Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 30

Morgunblaðið - 13.09.2004, Síða 30
M ontpellier, Miðjarð- arhafsborgin, eins og hún kallar sjálfa sig, sker sig úr öðrum borgum Frakklands fyrir það að bílar eru á burt svo þar er komið stærsta svæði fyrir gang- andi fólk innan borgarmarka í land- inu. Í stað bílanna renna sporvagn- ar áfram hljóðlaust í stórum bíllausum kjarna, mengunarlaust, og mannfólkið tiplar áfram án þess að eiga á hættu í bili að enda ævina undir bíl. Það er ekki í kot vísað að vera á ferðinni í miðbænum í Montpellier eftir að skyggja tekur á heitu kvöldi. Léttklætt fólk situr úti í stórum klösum víðs vegar um þessa bíllausu paradís, og það á venju- legu mánudagskvöldi, að borða sinn dýrlega Miðjarðarhafsmat. Á þessum árstíma þegar jörðin er af- kastamest við að skila af sér ávöxt- unum: vínberjum, melónum, ferskj- um, apríkósum … En bíófólkinu var ekki til setu boðið, því myndin var að byrja. Ekki var autt sæti í salnum á Sígaunalífi (Dom za vesanje) eftir Emir Kusturica, frá 1988. Og bíó- fólk er svo harðgerður stofn að enginn yfirgaf svæðið í tvo og hálf- an tíma í stækum hita og loftleysi. Ekki minnkaði aðdáun mín á kvikmyndaskáldinu litríka, Emir Kusturica, við að sjá Sígaunalíf sem heitir upphaflega Hengingarhúsið, en fékk ekki að halda því nafni hér fyrir vestan, markaðsins vegna. L eikstjórinn sýnir á sér aðra hlið hér en í Underground- fjörinu og Svörtum ketti, hvítum ketti. Hins vegar rek ég sumt af þungu undirtón- unum úr nýjustu myndinni hans, Lífið er kraftaverk, til Sígaunalífs. Eins og þessar fyrri myndir ger- ist Sígaunalíf í landinu hans eða löndunum, gömlu Júgóslavíu, og hún er full af fjöri, uppátækjum og frumlegu fólki eins og þær, og dásamlegri músík sem er inngróin í frásögnina og fólkið. Sígaunalíf er hins vegar miklu sárari og grimm- ari en fyrri myndirnar þótt hún byrji eins og grínmynd sem er hug- ljúf og grótesk í senn. Frá mynd- rænu sjónarmiði er hún að vissu leyti enn athyglisverðari en fyrri myndir og lýsingarnar á þorpinu listilegar. Amatörarnir í næstum öllum hlutverkum ljá myndinni líka mjög sérstakan og sterkan blæ, sem minnir stundum á heimildar- mynd, og stundum á Guðföðurinn hjá Coppola. Lífi sígaunanna er lýst innan frá, en Emir Kusturica þekkir vel til í þeirra heimi og bjó í honum að ein- hverju leyti þegar hann var lítill. Sígaunadrengur er söguhetjan, ljúfur og skemmtilegur í upphafi. Og hvorugur þeirra eiginleika hverfur alveg frá honum eftir að búið er að gera hann að skúrki. Sígaunalíf varð að lokum ein af þungbærari bíómyndum sem ég hef séð, enda ein af fáum sem fjallar um varnarleysi barna og unglinga gagnvart heimi fullorð- inna, illri meðferð og siðblindu. Kjarninn í myndinni er um dreng sem fullorðna fólkið gerir svo sið- lausan á örskömmum tíma að hann hyggst selja ófætt barn unnustu sinnar þegar þar að kemur, af því að hann er í vafa um að hann eigi sjálfur. Þ að er þó fjarri leikstjór- anum að slöngva boð- skapnum í hausinn á áhorf- endum. Afstaða hans er frekar eins og gömlu konunnar þegar sonurinn er búinn að rífa þakið ofan af henni í bókstaflegri merkinu. Hún horfir á það reiði- laust og hefur ekki annað að segja en: „Hann er búinn að missa vitið.“ Þegar bíófólkið var komið til sjálfs sín aftur úr loftleysinu eftir að hafa nælt sér í vatnsdollur í næt- ursjoppu blasti það við að þessi at- hugasemd gömlu konunnar átti ekki bara við um soninn heldur líka um þann heim eftir árið tvö þús- und, þar sem börn ganga kaupum og sölum í stórum stíl, fyrir utan allt annað sem þeim er gert og við horfum á. Bíókvöld í Montpellier Sígaunalíf Atriði úr myndinni Sígaunalíf. Eftir Steinunni Sigurðardóttur 30 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Miðasala opnar kl. 15.30 Sýnd kl. 10. B.i. 14 ára. Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 4 og 6. ísl tal. / Sýnd kl. 4, 6 og 8 . Enskt tal. Sjáið frábæra gamanmynd um frægasta, latasta og feitasta kött í heimi! Sýnd bæði með íslensku og ensku tali. Yfir 28.000 gestir! Sýnd kl. 8 og 10.40. Myrkraöflin eru með okkur! Mögnuð ævintýra- spennumynd! Sýnd kl. 8. HJ MBL HJ MBL Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. kl. 4,6,8 og 10 "Fjörugt bíó" Þ.Þ. FBL Nicole Kidmani l i Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK NOTEBOOK Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina Ein besta ástarsaga allra tíma. Ný íslensk mynd gerð eftir samnefndri metsölubók, í leikstjórn Silju Hauksdóttur, með Álfrúnu Helgu Örnólfsdóttur í titilhlutverkinu. Stórskemmtileg nútímasaga úr Reykjavík sem tekur á stöðu ungs fólks í íslenskum samtíma með húmorinn að vopni. óvenjulega venjuleg stelpa Sýnd kl. 6,8 og 10. Mjáumst í bíó! Uppáhalds köttur allrar fjölskyldunnar er kominn í bíó! Sýnd kl. 6. ísl tal. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 10.15. i í NOTEBOOK Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. BRESKU rafpönkararnir í The Prodigy munu halda tón- leika hér á klakanum föstudaginn 15. október í Laugar- dalshöll. Miðasala á tónleikana hefst í næstu viku, n.t.t. mánudaginn 20. september klukkan 10.00, á öllum Nest- isstöðvum Esso á höfuðborgarsvæðinu og eftirfarandi sölustöðum Esso: Akureyri-Leiruvegi, Selfoss, Akranes og Keflavík. Miðaverð er 3.900 kr. í stæði og 5.500 í stúku. The Prodigy mun hefja tónleikaferð sína um Evrópu hér á landi til að kynna nýjustu plötu sína Always Out- numbered, Never Outgunned sem hefur verið að gera það gott á vinsældalistum um allan heim. Þá má nefna að uppselt er nú þegar á nær alla tónleika The Prodigy fram yfir áramót. Hljómsveitin mun mæta með glænýja sýn- ingu í farteskinu en með Keith Flint, Maxim Reality og Liam Howlett mæta trommuleikari og gítarleikari til þess að gæða tónleikana meira lífi. Tónleikahaldarar lofa góðri skemmtun en þetta mun vera fjórða heimsókn Ís- landsvinanna í The Prodigy. Til þess að koma fólki í rétta gírinn fyrir tónleikana mun hljómsveitin Quarashi mæta og hita upp lýðinn. Quarashi er einmitt að gefa út nýja plötu titlaða Gorilla Disco 14. október, degi fyrir tónleika The Prodigy þannig að þetta eru svo til útgáfutónleikar þeirra drengja. Vangaveltur voru um hvort rokkararnir í Mínus kæmu til með að hita líka upp en svo verður þó ekki vegna anna hjá þeim. The Prodigy kemur til landsins í fjórða sinn Miðasala hefst í næstu viku The Prodigy hefur tónleikaför sína um Evrópu á Íslandi. TÍMARIT Lögréttu var gefið út í fyrsta sinn á föstudag en það er nýtt fræðirit á sviði lögfræði, gefið út af Lögréttu, félagi laganema Háskólans í Reykjavík (HR). Í tilefni útgáfunnar var haldið útgáfuteiti í HR þar sem Björn Bjarnason, dóms- og kirkju- málaráðherra, flutti ávarp ásamt því að Þórður S. Gunnarsson, forseti lagadeildar HR, Gunnar Egill Eg- ilsson, formaður Lögréttu, og Andri Gunnarsson, ritstjóri Tímarits Lög- réttu, ávörpuðu gesti. „Útgáfa Tíma- rits Lögréttu er enn eitt skrefið í við- leitni Lögréttu og lagadeildar HR að stuðla að opnum vettvangi fyrir fræðilega umræðu á sviði lögfræði,“ segir Andri Gunnarsson og bætir því við að auk greina eftir ýmsa virta sér- fræðinga, megi benda á grein í blaðinu eftir nemanda HR, því til- gangur tímaritsins sé einnig að vera vettvangur fyrir rannsóknir nem- enda. Höfundar í þessu fyrsta tölublaði tímaritsins eru dr. Guðmundur Sig- urðsson, Jón Steinar Gunnlaugsson prófessor, Svala Ólafsdóttir lögfræð- ingur, Áslaug Björgvinsdóttir dósent og Ólafur E. Friðriksson laganemi. Morgunblaðið/Þorkell Björn Bjarnason flutti ávarp í útgáfuteiti Tímarits Lögréttu. Nýtt rit um lögfræðiefni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.