Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR | Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar áwww.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA AUSTURLAND Heilbrigðisstofnunar Austurlands Einnig er hvatt til að á Austur- landi verði í framtíðinni öflugt þekk- ingarsetur sem vinni að samþætt- ingu og eflingu rannsóknarstarfs. Þá eigi að byggja upp öfluga framtíð- arháskólastofnun á Egilsstöðum, sem verði kjarni háskólamenntunar á Austurlandi. Austurland | Helstu viðfangsefni Austfirðinga nú eru á sviði sam- göngu- og menntamála, segir Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. 38. aðal- fundi sambandsins lauk nýlega á Egilsstöðum. „Uppbygging heilbrigðisþjónustu brennur einnig mjög á Austfirðing- um, sem og sameining sveitarfé- laga,“ segir Soffía. Fundurinn samþykkti á fimmta tug ályktana, m.a. var uppbygging- unni eystra fagnað, sem og rann- sóknaráætlun Þróunarstofu Austur- lands og Byggðarannsóknarstofu Íslands um áhrif stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Aðalfundurinn skorar m.a. á rík- isstjórn Íslands að efla heilbrigðis- kerfið á Austurlandi þannig að það geti mætt álagi og kröfum vegna stórframkvæmda á starfssvæði Soffía segir að upp úr standi að fundurinn hafi innsiglað samstöðu sveitarfélaganna á Austurlandi. Samstaða í samgöngumálum „Það lá fyrir að fólk myndi takast á um t.d. samgöngumál en okkur tókst að komast að sameiginlegri niðurstöðu og því held ég að sam- staðan standi upp úr,“ sagði Soffía. „Það er einnig ánægjulegt að ríki og sveitarfélög eru að hnykkja á verk- efni um eflingu sveitarfélaga með sérstöku samkomulagi sem kynnt var á fundinum. Þær samþykktir sem gerðar voru um mennta- og menningarmál fjórðungsins eru einnig athyglisverðar.“ Nokkuð var tekist á um jarðgöng á aðalfundinum. Fundurinn sam- þykkti ályktun þar sem lýst er von- brigðum með seinagang í undirbún- ingsrannsóknum vegna næstu ganga á Austurlandi, milli Vopnafjarðar og Héraðs annars vegar og Norðfjarðar og Eskifjarðar hins vegar, sem eru næstu gangakostir á Austurlandi skv. gildandi vegaáætlun. Hvatt er til að göngin verði boðin út saman. Í ályktun um Öxi er lögð þung áhersla á uppbyggingu heilsársveg- ar, en nauðsynlegar endurbætur á veginum þurfi þó að hafa algeran forgang í ljósi umferðaröryggis. Þá er lýst áhyggjum af lélegum almenn- ingssamgöngum. Sameiningarnefnd félagsmála- ráðuneytis kynnti á fundi SSA nýjar tillögur um að sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað um fimm. Miklar umræður á sveitastjórnaþingi Samstaða um jarðgangamál á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í þungum þönkum á aðalfundi Soffía Lárusdóttir formaður SSA og Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður. Seyðisfjörður | Á laugardag verð- ur haldinn fjölskyldudagur á Seyðisfirði og ýmislegt gert til gamans. Í gömli Skipasmíðastöðinni verður til að mynda uppskeruhátíð og skiptimarkaður, handverks- markaður við Austurveg, fjöl- skyldan getur horft á kvikmynd í Herðubreiðarbíói og skoðað sögu símans í Tækniminjasafni Austur- lands. Boðið er upp á rútuferð með leiðsögn á Bjólfinn, þar sem skoða á snjóflóðavarnargarða og útsýn yfir Seyðisfjörð. Veitinga- staðir og verslanir verða opin og má sérstaklega geta hinnar rót- grónu verslunar E.J. Waage þar sem allur varningur hefur verið höndlaður yfir búðarborðið um áratugaskeið. Nánari upplýsingar um fjöl- skyldudaginn á Seyðisfirði má nálgast á vefnum seydisfjordur.is.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hinkrað eftir Norrönu á Seyðis- firði. Mikið athafnalíf er í bænum og nú bjóða menn til fjölskylduhá- tíðar á laugardag. Seyðfirðingar bjóða heim Fljótsdalur | Landsvirkjun hefur tek- ið tilboði Keflavíkurverktaka um gerð tengivirkis í Fljótsdal. Kostnaðar- áætlun gerir ráð fyrir 682 milljónum króna og buðu Keflavíkurverktakar tæplega 458 milljónir króna í verkið, eða um þriðjungi lægra. Annar bjóð- andi, Fosskraft sf., bauð rúmar 473 milljónir króna. Verkið felst í að byggja tengivirkishús ásamt strengjastokki frá strengjagöngum að húsi, jarðvinnu við strenglögn frá tengivirki undir Jökulsá að tengistað við byggðalínu. Undirbúningur fram- kvæmda er nú þegar hafinn en verk- inu á að vera lokið í júlílok árið 2006. Fljótsdalslínur 3 og 4 munu liggja frá tengivirkinu í Fljótsdal og flytja rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun um 50 km leið til álversins í Reyðarfirði, sem gangsett verður árið 2007. Hinn 15. október nk. rennur út til- boðsfrestur í háspennustrengi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu og uppsetn- ingu 245 kV háspennustrengja fyrir Kárahnjúkavirkjun. Um er að ræða sex sett af strengjum, strengjabökk- um og tengiefni. Samið við Keflavík- urverktaka um tengivirki í Fljótsdal www.thjodmenning.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.