Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BRESK stjórnvöld ítrekuðu í gær að ekki kæmi til mála að semja við hryðjuverka- menn sem héldu Bretanum Kenneth Bigl- ey í gíslingu í Írak en á miðvikudags- kvöld hafði birst á Netinu myndband þar sem Bigley sést grátbiðja breska for- sætisráðherrann, Tony Blair, um að bjarga lífi sínu. Mannræningjarnir hafa hótað að myrða Bigley. Eiginkona Bigleys, Sombat, bað eig- inmanni sínum griða í gærdag en hún er taílensk og býr í Bangkok. „Við höfum verið gift í sjö ár og ég elska hann mjög heitt,“ sagði hún og beindi orðum sínum til mannræningjanna, samtaka Jórd- anans Abu Mussabs al-Zarqawis. „Ég bið ykkur um að sýna vægð og grátbið ykkur um að sleppa Ken þannig að ég fái notið samvista með honum á ný og þannig að hann geti hitt fjölskyldu sína í Bretlandi aftur,“ sagði hún. Bigley var rænt fyrir viku ásamt Eug- ene Armstrong og Jack Hensley en mannræningjarnir tóku Bandaríkja- mennina tvo af lífi fyrr í vikunni á grimmdarlegan hátt. Krefjast mannræn- ingjarnir þess að konum í haldi Banda- ríkjamanna í Írak verði sleppt úr fang- elsi. Bróðir Bigleys, Paul, hellti úr skálum reiði sinnar í garð bandarískra embættis- manna í viðtali í breska útvarpinu, BBC, í gær. Hann sakaði þá um að hafa „skemmt fyrir“, þ.e. komið í veg fyrir að írösk dómsmálayfirvöld slepptu úr haldi kvenkyns fanga, Rihab Rashid Taha, sem stundum hefur verið uppnefnd dr. Sýkill vegna starfa sinna við þróun efna- og sýklavopna fyrir stjórn Saddams Huss- eins. Velti hann því fyrir sér hvort íraska bráðabirgðastjórnin væri aðeins lepp- stjórn Bandaríkjamanna. „Hvað er eig- inlega að gerast? Menn eiga að leyfa Írökum að ráða fram úr sínum málum sjálfir,“ sagði hann en tilefni ummælanna eru fréttir snemma í fyrradag um að Taha yrði sleppt úr haldi. Síðar um dag- inn voru þær fregnir hins vegar bornar til baka af Bandaríkjamönnum, en hún er í haldi þeirra. Talsmaður Iyads Allawi, forsætisráðherra bráðabirgðastjórn- arinnar í Bagdad, fullyrti hins vegar í gær að það hefði verið Allawi sem tók ákvörðunina um að Taha yrði ekki sleppt. Neitaði hann því að Írakinn hefði sætt þrýstingi af hálfu Bandaríkja- stjórnar. „Skelfileg valþröng“ Fréttaskýrendur eru sammála um að Blair standi frammi fyrir „skelfilegri val- þröng“, eins og komist er að orði í frétta- skýringu BBC, í málum sem þessum. Hann finni auðvitað til með ættingjum Bigleys og annarra sem teknir hafa verið í gíslingu og hugsanlega hafa í kjölfarið mátt þola hörmuleg örlög. Hann verði hins vegar að horfa á heildarmyndina, ef menn láti undan kröfum mannræningja í tilfelli sem þessu sé líklegt að öryggis- aðstæður myndu versna enn frekar í Írak og mannræningjar taka enn fleiri gísla, í því augnamiði að gera kröfur á hendur breskum og bandarískum yfirvöldum. Bresk stjórnvöld segja ekki koma til mála að semja við mannræningja sem halda Breta í gíslingu Bað eiginmanninum griða London, Bagdad. AFP. Reuters Kenneth Bigley á myndbandi sem mannræningjar í Írak sendu frá sér fyrr í vikunni. Hann bað Tony Blair að bjarga lífi sínu. AP Sombat, eiginkona Kenneths Bigley, hélt blaðamannafund í gær og bað mannræningjana í Írak um að þyrma lífi manns síns. TVEIR listamenn, klæddir sem Mimih-andar, standa á stultum við myndir frumbyggja við opnun sýningar á frumbyggjalist í List- húsi Nýju Suður-Wales í Sydney í gær. Er þetta fyrsta stóra sýningin á verkum helstu listamanna úr röð- um frumbyggja í vestanverðu Arnhemlandi í Norður-Ástralíu. Á sýningunni eru hundruð mál- verka, tréskurðarmynda, högg- mynda og veflistaverka. Reuters Frum- byggjalist í Ástralíu GÜNTER Verheugen, yf- irmaður stækkunarmála hjá Evrópusambandinu, ESB, kvaðst í gær ánægð- ur með þær umbætur sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa beitt sér fyrir. Sagði Verheugen „ekkert leng- ur til fyrirstöðu“ varðandi skilyrði fyrir viðræðum um hugsanlega aðild Tyrklands að Evrópusambandinu. „Okkur hefur tekist að finna lausn á þeim vandkvæðum sem eft- ir eru,“ sagði Verheugen á frétta- mannafundi í Brussel, er hann hafði nýlokið viðræðum við Recep Tayyip Erdogan, forsætisráðherra Tyrklands. Sagði hann engar frek- ari kröfur gerðar til tyrkneskra stjórnvalda og því gæti fram- kvæmdastjórnin skilaði áliti sínu varðandi aðildarviðræður. Eftir tvær vikur mun Verheugen birta skýrslu um árangur umbóta- aðgerða tyrkneskra stjórnvalda, og á grundvelli hennar munu leiðtog- ar ESB í desember taka ákvörðun um hvort hafnar skuli aðildarvið- ræður við Tyrki. Refsilögum breytt Evrópusambandið hefur einkum þrýst á um breytingar á refsilög- gjöfinni í Tyrklandi. Á þá kröfu féllust stjórnvöld en hugðust í leið- inni gera framhjáhald að refsiverð- um glæp í Tyrklandi. Sú breyting féll í grýttan svörð hjá ESB og höfðu Tyrkir verið beittir miklum þrýstingi vegna hennar. Erdogan Líkur á viðræð- um við Tyrki um aðild að ESB staðfesti síðdegis í gær að fallið hefði verið frá laga- breytingu vegna framhjá- halds. Slík löggjöf þykir engan veginn geta farið saman við evrópsk viðmið. Líklegt er að þing Tyrk- lands staðfesti nýja refsi- löggjöf á sunnudag. Þá hafa stjórnvöld í Tyrklandi löngum verið sökuð um að líða kerfisbundnar pyntingar á föngum. Sagði Ver- heugen að sérfræðingar á vegum ESB hefðu nýverið skilað skýrslu um mannréttindi í Tyrklandi og væri niðurstaða þeirra sú að ósanngjarnt væri að væna stjórn- völd um að bera ábyrgð á kerf- isbundum pyntingum. Recep Tayyip Erdogan sagði á sama blaðamannafundi að umbæt- ur stjórnvalda hefðu þegar verið leiddar í lög og nú væri því komið að því að hrinda þeim í fram- kvæmd. Þáttaskil Bætist Tyrkland í hóp aðildar- ríkjanna 25 mun það marka algjör vatnaskil í sögu Evrópusambands- ins. Tyrkland yrði fjölmennasta ESB-ríkið og íbúar þess eru flestir íslamstrúar þó svo að ríki og trú séu algjörlega aðskilin fyrirbrigði í stjórnarskrá Tyrkja. Þá er landið ekki nema að litlu leyti í Evrópu í landfræðilegum skilningi þess orðs og lífskjör alls þorra almennings mun verri en þau sem íbúar ESB njóta. Brussel. AFP. Günter Verheugen TALIÐ er að þrjár tegundir mannræningja séu að störf- um í Írak. Í fyrsta lagi eins konar tækifærissinnar, í öðru lagi írösk glæpagengi og í þriðja lagi íslamskir öfgamenn sem berjist fyrir tilteknum málstað. Í sumum tilfellum fellur mannræninginn þó undir allar þrjár skilgreining- arnar. Tækifærissinnarnir og glæpagengin ræna fyrst og fremst Írökum, allar þrjár tegundir mannræningja ræna hins vegar útlendingum. Frá þessu segir í grein Michaels Jansens í The Jordan Times. Hún segir hundruðum venjulegra Íraka hafa ver- ið rænt undanfarið ár og lausnargjalds krafist. Íraskur viðmælandi Jansens þekkti tvær manneskjur sem hafði verið rænt, var öðrum gíslanna sleppt eftir að ræningj- unum hafði verið borgaðir 100 þúsund Bandaríkjadalir. Hinn var lágtsettur embættismaður, fjölskylda hans gat aðeins skrapað saman 3.000 dollurum. Báðir fengu gísl- arnir „vottorð“ frá ræningjum sínum, eftir að lausn- argjald hafði verið greitt, að því er virðist sem tryggingu gegn því að verða rænt aftur. 100 útlendingum rænt Bandarískir embættismenn í Írak giska á að um 100 útlendingum hafi verið rænt, þar af fjórum konum. Tutt- ugu og níu hefur verið rænt af samtökum sem kenna sig við íslamska bókstafstrú. Jansen segir að rétt eins og í borgarastríðinu í Líb- anon (1975–1991) komi það fyrir að tækifærissinnaðir mannræningjar selji fórnarlömb sín áfram í hendur Ísl- amistum. Glæpagengin geri það líka stundum og skiptist jafnframt stundum á gíslum innbyrðis. Sum glæpagengi hafi aðgang að fjölda húsa þar sem hægt er að geyma gíslana svo vikum, jafnvel mánuðum, skiptir. Ættbálka- höfðingjar sjái ræningjunum oft fyrir felustöðum og komi, ásamt trúarleiðtogum, oft að samningaviðræðum um lausn fanga. Nefnir Jansen sem dæmi að Sheikh Hisham Al Du- laimi, einn af áhrifamestu ættbálkahöfðingjunum í Írak, hafi leikið lykilhlutverk í því að mannræningjar slepptu japönskum gíslum sínum í vor og sjö vörubílstjórum frá Indlandi, Kenýa og Egyptalandi sem var rænt í lok júní. Vinnuveitandi sjömenninganna, fyrirtæki í Kúveit, mun hafa greitt hálfa milljón dollara í lausnargjald fyrir mennina. Íslömsk samtök sem rændu tveimur frönskum blaðamönnum í síðasta mánuði krefjast fimm milljóna dollara lausnargjalds og að banni við því að bera höf- uðklúta í skólum í Frakklandi verði aflétt. Þrjár tegundir mannræningja LÖGREGLAN í Svíþjóð leitar nú þjófa sem brutust inn í flutninga- bifreið og höfðu á brott með sér 150.000 lesgleraugu. Talið er að þýfið vegi alls um þrjú tonn en hér ræðir um afar ódýr lesgleraugu sem gjarnan eru seld í stórmörk- uðum og bensínstöðvum. Ránið var framið í Götene í suð- vesturhluta Svíþjóðar. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta gerðist en það hlýtur að hafa tekið nokkrar klukkustundir að flytja gleraugun úr flutningabílnum yfir í annað ökutæki,“ sagði Kjell Berg- ius lögreglufulltrúi. Enn furðulegra þykir að þjóf- arnir skuli hafa hætt verkinu þegar það var hálfnað. Í flutningabílnum voru alls sex tonn af lesgleraugum og virðist því sem þjófarnir hafi komist að þeirri niðurstöðu að þrjú tonn nægðu. Eins er talið hugsan- legt að þeir hafi verið truflaðir við iðju sína eða að bíllinn þeirra hafi ekki verið nægilega stór. Stálu ódýrum gler- augum í tonnatali Stokkhólmi. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.