Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 1
Fá›u koss
frá afmælisbarninu
ÍS
LE
N
SK
A
A
U
G
L†
SI
N
G
A
ST
O
FA
N
/S
IA
.I
S
N
A
T
24
84
1
0
9/
20
04
.
Nýir bílar
í París
Rússland
samtímans
Leikritið Svört mjólk frumsýnt
á Smíðaverkstæðinu Menning
Íþróttir í dag
Valur stórveldi eða pappírstígur?
Serena Williams á fleygiferð
Gullstúlkan á ferðinni í Aþenu
474 gerðir bíla eru sýndar á
bílasýningunni í París 26
FYRIRTÆKI og verktakar, sem
vinna fyrir norsku vegagerðina,
verða frá og með nóvember næst-
komandi að greiða öllu verkafólki
sömu laun og er þá miðað við um-
samin laun í Noregi. Er tilgangurinn
sá að koma í veg fyrir undirboð á
vinnumarkaði.
Eftir að 10 ný ríki fengu aðild að
Evrópusambandinu 1. maí í vor hef-
ur ódýrt vinnuafl, einkum frá Pól-
landi og Litháen, streymt til Noregs.
Hafa mörg fyrirtæki nýtt sér það og
greitt útlendingunum laun, sem eru
aðeins brot af því, sem tíðkast ann-
ars í Noregi. Kom þetta fram í Aft-
enposten í gær.
Norska vegagerðina og þá í raun
norska ríkið ætlar að koma í veg fyr-
ir þetta með því að ákveða sjálf í út-
boðum sínum hver lágmarkslaunin
skuli vera á hinum ýmsu sviðum.
Segist Kjell Bjørvig aðstoðarvega-
málastjóri búast við, að þessi háttur
verði tekinn upp annars staðar og þá
ekki síst hjá hinu opinbera.
Talsmenn verkalýðshreyfing-
arinnar hafa fagnað þessari ákvörð-
un en talsmaður Skanska, stærsta
byggingarfyrirtækis á Norð-
urlöndum, sagði, að afleiðingin yrði
óhjákvæmilega sú, að tilboð í verk
myndu hækka þar sem gera yrði ráð
fyrir meiri launakostnaði.
Lágmarkslaun nefnd í útboði
Norska vegagerðin vill
koma í veg fyrir und-
irboð á vinnumarkaði
MÓÐIR breska verkfræðingsins Kenneth Bigleys,
sem mannræningjar í Írak hóta að drepa, kom í
gær fram í sjónvarpi og bað þá að þyrma lífi sonar
síns.
„Sýnið Ken miskunn og leyfið honum að koma
heim til mín á lífi,“ sagði Elizabeth Bigley, 86 ára
gömul móðir Bigleys, áður en tilfinningarnar yf-
irbuguðu hana. Eiginkona Bigleys bað einnig
mannræningjana að sleppa manni sínum heilum á
húfi en þeir hafa nú þegar tekið af lífi tvo Banda-
ríkjamenn, sem þeir rændu með Bigley.
Ítalir bíða enn á milli vonar og ótta um örlög
tveggja ítalskra kvenna, sem verið hafa gíslar
mannræningja í Írak. Draga stjórnvöld í efa tvær
yfirlýsingar á Netinu um að konurnar hafi verið líf-
látnar og segja þær ótrúverðugar.
Iyad Allawi, forseti írösku bráðabirgðastjórnar-
innar, ítrekaði í gær, að ekki yrði samið við mann-
ræningja. Kom þetta fram í ræðu, sem hann flutti á
Bandaríkjaþingi. Sagði hann ennfremur, að „vel“
gengi í Írak og „frelsi og lýðræði“ farin að skjóta
rótum, svo væri Bandaríkjastjórn fyrir að þakka.
AP
Elizabeth Bigley, móðir Kenneths, með tveimur
sona sinna, Stanley og Philip.
Móðir Bigl-
eys biður
honum griða
London. AP, AFP.
Bað/16
DAGSKRÁ ríkissjónvarps Túrkmenistans var rof-
in í gær til að forseti landsins, Saparmurat Niya-
zov, gæti lesið ljóð sín í beinni útsendingu.
Forsetinn las 40 ljóð sem birt eru í nýrri bók
hans. Líkt og þrjár fyrri ljóðabækur höfundar
verður sú fjórða skyldulesning í framhaldsskólum.
Hið sama á við þekktasta ritverk hans „Ruk-
hnama“, sem fjallar um rétta breytni. Forsetinn er
jafnan nefndur „Túrkmenbashi“, sem þýðir „Faðir
allra Túrkmena“. Í júní var efnt til alþjóðlegrar
ráðstefnu í höfuðborginni, Ashgabat, sem bar yf-
irskriftina: „Eilífur mikilfengleiki Saparmurat
Túrkmenbashi – Forseti gullaldar Túrkmena.“
Ný bók frá
Túrkmenbashi
Ashgabat. AP.
GENGIÐ var frá samningum um
kaup Burðaráss hf. á 76,77%
hlutafjár í Kaldbaki hf. Seljend-
ur eru Samherji hf. sem selur
25% hlut, Baugur Group hf. sem
selur 24,76% hlut og Samson
Global Holdings Ltd. sem selur
27,01% hlut. Sameinað er félagið
um 80 milljarða króna virði og er
því eitt stærsta félag landsins.
Seljendur bréfanna munu
eignast hlut í hinu sameinaða fé-
lagi, sem mun heita Burðarás hf.
Friðrik Jóhannsson, forstjóri
Burðaráss, sagði í samtali við
Morgunblaðið megintilganginn
með samrunanum þann að búa til
öflugra fjárfestingarfélag sem
hafi getu til að takast á við allstór
verkefni erlendis.
Aðaláherslan á Evrópu
Friðrik segir ekki óhugsandi
að breytt eignarhald geti haft
áhrif á fjárfestingarstefnu Burð-
aráss, en samkvæmt stefnu fé-
lagsins, sem nýlega var kynnt, sé
megináherslan á fjármálastarf-
semi, fjarskipti og tækni.
Segir Friðrik að samkvæmt
þeirri fjárfestingarstefnu sem
kynnt hafi verið muni Burðarás
leggja aðaláhersluna á Evrópu
og Evrópusambandslönd en jafn-
framt skoða tækifæri eins og t.d.
í Austur-Evrópu þar sem gert sé
ráð fyrir vexti á komandi árum.
Hlutur í Samherja minnkar
Kaldbakur var áður stærsti
hluthafinn í Samherja, átti
17,38% hlut. Í viðskiptunum í
gær seldi Kaupfélag Eyfirðinga
Kaldbaki öll hlutabréf sín í félag-
inu og fékk að hluta greitt með
hlutabréfum í Samherja. Eftir
gærdaginn á KEA því 10% hlut í
Samherja, en átti ekkert áður, en
hlutur Kaldbaks fór niður í
7,38%.
Lokað var fyrir viðskipti með
bréf Samherja, Kaldbaks og
Burðaráss stóran hluta gær-
dagsins við opnun markaða í
gær. Um hálftvö kom í ljós að
viðræður um sameiningu Burð-
aráss og Kaldbaks lægju að baki
lokuninni. Um hálftíma fyrir lok-
un markaða ákvað Kauphöllin að
setja hlutabréf Samherja, Kald-
baks og Burðaráss á athugunar-
lista, en opna fyrir viðskipti með
þau. Um sexleytið var síðan til-
kynnt að samningar um samein-
ingu Burðaráss og Kaldbaks
hefðu náðst.
Geta til umsvifa erlendis
aukist með samrunanum
Burðarás/12
Burðarás hf. kaupir rúmlega 76% hlutafjár í Kaldbaki hf.
TINNU Gunnlaugsdóttur, sem mennta-
málaráðherra skipaði í gær í embætti þjóð-
leikhússtjóra frá áramótum, var vel fagnað
af Jóhanni Sigurðarsyni, meðleikara sínum í
verkinu Svört mjólk, er hún mætti á loka-
æfingu þess í gærkvöldi.
Hún segir nýja starfið mikla áskorun.
„Leiklist er mín ástríða og hefur verið frá
blautu barnsbeini og ég hef komið að því
starfi með margvíslegum hætti, auðvitað
fyrst og fremst sem leikkona en núna fæ ég
tækifæri til að sitja hinum megin við borðið
og mér finnst það gífurlega spennandi.“
Í kvöld verður Svört mjólk eftir Vasílij
Sígarjov frumsýnt á Smíðaverkstæðinu og
þar fer Tinna með hlutverk. „Ég kem til
með að njóta þess sérstaklega þar sem þetta
verður mitt síðasta hlutverk í þann tíma
sem ég gegni starfi þjóðleikhússtjóra.“
„Leiklist er mín ástríða“
Morgunblaðið/Kristinn
Fyrst og fremst/Miðopna
STOFNAÐ 1913 260. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
♦♦♦