Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 49
MENNING
Tónleikahald á Íslandi hefursjaldan eða aldrei verið einslifandi og í ár. Yfirstandandi
vika hefur t.a.m. verið með eindæm-
um blómleg. Blonde Redhead hélt
eftirminnilega tónleika í Austurbæ
fyrr í vikunni, dyggilega studd frá-
bærum íslenskum listamönnum og í
gær hélt Damien Rice sína aðra tón-
leika á árinu og festi enn í sessi þá
miklu hylli sem hann nýtur hér.
Og rétt eins og það sé orðið dag-legt brauð þá leikur í kvöld á
Grand Rokk rokksveit frá Nirvana-
borginni Seattle sem heitir Minus
The Bear. Sveitin sú ku hafa fengið
væna athygli í erlendu pressunni
síðustu vikur og
gerir nú „tilkall
til heims-
frægðar“ eins
og komist er að
orði einhvers
staðar. Það er heldur ekki svo hæpin
ályktun þegar rennt er í gegnum
fyrstu stóru plötu sveitarinnar
Highly Refined Pirates sem kom út í
sumar; ágætasti gripur þar á ferð.
Koma Minus The Bear á leið sinni
yfir hafið er dæmi um ánægjulega
þróun sem átt hefur sér stað und-
anfarið, en erlendar hljómsveitir –
einkum þær sem enn teljast lítt
þekktar á heimsmælikvarðanum
óræða – eru farnar að sjá Ísland sem
raunhæfan og ákjósanlegan við-
komustað á tónleikaferðum sínum.
Loksins.
En þrátt fyrir tíðar heimsóknirmá ekki gleyma íslenska tón-
listarlífinu sem einnig er í miklum
blóma, eins og þéttskipuð dagskrá
helgarinnar ber vitni um.
Á Nasa verða t.a.m. haldnir tvenn-
ir stórtónleikar, í kvöld og á morg-
un. Í kvöld ætla Stuðmenn að sýna á
sér nýja hlið er þeir renna í gegnum
djassprógrammið sitt sem þeir fluttu
í Sánkti Pétursborg um síðustu
helgi. Frítt er inn á tónleikana, sem
er lofsvert framtak tónleikahaldara.
Gus Gus verður svo með tónleika á
Nasa á morgun, en það er ekki oft
sem sú stórmerkilega rafdanssveit
treður upp hér á landi. Ætla má að
þar verði boðið upp á nýtt efni, en
Gus Gus hefur einmitt verið að vinna
hægt og bítandi að næstu plötu á eft-
ir hinni mjög svo vaxandi og e.t.v.
vanmetnu Attention.
Þá mun hættulegasta sveit Íslands
Mínus, halda tónleika á Gauknum í
kvöld, ekki eina, heldur tvenna! Líkt
og á Stuðmannatónleikana á Nasa
verður frítt inn á fyrri tónleika Mín-
uss, sem að auki verða án aldurs-
takmarks. Lofsvert framtak það hjá
Mínus og styrktaraðilum þeirra.
Á morgun mun svo hin bráð-
efnilega hljómsveit Hjálmar halda
útgáfutónleika á Grand Rokk en á
dögunum sendi hún frá sér hina
fantagóðu plötu Hljóðlegar af stað –
sem færa má góð rök fyrir að sé
fyrsta alvöru íslenska reggíplatan.
Ef þetta er ekki nóg fyrir þyrsta
tónlistarunnendur verða þeir að
sætta sig við að bíða eftir Airwaves-
tónlistarhátíðinni sem fram fer í lok
október. Þar troða upp á annað
hundrað hljómsveitir og listamenn
vítt og breitt um borgina á fjórum
dögum. „Aðeins“!
Lifandi tónlist
AF LISTUM
Skarphéðinn
Guðmundsson
skarpi@mbl.is
Ljósmynd/Robin Laananen
Seattle-sveitin Minus The Bear spil-
ar á Grand Rokk í kvöld.
Á NIÐURNÍDDRI lestarstöð í af-
skekktu þorpi í Rússlandi bíða ungur
maður og ófrísk eiginkona hans eftir
lest. Parið, sem búsett er í Moskvu,
hefur þann starfa að ferðast um og
pranga brauðristum inn á andvara-
lítið sveitafólk. Sölumennskan hefur
gengið vel og þau bíða þess eins að
komast burt úr þessari holu. En lest-
in lætur bíða eftir sér, og svo birtast
þorpsbúarnir sem telja sig hafa verið
svikna í viðskiptum. Kaldranalegur
stórborgarveruleikinn og lífið úti á
landi rekast harkalega á, með ófyr-
irsjáanlegum afleiðingum. Þetta er
leikritið Svört mjólk, eftir Vassilíj
Sígarjov, sem frumsýnt verður í
Þjóðleikhúsinu í kvöld. Þar takast á
mótsagnirnar í Rússlandi samtímans,
en verkið fjallar jafnframt um mik-
ilvægar spurningar óháðar stað og
tíma og einkennist í senn af hráu
raunsæi og ljóðrænu, mildi og hörku,
en síðast en ekki síst djúpu innsæi og
leiftrandi húmor.
Vasílíj Sígarjov, höfundur leikrits-
ins er aðeins 27 ára en hefur þegar
vakið gífurlega athygli í leikhúslífi
Evrópu. Hið virta höfundaleikhús
Royal Court Theatre í London hefur
frá því árið 2001 sett upp þrjú leikrit
eftir hann, Plasticine, Svarta mjólk
og nú síðast Ladybird. Plasticine
vakti strax mikinn áhuga á Sígarjov
og hlaut hann fyrir það Evening
Standard-verðlaunin sem efnilegasta
leikskáld ársins. Uppfærslan fékk
hins vegar blendna dóma, og sagði
gagnrýnandi The Guardian, Michael
Billington að leiktextinn hefði goldið
fyrir gauraganginn í allt of „kvik-
myndalegri“ uppfærslunni. Verkið
hefði verið betra aflestrar eitt og sér,
en á sýningunni. Hann gaf sýning-
unni aðeins tvær stjörnur af fimm
mögulegum. Þegar Royal Court
sýndi Svarta mjólk ári síðar voru
gagnrýnendur á einu máli um að Síg-
arjov hefði tekist að skrifa enn betra
og dýpra leikverk, og Billington sem
gaf nýja verkinu fjórar stjörnur,
skrifaði þá að Svört mjólk væri ólíkt
sterkara verk, þar sem teflt væri
saman myndum af sérkennilega
hrjúfu hjónabandi unga fólksins og
óendanlegum mótsögnum rússnesks
samfélags. Hann sagði styrk verksins
og snilld Sígarjov einmitt felast í
áhrifamiklu samspili þessara tveggja
mynda hins persónulega og sam-
félagslega, en einnig því hvernig
hann fléttar saman kommúníska for-
tíð landsins og ógnandi nútímann,
sem virðist á stundum vaða langt
framúr stað og stund með boðaföll-
um. Philip Fisher gagnrýnandi The
British Theatre Guide tekur í svip-
aðan streng og segir að illu heilli sé
niðurstaða þessarar svörtu kómedíu
sú, að Sígarjov sé jafnsvartsýnn á
framtíð Rússlands og þegar hann lít-
ur til baka á eymdarlega fortíðina.
Susannah Clapp, gagnrýnandi The
Observer, líkti verkinu við röntgen-
mynd þar sem áhorfendur rýndu í
innsta kjarna landsins sem væri svo
stórt, að heilu landssvæðin með heilu
þjóðarbrotin innbyrðis gætu hreinlega
gleymst og orðið eftir í fortíðinni sem
þjóðin þráði svo heitt að komast út úr.
Það hefur verið sagt um Vassilíj
Sígarjov, að hann byggi verk sín á
reynslu úr eigin lífi. Hann fæddist ár-
ið 1977 í verkamannafjölskyldu í
hrjáðum iðnaðarbæ Verkhnaya Salda
við rætur Úralfjalla, en býr nú í Jeka-
terínburg þar sem hann ritstýrir bók-
menntatímariti. Hann hefur samið yf-
ir tug leikrita sem sviðsett hafa verið
víða um Rússland og víðar í Evrópu. Í
viðtali við The Times í fyrra sagði
Sígarjov spurður um pólitískan boð-
skap verka sinna, að hann hefði eng-
an áhuga á pólitík, og myndi aldrei fá
hann. „Opinber pólitík breytir engu
og hefur ekkert að segja. Allt sem
hefur einhverja þýðingu gerist milli
fólks, og pólitíkin er bara leiklist.
Hún hefur ekki áhrif á neitt, nema
kannski auðinn. Ekki einu sinni á
stríðin. Það er ekki á valdi pólitíkusa
að hefja eða stöðva stríð.“
Sígarjov segir sitt starf vera að fá
fólk til að hlæja og gráta, og hafa
áhrif á kenndir þess og tilfinningar.
Hann hafnar því einnig að aðrar bók-
menntir hafi haft áhrif á hann, og
segir að mun meira spennandi hlutir
gerist í lífinu, en í bókum. Þó skipar
hann sjálfum sér í hefð Tsjekvos, sem
líka samdi verk um fólk til sveita á
tímum mikilla þjóðfélagsbreytinga.
„Mig langar að semja verk um fólk
sem gengur þyrnum stráðan stíg í átt
að ljósinu,“ segir hann.
Sígarjov fjallar oft í leikritum sín-
um um hlutskipti ungs fólks sem er
að reyna að fóta sig í harkalegum
veruleika samtímans. Ólafur Egill
Egilsson, sem útskrifaðist leikari úr
Listaháskóla Íslands árið 2002 og
hefur starfað með Vesturporti frá
þeim tíma, leikur annað aðalhlutverk
verksins, en þetta er frumraun hans í
Þjóðleikhúsinu. Hann segir það kær-
komna tilbreytingu að stíga á fjalir
Þjóðleikhússins, og ekki síst að kynn-
ast eldri og reyndari leikurum. Hann
telur orð leikskáldsins, Vassilíjs Síg-
arjovs um þyrnum stráða stíginn eiga
við um okkur öll. „Lífið er erfitt og við
erum öll að leita að einhverri ham-
ingju og lífsfyllingu. Aðstæður fólks
eru miserfiðar og þyrnarnir mis-
hvassir eftir því hvar fólk fæðist og
hvert verið er að fara.“ Ólafur Egill
segist sjá Svarta mjólk sem dæmi-
sögu sem við eigum öll heima í – allir
sem átt hafa í sambandi við aðra
manneskju og hafa þurft að hafa í sig
og á. „Þetta er spurningin um sálina
og rassgatið. Hvenær deyr sálin og
hvort seturðu á undan? Það þarf
nefnilega að halda rassgatinu á lífi
líka.“
Leiklist | Þjóðleikhúsið frumsýnir rússneskt samtímaverk á
Smíðaverkstæðinu í kvöld
Pólitíkin er leiklist
Morgunblaðið/Sverrir
Ólafur Egill Egilsson og Arnbjörg
Hlíf Valsdóttir í hlutverkum sínum.
begga@mbl.is
eftir Vassilíj Sígarjov
Þýðandi: Ingibjörg
Haraldsdóttir
Leikstjóri: Kjartan
Ragnarsson
Hljóðmynd: Sigurður Bjóla
Búningar: Filippía I.
Elísdóttir
Leikmynd: Vytautas Narbutas
Leikarar:
Ungi maðurinn: Ólafur Egill
Egilsson
Unga konan: Arnbjörg Hlíf
Valsdóttir
Aðrir: Lilja Guðrún Þorvalds-
dóttir, Kjartan Guðjónsson,
Tinna Gunnlaugsdóttir, Krist-
björg Kjeld og Jóhann Sigurð-
arson.
Svört mjólk
fg wilson
Sími 594 6000
Rafstöðvar
Veitum ráðgjöf og þjónustu
fyrir allar stærðir og gerðir
rafstöðva
FGWILSONmase
Allt til músaveiða
og fl ugnaveiða
Rafmagnsfl ugnabanar, límborðar,
fl ugnaljós o.fl .
Verslunin er staðsett á Selfossi
Opið mán.-fi m. 9-13,
föstudaga 9-18 og laugardaga 11-14
Gagnheiði 59 • meindyravarnir@meindyravarnir.is
www.meindyravarnir.is • s: 482 3337 & 893 9121
15% afsláttur af Le Corbusier húsgögnum
MIRALE
Grensásvegi 8
sími: 517 1020
Opið:
mán. - föstud. 11-18
laugard. 11-15
Mirale er umboðsaðili Cassina á Íslandi.
Vaxtalausar greiðslur í allt að 6 mánuði.
Raðsamninga í allt að 36 mánuði.