Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 33 UMRÆÐAN BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG GET ekki orða bundist lengur og svara hér með þeirri gagnrýni sem ég hef mætt nánast allstaðar í þjóðfélag- inu. Kennarar hafa miklu lengra frí en aðrir! Almennir kjarasamningar kveða á um að full vinna teljist 1.800 klst. á ári. Kennarar vinna samkvæmt sínum kjarasamningi 1.799,82 klst. á ári. Þessar klukkustundir deilast á 37 vik- ur í kennslu sem verða þá 42,86 klst. á viku ásamt 8 starfsdögum við upphaf og enda skólaárs og 18.75 dögum í endurmenntun. Samtals gera þetta u.þ.b. 4 vikur sem bætast við hinar 37 og verður því skólaár kennarans 41 vika. Á þessu ári hófst skólinn hjá mér 16. ágúst og stendur til 9. júní. Þetta gera 43 vikur þ.e. tveimur vikum meira en ég fæ borgað fyrir samkvæmt samn- ingum. Hvers vegna sætti ég mig við þetta? Jú, í jólafrí fæ ég 8 dögum meira frí en almenningur og í páskafrí 3 dögum meira. En þið fáið samt lengra sumarfrí en aðrir! Við fáum 2 vikum lengra sumarfrí en aðrir. En ekki gefins. Við erum bú- in að vinna af okkur þessar tvær vikur. Við vinnum 2,86 klst. lengur en aðrir í hverri viku. 2,86 x 37 = 105,82 klst. sem eru 13,2 dagar þ.e. u.þ.b. 2 vikur. Þið kennið bara 28 kest. sem eru 40 mínútur! Við kennum 28x40 mínútur á viku sem gera 18,67 klst. Ofan á hverja kest. bætast 20 mínútur í undirbúning fyrir hverja kest. sem gera 20x28 = 9,33 klst. Það sést að hér vantar 14,86 klst. til að kennari vinni sínar 42,86 klst. á viku. Í hvað skyldu þessar 14,84 klst. og 9,33 klst. sem teljast til und- irbúnings fara? 1. Kynna sér námsefni og laga að sérþörfum nem. Kennari getur lent í því að þurfa að laga námsefnið að 20 ólíkum nem. 2. Kennari þarf að kenna á eins marga vegu og nemendurnir eru margir og einstaklingsmiða verkefnin. Í hefðbundnum bekk, þar sem fyr- irfinnast t.d. 4 lesblindir, 1 ólæs með öllu, 1 með þroskahömlun og annar með einhverfu, 2 ofvirkir og 1 vanvirk- ur og allt þar á milli duga ekki 20 mín- útur til slíks undirbúnings. 3. Ef kennari býr svo vel að fá stuðningsfulltrúa inn til sín bætist við verkstjórn. Kennarinn þarf að útskýra fyrir stuðningsft. hans hlutverk, hann þarf að sjá til þess að stuðningsft. geri það sem til er ætlast og kunni náms- efnið. 4. Kennari þarf að meta náms- árangur nem. sinna, þ.e. prófa þá á einhvern hátt. Námsmatið þarf einnig að vera einstaklingsmiðað. Reynslan hefur kennt mér að 20 mínútur duga ekki ef taka á mið af ein- stakl. Foreldrar krefjast þess að tekið sé mið af þeirra barni sem einstakl. með einstaklingsþarfir. 1. Í hvað skyldum við bruðla þessu 14,84 klst? Jú, þar sem 20 mínútur duga ekki í undirbúning þá stelum við tíma af þessum klst. En ekki öllum. Hluta af þessum tíma eyðum við í við- töl við foreldra og þrátt fyrir tæknina sem gerir okkur kleift að senda skjót skeyti hefur sá tími sem fer í forelda- samstarf aukist. Foreldrar gera meiri kröfur. Þeir koma í viðtal við kenn- arann og telja upp alla þá þætti sem gera barnið þeirra einstakt. Dæmi eru um að foreldrar komi með félagsleg vandamál sem gerast í frítímum til kennarans. 2. Til að auðvelda foreldrum að fylgjast með námi barna sinna skrá kennarar heimavinnu o.fl. uppl. á Net- ið. Aukin krafa um skráningu og upp- lýsingaflæði kostar tíma. 3. Kennarar þurfa að vinna saman. Þeir sem kenna sama árgangi þurfa tíma til að bera saman bækur sínar. Allir kennarar skólans þurfa að starfa saman að skólanum sem heild. Þær eru fljótar að fara þessar 14,84 klst. á viku. Þið viljið meiri laun en aðrir! Við viljum sömu laun fyrir sömu menntun og sambærilega vinnu. Okk- ar krafa er að byrjandi fái 250.000 kr. í mánaðarlaun. Alþjóð veit að það dugar engan veginn fyrir framfærslu á vísi- tölufjölskyldu. Til að framfleyta vísi- tölufjölskyldu þarf a.m.k. 350.000 kr. Við gerum sem sagt ekki einu sinni kröfu um að geta framfleytt fjölskyld- unni á laununum. Það þarf að auka og breyta mennt- un ykkar! Það eru fáar stéttir sem standa jafnfætis kennarastéttinni hvað sí- menntun varðar. Kennarar vita að þeir þurfa að fylgjast með og kenna nemendum „nýjasta sannleikann“. Þið viljið ekki viðveruskyldu! Við viljum vinna vinnuna okkar í viðverusk. Ekki eyða tímanum í fundahöld um skólalóðina eða umferð- armenningu. Við viljum helst ekki þurfa að fara með verkefnin heim. En stundum dug- ar ekki dagurinn og þá þarf að fara með ritgerðir, stíla og próf heim til að ljúka við að fara yfir og gefa einkunn- ir. Kennarar eru alltaf í verkfalli! Við höfum farið þrisvar í verkfall. 1984 sem hluti af félagsmönnum BSRB. 1995 í 6 vikur í félagi við framhalds- skólakennara. 1997 einir og sér í 1 dag. Nemendur standa sig ekki! Á Íslandi eru allir nemendur mæld- ir óháð getu. Eru ALLIR mældir með í erlendum rannsóknum? Nemendur geta ekkert á samræmdu prófunum, eitthvað annað en þegar landsprófið var og hét! Er það? Fóru allir í lands- próf? Eða kannski bara þeir sem gátu lært á bókina? Ég stend fyllilega fyrir mínu og mínum launakröfum. GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, kennari í Njarðvíkurskóla. Kennari svarar fyrir sig Frá Guðrúnu Guðmundsdóttur, kennara, sem svarar gagnrýni á kennarastéttina: AÐ UNDANFÖRNU hafa talsmenn sveitarfélaganna hamrað á því að í seinustu kjarasamningum kennara hafi laun þeirra verið leiðrétt ríku- lega. Þegar þessir samningar voru gerðir var ég á mínu öðru ári í kennslu og kenndi bæði smíðar og tölvur. Fyrir samningana fékk ég greidda fjóra yfirvinnutíma á viku fyrir umsjón með smíða- og tölvu- stofu. Umsjón með stofu felur í sér allt viðhald á þeim tækjum og búnaði sem í stofunni er. Með seinustu samningum var þessi vinna sett inn sem hluti af mínu kennarastarfi og því ekki greitt sérstaklega fyrir það. Þarna var þeirri vinnu, sem eftir sem áður tekur fjóra tíma á viku, bætt inn í þann tíma sem ég hafði áður til að undirbúa kennslu barnanna. Fyrir seinustu samninga áttu kennarar sem höfðu endurmenntað sig mögu- leika á að safna punktum fyrir end- urmenntun og gátu þannig hækkað sig í launum. Ég hafði hækkað um tvo launaflokka fyrir endurmenntun. Með seinustu samningum var þetta fellt niður. Eins og flestir vita þá var skólaárið lengt næstum um hálfan mánuð í seinustu samningum. Ég dró þá ályktun að grunnlaunin mín hlytu því að hækka þar sem búið var að bæta við mig 16 stundum á mán- uði og lengja vinnutímann um hálfan mánuð, en raunin varð önnur. Þrátt fyrir að skólastjórinn léti mig hafa þrjá flokka úr sameiginlega pott- inum lækkaði ég um 10.000 krónur í heildarlaunum á mánuði eftir samn- ingana. Skýringarnar sem ég fékk á þessu voru þær að því miður væri ég svo óheppinn að vera ungur, verk- greinakennari og með mikla endur- menntun. Þeir sem féllu undir einn af þessum þremur þáttum komu ekki vel út úr seinustu samningum. Þar sem ég var svo óheppinn að falla und- ir alla þrjá þættina lækkuðu launin hjá mér þrátt fyrir aukna vinnu. Í fjölmiðlum hefur mikið verið rætt um meðallaun kennara. Í um- ræðunni gleymist að tala um byrj- unarlaun þeirra sem eru nýútskrif- aðir. Ef kennari sem er 24 ára og nýútskrifaður, úr þriggja ára há- skólanámi, ræður sig sem verk- greinakennara í grunnskóla eru mánaðarlaun hans 150.000 krónur. Viðkomandi á möguleika á að hækka upp í 160.000 krónur ef skólastjórinn lætur hann fá tvo flokka úr pottinum. Á sama tíma er umræða um það í þjóðfélaginu að lágmarkslaun í land- inu eigi að vera 150.000 krónur. Í nú- verandi kjaraviðræðum er eitt af markmiðunum að bæta kjör ungra verkgreinakennara og er ekki van- þörf á. Sveitarstjórnirnar segjast hafa samið af sér þegar þær tóku við grunnskólunum á sínum tíma. Eig- um við kennarar að gjalda fyrir þau mistök? Við kennarar sömdum af okkur í seinustu samningum og höf- um goldið fyrir það seinustu þrjú ár- in. Við kennarar höfum lært af reynslunni og látum ekki plata okkur aftur. BJARNI ANTONSSON, Lækjasmára 56, 200 Kópavogur. Er eðlilegt að lækka í launum eftir kjarasamninga? Frá Bjarna Antonssyni kennara: Á gildistíma kjarasamninga er þeim sem að þeim standa skylt að virða ákvæði þeirra. Hin svokallaða friðarskylda er einn mikilvægasti þáttur vinnulöggjafarinnar. Traust samningsaðila til hvors annars, að samningar verði haldnir, er jafn- framt eitt af grundvallaratriðum þjóðfélagsskipaninnar. Það verður að gera þá kröfu til framkvæmdastjóra LÍÚ að hann þekki til þeirra reglna er gilda um samskipti sjómanna og útvegs- manna; samkvæmt ákvæðum kjara- samninga og samkvæmt lands- lögum. Réttlæting hans á kjarasamningsbrotum félagsmanna sinna; á ákvæðum sem hann sjálfur og/eða félagsmenn hans, handsöluðu og undirrituðu á sínum tíma og rétt- læting hans á brotum félagsmanna sinna á landslögum, er ögrun við sjó- menn og fyrirsvarsmenn þeirra. Kerfisbundin lög- og samningsbrot útvegsmanna verða ekki liðin af hálfu fyrirsvarsmanna sjómanna- samtakanna en helsta úrræði þeirra vegna brota einstakra útvegsmanna á ákvæðum kjarasamninga sjó- manna og útvegsmanna er máls- höfðun fyrir Félagsdómi. Víst er það svo að velflestir út- vegsmenn virða og fylgja eftir í hví- vetna ákvæðum laga og kjarasamn- inga. Oft og tíðum eru það sömu útvegsmennirnir sem brjóta af sér í samskiptum sínum við sjómenn. Fælingarmáttur févítisákvæðisins í kjarasamningum sjómanna og út- vegsmanna virðist þar hafa lítil áhrif. Þessir útvegsmenn skaða hins vegar ímynd hins almenna útvegs- manns. Hefði ég talið að hinn stóri hópur útvegsmanna brýndi leiðtoga sinn til að slá á putta hinna brotlegu í stað þess að réttlæta verknað þeirra. Kannski telja útvegsmenn önnur lög gilda um þá en aðra. Höfundur er héraðsdómslögmaður. gróða fyrirtækisins og lækka með því skatta. Kallað það einkavæð- ingu eftir viðurkenndum frösum ungliðahreyfinganna, sem aldrei hafa kynnst kreppu. Það eru bara fábjánar sem tala um Björgólfs-eða Bónusvæðingu sem niðurstöðu einkavæddrar frjálshyggju. Selja svo vegakerfið og andrúmsloftið næst. Fróðlegt væri að vita hvaða mjólkurkú næsti fjármálaráðherra hefur til að slátra eftir þegar hann vantar í heilbrigðisþjónustuna og kennaralaunin og símapeningarnir búnir í skattalækkanir. Hann verð- ur líklega hækka skattana aftur. Hvað á líka íslenzkur æskulýður að taka sér fyrir hendur, þegar búið er að einkavæða allar auðlindir lands- ins.Linnulaus straumur til hins nýja íslenska fjölmenningarsam- félags af allskyns þriðjaheims fólki, sem er komið úr helvíti til Para- dísar við að komast á íslenzka sósí- alinn er ekki beinlínis atvinnuskap- andi.. Kannske atvinnutækifærin liggi í útrásum Baugs og bankanna til London ? Flutningi lág- vöruverðsgróðans til framandi stranda og þróunaraðstoð Halldórs til Afríku. Höfundur er verkfræðingur. geðdeild og tek þátt í þessari slæmu hringrás, er tekin úr umferð og hent svo út aftur með fullan skrokk af lyfjum. En það sem ég þarf er bara stuðningur, eftirfylgd og endurhæfing. Ég þarf bara ein- hvern sem ég get leitað til, sem kík- ir á mig til að vita hvort það sé ekki allt í lagi og hvort ég taki lyfin mín og hvort ég mæti í endurhæfingu, sem er Hugarafl í mínu tilfelli. Þess vegna er geðteymið í heimahjúkrun alveg frábær lausn. Ég þarf ekki að vera lokuð inni. Ég þarf fólk í kringum mig sem trúir á mig, trúir að ég geti náð bata, svo að ég fari að trúa því sjálf, einhvern upp- byggjandi einstakling sem hentar fyrir mig. Ég held að mitt tilfelli sé dæmigert fyrir marga aðra geð- sjúklinga. Höfundur greindist með geðklofa 2002 og er meðlimur í Hugarafli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.