Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 40
40 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Í spásímanum 908 6116 er spá- konan Sirrý. Ástir, fjármál, heilsa. Tímapantanir fyrir einkatíma í símum 908 6116 og 823 6393. Swarovski kristalhjörtu í háls- ólar hunda. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. SOLID GOLD náttúrulegur hunda- matur. Engin aukefni. DÝRABÆR, Hlíðasmára 9, Kóp., sími 553 3062. Opið kl. 13-18 mán.-fös., kl. 11-15 lau. Hausttilboð - 30%! Full búð af nýjum vörum fyrir hunda, ketti og önnur gæludýr. 30% afsláttur af öllum vörum. Opið mán.-fös. kl.10-18, lau. 10-16, sun. 12-16. Tokyo, Hjallahrauni 4, Hafnarfirði, sími 565 8444. Hann Tómas er týndur. Hans er sárt saknað. Hann býr á Herjólfs- götu 22. Vinsamlega hringið í síma 565 3422/555 2883/691 1422. Nú aðeins 8.000 kr. allir leðurjakk- ar og frakkar. Vesti á 1.500 kr. Drengjajakkar 4.500 kr. Opið 14-18. Markaðsþjónn, Rangárseli 4, neðri hæð, 109 R., s. 534 2288. Fjölskyldudagar í Quiznos! Næstu daga fá börn sem borða hjá okkur að gjöf kökukrukkur sem gefa frá sér hljóð dýra þegar stolist er í köku. Glóðaðar sam- lokur Quiznos, Slbr 32, 577 5775. Viltu léttast hratt og örugglega? Anna Heiða léttist um 35 kg, ég um 25 kg, Dóra um 15. www.diet.is-www.diet.is Hringdu! Margrét s. 699 1060. Njóttu þess að léttast! kata.grennri.is. Breyttur lífsstíll og frábær líðan! Ég missti 5 kg! Ása 7 kg! Anna 10 kg! Magga 2 5kg! Hvað viltu missa mörg kg? Fríar Prufur. Frí Prótínmæling Louise s: 661 8921. Kynning í Blómavali í dag frá 14-18, á metsölubók dr. Gillian McKeith, YOU ARE WHAT YOU EAT og Living Food Energy súper- fæðu. Kíktu við og fáðu góðar upplýsingar. Blómaval, Sigrúni. DÁLEIÐSLA, losun frá streitu og kvíða með sjálfsdáleiðslu og nýrri nálgun, Emotional Freedom Techniques. Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu- fræðingur. s: 694 5494 mbl.is FÉLAG íslenskra húðlækna býður blettaskoðun mánudaginn 27. sept- ember. Fólk sem hefur áhyggjur af blettum á húð getur látið húðsjúk- dómalækna skoða blettina og meta hvort ástæða sé til nánari rann- sókna. Nauðsynlegt er að panta tíma í þessa skoðun, sem er sjúklingum að kostnaðarlausu. Krabbameinsfélagið hefur tekið að sér að sjá um bókanir í dag, föstu- daginn 24. september kl. 8.30–10.30 í síma 540 1916. Takmarkaður fjöldi kemst að í þessari skoðun, sem fyrst og fremst er til að vekja athygli á húðkrabbameini en ekki til að leysa vanda allra. Mikilvægt er að fara til læknis ef fram koma breytingar á húð, svo sem blettir sem stækka eða eru mislitir og sár sem ekki gróa, segir í fréttatilkynningu. Á flestum heilsugæslustöðvum og í mörgum apótekum er hægt að fá fræðslurit um húðkrabbamein. Ný- lega hefur Krabbameinsfélagið opn- að sérstaka vefsíðu um húðkrabba- mein (krabbameinsfelagid.is/190.htm). Einnig eru ýmsar gagnlegar upplýs- ingar á vef Landlæknisembættisins (landlaeknir.is), hjá Geislavörnum ríkisins (gr.is) og á vef Cutis ehf. (cutis.is). Húðlæknar bjóða blettaskoðun FRJÁLSHYGGJUFÉLAGIÐ telur að hugmyndir um ávísanakerfi, þar sem kennarar og aðrir sér- fræðingar hafa meira frelsi til að eiga og reka skóla, geti bætt skólastarf. „Í slíku kerfi lætur hið opinbera hvern nemanda fá ávísun sem hann má nota til að kaupa sér menntun í mismunandi skólum, sem geta t.d. verið einkaskólar. Við slíkt fyrirkomulag eru meiri líkur á framförum en við núver- andi opinberan rekstur. Bæði verða framfarirnar í menntun barnanna og kjörum kennaranna. Það er ömurlegt hlutskipti að standa reglulega í verkfalls- aðgerðum gagnvart hinu opinbera til að fá kjarabætur,“ segir í frétt frá félaginu. Styðja ávísana- kerfi í skólum BÓNUS í Spöng í Grafarvogi verð- ur opnaður í dag kl. 10, eftir breyt- ingar. Verslunin er nú um 1.400 fer- metrar og með 9 afgreiðslukassa. Gamla verslunina var um 680 fer- metrar og með 5 afgreiðslukassa. Einnig býður verslunin í fyrsta skipti upp á sérvörur í Spönginni. Bónus í Spöng opnaður eftir breytingar MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Elínu Hansdóttur: „Vegna umfjöllunar um styrk- veitingu sem ég varð aðnjótandi fyrr í sumar og fjallað var um í DV fimmtudaginn 16. september síð- astliðinn, vil ég taka eftirfarandi fram: Blaðamaðurinn, Ragnheiður Gyða Jónsdóttir, sem hafði sam- band við mig frá DV, gerði mér engan veginn ljóst að því, sem okk- ur fór á milli í óformlegu samtali í síma, yrði slegið upp sem viðtali við mig með þeim hætti sem raun ber vitni á síðum blaðsins. Mér skildist á henni að hún væri að leita sér upplýsinga meðal fleiri aðila, LÍN, Listasafni Íslands, hjá þeim sem fékk styrkinn með mér, auk mín. Blaðamaðurinn lagði hart að mér um að fá að segja frá málinu í heild sinni, og lofaði um leið að hafa EKKERT eftir mér án þess að leyfa mér að lesa það yfir. Sjálf gerði ég blaðamanninum ljóst að ég væri mjög treg til að láta hafa nokkuð eftir mér um þetta mál í DV og því hefði átt að vera þeim mun meiri ástæða fyrir hann að virða ósk mína um yfirlestur og sýna þar með fagleg vinnubrögð. Í stuttu máli lýsi ég því yfir að greinin í DV var birt án míns samþykkis og ég á engra annarra kosta völ en biðja þá hlutaðeigandi aðila sem minnst er á í ummælum höfðum eftir mér í greininni afsökunar á því að það sem einungis átti að vera tveggja manna tal skuli hafa birst á prenti.“ Athugasemd SAMTÖK iðnaðarins efndu til Mat- artímans, kynningar á framleiðslu félagsmanna sinna í matvælaiðnaði, á Grand hóteli, Reykjavík. Á kaup- stefnunni, sem haldin hefur verið árlega frá 1995, kynntu 25 fyr- irtæki í matvælaframleiðslu nýj- ungar og hefðbundnar lausnir í vöru og þjónustu fyrir stórnot- endur, mötuneyti, eldhús og veit- ingahús. Meðal nýjunga á kaupstefnunni var ný lína Sláturfélags Suðurlands fyrir skólamötuneyti en SS rekur mötuneyti í fjórum skólum í Hafn- arfirði. Einnig grænmetisréttir frá Móður náttúru; skyrdrykkir og íste frá Mjólkursamsölunni og pasta- réttir frá ARK. Þá má nefna nám- skeið og ráðgjafarþjónustu frá Rannsóknarþjónustunni Sýni sem ráðleggur starfsfólki mötuneyta og fyrirtækja um rétta samsetningu matseðils o.fl. Margar nýjungar kynntar í matvælaiðnaði Morgunblaðið/Þorkell Matartíminn – kaupstefna íslensks matvælaiðnaðar KRABBAMEINSFÉLAG Íslands og KB banki halda áfram sam- starfi um söfnun velunnara fyrir Krabbameinsfélagið, en söfnunin hófst í apríl undir heitinu „Þitt framlag skiptir máli“. Viðskipta- vinum KB banka og öðrum býðst að bætast í hóp þeirra sem nú þeg- ar styrkja félagið með reglulegu framlagi og hefur KB banki heitið því að leggja fram 500 krónur fyrir hvern sem bætist við. Frá því í vor hefur verið hægt að fylla út eyðublað á afgreiðslu- stöðum bankans en nú verður einnig hægt að hringja í Krabba- meinsfélagið í síma 540-1900 og skrá sig sem velunnara félagsins. Auk þess munu fulltrúar Krabba- meinsfélagsins hafa samband við fólk og bjóða því að leggja félaginu lið. Stefnt er að því að safna 3.000 nýjum velunnurum, segir í frétta- tilkynningu. Söfnun velunnara Krabbameins- félagsins heldur áfram NÚ í september eru liðin tíu ár frá stofnun Félags áfengisráðgjafa, FÁR. Frá upphafi hefur það verið eitt af markmiðum félagsins að auka þekkingu og færni áfeng- isráðgjafa, efla fagmennsku og hafa samskipti við fagfélög áfeng- isráðgjafa í öðrum löndum. Einnig er FÁR sameiginlegur vettvangur félagsmanna til að vinna að minnkun fordóma og aukins skilnings í íslensku þjóð- félagi gagnvart fíknisjúkdómum. Í félaginu eru áfengis/vímuefnaráð- gjafar og fjölskylduráðgjafar. Næsta verkefni félagsins er að vinna að skilgreiningu á starfi áfengisráðgjafa og að það verði viðurkennd starfsstétt með vel skilgreind réttindi og skyldur. Formaður félagsins er Hjalti Björnsson. Hægt er að nálgast fé- lagið á heimasíðu þess www.far.is og á far@far.is Tíu ár frá stofnun FÁR Í SAMEIGINLEGRI yfirlýsingu frá framkvæmdastjóra Alþjóðahúss og bæjarstjóra Hafnarfjarðarbæjar segir að þessir aðilar hafi áhuga á að auka samstarf og samvinnu, m.a. með bættri kynningu á þjón- ustunni gagnvart íbúum og starfs- mönnum. „Undanfarið hafa verið umræð- ur í fjölmiðlum um niðurstöðu skýrslu sem lýðræðis- og jafnrétt- isnefnd Hafnarfjarðarbæjar lét vinna um þjónustu bæjarins við íbúa af erlendum uppruna. Af þessu tilefni skal það tekið fram að bæði Hafnarfjarðarbær og Alþjóðahús eru áfram um að auka sitt samstarf og samvinnu, m.a. með bættri kynningu á þjónustunni gagnvart íbúum og starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar, aukinni þjón- ustu Alþjóðahúss innan bæj- armarkanna, aukinni fræðslu til bæjarbúa á öllum aldri og auknu samstarfi um verkefni sem tengja saman fólk af ólíkum uppruna.“ Áfram áhugi á samstarfi STJÓRN Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi telur það brýnt vegna aukinnar þungaumferðar og um- ferðaröryggis að þegar verði hugað að uppbyggingu þjóðvegar 1 frá Kjalarnesi að Holtavörðuheiði. Enn fremur fagnar stjórn SSV um- ræðum um framkvæmdir við Sunda- braut upp á Kjalarnes sem eru byggðum á norðvesturhluta lands- ins mjög mikilvægar. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá stjórninni. Stjórn Samtaka sveitarfélaga vill með þessu leggja áherslu á mik- ilvægi tvöföldunar þjóðvegar alla leið upp á Holtavörðuheiði sem og lýsa yfir stuðningi sínum við Sunda- braut alla leið upp á Kjalarnes. Tvöföldun þjóð- vega mikilvæg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.