Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 27 UMRÆÐAN BYGGIR MEÐ ÞÉR Lillevilla smáhýsi Seljum síðustu húsin af Lillevilla í ár. Allt á að seljast! Frábært tilboðsverð. 69.000 299.000 69.000 Vnr.0291910 Vnr.0291940 Vnr.0291920 FÉLAG grunnskólakennara og Skólastjórafélag Íslands berjast nú fyrir bættum kjörum félagsmanna sinna en kjarasamningar þeirra hafa verið lausir í hálft ár. Samninganefnd launanefndar sveitarfélaga virðist ekki reiðubúin eða ekki hafa umboð til að lag- færa þau atriði sem mikilvægast er að breyta til þess að sátt náist um starfið í grunnskólum landsins. Grunnskólinn er einn af hornsteinum sam- félags okkar og sátt þarf að ríkja um starf- semi hans. Kjör kenn- ara og skólastjóra í grunnskólum koma flestum heimilum í landinu við. Ég tel mikilvægt að almenningur í landinu geri sér grein fyrir því að þessi kjaradeila snýst um grundvall- artriði. Tekist er á um hver séu hæfi- leg laun grunnskólakennara og við- unandi mat á starfi þeirra. Stendur höllum fæti í sam- keppni við aðra vinnuveitendur Laun grunnskólakennara eru allt of lág til þess að grunnskólar geti haldið í menntaða og reynda kennara og til þess að ungt fólk líti á það sem væn- legan kost að snúa sér að grunnskóla- kennslu að loknu háskólanámi. Laun grunnskólakennara fyrir fullt starf við kennslu í grunnskóla eru að meðaltali 210–215.000 kr. á mánuði. Með yfirvinnu ná með- alheildarlaunin aðeins um 250.000 kr. á mánuði. Laun nýútskrifaðs grunn- skólakennara eru miklu lægri eða að- eins um 160.000 kr. Engin trygging er fyrir því að ungt kennaramenntað fólk hefji kennslu og geri hana að ævistarfi. Kenn- aramenntun nýtist prýðisvel í marg- víslegum störfum í samfélaginu og grunnskólinn keppir við aðra vinnu- veitendur á markaði um starfskrafta kennara og skólastjóra. Í þeirri sam- keppni standa sveitarfélögin og grunnskólinn höllum fæti. Stórstígar breytingar á starfi kennara En það er fleira en launin sem huga þarf að. Störf kennara, námsráðgjafa og skólastjóra grunnskóla hafa tekið stórstígum breytingum og starfsemi grunnskólans hefur tekið stakka- skiptum hin síðari ár. Hlutverk hans, starfsskyldur starfsmanna og þjón- ustustig í starfseminni hafa breyst í meginatriðum. Ástæðurnar eru margar – hröð þróun þekkingar og tækni, breytingar á atvinnuháttum, breytt samfélagsgerð og breytt fjöl- skyldulíf. Með grunnskólalögum höf- um við skuldbundið grunnskólann til að mæta þörfum allra nemenda. Upp- eldi og ýmisleg umönnun sem áður var talin í verkahring fjölskyldunnar hefur færst til grunnskólans í aukn- um mæli. Grunnskólinn hefur nú með höndum margvíslega stoðþjónustu sem áður var ekki hluti af starfi hans. Sífellt fleiri og umfangsmeiri verkefni Erfitt getur reynst að setja skýran ramma utan um hlutverk skólanna í samfélaginu og ákveða hvernig menntun og þjálfun kennara skuli hagað. Sveitarfélögin, yfirvöld menntamála og aðrir áhrifamenn um mótun menntunar og framkvæmd skóla- starfsins hafa ann- aðhvort ekki ráðið við eða ekki sinnt því að endurskilgreina kenn- arastarfið. Það vantar skýrar línur um það hvað er í verkahring kennarans og hvað er í verkahring annarra inn- an grunnskólans og ut- an. Vinnuveitendur grunnskólakennara hafa hlaðið sífellt fleiri og umfangsmeiri verkefnum á grunnskólakennara öðrum en kennslu og námsmati án þess að breyta viðmiðum um fjölda vikulegra kennslustunda innan vinnuskyld- unnar til samræmis. Starfsskilyrði kennara eru hitt meginatriðið sem kjarasamningar grunnskólans snúast um. Meginhlut- verk kennara er að kenna nemendum, meta nám þeirra og stuðla að því að meginmarkmiðum grunnskólalaga og aðalnámskrár um nám og alhliða þroska nemenda verði náð. Til þess að þetta takist þarf fjöldi kennslustunda á viku að vera hæfilegur og undirbún- ingstími fyrir hverja kennslustund nægjanlegur. Tíma til úrvinnslu kennslunnar, samvinnu við aðra kennara og foreldra og ráðrúm til að sinna nemendum utan kennslustunda þarf að meta skynsamlega. Grunnskólakennarar hafa ekki nægilegan tíma til að sinna ofan- greindum þáttum miðað við starfs- skyldur. Kennsluskyldan er 28 kennslustundir á viku – fjórum stund- um meiri en í framhaldsskóla. Und- irbúningstími fyrir hverja kennslu- stund er aðeins 20 mínútur eða rúmlega helmingi minni en fram- haldsskólakennara. Starfsskyldur við annað en kennslu í bundnum vinnu- tíma í viku eru of miklar. Virðum kennarastarfið – leysum kjaradeiluna Við breytingar á starfsemi grunn- skóla og hækkun á þjónustustigi hans hefur ekki verið gætt nægilega vel að því að endurskilgreina störf kennara og slá skjaldborg um grundvall- arþætti kennarastarfsins. Kennslan sjálf, undirbúningurinn, úrvinnslan og umsjón með námi nemenda skipar ekki þann sess sem því ber og gæði kennslunnar líði fyrir það þegar til lengri tíma er litið. Sveitarfélögin verða að horfast í augu við þann kostnað sem fylgir endurskilgrein- ingu kennsluskyldu grunnskólakenn- ara og tryggja þeim nægilegan und- irbúningstíma. Viðunandi laun og hæfileg kennslu- skylda eru meginmálin í yfirstand- andi kjaradeilu. Sveitarfélögin verða strax að leita raunhæfra úrlausna í þessu alvarlega máli. Verkfall kenn- ara er grafalvarlegt ástand sem lam- ar starfsemi nær 200 grunnskóla í landinu. Sláum skjaldborg um kenn- arastarfið og gerum þjóðarsátt um grunnskólann. Það þarf að semja strax um bætt kjör grunnskólakennara Elna Katrín Jónsdóttir skrifar um kjaramál kennara ’Sláum skjaldborg umkennarastarfið og ger- um þjóðarsátt um grunnskólann. ‘ Elna Katrín Jónsdóttir Höfundur er formaður Félags framhaldsskólakennara. HÖFUNDUR Staksteina Morg- unblaðsins leggur laugardaginn 18. september sl. út af ágætri grein Ásdísar Thoroddsen kvikmynda- gerðarmanns um stóriðjumál sem birtist í blaðinu daginn áður undir fyrirsögninni „Spyrjið okkur“. Þar bendir hún á að stjórnvöld vinni að því að gera stóriðju að „rétt- hugsun“ sem útiloki sjálfkrafa önnur sjón- armið og segir jafn- framt að landslýður hafi aldrei verið spurður að því hvort stóriðja sé það sem hann vill. Þessu and- mælir höfundur Stak- steina og telur „… að sjaldan hafi afstaða fólks verið jafn skýr og í þessu umdeilda máli“. Til áréttingar er í Staksteinum vís- að til þrýstings af hálfu forsvarsmanna Austfirðinga á stór- iðjuframkvæmdirnar og að þær hafi verið eitt helsta mál alþing- iskosninganna 2003. Hafa ber í huga að í Morgunblaðinu hefur nýlega verið áréttað að í Staksteinum komi fram viðhorf rit- stjórnar blaðsins. Við greinarstúf þennan er margt að athuga. Stóriðjuframkvæmdirnar á Austurlandi voru undirbúnar og ákveðnar af hálfu stjórnvalda, þar á meðal af Alþingi, á kjörtímabilinu 1999–2003 og aldrei um þær kosið á meðan á þeirri málafylgju stóð. Framkvæmdir voru hafnar við Kárahnjúkavirkjun fyrir kosningar til þess sérstaklega að undirstrika að ekki yrði aftur snúið. Síðan snerist kosningabarátta af hálfu ríkisstjórnarflokkanna öðru fremur um hátíðleg loforð um skattalækk- anir á í hönd farandi kjörtímabili. – Það kemur á óvart að Morg- unblaðið sem um árabil hefur hvatt til beinna kosninga um einstök stórmál til að breikka grunn lýð- ræðis í landinu skuli nú skjóta skildi fyrir þau afleitu vinnubrögð sem beitt var í þessu stórmáli. Á Alþingi var háður ójafn leikur þar sem aðeins þingflokkur Vinstri-grænna stóð heill og óskiptur gegn stóriðjuframkvæmd- unum. Af hálfu þingflokksins var flutt tillaga um að fram færi þjóð- aratkvæðagreiðsla um málið en hvorki þingmeirihluti né forseti lýðveldisins hlustuðu á það ákall. Í Gallup-könnun var snemma árs 2003 spurt um afstöðu fólks til að vísa mikilvægustu málum í þjóð- aratkvæðagreiðslu og lýstu um 80% svarenda sig því fylgjandi en aðeins 15% andvíg. Í sömu könnun sögðust 64% svarenda vera hlynnt þjóðaratkvæðagreiðslu um Kára- hnjúkavirkjun en 30% andvíg. Á þann vilja sem þetta endurspeglaði var því miður ekki hlustað af meiri- hluta þingsins. Ekkert er hægt að staðhæfa með vissu um raunverulega af- stöðu þjóðarinnar til umræddra fram- kvæmda, ekki heldur um afstöðu Austfirð- inga á heildina litið. Slíkt uppgjör fór aldr- ei fram. Ekki dreg ég í efa að framkvæmd- irnar nutu mikils stuðnings miðsvæðis á Austurlandi, einkum á Héraði og í Fjarða- byggð, en einnig þar var hörð andstaða gegn þeim. Álengdar stóðu síðan margir enda ekki árennilegt fyrir fólk á þessu svæði að viðra efa- semdir í andrúmslofti hótana og múgæsingar sem hér ríkti og svífur enn yfir vötnum. Aust- urland er hins vegar stærra en nefnd byggðarlög og augljóst að stuðningur við stór- iðjuna fór ört minnk- andi meðal almennings lengra frá vettvangi, m.a. á Suðurfjörðum og í Hornafirði. Staksteinahöf- undur segir að andstöðu við stór- iðjuframkvæmdirnar hafi verið líkt við pólitískt sjálfsmorð í Norðaust- urkjördæmi fyrir kosningar. Það reyndist þó ekki nær sanni en svo að Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð fékk þar kjörna tvo þingmenn og ófá atkvæði, einnig miðsvæðis hér austanlands. Bolabrögðin sem beitt var af hálfu stjórnvalda og fram- kvæmdaaðila til að knýja fram úr- slit í þessu umdeilda stórmáli fyrir kosningar eru kafli út af fyrir sig. Á þessi vinnubrögð er m.a. varpað ljósi í málshöfðun sem undirritaður stendur að varðandi álverið á Reyðarfirði og brátt kemur til kasta Héraðsdóms Reykjavíkur. Vegna óbreyttrar stefnu rík- isstjórnarinnar eru stóriðjumálin brennandi nú sem fyrr og því fyllsta ástæða til að ræða máls- meðferð í aðdraganda fram- kvæmdanna hér eystra og reyna að læra af þeim miklu mistökum sem gerð hafa verið og sem minna nú á sig dag hvern. Staksteinar og stóriðja á Austurlandi Hjörleifur Guttormsson svarar Staksteinum Hjörleifur Guttormsson ’Bolabrögðinsem beitt var af hálfu stjórn- valda og fram- kvæmdaaðila til að knýja fram úrslit í þessu umdeilda stór- máli fyrir kosn- ingar eru kafli út af fyrir sig.‘ Höfundur er fv. alþingismaður og ráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.