Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Austurland Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Brjánn Jónasson, brjann@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 669-1310. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skap- ti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898- 5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 669-1115. Árborg- arsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Kennsla í fiskeldi | Kennsla fiskeld- isnema er hafin í Verinu, sjávarfræðasetri Hólaskóla á Sauðárkróki. Alls eru níu nemendur á fyrsta ári. Auk þeirra vinna þrír nemendur að doktorsverkefnum og þrír að mastersverkefnum við Hólaskóla. Kemur þetta fram á vef skólans, www.hol- ar.is. Aðstaða nemenda og kennara hefur batnað til mikilla muna eftir að þessi nýja aðstaða var opnuð, segir þar einnig. Tekn- ar hafa verið í notkun kennslustofur og rannsóknastofur á efri hæð hússins. Unnið er að því að koma upp eldisaðstöðu á neðri hæð og stefnt að því að því verði lokið að mestu um næstu áramót.    Opnað á morgnana | Bæjarstjórn Snæ- fellsbæjar hefur samþykkt samhljóða að opna sundlaugina í Ólafsvík kl. 7.15 til 8 á þriðjudags- og fimmtudagsmorgnun. Til- löguna lagði forseti bæjarstjórnar fram þegar tekið var fyrir erindi sundlaug- argesta um málið. Er morgunopnunin gerð í tilraunaskyni til áramóta.    Bæjarstjórn Blöndu-ósbæjar hefursamþykkt sam- hljóða bókun þar sem harðlega er mótmælt skerðingu á þjónustu Vín- búðarinnar á staðnum en afgreiðslutími verslunar- innar hefur verið styttur. „Ákvörðunin um skerð- ingu á opnunartíma stang- ast á við fyrirætlanir rík- isstjórnarinnar um eflingu landsbyggðarinnar, stuðn- ing við lítil fyrirtæki og eflingu þjónustu í dreif- býli. Hvert stöðugildi á landsbyggðinni er dýr- mætt en ljóst er að með þessum aðgerðum mun fækka um eitt stöðugildi,“ segir meðal annars í bók- un bæjarstjórnar. Skerðingu mótmælt Fólk úr Félagi eldri borgara í Reykjavík heim-sótti Fitjakirkju í Skorradal á dögunum. Allsvoru þetta um 200 manns sem komu í kirkj- una í tveimur hópum með klukkustundar millibili. Fyrri hópurinn var undir leiðsögn Hannesar Há- konarsonar og Páll Gíslason læknir, sem hér sést, hafði forystu í þeim seinni. Gestirnir virtust ánægðir með heimsóknina í Skorradalinn og boðuðu komu sína aftur að ári. Morgunblaðið/Davíð Pétursson Heimsóttu Fitjakirkju Séra Sigurður Odds-son er með póst-fangið kragi. Birni Ingólfssyni varð að orði: Oss leirkerum sögð er nú sagan um einn séra (með prófast í mag- anum) sem er tápmikill karl og teitur og snjall með tölvupóstmóttöku í krag- anum. Sigursteinn Hersveinsson kann að losna við streitu: Streitu veldur allt hvað er óleyst verkefni hjá mér. Þegar útúr engu sér allt í handaskolum fer. Margt með lagni leysa má láta annað bíða, koma röð og reglu á og reynslu góðri hlýða. Hafirðu þetta heillaráð hamingjan mun sanna þér leggst gott til í lengd og bráð í liði heiðursmanna. Góður kragi pebl@mbl.is Grindavík | Starfsmenn Vél- smiðju Grindavíkur eru að leggja lokahönd á viðgerð á netabátnum Maron GK-522. Gír bátsins gaf sig og fékk útgerðin leyfi hafnarinnar til að hífa bát- inn upp á bryggjuna á meðan gert væri við hann. Ekki er óal- gengt að sjá minni bátana uppi á bryggjum víða um land á meðan eigendur eða iðnaðarmenn vinna að viðhaldi og minniháttar viðgerðum. Er þægilegt að þurfa ekki að fara með bátana í slipp þegar svo stendur á. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Gert við gírinn Skip Álftaver | Nú er í byggingu þjónustuhús við kirkjuna á Þykkvabæjarbæjarklaustri í Álftaveri. Húsið er óinnréttað og munu peningar vera þrotnir. Full þörf er á þessu húsi vegna kirkjugesta og ekki síður ferða- manna, sem margir leggja leið sína á stað- inn. Þorlákur helgi, eini kaþóski dýrlingur- inn á Íslandi, var fyrsti ábótinn á Þykkva- bæjarklaustri. Þykkvabæjarklaustur hef- ur án efa verið mikill örlagastaður í íslenskri menningu. Þriðjudaginn 20. júlí, sem er Þorláks- messa, var kvöldmessa í Þykkvabæjar- klausturskirkju. Að þeirri athöfn kom kona sem hafði verið heilsutæp vegna slysfara. Hún hét á Þykkvabæjarklausturskirkju og allt hafði snúist til betri vegar fyrir henni á eftir. Hún færði kirkjunni 50 þúsund krón- ur. Fleiri áheit munu hafa borist kirkjunni. Þjónustuhús á Þykkva- bæjarklaustri Morgunblaðið/Vilhjálmur Eyjólfsson Bygging Verið er að bæta aðstöðu fyrir sóknarbörn og ferðafólk. Egilsstaðir | Björn Ármann Ólafsson, skógarbóndi og bæjarfulltrúi á Austur- Héraði, verður í efsta sæti framboðslista Framsóknarflokksins við kosningar til sveitarstjórnar nýs sameinaðs sveitarfé- lags á Fljótsdalshéraði. Lisinn var sam- þykktur samhljóða á félagsfundi Fram- sóknarfélags Héraðs og Borgarfjarðar. Þorvaldur P. Hjarðar, vélfræðingur og oddviti Fellahrepps, verður í öðru sæti, Anna H. Bragadóttir bóndi í því þriðja, Þráinn Sigvaldason forstöðumaður í fjórða sæti og Katrín Ásgrímsdóttir fram- kvæmdastjóri í fimmta sæti. Heiðurssætið skipar Þorsteinn Sveins- son, fyrrverandi kaupfélagsstjóri. Björn Ármann í efsta sæti hjá Framsókn ♦♦♦ Egilsstaðir | Hákon Aðalsteinsson, skóg- arbóndi og skáld á Jökuldal, segir sögur á norskum sagnadög- um, sem haldnir eru í Nyksund um helgina. Nyksund er smá- bær í Vesterålen í Norður-Noregi og stendur fyrir opnu hafi. Þangað hefur löngum borið á fjörur fiskimenn og farand- kaupmenn, listafólk og hugsuði af ýmsu tagi og þjóðerni. Sagnadagarnir eru hluti af svokölluðu Golfstraumsverkefni. Menningarnefnd Vesterålen, sem er í sérstöku samstarfi við Menningarráð Austurlands, stendur að viðburðinum og mun Jökuldælingurinn Stefán Skjald- arson, sem er sendiherra Íslend- inga í Noregi, opna hátíðina í dag. Dagskráin helgast af sagn- astundum og námskeiðum í frá- sagnarlistinni, þar sem um tugur norskra sagnamanna og kvenna, auk Hákonar og Georgiönu Keable frá Englandi, stígur á svið og segir frá. Inn í dagskrána er blandað tón- list og skoðunarferðum með sagna- mönnum. Sagnadagar í Nyksund Norðmenn hlýða á sögur af Jökuldal Sagnaþulur Hákon Aðalsteinsson hefur verið kallaður til Norður- Noregs til að segja sögur. Morgunblaðið/RAX Auglýsa allar lóðir | Hreppsnefnd Borg- arfjarðarsveitar hefur samþykkt reglur um lóðaúthlutun í sveitarfélaginu. Jafnframt hefur verið ákveðið að auglýsa allar lóðir áður en þeim er úthlutað. Fram kemur í samþykkt á síðasta fundi hrepps- nefndar að gagn- rýni hafi komið fram vegna lóðaúthlutana og hafi hreppsnefnd ákveðið að taka tillit til hennar með því að setja reglur um úthlutun lóða og auglýsa allar lóðir. Þannig verði lausar lóðir við Sóltún á Hvanneyri auglýst- ar innan skamms. Lóðir við Skólaflöt séu hins vegar ekki til úthlutunar í þessum áfanga og ekki verið ákveðið að hefja fram- kvæmdir þar að svo stöddu.    Byggja upp ljósmyndadeild | Byggðar- áð Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur samþykkt að heimila Héraðsskjalasafni Skagfirðinga að taka lán til að byggja upp ljósmyndadeild við safnið. Fræðslu- og menningarnefnd Skaga- fjarðar mælti með því að orðið yrði við beiðni Héraðsskjalasafnsins. Byggðaráð samþykkti að heimila safninu að taka fimm milljóna króna lán til fimm ára til þessa verkefnis enda verði lánið greitt af vænt- anlegum sértekjum safnsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.