Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 29

Morgunblaðið - 13.09.2004, Side 29
MENNING MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 29 Áskriftarkort á 6 sýnigar Aðeins kr. 10.700 Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00 Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20 Fö 1/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI fi 16/9 kl 20, fö 17/9 kl 20 Takmarkaður sýningafjöldi LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 19/9 kl 14, Su 26/9 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Grímuverðlaunin: Vinsælasta sýning ársins! Lau 18/9 kl 20, Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust KVÆÐAMANNAFÉLAGIÐ IÐUNN SIGURRÓS ofl. Afmælis- og útgáfuhátíð Mi 15/9 kl 20 - Aðeins einir tónleikar Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Símasala kl. 10-18 virka daga: 511 4200 Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA F im. 16 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Lau . 18 .09 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 24 .09 20 .00 AKUREYRI „Hár ið er rosa lega krö f tug og orkumik i l sýn ing sem sner t i mig“ -K ja r tan Ragnarsson , le iks t jó r i - MIÐASALAN er opin á fame.is, á þjónustuborði Smáralindar og í síma 528 8008 JÓNSI SVEPPI SÍÐUSTU SÝNINGAR: ATH. 2 AUKASÝNINGAR Vegna gríðarlegrar eftirspurnar Vegna mikils álags á símkerfinu viljum við benda á að hægt er panta miða með tölvupósti í miðasala@smaralind.is eða inn á www.fame.is. Fös. 17. sept. kl. 19.30 Sun.19. sept. kl. 19.30 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - sala í fullum gangi Áskriftarkort! 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐI, eða þjóð- fræði eins og mér skilst að nú sé farið að kalla hana, er heillandi fræðigrein. Á Norðurlandamálum, öðrum en íslensku og færeysku, nefnist greinin etnologi, en á fær- eysku heitir hún því fallega og gagnsæja nafni siðsaga. Það heiti þykir mér best allra þeirra er ég þekki á Þessari fræðigrein, sem fjallar öðru fremur um daglegt líf og háttu fólks á fyrri tíð. Á náms- árum mínum fyrir margt löngu var þjóðháttafræðin stundum kölluð hjálpargrein sagnfræðinnar, en sú oflætislega skilgreining fær trauðla staðist, a.m.k. ekki lengur. Sagn- fræðingar geta að sönnu oft notið góðs af rannsóknum og rannsókn- araðferðum þjóðháttafræðinga, en oft snýst það dæmi við og þá er það sagnfræðin, sem verður hjálpar- grein. Mun þá mála sannast, að oft er erfitt að greina á milli þessara tveggja fræðigreina og iðkendur þeirra hljóta tíðum að eiga sam- vinnu og hafa mikinn og góðan stuðning hverjir af öðrum. Til ein- földunar má kannski segja, að sagn- fræðingar hugi frekar að stærri við- fangsefnum og lengri tímabilum, en þjóðháttafræðingar gefi einstökum þáttum mannlífsins meiri gaum. Er þó ekkert algilt í þessu efni. Eitt af því sem þjóðháttafræð- ingar víða um lönd hafa rannsakað mikið á undanförnum árum og ára- tugum eru hvers kyns siðir, sem tengjast merkisdögum á manns- ævinni, svo sem fæðingu, skírn, brúðkaupi, afmælum, andláti, greftrun o.fl. Í sumum tilvikum ná slíkar rannsóknir til stórra, fjöl- þjóðlegra menningarheima, en oft- ast þó til einstakra landa eða land- svæða. Niðurstöður eru svo gjarnan bornar saman og er sá saman- burður oft giska fróðlegur, enda sinn siður í landi hverju. Bókin, sem hér er til umfjöllunar, er einmitt afrakstur einnar slíkrar rannsóknar. Hún fjallar um brúð- kaup og brúðkaupssiði í Færeyjum frá elstu tíð og fram á okkar daga. Höfundurinn fjallar um viðfangsefni sitt í víðri merkingu. Hann lætur sér ekki nægja að segja frá hinu eiginlega brúðkaupi og siðum tengdum því, heldur hefur hann kannað rækilega siði og venjur sem tengdust öllum aðdraganda og und- irbúningi brúðkaups í Færeyjum, allt frá því menn fóru á biðilsbuxur og til loka brúðkaupsveislu, en þær gátu staðið lengi á fyrri tíð, jafnvel nokkra daga. Hér sem sé fjallað um samdrátt fólks, kvonbænir, mat- argerð og annan undirbúning brúð- kaups, sjálft brúðkaupið, hjóna- vígsluna og svo vitaskuld veisluhöld. Uppbygging bókarinnar er í senn „þematísk“ og í tímaröð. Sagan er jafnan rakin frá elstu tíð og fram á okkar daga og fær lesandinn þannig glögga mynd af þeim breytingum, sem hinir ýmsu brúðkaupssiðir hafa tekið í tímans rás. Heimildir gera það vitaskuld að verkum, að frá- sögnin verður því rækilegri og fyllri sem nær dregur í tíma, en lesandinn fær engu að síður góða mynd af færeyskum brúðkaupssiðum aftur á 18. og 19. öld. Þeir siðir sem þá tíðk- uðust voru vafalaust aldagamlir margir hverjir, en munu nú flestir aflagðir. Í stað þeirra hafa Fær- eyinga, rétt eins og Íslendingar, tekið upp danska og dansk-þýska siði og á allra síðustu tímum ýmsar venjur, sem sumir halda alþjóð- legar, en hafa öðru fremur borist frændþjóðunum í Norður- Atlantshafi með engilsaxnesku sjónvarpi, einkum amerísku. Má þar nefna þann ósið að henda hráum hrísgrjónum í brúðhjón er þau ganga úr kirkju. Hefði það ein- hverntíma þótt saga til næsta bæjar að Færeyingar og Íslendingar gætu leyft sér þann munað að kasta mat í fólk, jafnvel um hávetur. Þessi bók byggir á rækilegri rannsókn heimilda og er heimilda- skráin heilar átta síður, þéttprent- aðar í tvídálk. Þar eru prentuð rit hvers konar fyrirferðarmest en höf- undur hefur einnig stuðst mikið við munnlegar heimildir og stíla, sem framhaldsskólanemendur skrifuðu. Er sú aðferð einkar snjöll og skóla- fólkið safnaði mikilli vitneskju, auk þess sem það þjálfaðist í fræði- legum vinnubrögðum og framsetn- ingu. Öll er bókin afbragðsvel skrifuð, svo unun er að lesa. Hún er og einkar skemmtilega myndskreytt og á allan hátt falleg og frágangur vandaður. Höfundur ber færeyska brúðkaupssiði tíðum saman við önn- ur lönd, einkum þó Norðurlönd og Hjaltlandseyjar, en þjóðmenningu Hjaltlendinga svipaði langt fram eftir öldum um margt til fær- eyskrar. Miklu minna er um sam- anburð við Ísland og mun það öðru fremur af stafa af því að rannsóknir hér á landi eru mun skemmra á veg komnar á þessu sviði en annars staðar á Norðurlöndum. Bókarhöfundur, Jóan Pauli Joen- sen, er í hópi þekktustu sagn- og þjóðfræðinga á Norðurlöndum og hefur doktorsgráðu í báðum fræði- greinum. Hann hefur verið prófess- or í þjóðháttafræði og menningar- sögu við Fróðskaparsetur Færeyja frá 1989 og var rektor skólans um skeið. Hann er vel kunnur mörgum íslenskum fræðimönnum og hefur tekið virkan þátt í fjölmörgum þlþjóðlegum og norrænum verk- efnum á fræðasviði sínu. Að minni hyggju er þessi bók mikilsvert framlag til norrænnar menningarsögu og góður fengur væri að því að hún yrði þýdd á ís- lensku. Brúðkaup í Færeyjum BÆKUR Þjóðfræði Jóan Pauli Joensen. Museum Tusculanums Forlag. Københavns Universitet 2003. 298 bls., myndir. I ÆRLIGE BRUDEFOLK. BRYLLUP PÅ FÆRØERNE Jón Þ. Þór Nýkomið er úrval ljóða JónsÓskars í franskri þýðinguRégis Boyer (útg. Collect- ion Kubaba 2004). Úrvalið nefnist Toi qui écoutes eða Þú sem hlustar og er því samnefnt bók Jóns Ósk- ars frá 1973. Régis Boyer hefur þýtt mikið úr íslensku, fornan skáldskap og nýj- an. Í formála úrvalsins líkir hann þeim saman Jóni Óskari og Paul Eluard. Það er vel til fundið. Báðir ortu um ástir og samfélag og léttleiki ein- kenndi ljóð þeirra. Ljóðið Þú sem hlustar er dæmi- gert fyrir það sem Jón Óskar orti í síðari bókum sínum: Segðu ekki mikið, þú sem heyrir í storminum. Ef þjóðirnar tortímast, hver tortímir þeim nema gjammandi vargurinn? Þú heyrir í storminum. Hlustaðu á þögnina. Án þess að segja mikið óx grasið yfir auðnir stríðsins. Þú sem hlustar, hlustaðu á þögnina, þú sem heyrir í storminum. Án efa munu menn vera sam- mála um að Nóttin á herðum okkar (1958) sé merkasta ljóðabók Jóns Óskars. Þar nær hann sér eftir- minnilega á flug. En það ber líka að hafa í huga að í öðrum bókum leggur hann sitt af mörkum til ís- lenskrar sam- tímaljóðlistar og síðustu bæk- urnar birtu nýj- an tón sem ég held að hafi ekki verið metinn að verðleikum.    Úrval Régis Boyer sýnir okkurfjölbreytni ljóða Jóns og sannar að hann var alls ekki ein- tóna skáld þótt yrkisefnin væru löngum hin sömu. Ljóð Jóns Óskars voru með al- þjóðlegu svipmóti þótt hann orti ættjarðarljóð þegar honum þótti við eiga. En hann fellur afar vel inn í franska hefð í ljóðum sínum og nýtur sín þess vegna vel í frönskum búningi. Ég er þeirrar skoðunar að menn þurfi að lesa Jón Óskar betur og stundum hafi hann goldið þess að bækur hans voru ekki mikið lesn- ar. Jón Óskar þýddi mikið úr frönsku. Nægir að nefna hinar ágætu bækur hans Ljóðaþýðingar úr frönsku (1963), Ljóðastund á Signubökkum (1988) og Undir Parísarhimni, þýðingar og saga franskra ljóða (1991). Hjá Jóni Óskari má kynnast Paul Eluard, ekki síst hinu einkennilega og magnaða ljóði um frelsið. Jón Óskar segir um Eluard að „fyrir Eluard var sem ljóð og ást yrði að samheiti, ljóð væri sama og ást“. Bók Régis Boyer mun áreiðan- lega vekja athygli á íslenskum samtímaskáldskap í Frakklandi.    Minna má á að fyrir nokkrukom út bók á frönsku með ljóðum 25 íslenskra samtímaskálda (útg. forlög í Kanada og Frakk- landi: Écrits des Forges og Le Temps des Cerises). Þýðingarnar eru eftir Þór Stefánsson og Lucie Albertini. Þessi bók sem Þór Stefánsson ritstýrir sýnir fjölbreytni í íslensk- um skáldskap. Margt bendir til að íslensk ljóð- list veki áhuga þýðenda og lesenda og ástæða er til að fylgst sé með störfum þýðenda hér heima og brýnt að leggja þeim lið eftir mætti. Að því leyti hefur Bók- menntakynningarsjóður reynst vel. Þú sem hlustar og heyrir ’Úrval Régis Boyersýnir okkur fjölbreytni ljóða Jóns og sannar að hann var alls ekki ein- tóna skáld þótt yrkis- efnin væru löngum hin sömu.‘ AF LISTUM Jóhann Hjálmarsson johj@mbl.is Jón Óskar rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.