Morgunblaðið - 13.09.2004, Qupperneq 27
DAGBÓK
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 27
Við óskum Kraftvélaleigunni til hamingju með
stærsta trjákurlara landsins, Vermeer BC 1000i
Sími 594 6000
Akralind 2, 201 Kópavogur
Kraftvélaleigan bætir flotann
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) hefur,í samræmi við þjónustusamning viðmenntamálaráðuneytið, yfirfarið náms-skrár í óformlegu námi og gert tillögur
um mat til eininga á framhaldsskólastigi í samvinnu
við matsnefnd á vegum menntamálaráðuneytisins.
Nú þegar hafa fimm námsskrár verið yfirfarnar
fyrir Mími-símenntun, sem er samstarfsaðili FA,
auk þess sem unnið er að lýsingum og mati á fleiri
námstilboðum, m.a. Fagnámi fyrir verslunarfólk.
FA er samstarfsvettvangur ASÍ og SA um fullorð-
ins- og starfsmenntun á íslenskum vinnumarkaði.
Meginmarkmið FA er að veita starfsfólki með litla
grunnmenntun tækifæri til að afla sér menntunar
eða bæta stöðu sína á vinnumarkaði.
Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri FA, segir mörg brýn verkefni liggja fyrir.
„Þar sem Fræðslumiðstöðin er enn ung að árum,
ekki orðin tveggja ára, má segja að öll þessi verk-
efni séu framtíðarverkefni. Til lengri tíma litið
verður mikilvægast að byggja upp mat á raunfærni
starfsmanna. Í löndunum í kringum okkur hefur
verið mikil áhersla á þennan málaflokk á síðast-
liðnum árum. Einnig er mikilvægt til framtíðar að
byggja upp náms- og starfsráðgjöf fyrir fólk á
vinnumarkaði. Fyrir þá sem hafa minnsta grunn-
menntun eru upplýsingar um möguleika, hvatning
og stuðningur afar mikilvæg.
Loks þarf að huga sérstaklega að þeim sem hafa
átt í námserfiðleikum, svo og þeim hópum sem ekki
eiga íslensku að móðurmáli.“
Hver eru brýnustu verkefnin í dag?
„Brýnustu verkefnin í dag eru að fjölga þeim
möguleikum sem fólk með litla grunnmenntun hef-
ur til að bæta við þekkingu sína og færni, efla og
tryggja gæði námstilboðanna og fá þau metin til
styttingar á námi. Samningar eru á döfinni við
ýmsa fræðsluaðila um samstarf við lýsingar á
námstilboðum þeirra og mat á þeim til eininga á
framhaldsskólastigi.
Með þessu móti gefst fólki möguleiki á að stytta
leið sína í framhaldsskólanum, en einnig að sjá
hvers virði það nám er sem það hefur stundað.
Fjöldi starfsmanna með litla grunnmenntun er
mikill á íslenskum vinnumarkaði, eða um 30–60%
Hvaða gildi hefur FA fyrir atvinnulífið?
„Eftirspurnin eftir menntuðu vinnuafli er mikil.
Ef íslenskt atvinnulíf ætlar að standa sig í stöðugt
aukinni samkeppni milli þjóða heimsins, þá verður
að lyfta þekkingarstiginu. Meðlimir stéttarfélag-
anna óska í auknum mæli eftir því að fræðsla sé á
dagskrá stéttarfélaganna. Þá vilja fyrirtæki í aukn-
um mæli gera símenntunaráætlanir fyrir starfs-
menn og greina þarfir fyrir þekkingu innan fyrir-
tækjanna.“
Símenntun | Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fær óformlegt nám metið til eininga
Verður að lyfta þekkingarstiginu
Ingibjörg Elsa Guð-
mundsdóttir er fædd í
Reykjavík árið 1951.
Hún lauk BA-gráðu í
sálfræði og kennslu-
réttindum frá HÍ. Þá
lauk hún M.Ed-námi frá
Harvard-háskóla í
Bandaríkjunum auk
náms í norrænni full-
orðinsfræðslu.
Ingibjörg hefur starf-
að víða í íslensku atvinnulífi en gegnt starfi
framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar at-
vinnulífsins frá 2003.
Ingibjörg á tvö börn og tvö barnabörn.
Hryðjuverkið í Beslan
HRYÐJUVERKIÐ í Beslan er ofar-
lega í huga fólks um allan heim
þessa dagana, enda stingur það sárt
í hjartað að sjá hörmungar og sorg
vesalings fólksins sem missti börnin
sín í þessum hryllingi. Það er líka
fólki um megn að skilja innræti
þeirra sem skipuleggja og fram-
kvæma svona voðaverk, enda er vart
hægt að ímynda sér neitt svívirði-
legra og verra og svona verknaður
getur aldrei leitt til ávinnings ger-
endanna.
Ég ritaði nafn mitt í minningabók
í sendiráði Rússa á þriðjudags-
morgni. Þar var þá enginn annar
gestur á ferðinni þeirra erinda, enda
sá ég í Morgunblaðinu í dag, að að-
eins 167 manns hefðu komið þessa
tvo daga og vottað Rússum samúð
sína.
Hvar er nú sýnilegur samúðar-
vottur Íslendinga til þessara bræðra
okkar og systra, sem hafa misst
börn sín, barnabörn, mæður og eig-
inkonur í þessu skelfilega voða-
verki?
Hvar eru þeir sem hafa skipulagt
kertafleytingar? Það er ekki of seint
ennþá.
Hvar eru prestarnir á virkum
degi, hvers vegna voru ekki haldnar
minningarguðsþjónustur á þessum
hörmulegu sorgardögum Rússa?
S.J.S.
Hver þekkir ljóðið?
MIG langar til að vita hvort einhver
þekkir þetta ljóð.
Ég kvíði ei lengur
komandi tíma.
Ég hætt er að starfa
og tekin að bíða.
Ég horfi í ljósið
sem lýsir fram veginn.
Held göngunni áfram
verð hvíldinni feginn.
Ef einhver kannast við þetta
myndi sá hinn sami hafa samband
við mig í síma 551 9469 eða í tölvu-
póst baldintata@yahoo.com. Með
fyrirfram þökk.
Hvar fæst hangiflot?
ER einhver sem getur sagt mér
hvar hægt er að kaupa hangiflot?
Þeir sem gætu gefið upplýsingar eru
vinsamlega beðnir að hringja í síma
861 6267.
Sími í óskilum
SÍMI fannst á göngustígnum á
Grandanum skammt frá Nóatúni við
Hringbraut. Sá sem telur sig eiga
símann getur hringt í síma 868 6431.
Velvakandi
Svarað í síma 5691100 kl. 10–12
og 13–15 | velvakandi@mbl.is
STYTTAN af Davíð eftir Michel-
angelo, sem prýðir Flórensborg
eins og svo mörg önnur endurreisn-
arverk, fagnaði fimm hundruð ára
afmæli sínu fyrir skömmu. Hinn 8.
september árið 1504 var stytta hins
22 ára gamla myndlistarmanns af-
hjúpuð með formlegum hætti.
Níu mánaða afmælisveisla Davíð
til heiðurs er því nýhafin í Flórens,
þar sem tónleikar, flugeldasýn-
ingar, myndlistarsýningar og sér-
stakir minjagripir heiðra hálfs ár-
þúsunds afmæli hans.
Á fréttavef BBC, var það haft eft-
ir Franca Felletti, en hún hefur um-
sjón með þeim stað þar sem Davíð
er til sýnis, að „nú sé komin tími til
að við förum að átta okkur á því
hversu mikla þýðingu Davíð getur
haft í samtíð og framtíð“. En eins
og margir vita hefur þessi fræga
stytta verið eitt helsta kennileiti
Flórensborgar um margar aldir.
Davíð gekk í gegnum umdeilda
hreinsun fyrir afmælið, en með
þeim hætti gera yfirvöld í Flórens
tilraun til að „koma Davíð aftur til
starfa, frekar en að setja hann á
eftirlaun“, eins og Felletti orðar
það. Stefna borgaryfirvalda er því
að augljóslega sú að Davíð haldi
áfram að þjóna hlutverki sínu sem
kennileiti í borginni, hvað svo sem
tautar og raular. Á myndinni sést
hann nýhreinsaður, hvítur og
strokinn. AP
Davíð fimm
hundruð ára
NÝ tveggja binda útgáfa ritsins Stjórn-
arráð Íslands 1904–1964 eftir Agnar
Klemens Jónsson, sendiherra og
ráðuneytisstjóra, er komin út. Ritið,
sem kom upphaflega út árið 1969 í
tveimur bindum, hefur æ síðan reynst
haldgott yfirlitsrit um sögu fram-
kvæmdavalds og stjórnsýslu á tíma-
bilinu.
Í tilefni af aldarafmæli Stjórnarráðs
Íslands á þessu ári var ákveðið að
ráðast í endurútgáfu verksins, sam-
hliða útgáfu ritsins Stjórnarráð Ís-
lands 1964–2004 í þremur bindum. Í
þessari nýju útgáfu á verki Agnars Kl.
Jónssonar hafa flestar myndir verið
endurnýjaðar og myndaskrá samin.
Þá hefur brotið verið stækkað til sam-
ræmis við brot Stjórnarráðs Íslands
1964–2004.
Með þessari endurútgáfu hefur
saga framkvæmdavaldsins verið gerð
aðgengileg frá því að það fluttist með
heimastjórn frá Kaupmannahöfn til
Reykjavíkur og til þessa dags.
Útgefandi er Sögufélagið.
Stjórnarráð Ís-
lands 1904–1964
LAUNAMÁL hljóðfæraleikara í
hljómsveitum eru í brennidepli í
Bretlandi um þessar mundir, að því
er fréttastofa BBC greinir frá. Ótt-
ast forsvarsmenn samtaka tónlist-
arfólks að bág launakjör gætu valdið
dauða greinarinnar. Fram kom í
könnun sem samtökin stóðu fyrir að
meðalhljómsveitarleikari hefði verið
í starfi í 21 ár og hefði rúmar 240.000
krónurá mánuði að meðaltali í laun.
„Fólk sem undir venjulegum
kringumstæðum vildi starfa innan
greinarinnar er að hverfa til annarra
starfa, einfaldlega vegna þess að það
eru ekki nægir peningar til að lifa
hefðbundnu lífi og sjá fyrir fjöl-
skyldu,“ sagði Bill Kerr hjá sam-
tökum tónlistarmanna í Bretlandi.
Mikill meirihluti breskra hljóð-
færaleikara tekur að sér aukaverk-
efni til að ná endum saman. Einnig
kemur fram í frétt BBC að flestir
þeirra leiki á hljóðfæri sem kosti
meira en árslaun þeirra, um þrjár
milljónir króna.
Laun ákvarðast af því fé sem
hljómsveitir hafa úr að spila og er nú
stefnt að því að finna lausnir á fjár-
mögnun þeirra, meðal annars með
aðstoð einkaaðila. „Við erum að
reyna að kalla eftir hugmyndum frá
öllum sem hafa áhuga á hljóm-
sveitum og klassískri tónlist,“ sagði
Kerr, „því við ætlum ekki að fara
beint til stjórnvalda og heimta alltaf
meir. Það hlýtur að vera til aðferð til
að leiðrétta fjármál hljómsveitanna
á þann hátt að hægt sé að bjóða
hljóðfæraleikurum meira öryggi og
betri launakjör. Annars gæti svo far-
ið að starfsgreinin legði upp laup-
ana.“
Tónlist | Samtök tónlistarmanna í Englandi tjá sig um laun
Bág launa-
kjör hljóð-
færaleikara
áhyggjuefni
Morgunblaðið/Kristinn
Borgarstjórinn spreytir sig á því að stjórna Sinfóníuhljómsveit Íslands, en
Reykjavíkurborg leggur til 18% af rekstrarkostnaði hennar.
Fréttasíminn
904 1100
AUGLÝSINGADEILD
netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111