Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 26
A lls eru sýndar 474 gerðir bíla á Parísarsýningunni frá 26 lönd- um, en eins og vænta mátti eru franskir bílaframleiðendur mest áberandi. Hlið við hlið í stærstu höll- inni, Höll 1, eru Renault og Nissan. Fátt er um nýjungar hjá Renault, annað en smábíll- inn Modus, sem þar er frumsýndur, og tveir hug- myndabílar, Wind og Fluence, en sá síðarnefndi hefur áður verið sýndur. Modus hefur þegar fengið 5 stjörnur í árekstraprófun Euro NCAP og er fyrsti bíllinn í þessum flokki að ná þeim árangri. Modus er lítill en rúmgóður og verður fáanlegur með 1,2, 1,4 og 1,6 lítra bensínvélum og auk þess 1,5 lítra dísilvél. Peugeot kynnir líka smábíl, 1007, sem er ennþá minni en Modus og eingöngu með tveimur renni- hurðum á hliðunum sem eru rafstýrðar. 1007 kem- ur á markað í mars á næsta ári og kostar í grunn- gerð 13.700 evrur. Hann verður m.a. boðinn með 120 hestafla, 1,6 lítra vél. Tveir áhugaverðir jeppar voru frumsýndir í gær. Nissan Pathfinder er sjötti fjórhjóladrifsbíllinn frá Nissan og er mitt á milli Terrano og Patrol að stærð með sína 4,74 metra. Það er langt um liðið síðan Pathfinder var á markaði á Íslandi en sá sem er sýndur í París er nýr frá grunni og verður smíð- aður í Barcelona á Spáni. Hann er væntanlegur á markað í mars 2005. Pathfinder er með rafstýrðu fjólhjóladrifskerfi sem menn þekkja frá X-Trail en að auki millikassa. Hann er með 2,5 lítra, 174 hest- afla samrásardísilvél og sætum fyrir sjö. Þetta er vel búinn jeppi, m.a. með bakkmyndavél, eins og kynnt var í Primera fyrir tveimur árum. Murano er blendingur af jeppa og fólksbíl og var sýndur í fyrsta sinn í Evrópu, en hann hefur verið á markaði í Bandaríkjunum um nokkurt skeið. Ólíkt Murano er Pathfinder byggður á sjálf- stæða stigagrind. Ekki síður vakti athygli ný kynslóð Land Rover Discovery sem hefur fengið margt að láni frá Range Rover en er um leið mjög ólíkur honum. Að innan hefur bíllinn algjörlega verið tekinn í gegn og minnir þar mjög á Range Rover. Það sem líka er ólíkt frá fyrri gerð, fyrir utan gerbreytt útlit, er að hann er með sambyggða yfirbygg- ingu og burðargrind. Þótt hann sé minni bíll er hann með sjö sætum og hægt er að fella tvö öftustu sætin slétt niður í gólf- ið. Hann var sýndur með V6- forþjöppudísilvél, sem er sögð eyða 10,4 lítrum á hundraðið í blönduðum akstri, 13,2 lítrum í borg- inni og 8,7 lítrum í þjóðvegaakstri. Þetta er ný kyn- slóð samrásardísilvélar, common-rail, en vinnur á 25% hærri þrýstingi en meðaltal annarra samrás- ardísilvéla. Þetta eykur afl vélarinnar til muna og dregur úr útblæstri óvinsælla lofttegunda. Hámarksaflið er 190 hestöfl við 4.000 snúninga og hún togar hvorki meira né minna en 440 Nm strax við 1.900 snúninga á mínútu. Discovery er líka fáanlegur með 4,4 lítra, V8-bensínvél sem skilar 295 hestöflum. Þessar vélar er líka að finna í Jaguar, sem eins og Land Rover tilheyrir PAG-lúxusbílaarmi Ford. Áhugaverðir jeppar og tveir franskir smábílar Fjölmiðlar tóku forskot á sæluna í gær og í dag á alþjóðlegu bílasýningunni í París en annars verða dyr hennar opnaðar fyrir öðrum á morgun. 60 heims- og Evrópufrumsýningar eru á dagskrá en í mörgum til- vikum er eingöngu um kynslóðaskipti eða smávægilegar breytingar á bílum að ræða en minna er um nýja bíla. Guðjón Guðmundsson var í hópi rúmlega 10.000 blaðamanna á sýningunni og kynnti sér það helsta.  Porsche Boxster hefur fengið nýjan framsvip og var kynntur í fyrsta sinn í París.  Nissan Pathfinder, sjö sæta og mitt á milli Terrano og Patrol að stærð.  Toyota kynnti nýj- ar dísilvélar og jafn- framt breyttan Toyota Corolla.  Land Rover kynnir nýjan Discovery með öflugum dísil- og bensínvélum.  Discovery hef- ur verið breytt frá grunni að ut- an sem innan. 26 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ BÍLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.