Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 43 FRÉTTIR FÖÐUR Takashi Uyeno er illa við að rifja upp 6. ágúst 1945 þegar banda- rísk herflugvél varpaði kjarnorku- sprengju á miðborg Hiroshima í Japan. Honum leið skelfilega þegar hann sá kjarn- orkusveppinn rísa yfir borginni þar sem hann vissi af konu sinni og Takashi Uyne, þá að- eins átta mánaða göml- um. Öll sluppu þau til- tölulega vel að því er virðist fyrir hreina til- viljun. Takashi segir samt að foreldrar sínir hafi frætt hann mikið um þennan tíma og afleið- ingar sprengingarinn- ar. Hann telur það vera skyldu sína að segja fjölskyldu sinni frá þessu voðaverki og öðrum sem vilji hlusta. Aðeins með því að halda minningu þeirra, sem upplifðu þenn- an atburð, á lofti séu minni líkur á að svona verknaður endurtaki sig. Hef- ur hann því við tækifæri flutt fyr- irlestra og síðast á alþjóðlegri ráð- stefnu Rótarý-hreyfingarinnar í Anaheim í Bandaríkjunum í janúar. Engar ásakanir Takashi vill ekki meina að þessi at- burður, sem hann muni eftir fyrir til- stuðlan foreldra sinna, hafi haft mikil áhrif á lífsgæði hans sem unglings í Japan. Uppbygging í Hiroshima hefði gengið ágætlega eftir að Bandaríkjamenn hertóku landið. Engin ringulreið hefði myndast þar sem keisarinn fékk að sitja áfram sem tákn en án allra valda. Í tali hans er augljóst að hann er ekki bitur út í Bandaríkjamenn fyrir verknað sinn. Hann telur þetta ekki nein- um að kenna; ekki Bandaríkjunum frekar en Japönum. Hins veg- ar sé nauðsynlegt fyrir allar þjóðir að átta sig á afleiðingum kjarn- orkusprenginga og stríðsreksturs almennt fyrir almenna borgara. Vill hann að þjóðir heims taki sig saman og berjist fyrir friði í stað ófriðar. Til að svo verði sé nauðsynlegt að almenn félagasam- tök láti sig málið varða auk stofnana og stjórnmálaafla. Pendúllinn sveiflast að ófriði Pendúll sögunnar sveiflast frá friði í átt að ófriði og til baka aftur, segir Takashi. Allt endurtaki sig og eftir að sprengjan féll hafi Japanir orðið friðsamari þjóð eftir að hafa talið stríðsrekstur lausn í deilum við aðrar þjóðir. Tilfinning hans er sú að pendúllinn sveiflist nú frekar í átt að ófriði en friði og því enn mikilvægara að rifja upp afleiðingar stríða. „Friður getur aðeins orðið raun- verulegur þegar deiluaðilar koma sér saman um, án þess að skilgreina sig sem vini eða óvini, að endurtaka aldrei mistök fortíðarinnar,“ segir Takashi og að stríð eigi aldrei að vera aðferð til að leysa úr ágreiningi. Sumir vilji kalla þetta draumsýn en hann trúi að þetta sé eina leiðin til að stuðla að friði. Takashi segir það hafa haft mikil áhrif á sýn sína á þessa atburði þegar hann fór í há- skóla í Oxford á Englandi. Á þeim tíma hafi verið mikið af skyldmenn- um fyrrverandi hermanna í skólan- um og hann tengst vinaböndum. Höfðu sumir þeirra verið stríðsfang- ar Japana í seinni heimsstyrjöldinni. Í kjölfarið hafi hann hugsað hlutina öðruvísi frá þeim tíma þegar faðir hans og móðir upplýstu hann um stríðið og afleiðingar þess. Segir hann alla missa eitthvað í styrjöldum og með því að sameinast, án þess að ásaka, séu meiri líkur á að koma í veg fyrir frekari átök milli þjóða. Foreldrar Takashi eru enn á lífi og er faðir hans á níræðisaldri. Hann segir þau hafa lifað tiltölulega eðli- legu lífi þrátt fyrir að hafa upplifað þennan hryllilega atburð. Pabbi hans var veikur í tvö ár vegna geislunar, sem hann varð fyrir, og gat ekki unn- ið þann tíma. Meðferð fórnarlamba kjarnorkusprenginga var mjög ábótavant á þessum tíma, enda þekktust afleiðingar þeirra lítt. Kynnir sér nýja orku Takashi er hér í nokkurra daga heimsókn með syni sínum. Er hann meðal annars að kynna sér hvernig Íslendingar nýta sér endurnýjanleg- ar orkulindir til raforku- og vetnis- framleiðslu. Í Japan er hann fjórði ættliðurinn sem stjórnar stóru fyr- irtæki og byggir starfsemi sína að- allega á flutningi olíu um allt landið til neytenda. Hann segir Íslendinga frumkvöðla í heiminum í nýtingu endurnýjan- legrar orku og það sem gerist á Ís- landi mun líka verða í Japan. Hann sé að móta framtíðarstefnu síns fyr- irtækis, Uyeno Transtech, því svo geti farið að olíunotkun minnki mikið með tilkomu nýrra orkugjafa. Þeirri þróun þurfi þeir að mæta og til að gægjast inn í framtíðina vildi hann heimsækja Ísland. Þessir fáu dagar munu þó bara nægja til að kynnast því allra helsta og því muni hann örugglega sækja landið heim aftur við betra tækifæri. Takashi Uyeno var átta mánaða þegar kjarnorkusprengju var varpað á Hiroshima Þurfum að læra af mistökum fortíðarinnar Húsin í kringum heimili Takashi Uyeno í Hiroshima voru jöfnuð við jörðu þegar kjarnorkusprengju var varpað á borgina í ágúst 1945. Alls staðar mátti sjá slasað fólk biðja um vatn og hjálp. „Þetta var helvíti á jörðu,“ segir hann í samtali við Björgvin Guðmundsson. Takashi Uyeno SNEMMA morguns 6. ágúst 1945 var móðir Takashi Uyeno að yfir- gefa heimili þeirra. „Kannski var bleian mín blaut en ég grét og móð- ir mín fór aftur með mig inn. Í sama mund og hún var að skipta á mér varð húsið fyrir ógurlegu höggi ólíkt því sem við höfðum nokkru sinni kynnst. Þrátt fyrir að hún héldi mér þétt að sér og legðist á gólfið hentumst við út í horn við höggið. Eftir þó nokkurn tíma leit hún upp og tók þá eftir að ekkert þak var á húsinu. Aðeins blár himinninn blasti við. Fljúgandi steinn hafði hitt hana í andlitið og sært djúpu sári. Hún hélt á mér með annarri hendi og leitaði eftir hjálp hjá ná- grönnum. Sá hún þá borgina Hiroshima gjörsamlega í rúst; jafn- aða til jarðar,“ segir Takashi þegar hann lýsir reynslu móður sinnar. Seinna komst fjölskyldan að því að ótrúleg heppni réð því að þau létust ekki við sprenginguna. Hús þeirra hefði staðið í hlíð sem sneri frá þeim stað þar sem sprengj- an féll í miðborginni. Öll húsin í ná- grenninu hefðu gjörsamlega eyði- lagst. Einnig átti faðir hans að vera á leið í vinnu sína á þessum tíma í miðborginni þar sem hann vann í aðalstöðvum hersins. Á þessum degi hefði hann hins vegar verið skráður í verkefni í úthverfi borgarinnar. Í stað þess að labba í átt að mið- bænum fór hann í hina áttina. Sá hann sveppaskýið yfir borginni og sneri um leið aftur til baka. Mætti hann hópum af illa brenndu fólki biðjandi hann um vatn eða hjálp. „Þetta var helvíti á jörðu,“ segir Takashi. Þakið fauk af húsinu ENOLA Gay, B-29- sprengjuflugvél Bandaríkjahers, tók á loft frá Tinian-eyju klukkan korter í tvö að nóttu að jap- önskum tíma 6. ágúst 1945. Um borð var kjarnorkusprengja sem uppnefnd var „Lítill strákur“ vegna lögunar hennar. Tvær aðrar flugvélar fylgdu sprengjuvélinni til Hiroshima til að mæla eyðingarmátt sprengjunnar ásamt því að taka ljósmyndir. Aldrei áður hafði slíkri sprengju verð beitt í stríði. Það tók þær um sex og hálfa klukkustund að fljúga um 2.740 kíló- metra. Komu þær yfir borgina úr norðaustri og vörpuðu sprengjunni úr 8.500 metra hæð um kl. 8.15 samkvæmt upplýsingum japanska hersins. Tóku þær síðan strax stefnuna norður. Hitinn var ógurlegur þar sem sprengjan sprakk í um 580 metra hæð yfir Shima spítalanum samkvæmt upplýsingum frá Hiroshima frið- arsafninu. Eftir eina sekúndu var eldhnötturinn 280 metrar í þvermál. Næstu þrjár sekúndur gaf hann frá sér sterkar hita- og ljósbylgjur og var sýnilegur í tíu sekúndur. Hitinn er talinn hafa verið 5000 gráður við jörðina undir sprengjunni. Höggbylgjan reið yfir borgina af miklu afli og geislunin var mikil. Rúður í 19 kílómetra fjarlægð brotnuðu. Talið er að 70 þúsund manns hafi látist samstundis og í kringum 140 þúsund fyr- ir árslok 1945 beint af völdum sprengjunnar. Eldhnöttur 280 metrar í þvermál VARÐSKIPSMENN á Ægi voru ný- lega á ferðinni úti fyrir Aust- fjörðum og notuðu tækifærið til að skipta um öldudufl undan Kögri. Dufl sem þessi mæla ölduhæð og eru afar mikilvæg öllum sjófar- endum. Siglingastofnun á duflin og sér um að skoða þau og lagfæra. Land- helgisgæslan hefur hins vegar haft það hlutverk að skipta reglulega út öldumælisduflum, sem eru víða við Íslandsstrendur. Í tilkynningu frá Gæslunni segir að öðru hvoru tapist þessi dufl og þá þurfi að koma fyrir nýjum. Nauðsynlegt sé að taka þau líka í land öðru hvoru til að skipta um rafhlöður í þeim og yfirfara áður en aftur er farið með þau út á salt- an sjóinn. Varðskipsmenn skipta um öldudufl út af Austfjörðum. Gæslan skipti um öldudufl LÝÐHEILSUSTÖÐ hefur birt nýj- ar ráðleggingar um mataræði og næringarefni. Til nýmæla telst að nú er í fyrsta sinn fjallað sérstak- lega um gildi hreyfingar í næring- arráðleggingum og mælt með dag- legri hreyfingu í 45 til 60 mínútur á dag. „Þetta er í samræmi við það sem verið er að ráðleggja annars staðar, t.d. í norrænum næringarráðlegg- ingum sem eru væntanlegar innan skamms og í skýrslu frá Alþjóða- heilbrigðisstofnuninni (WHO),“ seg- ir Hólmfríður Þorgeirsdóttir, verk- efnisstjóri næringarmála hjá Lýðheilsustöð. Hún segir mataræði og hreyfingu vera svo nátengd að vart sé hægt að nefna annað svo hitt fylgi ekki með. Tíminn miðaður við að halda þyngdinni í skefjum „Ráðleggingarnar miðast við þann tíma sem talinn er þurfa til að halda þyngdinni í skefjum. Það hef- ur verið mælt með að hreyfa sig í 30 mínútur á dag en þá hefur verið miðað við að fyrirbyggja hjarta- og æðasjúkdóma. Dagleg hreyfing hef- ur margvíslegt gildi, bæði fyrir lík- amlega og andlega velferð og ásamt hollu mataræði er hún lykilatriði ef ætlunin er að sporna við aukinni of- fitu í framtíðinni,“ segir Hólmfríður. Hún tekur raunar fram að þarna geti verið um uppsafnaða hreyfingu yfir daginn að ræða. „Þetta er ekki endilega bara líkamsrækt eða leik- fimi. Þetta er meðalrösk hreyfing yfir daginn, t.d. ganga, sund o.s.frv. Þannig að þetta er ekki eins mikið og kann að virðast í fyrstu. Ráðleggingarnar nú eru endur- skoðuð útgáfa fyrri manneldismark- miða þar sem tekið er mið af nýjum vísindarannsóknum á sviði næringar og heilsu og niðurstöðum könnunar- innar á mataræði Íslendinga 2002. Hólmfríður segir breytingar frá fyrri ráðleggingum felast að miklu leyti í framsetningu og áherslum frekar en kúvendingum á því hvað teljist heilsusamlegt fæði. Eins og áður sé mælt með notkun á olíu og mjúkri fitu í stað harðrar fitu og hvatt til aukinnar neyslu á græn- meti, ávöxtum, fiski, mögrum mjólk- urvörum og grófu korni. „Nú er miðað við að ekki komi meira en 10% af orkunni úr harðri fitu en mörkin voru áður 15%. Þá er mælt með hófsemi í neyslu á salti, sykri, gosdrykkjum og sætindum,“ segir Hólmfríður. Nýjar ráðleggingar Lýðheilsustöðvar um mataræði og hreyfingu Fólk hreyfi sig í 45–60 mínútur á dag Morgunblaðið/Kristinn Dagleg hreyfing hefur margvíslegt gildi, bæði fyrir líkamlega og andlega velferð, að mati Lýðheilsustöðvar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.