Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 22
22 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Hef ekki haft tíma til að eldast: Ragnar Bjarnason á tvöfalt afmæli, hann er sjötugur og hefur sungið í hálfa öld. Sveinn Guðjónsson ræðir við hann um ævistarfið. Þýðingar eru alls staðar: Greinar um sjónvarpsþýðingar, þýðingar á Harry Potter, biblíuþýðingar og túlkun fyrir innflytjendur. Sinfóníuhljómsveitin vill vera þjóðarhljómsveit: Þorkell Helgason formaður stjórnar Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands svarar gagnrýni á hljómsveitina. Collateral: Michael Mann stýrir draumadrengnum Tom Cru- ise í nýrri mynd. Pétur Kristjánsson: Árni Matthíasson skrifar um tónlistarferil Péturs. Huldumaður í Næslandi Huldar Breiðfjörð, höfundur handritsins að Næslandi, nýrri bíómynd Friðriks Þórs Friðrikssonar. Mikil gleði en lítill glaumur Í ár er haldið upp á 32 fertugsafmæli með hljóðlátum hætti. Eins og að leysa litlar þrautir Kristín Friðgeirsdóttir prófessor í London Business School. Skelfing og skop í bland Leikarar morgundagsins í sætum draumi og dimmri martröð. Tíska Stjörnuljómi án tilþrifa. Meðal efnis í Lesbók Morgunblaðsins á morgun: Meðal efnis í Tímariti Morgunblaðsins á sunnudaginn: Sunnudagur 26.09.04 NÆSLAND ER ALLS STAÐAR OG HVERGI HULDAR BREIÐFJÖRÐ GARY LEWIS MARTIN COMPSTON Mikil gleði en lítill glaumur í þrjátíu og tveimur fertugsafmælum sem haldið er upp á í ár „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R STJÓRN Kaupfélags Eyfirðinga hefur samþykkt að leggja allt að 5 milljónir króna í nýtt einkahluta- félag sem stofnað verður vegna und- irbúnings að gerð hálendisvegar um Stórasand, svonefnds Norðurvegar. Stefnt er að því að halda fundinn fyr- ir næstu áramót. Andri Teitsson, framkvæmda- stjóri KEA, sagði að í kjölfar þess að Eimskip tilkynnti að félagið myndi hætta strandsiglingum með strönd- inni síðar á árinu hefðu spunnist um- ræður um aukna þungaflutninga á þjóðvegum landsins. Samskip hætti áætlunarsiglingum fyrir nokkrum árum, þannig að nú stefnir í að þungaflutningar muni alfarið verða um þjóðvegina. „Þetta ýtir undir þörf á bættum samgöngum,“ sagði Andri og benti einnig á að allt stefndi einnig í að Reykjavíkurflugvöllur yrði færður til innan einhverra ára. „Við það versna verulega samgöngur Norðlendinga við Reykjavík og þeim mun brýnna að fá góðan veg.“ Norðurvegur, eins og hann heitir í tillögu til þingsályktunar sem Hall- dór Blöndal, forseti Alþingis, og fleiri fluttu vegna málsins, lægi úr Borgarfirði um Hallmundarhraun og Stórasand til Skagafjarðar. Þessi vegur er ekki inni í núgildandi sam- gönguáætlun, en sögn Andra yrði það væntanlega fyrsta skref vænt- anlegs félags að berjast fyrir því að fá veginn inn í áætlunina. Hann sagði menn horfa til þess að hluti vegarins yrði einkaframkvæmd og myndi hann standa undir sér með gjöldum vegfarenda. Vegurinn myndi stytta leiðina milli Akureyrar og Reykjavíkur um allt að 80 kíló- metra, þannig að leiðin yrði í heild rétt rúmlega 300 km. „Slík stytting hefur verulegan sparnað í för með sér fyrir vegfarendur,“ sagði Andri og taldi að hann réttlætti gjaldtöku sem gæti verið svipuð og nú er inn- heimt í Hvalfjarðargöngum. Vegagerð er nú að setja upp tvo mæla á fyrirhuguðu vegstæði Norð- urvegar þannig að strax næsta vor ættu menn að hafa einhverjar vís- bendingar um veðurfar á þessum slóðum og samanburð við t.d. Holta- vörðuheiði og Hveravelli „Ég hef lagt þetta dæmi þannig upp að ekki er einungis um að ræða að verið sé að stytta leiðina um 80 kílómetra heldur verður þetta líka breytt heimsmynd fyrir Norðurland. Reykvíkingar munu koma sér upp sumarbústað í Vaglaskógi, Norð- lendingar að skjótast suður í bíó,“ sagði Andri. Þá nefndi hann einnig að með bættum samgöngum fyrir vöruflutninga yrði vöruverð lægra á Akureyri og framleiðslufyrirtæki, t.d. matvælafyrirtækin, yrðu sam- keppnishæfari á markaði syðra. Kostnaður við gerð Norðurvegar gæti numið allt að 5,5, milljörðum króna. Stefnt að stofnun einkahlutafélags um lagningu hálendisvegar KEA leggur fram 5 milljónir AKUREYRI Skilorðsbundið fangelsi | Þrí- tugur karlmaður hefur í Héraðs- dómi Norðurlands eystra verið dæmdur í 5 mánaða fangelsi, skil- orðsbundið til þriggja ára, til að greiða 30 þúsund króna sekt til ríkissjóðs, greiðslu skaðabóta að upphæð um 25 þúsund kr. og að sæta upptöku fíkniefna, 0,28 g af maríjúana. Maðurinn var ákærður fyrir ýmis brot, m.a. þjófnað, gripdeild, fölsunar- og fíkniefnabrot, flest framin í desember á síðastliðnu ári. Játaði maðurinn brot sín greið- lega fyrir dómi en neitaði þó að hafa stolið fé úr yfirhöfn svo sem honum var gefið að sök. Hann hef- ur nokkrum sinnum sætt refs- ingum á undanförnum mánuðum.    Útgáfutónleikar | Í tilefni útgáfu breiðskífu Bang Gang, „Something Wrong“, í Bretlandi mun Bang Gang halda útgáfutónleika á Akureyri í kvöld, föstudagskvöldið 24. sept- ember. Þetta eru fyrstu tónleikar Bang Gang á Akureyri í 4 ár. Með í för verður franski plötusnúðurinn Papa Z sem mun þeyta skífur eftir tón- leikana. Erlendir fjölmiðlar hafa sýnt plöt- unni og tónleikunum mikinn áhuga og munu 15 erlendir blaðamenn fljúga til Akureyrar til að vera við- staddir á tónleikana sem haldnir verða í Sjallanum. Fjárhagsáætlun | Skólanefnd hefur samþykkt fyrirliggjandi til- lögu að fjárhagsáætlun fræðslu- og uppeldismála en þar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður málaflokksins verði að lágmarki rúmir 2,3 milljarðar króna. Skóla- nefnd óskaði eftir viðbót við þenn- an fjárhagsramma upp á tæpar 22 milljónir króna. Þá leggur nefndin til við bæjarráð að farið verði í gagngera endurskoðun á gjald- skrám með tekjutengingu að leið- arljósi, þar sem henni verður við komið. Skólanefnd gerir ráð fyrir því að þessi endurskoðun gefi auknar tekjur að upphæð 4,5 milljónir króna að lágmarki. Einn- ig er gert ráð fyrir því að fyr- irliggjandi fjárhagsáætlun Tónlist- arskólans verði tekin til endurskoðunar með það að leið- arljósi að auka tekjur og lækka rekstrarkostnað.    Sýningu lýkur | Sýningu Þorvaldar Þorsteinssonar, Alltaf að mála, í Gallerí+, Brekku- götu 35 á Akureyri lýkur á sunnudag, 26. september. Sýn- ingin er opin laugar- og sunnudaga frá kl. 14–17.    Þorvaldur Þorsteinsson BÆNDUR hafa heimt fé sitt af fjalli og geng- ur það nú heima við á túnum. Við bæinn Litlu-Hámundarstaði við utanverðan Eyja- fjörð er búið að koma fyrir eins konar virki úr gömlum heyrúllum og þar hafa ærnar átt ágætt skjól undanfarna daga fyrir norðanátt- inni. Virkar það því auk skjólsins sem fínasta matarkista og virðast kindurnar una hag sín- um hið besta. Skjól við matarkistuna Morgunblaðið/Kristján MULTIDOPHILUS Ómissandi fyrir meltinguna PÓSTSENDUM www.islandia.is/~heilsuhorn Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi, og Yggdrasil Kárastíg 1.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.