Morgunblaðið - 13.09.2004, Page 23
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 23
féll skuggi á. Þau hjón voru mjög
gestrisin, og kom ég varla svo inn á
heimili þeirra að ekki sæti einhver
gestur við eldhúsborðið. Þetta
kringlótta borð skipaði stóran sess í
lífi Jóhönnu og mikið hefur verið
skrafað og skeggrætt við það.
Í lok nóvember 1985 deyr Ellert,
aðeins tæplega 55 ára gamall.
Þetta var gríðarlega mikið áfall
fyrir Jóhönnu. Þau hjón höfðu verið
ákaflega samrýnd og höfðu ferðast
mikið saman innanlands, en þau
voru nýkomin frá Þýskalandi þegar
Ellert greindist með krabbamein.
Nú voru þær aðeins orðnar tvær
eftir á heimilinu, hún og Ráðhildur
yngsta dóttir hennar. Ráðhildur
hafði verið sjúklingur frá tveggja
ára aldri.
En Jóhanna lagði ekki árar í bát.
Hún tók að læra á bíl og bætti við
sig vinnu, fór að vinna í eldhúsinu á
Jósefsspítala. En jafnframt vann
hún við ræstingar á Heilsugæslu-
stöðinni. Jóhanna og Ráðhildur áttu
mörg góð ár saman fóru m.a. tvisvar
til Írlands ásamt eldri dætrunum.
En aftur hrönnuðust upp óveð-
ursský, því í nóvember 1999 fær
Ráðhildur heilablæðingu og síðan
aftur 2001. Nú var svo komið að
vegna fötlunar var enginn möguleiki
fyrir Ráðhildi að búa heima. Flutti
hún þá á Sólvang aðeins 40 ára
gömul, þar sem enginn annar staður
var í boði á þeim tíma. Þau tvö og
hálft ár sem Ráðhildur dvaldi á Sól-
vangi, sat Jóhanna hjá henni nær
hvern einasta eftirmiðdag, þótt þrek
hennar væri orðið lítið undir það
síðasta. Þetta sýndi mér hversu
óeigingjörn og fórnfús Jóhanna var.
Níunda febrúar síðastliðinn kvaddi
Ráðhildur þessa jarðvist.
Nú sjö mánuðum síðar kveð ég
þig, Jóhanna, í hinsta sinn. Minn-
ingarnar um ykkur mæðgur varð-
veiti ég í hjarta mínu um ókomna
tíð. Megi þið hvíla í friði.
Þórður.
Þegar mér bárust þær fregnir að
amma mín væri mikið veik, þótti
mér það ótrúlegt því í mínum huga
var enginn jafnsterkur og hún
amma. Hún var búin að standa á
eigin fótum síðan hún var ung
stelpa, ala upp sjö börn og allt sem
hún gerði var vel gert. Amma hafði
allt sem alvöru amma á að hafa.
Hún bjó í húsi sem var umvafið
trjám, þar sem yndislegan matarilm
lagði frá húsinu og fjölskyldumeð-
limir eða vinir voru iðulega í heim-
sókn. Að koma á Holtið var best.
Amma verður alltaf ein af mínum
fyrirmyndum. Eftir að ég varð eldri
tókust með mér og ömmu mikil vin-
átta, töluðum við um allt, en fyrir
ömmu var ekkert óviðkomandi. Ef
eitthvað vantaði, hvort sem það
voru upplýsingar um það hvernig
ætti að baka köku eða bara ein-
hvern til að tala við, þá var best að
hringja í ömmu. Amma var alltaf
eins og önnur mamma því að ávallt
stóðu dyrnar hennar opnar. Mörg
barnabörnin voru hálfgerðir heim-
alningar hjá henni því þar var svo
gott að vera. Amma var ávallt stór
hluti af mínu lífi og mun minningin
um hana fylgja mér um ókomna tíð
og hjálpa mér að verða það besta
sem ég get.
Þú gafst mér skýin og fjöllin
og guð til að styrkja mig.
Eg fann ei, hvað lífið var fagurt,
fyrr en eg elskaði þig.
Eg fæddist til ljóssins og lífsins,
er lærði eg að unna þér,
og ást mín fær ekki fölnað
fyrr en með sjálfum mér.
(Sigurður Nordal.)
Þín dótturdóttir,
Þórdís Friðsteinsdóttir.
Nú hefur hún amma mín kvatt
þennan heim og hittir á ný Ellert
afa sem lést veturinn 1985 og Ráð-
hildi frænku sem andaðist fyrr á
þessu ári eftir erfið veikindi. Alltaf
var mikill kraftur og dugnaður í
henni ömmu og bjóst ég alltaf við
því að hún næði að hrista af sér
þessu veikindi og halda áfram sínu
daglega lífi.
Fyrir einhverjum árum síðan
sögðu vinir mínir að amma mín væri
með þeim ömmulegri sem þær ger-
ast. Alveg er hægt að taka undir
þessi orð félaganna þar sem hún tók
ávallt vel á móti öllum og hafði gam-
an af því að vita hverra manna vin-
irnir væru og hvað þeir væru að
gera. Hún gat rekið ættir allra sem
hægt var að nefna og þekkti hvern
einasta bóndabæ á Íslandi.
Amma hafði gaman af ferðalögum
og talaði hún oft um þær ferðir sem
við barnabörnin vorum með í för.
Ein ferð stóð þar uppúr og var það
mikið tjaldferðalag um Suðurlandið
sem amma mín og afi fóru ásamt
mér og tveimur frændum mínum í
kringum 1980. Í þeirri ferð var
komið við í Seljavallarlaug og vildi
svo til að þegar amma bar mig á há-
hest í lauginni rann hún til á ein-
hverju hálu í botninum og við fórum
á bólakaf. Þessi saga hefur margoft
verið rakin og síðar töluðum við
amma ávallt um það þegar við
drukknuðum í Seljavallarlaug. Já,
elsku amma, það fylgir nafninu að
rifja upp sömu sögurnar aftur og
aftur.
Við barnabörnin nutum mjög
góðs af henni ömmu og alltaf tók
hún okkur opnum örmum er við
komum í heimsókn. Hún hafði mik-
inn áhuga á því að fylgjast með okk-
ur vaxa og dafna. Heimili hennar
var nokkurs konar miðpunktur fjöl-
skyldunnar þar sem allir hittust og
ræddu málin við hið margrómaða
hringborð. Þegar litið er til baka og
hugsað til þeirra skyldmenna sem
fallin eru frá, Ömmu Jóhönnu,
Einsa frænda, Ráðu frænku, Ellert
afa og langömmu Jóhönnu kemur
ávallt upp mynd af þessu fólki sitj-
andi við eldhúsborðið, hver á sínum
stað. Það væri ekki svo galið að
senda þetta borð til himnaríkis því
þá kviðu fáir því að skilja við þetta
jarðneska líf og setjast við hring-
borðið og fá kaffi og kleinur.
Elsku amma, ég kveð þig í mikl-
um söknuði og leiðinlegt þykir mér
að nýfædd dóttir okkar Kristjönu
fái ekki að kynnast langömmu sinni
eins og ég hefði óskað. En ég lofa að
segja henni frá því síðar hversu frá-
bær þú varst.
Þinn dóttursonur,
Jóhann Örn.
✝ Guðný Jensdótt-ir Brennan fædd-
ist á Hafranesi við
Reyðarfjörð 19. nóv-
ember 1924. Hún
lést á hjúkrunar-
heimili 16. júlí síð-
astliðinn.
Foreldrar hennar
voru Jens Ananías
Runólfsson, sjómað-
ur og síðar umsjón-
armaður Lækjar-
skóla í Hafnarfirði,
og Björg Einarsdótt-
ir. Foreldrar Jens
voru Runólfur Jóns-
son og Jónína Einarsdóttir,
Klöpp við Reyðarfjörð. Foreldr-
ar Bjargar voru Einar Sigurðs-
son, kennari og skáld, og Vil-
helmína Árnadóttir, Merki í
Fáskrúðsfirði. Einar dó þegar
Björg var aðeins 2ja ára, og kom
Vilhelmína henni fyrir hjá vinum
sínum og heiðurshjónunum Guð-
björgu Guðmundsdóttur og
Níelsi Finnssyni, bónda á Hafra-
nesi við Reyðarfjörð, sem hún
kallaði alltaf pabba og mömmu
og þótti mjög vænt um. Enn-
fremur hafði Björg alltaf náið
samband við móður sína, Vil-
helmínu, sem hún
kallaði einnig
mömmu. Systkini
Guðnýjar eru Helga
Jóna, gift Óskari
Halldórssyni, Rafn
Ingólfur, kvæntur
Lúisu Bjarnadóttur,
Einar Vilhelm, d.
1994, kvæntur Eddu
Hjaltested, Sigurð-
ur, dó 10 mánaða
gamall, Sigurður,
kvæntur Martynu
Jensson, Guðbjörn
Niels, kvæntur Guð-
rúnu Pálsdóttur og
Valfríður, gift Philip Powers,
þau eru búsett á Hawaii.
Guðný giftist 1955 Thomasi
Joseph Brennan og flutti með
honum til Bandaríkjanna 1956.
Börn þeirra eru Margrét, Thom-
as og William. Barnabarn er eitt,
Lorianne, dóttir Williams.
Þau bjuggu fyrst í Camden,
New Jersey, en fluttust síðar til
Pennsylvaniu, þar sem Guðný
rak veitingastofu og bar í mörg
ár, eða þar til Thomas lést.
Útför Guðnýjar var gerð frá
Nestler Funeral Home í New
Ringgold í Pennsylvaniu 21. júlí.
Guðný ólst upp fyrstu árin á
Hafranesi, hjá foreldrum sínum og
fósturforeldrum Bjargar, Níelsi og
Guðbjörgu, en Guðný hét eftir
þeim báðum. Á Hafranesi var tví-
býli og fjölmennt á bænum. Mjög
góð samvinna var með bændunum
Einari Friðrikssyni og og Níelsi og
þeirra fjölskyldum, þannig að mik-
ill vinskapur hélst með þessum
fjölskyldum ætíð síðan. Eftir lát
Guðbjargar 1931 brá Níels búi og
fluttist til Skerjafjarðar þar sem
hann bjó síðan hjá Georg bónda á
Reynisstað en Jens og Björg fluttu
til Hafnarfjarðar, þar sem þau
bjuggu síðan. Þau börn sem fædd-
ust á Hafranesi voru Guðný, Helga,
Rafn, Einar Vilhelm og Sigurður.
Eftir útskrift frá Lækjarskóla í
Hafnarfirði, var Guðný eitt ár í
Flensborgarskóla, en fór síðan að
Héraðskólanum að Laugarvatni,
þaðan sem hún útskrifaðist. Síðan
stundaði hún ýmis störf, m.a. mörg
ár í versluninni Álfafelli í Hafn-
arfirði, sem Jóhann Petersen átti.
Árið 1948 fór hún í söngnám til
Danmerkur. Þar stundaði hún
söngnám hjá þekktum söngkenn-
ara Otto Höj, en varð jafnframt að
vinna fulla vinnu á saumastofu, til
að kosta sitt nám.
Guðný flutti síðan aftur til Ís-
lands 1953, þar sem hún vann á
Keflavíkurflugvelli. Þar kynntist
hún Thomasi Joseph Brennan, sem
hún giftist 1955, og flutti með hon-
um til Bandaríkjanna 1956. Þau
bjuggu fyrst í Camden, New
Jersey, en fluttust síðar til Penn-
sylvaníu, þar sem Guðný rak veit-
ingastofu og bar í mörg ár, eða þar
til Thomas lést eftir að hafa verið
veikur af sykursýki í mörg ár. Síð-
ustu 3 árin barðist Guðný við
krabbamein, sem að lokum hafði
yfirhöndina.
Maðurinn hennar hafði verið í
sjóhernum í síðasta stríði, þannig
að hún var á góðum tryggingum og
eftirlaunum eftir hann til dauða-
dags.
Hún hélt alltaf góðu sambandi
við fjölskylduna heima, kom nokkr-
um sinnum í heimsókn, ýmist með
fjölskylduna eða ein, og ennfremur
heimsóttu systkinin hana nokkrum
sinnum. Það hafði staðið til í nokk-
urn tíma að hún kæmi í heimsókn
til Íslands, en það dróst m.a. vegna
meðferðar við krabbameininu, en
loks 19. maí á þessu ári, lét hún
verða af því. Hún var þá orðin
mjög veik, og eins og hún sjálf
sagði, kom hún til að kveðja fjöl-
skylduna. Hún fór aftur til Banda-
ríkjanna mánuði síðar, og var þá
það veik, að við systkinin þorðum
ekki að láta hana fara eina út aftur,
þannig að eitt okkar fór með henni
til New York, þar sem Margrét
dóttir hennar tók á móti henni.
Fyrst eftir heimkomuna bjó hún
hjá Margréti, en flutti síðan á
hjúkrunarheimili, þar sem hún lést
16. júlí.
Blessuð sé minning hennar.
Systkinin.
GUÐNÝ JENSDÓTTIR
BRENNAN
Hansína frænka
okkar var trygglynd og
traust kona. Hún hafði
gaman af útilegum og
ferðaðist mörg sumur
víða um land með Ragnari eigin-
manni sínum. Í þessum ferðum
komu þau hjónin gjarnan við í
Skagafirði til að treysta vina- og fjöl-
skylduböndin. Á heimili sínu í
Reykjavík sýndi Hansína líka rækt-
arsemi við fjölskylduna og þar nut-
um við góðs af. Hún gaf sér alltaf
góðan tíma fyrir gesti og veitti ávallt
rausnarlega. Þegar jólaæsingurinn
nær hámarki á aðfangadag var
Hansína vön að halda okkur systk-
inunum boð, notalega stund sem ró-
HANSÍNA
JÓNSDÓTTIR
✝ Hansína Jóns-dóttir, eða
Nanna eins og hún
var jafnan kölluð,
fæddist 11. maí 1923
í Geldingaholti í
Skagafirði. Hún lést
5. ágúst síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Fossvogs-
kapellu 16. ágúst.
aði okkur fyrir jólahá-
tíðina meðan við vorum
börn, og ekki síður eftir
að við uxum úr grasi.
Daginn eftir var aftur
fjölskylduboð hjá
Hansínu og Ragnari
þar sem norðlenskt
hangikjöt var á borð
borið. Þannig hefur
jólahaldið hjá okkur
alltaf verið tengt
rausnarskap og gest-
risni þeirri sem fylgdi
heimili frænku okkar.
Erfitt er fyrir okkur og
börnin okkar að
ímynda okkur næstu jól.
Til minningar um Hansínu rifjum
við upp vísu sem faðir hennar, afi
okkar, orti um hana meðan hún var
barn.
Hressa tíðum hugann lúða
hýru brosin þín,
lyndisblíða, lokkaprúða
litla stúlkan mín.
Hvíl í friði
Soffía Valtýsdóttir,
Ingi Valtýsson og fjölskyldur.
Elsku Ingibjörg.
Æskuvinkonan mín.
Ég loka augunum.
Hverf á vit minning-
anna sem hrannast upp.
Við sitjum á rúminu
þínu 10 ára gamlar – tölum um allt og
ekkert. Þó helst um íþróttir. Fimleik-
ar eru allt sem við getum hugsað um
og eins og mamma þín sagði einu
sinni hlæjandi: „Ég held þið gangið
meira á höndum en fótum.“
Við sitjum við eldhúsborðið og
mamma þín gefur okkur að borða.
Pabbi þinn situr við skrifborðið og les
blöðin. Heimilið svo rólegt og yfirveg-
að en svo uppfullt af umhyggju, ör-
yggi og hlýju. Þannig var það alltaf á
Smáraflötinni. Saman klöngrumst við
upp á jafnvægisslána í íþróttahúsinu
en áður en ég veit af ertu komin langt
fram úr mér, stokkin út dýnuna svo
uppfull af kappi og krafti. Andlitið eitt
bros yfir að ná tökum á æfingunum.
Seinna áttir þú eftir að geysast
fram handboltavöllinn og fá útrás fyr-
ir keppnisskapið með stelpunum í
Stjörnunni. Stolt fylgdist ég með ykk-
ur taka á móti bikurum og sigrum
sem þið uppskáruð saman. Svona
velta minningarnar fram. Andlitið
þitt er sterkast í huga mér – alltaf
brosandi, uppljómað og ljósir lokk-
arnir hristast um leið og þú hlærð.
Ég loka augunum. Við sitjum hlið
við hlið í gagnfræðaskólanum. Ég dá-
ist útundan mér að því hvernig þú
leysir stærðfræðina, örvhent, bítur í
neðri vörina og klárar hvert dæmið á
fætur öðru. Svo einbeitt og öguð. Hef-
INGIBJÖRG
ANDRÉSDÓTTIR
✝ Ingibjörg Andr-ésdóttir fæddist í
Reykjavík 15. nóv-
ember 1969. Hún lést
á líknardeild Land-
spítalans 12. ágúst
síðastliðinn og fór
útför hennar fram
frá Vídalínskirkju í
Garðabæ 19. ágúst.
ur ekkert fyrir því.
Hugurinn hjá okkur
hinum farinn að flögra í
átt að léttvægari hlut-
um. Þú skilur ekki
þennan hégóma í okkur
og tilgerð. Það að vera
maður sjálfur skiptir
þig svo miklu. Þú kannt
ekki annað.
Ég loka augunum.
Hugurinn reikar aftur
um tæp tvö ár. Við sitj-
um í eldhúsinu hjá vin-
konu okkar og þú segir
okkur af svo ótrúlegu
æðruleysi frá því hvaða
verkefni hafi verið lagt fyrir þig.
Kjarkurinn hvergi bugaður og það
eina sem kemur til greina er sigur. Ef
þú hefur einhvern tíma þurft að láta
reyna á keppnisskapið elsku Ingi-
björg þá er það á síðustu mánuðum.
En baráttu þinni er lokið. Okkar að
hefjast. Barátta við reiði, tilgangs-
leysi, óréttlæti, hræðslu og sorg. Svo
óendanlega mikla sorg.
Ég var stödd erlendis þegar barátt-
unni lauk. Þú komst til mín í draumi
og kvaddir mig. Þú varst svo frísk og
falleg og ljómaðir þegar þú stóðst í
gættinni og gekkst á brott. Þegar ég
vaknaði vissi ég. Ég er þér svo þakk-
lát fyrir að hafa komið til mín. Ríg-
held í þennan draum og rifja hann
upp aftur og aftur. Ég loka augunum.
Ég er stödd í kirkjunni við brúðkaup
ykkar Bjössa. Textabrot hljómar í
huganum sem var flutt; „Sól rís, sól
sest …“ Mér finnst eins og sólin hafi
sest í augnablikinu en ég veit að hún
kemur upp aftur. Með börnunum
ykkar heldur hún áfram að skína.
Elsku Ingibjörg – megir þú hjá
góðum Guði geymd. Elsku Svanhvít
mín, Bjössi, Bryndís, Stefán Björn,
Svanhvít Ósk og systkini. Megi góður
Guð styrkja ykkur og sólin brjótast
fram úr myrkrinu þegar fram líður.
Ykkar
Sveinbjörg.
Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is
(smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda
inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum).
Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir
hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða
þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak-
markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur renn-
ur út.
Myndir Ef mynd hefur birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minning-
argrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana
á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningargreina vita.
Minningargreinar