Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr Corolla. Tákn um gæði. www.toyota.is Það gerir lífið spennandi að vita ekki alltaf hvað bíður manns. En um bíla gegnir öðru máli. Þér finnst nýr Corolla spennandi kostur af því að þú veist hvað bíður þín í nýjum Corolla. Þú gerir kröfur um öfluga, hljóðláta og sparneytna vél, öryggi í umferðinni, þægindi í akstri og bíl sem er góður í endursölu. Þess vegna viltu nýjan Corolla og ert spenntur þegar þú sest undir stýri í fyrsta skipti. Komdu og prófaðu nýjan Corolla. Njóttu þess að lífið er spennandi! ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S T O Y 25 72 4 09 /2 00 4 EKKERT miðaði í kjaradeilu grunnskóla- kennara og sveitarfélaga á rúmlega tveggja tíma fundi deilenda hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun. „Það ber mikið á milli aðila,“ sagði Ásmundur Stefánsson ríkissáttasemj- ari við Morgunblaðið eftir fundinn í gær, en vísaði að öðru leyti á fulltrúa deilenda. Næsti fundur hjá sáttasemjara hefur verið boðaður á fimmtudag að viku liðinni. Finnbogi Sigurðsson, formaður Félags grunnskólakennara, sagði að fulltrúar sveit- arfélaganna hefðu ekki komið með neitt nýtt inn á fundinn í gær. „Þeir komu ekki með neitt nýtt og við lýstum því yfir að við vær- um ekki tilbúin til frekari viðræðna nema þeir hefðu um eitthvað að tala,“ sagði hann. Aðspurður sagði hann að boltinn væri, að sínu mati, hjá sveitarfélögunum. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður launanefndar sveitarfélaganna, segir að staðan í málinu sé í raun mjög „þung og al- varleg,“ eins og hann orðar það. „Þeir [grunnskólakennarar] stilla okkur frammi fyrir kröfum sem eru algjörlega ófrávíkjanlegar og ósveigjanlegar. Það gefur ekki miklar vonir né heldur mikið olnboga- rými.“ Vilja ekki á hugarflæðisfund Birgir Björn segir að sáttasemjari hafi á fundinum í gær stungið upp á því að deil- endur hittust á „hugarflugsfundi á mánudag þar sem allir myndu leggja sig fram um að leita að nýjum leiðum og nýjum aðferðum til þess að finna lausn á þessu máli“. Birgir segist, fyrir hönd launanefndar sveitarfélag- anna, fús til að mæta á slíkan fund. Fulltrú- ar grunnskólakennara hafi hins vegar hafn- að honum. „Við erum í raun ekki með nein ný tilboð en erum að sjálfsögðu tilbúin að fara óskuldbundin inn í svona viðræður,“ segir hann og vísar til hugarflugsfundarins. Finnbogi játar því að kennarar hefðu ekki verið tilbúnir í hugarflugsfund. „Við erum ekki tilbúin í þetta hugarflæði nema það sé eitthvað á borðinu af þeirra hálfu.“ Hann segir að sá fjárhagsrammi sem sveitarfélög- in séu aftur og aftur að bjóða kennurum komi ekki til greina, þ.e. ramma sem feli í sér hækkanir upp á sautján til átján prósent á samningstímanum. „Það er búið að vera ljóst í marga mánuði að þessi rammi, sem þeir lögðu fram í maí, er of lítill. Þeir leggja hann á borðið ellefu tímum fyrir verkfall og eru enn að tala um að fara í einhverja hug- arflæðisumræðu í kringum þennan sama ramma. Ég sé ekki nokkra ástæðu til að endurtaka þann leik.“ Enginn árangur á sáttafundi kennara og sveitarfélaga í gær „Staðan þung og alvarleg“ Næsti fundur boðaður að viku liðinni Morgunblaðið/Þorkell Fulltrúar kennara og sveitarfélaga funduðu hjá ríkissáttasemjara í gærmorgun en án árang- urs. Fundurinn var stuttur. Hér gefst stund milli stríða hjá þeim Birgi Birni Sigurjónssyni, for- manni launanefndar sveitarfélaganna, og Ásmundi Stefánssyni ríkissáttasemjara. EIN undanþágubeiðni frá kennaraverkfalli, af tólf sem borist hafa, var afgreidd á fjög- urra tíma löngum fundi svokallaðrar und- anþágunefndar í gær. Beiðninni var hafnað, að sögn Sigurðar Óla Kolbeinssonar, fulltrúa sveitarfélaganna í nefndinni. „Við töldum að hún fæli ekki í sér neitt neyðarástand,“ út- skýrir hann og bætir því við að hún hafi ekki snúist um kennslu fyrir fötluð börn. Ekki náðist samkomulag um hinar und- anþágubeiðnirnar en Sigurður Óli segir stefnt að því að afgreiða þær á næsta fundi nefnd- arinnar sem hefst fyrir hádegi í dag. „Von- andi náum við þá að klára allar þær umsóknir sem borist hafa.“ Hann segir að flestar beiðn- irnar snúist um kennslu fyrir fötluð börn. Af þeim tólf undanþágubeiðnum sem borist hafa eru fjórar ófullnægjandi, segir Sigurður Óli. Til dæmis vanti meiri upplýsingar um þær. „Viðkomandi aðilum hafa verið sendar upplýsingar um það og við bíðum eftir því að þeir lagfæri sínar umsóknir.“ Báðir þurfa að samþykkja undanþágubeiðnir Undanþágunefndin, svokallaða, starfar á grundvelli 21. greinar laga um kjarasamning opinberra starfsmanna. Í 20. gr. laganna segir að komi til verkfalls sé heimilt að kalla starfs- menn, sem eru í verkfalli, tímabundið til vinnu í þeim tilgangi að afstýra neyðar- ástandi. „Nefnd tveggja manna ákveður hverjir skulu kvaddir til starfa,“ segir síðan í 21. greininni. „Annar nefndarmanna skal til- nefndur af því stéttarfélagi sem á í verkfalli en hinn af viðsemjanda þess. Ákvarðanir um kvaðningu til vinnu skulu teknar með atkvæð- um beggja nefndarmanna og eru þær end- anlegar.“ Síðasta setningin þýðir m.ö.o., að sögn Sigurðar Óla, að undanþágubeiðni er hafnað ef báðir aðilar eru ekki samþykkir henni. Fulltrúi grunnskólakennara í nefndinni er Þórarna Jónasdóttir. Ekki náðist í hana við vinnslu þessarar fréttar í gær. Ein undan- þágubeiðni afgreidd ALÞÝÐUSAMBAND Íslands hef- ur ekki ákveðið hvort dómi héraðs- dóms verður áfrýjað til Hæsta- réttar, en í dómnum var kröfum ASÍ um greiðslu orlofslauna í fæð- ingarorlofi hafnað. Halldór Grön- vold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ, segir að þessi niðurstaða sé óviðunandi. „Ef dómurinn stendur er hann að staðfesta þessa framkvæmd. Við höfum fyrst og fremst gagnrýnt að fyrir fólk á almennum vinnumark- aði er fæðingarorlofið í reynd styttra en lögin kveða á um. Ástæðan er sú að það er skorið af almenna orlofinu á móti. Foreldri sem fer t.d. í sex mánaða fæðing- arorlof er í raun og veru að tapa tveimur til þremur vikum af venju- legu orlofi á móti,“ segir Halldór. Hann bendir á að ef þessi nið- urstaða héraðsdóms stendur til frambúðar sé ljóst að eitt af meg- inmarkmiðum fæðingarorlofslag- anna um að jafna stöðu fólks á vinnumarkaði hafi ekki náðst. „Rík- issjóður er að greiða starfsmönnum sínum orlof í fæðingarorlofi en ger- ir það ekki gagnvart fólki á al- mennum vinnumarkaði,“ segir Halldór. Ekki dómsins að leiðrétta misræmi Í dómi héraðsdóms í gær fellst dómarinn á að það sé til staðar ósamræmi í lögum hvað þetta varð- ar, að sögn Halldórs. „Orlofslögin kveða á um að orlofstöku eigi að fylgja greiðsluréttur í orlofi en dómarinn segir að það sé ekki dómsins að leiðrétta það misræmi sem sé í löggjöfinni. Við erum að fara yfir og meta hvort við teljum efni til að áfrýja dómnum en þegar upp er staðið snýst þetta hugsanlega ekki um lögfræði heldur pólitík. Það er al- veg ljóst að við hljótum að sækja á félagsmálaráðherra um að hann tryggi og standi fyrir því að lög- unum verði breytt til þess að ná þessum jafnréttismarkmiðum og ná þeirri framkvæmd sem Páll Pét- ursson, þáverandi félagsmálaráð- herra, lýsti yfir á sínum tíma að ætti að fylgja við framkvæmd lag- anna,“ segir Halldór. Vísar hann þar til svars þáverandi félagsmála- ráðherra til Jóhönnu Sigurð- ardóttur, þingmanns á Alþingi vet- urinn 2002–2003, á þá leið að Fæðingarorlofssjóði beri að greiða foreldrum orlofslaun skv. ákvæðum laga um orlof og um fæðingar- og foreldraorlof, vegna þess tíma sem þeir eru í fæðingarorlofi og njóta greiðslna úr sjóðnum. Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri ASÍ Óviðunandi niðurstaða un Evrópusambandsins segi að aðildarríki skuli gera nauðsynleg- ar ráðstafanir til að tryggja öllum launþegum rétt á launuðu árlegu orlofi í að minnsta kosti fjórar vik- ur í samræmi við skilyrði fyrir að öðlast og fá notið slíks réttar, sem mælt sé fyrir um í innlendri lög- gjöf og/eða réttarvenju. Bent á að ríkisstarfsmenn hafa þennan rétt Í dómnum segir að í þessum reglum felist þó ekki að foreldrum í fæðingarorlofi hafi verið tryggð- ur réttur til orlofslauna af HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Tryggingastofnun ríkisins (TR) af kröfum Alþýðu- sambands Íslands um að viður- kenndur verði réttur foreldra í fæðingarorlofi til orlofslauna úr Fæðingarorlofssjóði þann tíma sem fæðingarorlofið stendur yfir. ASÍ vildi að Tryggingastofnun greiddi orlof ofan á greiðslur sínar úr Fæðingarorlofssjóði til fé- lagsmanna aðildarfélaga ASÍ í fæðingarorlofi. Þessu hafnaði TR. Í niðurstöðu Héraðsdóms segir, að launþegi eigi rétt á orlofslaun- um í orlofi skv. lögum og í tilskip- greiðslum úr Fæðingarorlofssjóði á hendur TR vegna sjóðsins, enda séu hvorki fyrirmæli um þá tilhög- um á orlofslaunagreiðslum í lög- um um fæðingar- og foreldraorlof né í öðrum lögum. Breyti engu í því sambandi þótt launþegar eigi ekki rétt til launaðs orlofs úr hendi atvinnurekanda vegna þess tíma sem þeir séu í fæðingarorlofi og njóti greiðslna úr Fæðingaror- lofssjóði. ASÍ benti á, að í kjarasamning- um aðildarfélaga ASÍ við fjár- málaráðherra, sem gerðir hefðu verið eftir að málið var höfðað, hafi verið samið um að starfsmenn ríkisins í aðildarfélögum ASÍ áynnu sér rétt til orlofslauna í fæðingarorlofi. Þannig hefðu rík- isstarfsmenn þegar fengið þann rétt sem krafist væri viðurkenn- ingar á í málinu. Héraðsdómur segir að þetta misræmi breyti heldur ekki efni þessara reglna, enda beri að hafna því sjónarmiði ASÍ að dómurinn geti túlkað reglurnar sem hér gildi, á þann hátt að slíkt misræmi verði með því leiðrétt. Ekki hefur verið ákveðið hvort málið fer til Hæstaréttar. TR sýknuð af kröfum um orlofslaun í fæðingarorlofi Á ÞESSU safamikla sumri var iðandi kríulíf í Rifi. En nú er krían farin – svo til alveg. Krían er vængjaður snillingur og öruggt er, að hjá henni er ekkert til- viljunum háð, hvorki komutíminn, hvenær hún byrjar varpið né heldur hvernig brottförinni er háttað. Ungarnir fara síð- astir. Þeir hafa undanfarið náttað sig í stórum breiðum á upplýstu hafnarsvæðinu. Þessar breiður minnkuðu smám saman og urðu að einum stórum hópi. Síðan var aðfaranótt mið- vikudagsins svo komið að telja mátti þarna 29 fugla. Næstu nótt kúrðu svo fjórar kríur undir bryggjuljósunum með nefið upp í næðinginn. Vængjaðir snillingar farnir Ólafsvík. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.