Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 44

Morgunblaðið - 22.09.2004, Page 44
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MIÐVIKUDAGUR 22. SEPTEMBER 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. HIN fornfræga breska gítarhljómsveit The Shadows heldur eina tónleika í Kaplakrika í Hafnarfirði 4. maí á næsta ári. Tónleikarnir eru liður í lokatónleikaferðalagi sveitarinnar um Evrópu. Á þessari tónleikaferð er The Shadows skipuð upprunalegum liðsmönnum, þeim Hank Marvin, Bruce Welch og Brian Bennett, auk annarra meðspilara og leika þeir öll frægustu lög sín. „Við nálguðumst þá í gegnum viðskipta- sambönd sem við höfum verið í, sömu aðila og útveguðu okkur Deep Purple,“ segir Ein- ar Bárðarson, tónleikahaldari hjá Concert ehf., sem stendur fyrir tónleikunum. Einar segir það gamlan draum hjá sér að flytja inn Skuggana. Spiluðu hér 1986 Þetta er í annað skiptið sem The Shadows kemur og spilar á Íslandi. Fyrst komu þeir árið 1986 og léku á nokkrum tónleikum á veitingahúsinu Broadway sem þá var í Mjóddinni. Að sögn Ólafs Laufdal, eiganda Broadway, þurfti að halda fleiri tónleika en áætlað hafði verið vegna mikils áhuga. Ætl- unin hafði verið að halda tvenna tónleika en á endaum urðu þeir sjö. The Shadows hingað næsta ár JÓHANNES Zoëga, fyrrverandi hitaveitu- stjóri í Reykjavík, er látinn á áttugasta og áttunda aldursári. Í tíð Jóhannesar í embætti hitaveitustjóra var heitt vatn leitt í öll hús á Reykjavíkursvæðinu og að hans frumkvæði var hafin borun eftir heitu vatni á Nesjavöllum og byggt þar upp myndar- legt og öflugt orkuver. Jóhannes fæddist á Norðfirði 14. ágúst 1917, sonur hjónanna Tómasar Zoëga sparisjóðsstjóra og Steinunnar Símonardóttur húsmóð- ur. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík árið 1936 og lauk fyrrihlutaprófi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í München ár- ið 1939 og prófi í vélaverkfræði frá Tækniháskólanum í Berlín árið 1941. Jóhannes var verkfræðingur við smíði flugvélahreyfla hjá BMW í München 1941–42 og starfaði síðan að kennslu og rannsóknum í varma- fræði í München 1942–45. Eftir heim- komuna starfaði hann fyrst sem verkfræðingur hjá Hamri 1945–51 en varð forstjóri Landssmiðjunnar 1952 og gegndi því starfi til 1962 að hann varð hita- veitustjóri í Reykjavík. Því starfi gegndi hann í 25 ár eða til ársins 1987. Jóhannes kenndi einnig við verkfræði- deild Háskóla Íslands 1952–53. Jóhannes gegndi fjölda trúnaðarstarfa um ævina. Hann var í stjórn Verkfræðinga- félags Íslands 1948– 1950 og formaður 1976–1978. Hann sat í ýmsum nefndum og stjórnum er snertu sérsvið hans. Þá var hann í stjórn Sambands íslenskra hitaveitna 1980–87 og formaður 1980–83. Ráðgjafi um jarðhitanýt- ingu á vegum Sameinuðu þjóðanna víða um heim. Jóhannes hlaut margvíslegar við- urkenningar fyrir störf sín heima og erlendis. Hann var heiðursfélagi í Lagnafélagi Íslands, Jarðhitafélagi Íslands, Alexander von Humboldt- félaginu á Íslandi og Verkfræðinga- félagi Íslands. Kona Jóhannesar var Guðrún Benediktsdóttir. Hún lést árið 1996. Þau eignuðust fjögur börn. Andlát JÓHANNES ZOËGA TÍU undanþágubeiðnir frá kennaraverkfalli hafa borist Kennarasambandinu og launa- nefnd sveitarfélaganna og verða þær bornar undir sérstaka tveggja manna undanþágu- nefnd sem skipuð er fulltrúa grunnskóla- kennara og sveitarfélaganna. Beiðnirnar verða ræddar í nefndinni í dag eða næstu daga. Nokkrir sérskólar áforma að sækja um undanþágu frá verkfalli, þ.á m. Safamýrar- skóli og Öskjuhlíðarskóli auk þess sem sótt hefur verið um undanþágu fyrir nemendur í Brúarskóla, sem er fyrir geðfötluð börn. Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Safamýr- arskóla, segir hóp foreldra hafa óskað eftir að skólinn sæki um undanþágu./6, 22–23 Tíu undan- þágubeiðnir frá verkfalli borist BÚNAÐUR sjókajakleiðangurs Blindra- félagsins, eða a.m.k. hluti af honum, hefur fundist en óttast var að hann hefði allur glat- ast eftir að vélbátur sem flutti leiðangurs- menn bilaði og týndist við Prins Christians- sund í Grænlandi í liðinni viku. Baldvin Kristjánsson, fararstjóri hópsins, frétti þetta í gær frá öðrum Grænlendingn- um sem var í áhöfn bátsins. „Þeir taka öll svona óhöpp svo nærri sér og hann lofaði okkur að um leið og hann kæmist af stað myndi hann fara og finna búnaðinn,“ sagði Baldvin. Ljósmyndafilmur og tölva sem geymdi stafrænar myndir voru í vatnsheldum tösk- um og því er góð von um að þær hafi sloppið óskemmdar. Búnaður sjó- kajakleiðang- ursins fundinn SJÓMANNASAMBAND Ís- lands hyggst leita liðsinnis ann- arra launþegasamtaka til að berjast gegn ráðningarsamning- um á borð við þann sem Útgerð- arfélagið Sólbakur ehf. hefur gert við áhöfn ísfisktogarans Sólbaks EA. Eins og greint hefur verið frá hefur verið stofnað rekstrar- félag um útgerð Sólbaks EA og er félagið að fullu í eigu Brims hf. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Íslands, segir þessar aðgerðir siðlausar og gegn þeim verði barist með öllum tiltækum ráðum. „Við munum bregðast við með því að kalla til liðs við okkur önnur launþegasamtök en lít ég svo á að samningurinn sé ekki bara aðför að sjómönnum, heldur að- för að frjálsri verkalýðshreyf- ingu. Við munum ekki láta það yfir okkur ganga.“ Sævar vill þó ekki tilgreina nánar til hvaða að- gerða verði gripið, tíminn muni leiða það í ljós. Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, á sæti í vara- stjórn LÍÚ en segir að ytri að- stæður geri það að verkum að hann hafi neyðst til að stofna sérstakt félag utan sambands- ins. Guðmundur segir samning- inn ekki gerðan í samráði eða samvinnu við LÍÚ en hann hafi engu að síður gert samtökunum ljóst hvað til stæði. „Ég hef þá sýn að útgerðarmaður og sjó- maður ræði saman um framtíð útgerðarinnar. Ef ég þarf að vera í samtökum sem koma í veg fyrir það neyðist ég til að fara úr þeim,“ segir hann. Sjómenn ætla að berjast gegn nýja Sólbakssamningnum Leita liðsinnis annarra laun- þegasamtaka  Aðför að/11 LÆKIR og tjarnir bólgnuðu og líktust helst stórfljótum og stöðuvötnum, fjallshlíðar spúðu aur á vegi og vatn flaut inn í kjallara húsa á Ólafsfirði í fyrrinótt og gærdag í mik- illi úrhellisrigningu sem þar gerði. Almannavarnanefnd var kölluð til fundar og var í viðbragðsstöðu en taldi ekki hættu á að aurskriður myndu skella á þéttbýlið. Rigningin náði hámarki um miðja nótt í fyrrinótt. Samkvæmt mælingum sjálfvirkrar veðurstöðvar í firðinum klukkan 3 og 4 var 15 millímetra úrkoma á klukkustund. Sólar- hringsúrkoma, frá klukkan 19 í fyrrakvöld til klukkan 19 í gærkvöldi, var 135 mm. Í gærkvöldi hafði talsvert dregið úr votviðr- inu. Átta aurskriður lokuðu vegi Vegurinn milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar lokaðist í gærmorgun þegar átta aurskriður féllu á hann Dalvíkurmegin við Múlagöng. Miklar skemmdir urðu á veginum. Í Klifinu svokallaða féllu þrjár skriður og hreif ein þeirra vegriðið með sér út í sjó og á hinum stöðunum skemmdust vegrið. Misstórar skriður féllu á veginn suður af Sauðanesi. Úrhellisrigning var á svæðinu í allan gærdag og var unnið að því að hafa hemil á því gríð- arlega vatnsmagni sem rann úr hlíðinni jafn- hliða því að hreinsa veginn. Sigurður Jóns- son, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að minnstu lækir hefðu breyst í stórfljót með fyrrgreindum afleiðingum. Mikið hækkaði í vötnum og tjörnin í miðbæ Ólafsfjarðar líkt- ist helst stöðuvatni. Þá féllu aurskriður á golfvöllinn og ollu skemmdum og vegur við dælustöð hitaveit- unnar fór í sundur. Almannavarnanefnd taldi ekki hættu á aurskriðum úr Tindaöxl fyrir ofan bæinn en að hætta væri á aurskriðum úr Ósbrekku- fjalli og Kleifarhorni. Vegna vatnavaxta var vegurinn vestan Ólafsfjarðarbrúar varhuga- verður og var fólk beðið um að fara varlega. Aurskriður lokuðu vegum og vatn flæddi í kjallara Morgunblaðið/Kristján Tjörnin í miðbæ Ólafsfjarðar líktist helst stöðuvatni og átta aurskriður féllu á veginn milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur og lokuðu honum. Mikið tjón í úrhelli Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ljósmynd/Kamilla Mjöll LABRADORHUNDURINN Kátur vaknaði fyrstur þegar vatn flæddi inn í kjallarann á Ægisgötu 3 í Ólafsfirði í fyrrinótt. Karfan hans blotnaði og hann varð því að finna sér annan svefnstað í húsinu. Við þetta brölt rumskaði húsbóndinn og kíkti ofan í kjallar- ann en þá var þar 27 sentímetra djúpt vatn. Tölva og veggklæðning voru meðal þess sem skemmdist. Vaknaði við hundinn ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.