Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR STÓRT SMYGLMÁL Fíkniefnamálið sem nú er til rann- sóknar hjá lögreglunni í Reykjavík er umfangsmesta amfetamínsmygl sem lögregla og tollgæsla hafi komið upp um hér á landi. Það snýst um inn- flutning á um 11 kílóum af amfeta- míni auk annarra fíkniefna, en alls hafa náðst 15,3 kíló af amfetamíni hér á landi það sem af er þessu ári. Tinna þjóðleikhússtjóri Menntamálaráðherra skipaði í gær Tinnu Gunnlaugsdóttur í embætti þjóðleikhússtjóra frá áramótum. Hún segir starf þjóðleikhússtjóra mikla áskorun, „og ég hlakka til að takast á við að stjórna þessu húsi. Leiklist er mín ástríða og hefur verið frá blautu barnsbeini,“ sagði hún. Burðarás kaupir í Kaldbaki Burðarás hefur keypt tæplega 77% hlutafjár í Kaldbaki hf. af Samherja, Baugi Group og Samson, sem hver um sig átti um fjórðungshlut í félag- inu fyrir söluna. Bigley beðið griða Móðir Kenneths Bigleys, bresks gísls í höndum mannræningja í Írak, bað í gær syni sínum griða og það gerði einnig taílensk eiginkona hans. Talsmaður bresku stjórnarinnar ítrekaði hins vegar í gær, að ekki yrði samið við hryðjuverkamenn. Ítalska stjórnin dró í gær í efa, að tvær yfir- lýsingar á Netinu um að íraskir mannræningjar hefðu líflátið tvær ítalskar konur væru sannar. Lágmarkslaun ákveðin Norska vegagerðin hefur ákveðið, að frá og með nóvember næstkom- andi verði kveðið á um lágmarkslaun hjá verktökum í öllum hennar útboð- um. Er tilgangurinn sá að koma með því í veg fyrir, að erlendu verkafólki verði greidd lúsarlaun og norskt vinnuafl undirboðið með þeim hætti. Y f i r l i t Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull- trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl                                  ! " #        $         %&' ( )***                        Í dag Sigmund 8 Forystugrein 30 Viðskipti 12 Viðhorf 32 Erlent 16 Minningar 32/39 Höfuðborgin 21 Dagbók 44/46 Akureyri 22 Listir 47/49 Austurland 23 Fólk 50/57 Daglegt líf 24/25 Bíó 51/57 Umræðan 27/29 Ljósvakamiðlar 58 Bréf 29 Veður 59 * * * HRÓP OG KÖLL bergmáluðu í fjöllum við Ísafjörð í gær er árleg róðrarkeppni Mennta- skólans á Ísafirði fór fram. Hefð er fyrir því að í keppninni eigist við lið frá kennurum og nem- endum en í ár tefldu foreldrar nemenda einnig fram liði en litlum sögum fer af árangri þess. Það var hins vegar lið kennara, með Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara í broddi fylk- ingar, sem bar sigur úr býtum í kvennaflokki. Lið karlnemenda skólans, Stúdínurnar, sigr- uðu í karlaflokki. Keppt er á sexæringum á Pollinum á Ísa- firði. „Við fengum besta veður sem komið hefur í langan tíma,“ sagði Guðbjörg Stefanía Haf- þórsdóttir, formaður nemendafélags skólans, í samtali við Morgunblaðið eftir keppnina í gær, en áður hafði þurft að fresta keppninni vegna veðurs. Guðbjörg segir gríðarlega mikla stemningu vera kringum keppnina og áhangendur lið- anna láti vel í sér heyra af bakkanum. Hún segir að liðin æfi mismikið fyrir keppnina, sumir hafi greinilega verið að taka í árar í fyrsta skipti í gær, „en það er augljóst hverjir hafa æft sig, það borgar sig greinilega,“ segir Guðbjörg og bendir á að kennararnir hafi ver- ið ótrúlega samhæfðir í róðrinum. Engin verðlaun eru veitt fyrir sigur í keppn- inni, „það er heiðurinn og orðsporið sem skipt- ir máli,“ segir Guðbjörg. Æsispennandi róðrarkeppni á Pollinum Lið kennara, með Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara í broddi fylkingar, sigraði í keppninni. Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson UNNIÐ var við það í gærkveldi að hreinsa sand frá vatnsleiðslum í Vestmannaeyjahöfn til þess að hægt væri að kanna skemmdir á leiðslunum og hefja við- gerð, en vatnsleiðslurnar fóru í sundur í fyrradag. Þykir líklegt að grafa á dýpkunarpramma sem var við vinnu í höfninni hafi rofið leiðslurnar. Tókst köfurum í gærkvöldi að hreinsa ofan af ann- arri leiðslunni og búa hana til viðgerðar. „Í ljós kom að leiðslan var í sundur á fjögurra metra löngum kafla,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá Hita- veitu Suðurnesja. Aðspurður segir hann að skemmd- irnar hafi reynst meiri en menn bjuggust við. Næsta skref verði að hefja viðgerð á leiðslunni í dag og seg- ist Ívar vonast til þess að viðgerð á leiðslunni ljúki á morgun svo vatn renni á ný til Vestmannaeyja. Nú sé verið að skoða hvernig best verði gert við kaflann sem skemmdur er. Vestmannaeyingar eru þó ekki vatnslausir því miðlunartankur með um 5.000 tonnum af vatni trygg- ir aðgang að neysluvatni í 2–3 daga hið minnsta. Undirbúningur að viðgerð hófst í gær Morgunblaðið/Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær karlmann í þriggja og hálfs árs fang- elsi fyrir nauðgun, frelsissviptingu og fleiri brot með því að hafa haldið fyrrverandi sambýliskonu sinni nauðugri í íbúð hennar og þröngvað henni til holdlegs samræðis. Einnig olli hann ýmsum skemmdum á eign- um hennar og stal frá henni. Með dómi sínum staðfesti Hæstiréttur dóm héraðsdóms, bæði hvað varðar refsingu og skaðabætur að fjárhæð 1,4 milljónir króna. Ákærði á að baki langan sakaferil og hefur hlotið 22 refsidóma frá árinu 1991, þar af 4 dóma fyrir lík- amsárásir. Hann var dæmdur í hálfs árs fangelsi vegna tveggja líkams- árása gegn konunni á síðasta ári, tveimur mánuðum áður en þau brot sem um ræddi í málinu voru framin. Hefur konan verið í sálfræðimeðferð vegna alls þessa og hefur ofbeldið sem hún hefur sætt leitt til persónu- leikabreytinga að mati sálfræðings hennar. Að mati hans má búast við að hún þurfi langan tíma til að jafna sig eftir að hafa búið við ógnandi að- stæður. Auk fangelsisrefsingar og skaðabóta var ákærði dæmdur til greiðslu alls sakarkostnaðar. Málið dæmdu hæstaréttardómar- arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð- ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Hrafn Bragason. 31⁄2 árs fangelsi fyrir nauðgun og fleiri brot ÖNNUR neysluvatnslögn Ólafs- fjarðarbæjar fór í sundur um há- degið í fyrradag í vatnavöxtunum þegar Burstabrekkuá hljóp fram og tók með sér leiðslurnar og dæluskúr vegna neysluvatnslagn- arinnar. Nægt neysluvatn er í bænum frá hinni lögninni, en ekki er nægur þrýstingur á vatninu til dæmis fyr- ir slökkviliðið. Unnið er að viðgerð á leiðsl- unum, sem fóru í sundur, til bráða- birgða. Menn frá viðlagatryggingu fóru yfir skemmdir á vatnsleiðsl- unum í gær. Önnur neyslu- vatnslögnin í sundur Vatnavextirnir á Ólafsfirði KARLMAÐUR um þrítugt var flutt- ur á sjúkrahús, vegna gruns um reykeitrun, eftir að eldur kom upp í rúmi í herbergi í íbúðarhúsi við Mosarima í Grafarvogi snemma á sjötta tímanum í gær, samkvæmt upplýsingum slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins og lögreglunnar í Reykjavík. Á sjúkrahús eftir eldsvoða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.