en ríkið greiðir síðan framkvæmdirnar. Á síðustu tíu árum, valdatíma R-listans, hefur ríkið lagt fram stóraukið fé til vega- framkvæmda í Reykjavík. Fyrir það fé hafa verið gerð fimm mislæg gatnamót og hin sjöttu eru fyrirhuguð bráðlega. Það liggur því í augum uppi að ekki hefur staðið á ríkinu að leggja fé til mislægra gatna- móta í Reykjavík. Tregðan er hjá borg- arfulltrúum R-listans, sem vill ekki enn sjá rúar R-listans hvað eftir annað r sjálfstæðismanna um að hafist a við mislæg gatnamót þar. ndurskoðun aðalskipulags árið t borgarfulltrúar R-listans á að skoðunar að nýju hvort mislæg ætu komið til greina á þessum du tillögu sjálfstæðismanna um mkvæmd yrði forgangsatriði. ir að augljós þörf sé fyrir taf- bætur á gatnamótum Miklu- Kringlumýrarbrautar, hefur að endurskoðun málsins á efja um önnur tíu ár? arfulltrúar R-listans ú þegar alla ábyrgð ð gerð mislægra móta við Miklu- Kringlumýrarbraut erið tafin í tíu ár. þeim takast að þessari brýnu æmd um tíu ár til ar?‘ Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. kjartan@reykjavik.is Morgunblaðið/Júlíus ustu gatnamót á landinu, sem ekki eru mislæg, og þar verða slysin flest.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.