Morgunblaðið - 13.09.2004, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 13.09.2004, Qupperneq 36
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 13. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI LIFANDI VÍSINDI Áskriftarsími 881 4060 FLUGBJÖRGUNARSVEITIN á Hellu hjálpaði tveimur fjallgöngumönnum við rætur Heklu í fyrrinótt. Lentu þeir í myrkri á leið af fjallinu og treystu sér ekki til að ganga ljós- lausir síðasta spölinn og hringdu á aðstoð. Hekla er tæplega 1.500 metra há og var þetta í fyrsta sinn sem Davíð Örn Ingvarsson og Ingólfur Bjarni Sveinsson reyndu við fjall- ið. Davíð Örn sagðist ekki hafa reiknað með því hvað gangan yfir Næfurholtshraunið yrði löng, en klukkan var orðin átta á laugardags- kvöld þegar þeir lögðu á fjallið. „Það var byrj- að að myrkva þegar við komum á toppinn um kl. 22,“ sagði Davíð Örn. „Þegar við komum aftur að hrauninu sá maður ekki handa sinna skil. Við vissum alveg hvar bíllinn var, en treystum okkur ekki til að ganga yfir hraunið í myrkrinu.“ Þeir hringdu því í Neyðarlínuna og segja talsmenn Landsbjargar að það hafi verið skynsamlegt. Þeir voru ekki alveg ljós- lausir því þeir gátu lýst sér með ljósum frá farsímum og gátu björgunarsveitarmenn séð ljóstýrurnar og síðan lýstu þeir svæðið með öflugum kösturum. Myrkur hrelldi göngumenn „Maður sá ekki handa sinna skil“ Morgunblaðið/RAX BAUGUR Group hefur óskað bréflega eftir við- ræðum um kaup á brezku tízkuverzlanakeðj- unni Hobbs. Talsmaður Baugs staðfesti í sam- tali við Morgunblaðið það sem brezka blaðið Financial Times sagði frá á laugardag en hafði þá ekki fengið staðfest, að talið væri að fyrir- tækið hefði sent bréf um áhuga sinn á Hobbs. Fyrirtækið er til sölu og hefur stjórn þess fal- ið ráðgjafarfyrirtækinu Hawkpoint að annast söluna. Að sögn Financial Times er talið að fjár- festingarfyrirtækið PPM Ventures, sem áður átti Oasis Stores, hafi einnig áhuga á Hobbs. Aðrir líklegir bjóðendur eru sagðir fyrirtækin Bridgepoint, Change Capital og Permira. Barclays Capital keypti 80% í Hobbs fyrir tveimur árum ásamt stjórnendum fyrirtækisins, sem eignuðust 20%. Verzlunum fyrirtækisins, verði nokkur fyrirtæki valin úr þeim, sem sendu inn bréf um áhuga sinn á kaupum fyrir helgina og farið í nánari viðræður við þau. Baugur keypti í lok síðasta árs 60% hlut í tízkuverzlanakeðjunni Oasis Stores á um 20 milljarða króna. Jón Ásgeir Jóhannesson, for- stjóri Baugs, lýsti því þá yfir að Oasis þyldi fleiri vörumerki. Í júní sl. keypti Oasis síðan tízku- verzlanakeðjurnar Karen Millen og Whistles fyrir tæpa 16 milljarða króna. Vangaveltur um yfirtöku BFG Baugur á í fleiri fyrirtækjum á brezka smá- sölumarkaðnum, m.a. Big Food Group. Vaxandi vangaveltur eru á brezka markaðnum um að Baugur láti til skarar skríða á næstunni og geri yfirtökutilboð í félagið. sem var stofnað 1981 og selur kvenföt í dýrari kantinum, hefur fjölgað undanfarin ár og eru þær nú 53 talsins. Veltan rúmir sex milljarðar króna Velta fyrirtækisins er um 47 milljónir punda, rúmir sex milljarðar íslenzkra króna. Hagnað- urinn á síðasta ári var um níu milljónir punda, um 1,2 milljarðar króna. Í brezkum fjölmiðlum hefur verið talið líklegt að fyrirtækið seljist á 90–100 milljónir punda, 11,5 til 13 milljarða ÍSK. Fram kemur í Financial Times að líklega Baugur vill kaupa Hobbs Kaupverð 11,5 til 13 milljarðar króna FYRSTA íslenska mýrarknatt- spyrnumótið var haldið á Ísafirði um helgina við góðar undirtektir. Til leiks voru mætt fjögur lið og var Reynir Hnífsdal krýndur Ís- landsmeistari karla í mýrarknatt- spyrnu eftir æsispennandi víta- spyrnukeppni. „Ég kynntist þessari íþrótt í Finnlandi fyrr í sumar þegar ég fór við annan mann og tók þátt í keppnisvöll. „Það hjálpaði svolítið að það hefur rignt mikið að und- anförnu. Við notuðum traktor til að aka fram og aftur í drullunni sem þegar var komin. Á lokasprett- inum fengum við síðan slökkviliðið í bænum til að aðstoða okkur og þeir dældu um hundrað tonnum af vatni á keppnisvöllinn, þannig að hann var orðinn virkilega blautur og ógeðslegur eins og vera ber.“ enda von á talsverðum leðju- slettum frá vellinum. „Þeir áhorf- endur sem ég talaði við skemmtu sér ákaflega vel, enda þykir þetta mjög skemmtileg íþrótt á að horfa. Þátttakendur skemmtu sér ekki síður vel, en maður þarf ekki beint að vera góður í fótbolta til að skara fram úr í mýrarknattspyrnu.“ Aðspurður segir Jón Páll mikið hafa verið lagt í að búa til góðan mýrarknattspyrnumóti, en þetta er ein vinsælasta jaðaríþróttin þar í landi,“ segir Jón Páll Hreinsson, einn skipuleggjenda og liðsmaður Reynis Hnífsdal, og bendir á að í kringum fimm þúsund keppendur hafi tekið þátt í fyrrnefndu móti. Að sögn Jóns Páls vakti mótið mikla athygli á Ísafirði og var fjöldi fólks mættur til að fylgjast með, úr hæfilegri fjarlægð þó, Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Mýrarknattspyrna leikin af krafti Knattspyrnumennirnir máttu vaða aurinn í ökkla og vel það en létu það ekki spilla fyrir sér leikgleðinni. FÉLAG grunnskólakennara og launanefnd sveitarfélaganna fund- uðu hjá ríkissáttasemjara í gær og fyrradag án árangurs. Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemjari segir að menn hafi verið að skoða ákveðna hluti bæði saman og sitt í hvoru lagi með opnum huga og ljóst að sú vinna muni halda áfram næstu daga. Aðspurður segist Ásmundur ekki vilja fara út í hvaða atriði helst sé rætt um en segir að viðræðurnar séu ekki bundnar við ákveðin atriði, heldur sé farið vítt og breitt yfir mál- ið. Hann segir að engin atriði samn- ingsins hafi verið fastákveðin enn sem komið er og mikið beri á milli. Deiluaðilar hittust á um þriggja klukkustunda löngum fundi á laug- ardaginn, áttu stuttan fund í gær og áformað er að hittast aftur hjá sátta- semjara í dag klukkan 13. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, segir að ekkert nýtt sé að frétta af viðræðun- um. Birgir Björn Sigurjónsson, sem leiðir kjaraviðræður við grunnskóla- kennara fyrir hönd sveitarfélaganna, segir að á fundinum í gær hafi að- allega farið fram tæknileg vinna en vísaði að öðru leyti á ríkissáttasemj- ara varðandi upplýsingar um við- ræðurnar. Viðræður leikskóla- kennara ganga vel Kjarasamningar Félags leikskóla- kennara runnu út 31. ágúst sl. og hafa viðræður við launanefnd sveit- arfélaganna staðið yfir að undan- förnu en þær eru skemmra á veg komnar en viðræður grunnskóla- kennara. Hafa samningsaðilar hist einu sinni til tvisvar í viku. Árangurslausar við- ræður um helgina„MEÐ þessu er stærsti þjóðgarðurinn í Evrópu aðfæðast,“ sagði Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra í samtali við Morgunblaðið eftir undirritun vilja- yfirlýsingar um stækkun þjóðgarðsins í Skaftafelli í gær. Stækkunin nær til syðri hluta Vatnajökuls og friðlýsta svæðisins í Lakagígum. Með henni verður þjóðgarðurinn í Skaftafelli 4.807 ferkílómetrar að stærð, en innan þess svæðis eru 57% af Vatnajökli. Er stækkunin fyrsta skrefið að stofnun þjóðgarðs sem nær til alls Vatnajökuls. Stefnt er að því að reglugerð um stækkunina nú taki gildi í byrjun nóv- ember. Auk Sivjar skrifuðu undir yfirlýsinguna þeir Al- bert Eymundsson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar, og Árni Jón Elíasson, oddviti Skaft- árhrepps. Albert fagnar stækkun þjóðgarðsins en leggur þó áherslu á að við smíði reglugerðarinnar verði tekið tillit til allra þeirra sem hagsmuna eiga að gæta. Til að mynda aðila innan ferðaþjónust- unnar. Árni Jón er einnig ánægður með stækkunina og kveðst sjá í henni mikil sóknarfæri. Hún eigi t.a.m. eftir að efla þá ferðaþjónustu sem fyrir er. Tveir fastir starfsmenn starfa nú í þjóðgarðinum í Skaftafelli, en á næstu vikum er stefnt að því að auglýsa eftir tveimur föstum starfsmönnum til við- bótar. Annar þeirra á að hafa aðsetur á Kirkjubæj- arklaustri en hinn á Höfn í Hornafirði. Gert er ráð fyrir því að þeir taki til starfa á næsta ári. Aðspurð segir Siv að auka þurfi fjárveitingar til þjóðgarðsins um fimmtán til tuttugu milljónir á ári, vegna umræddrar stækkunar. Stærsti þjóðgarður í Evrópu  Nær yfir/4 LEIÐANGURSMENN í kajakleiðangri Blindrafélagsins á Grænlandi lögðu árar í bát í gær eftir 920 km róður frá því í byrjun ágúst og bíða þess að verða sóttir. Þeir áttu einungis eftir tæpa 100 km en urðu að hætta leiðangr- inum vegna stöðugra illviðra og vetrarkomu. Baldvin Kristjánsson leiðangursstjóri sagðist gríðarlega stoltur af sínum mönnum og að ferðin hefði sýnt það og sannað að blindir væru fullfærir um að taka þátt í svo erfiðum leiðangri. Grænlands- leiðangri lokið ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.