Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. E r hætta á að því að ofstækisfullir ajatollar í Teheran geti stutt á kjarnorkuhnapp í framtíðinni, jafnvel á næsta ári? Og gæti farið svo að ráðamenn í Jerúsalem ákvæðu að verða fyrri til og granda tilraunastöðvum Írana á sama hátt og þeir gerðu með árásum á Osirak- tilraunaver Íraka 1981? Ísraelar eru þegar farnir að ókyrrast og heimta aðgerðir. „Íranar hafa tekið við hlutverki Saddams Husseins og eru nú fremstir í flokki þeirra sem flytja út hryðjuverk, hatur og óstöðugleika,“ sagði Silvan Shalom, utanríkisráðherra Ísraels, á alls- herjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Hann benti á að Íranar réðu yfir flaugum sem gætu náð til Vestur-Evrópu. Skýrt var frá því nýlega að Bandaríkjamenn hefðu selt Ísraelum 500 svonefnda „byrgjabana“, öflugar sprengjur sem eru sérhannaðar til að eyða skotmörkum djúpt í jörðu en mikið af tilraunabúnaði Írana mun einmitt vera falið í neðanjarðarbyrgjum. Flestir geta reynt að ímynda sér þá blóðugu keðjuverkun sem færi sennilega af stað í Mið- Austurlöndum ef spár um árás af hálfu Ísraela rættust. En spár um átök eru að sögn sérfræðinga ekki jafnfjarlægar og áður. Í banda- ríska varnarmálaráðueytinu hafa menn að sögn Newsweek velt fyrir sér möguleikanum á skyndiárás á kjarnorkustöðvar Írana. Stríðsleikir í Pentagon Tímaritið hefur eftir Geoffrey Kemp, sérfræðingi í málefnum Mið- Austurlanda, að Bandaríkjamenn gætu auðveldlega grandað til- raunastöðvum Írana. Ritið segir að leyniþjónustan, CIA og leyni- þjónusta Pentagons hafi staðið fyrir svonefndum „stríðsleikjum“ þar sem Íran var skotmarkið. Þá er reynt að líkja eftir líklegri atburðarás í hernaðaraðgerð. Engum hafi litist vel á niðurstöðurnar. „Ekki tókst með stríðsleikjunum að finna leið til að koma í veg fyrir að átökin breiddust út,“ er haft eftir heimildarmanni í flughernum. Slíkir stríðsleikir eru að sögn þeirra sem til þekkja skipulagðir hvarvetna í öflugum herjum án þess að menn séu þar með búnir að taka ákvörðun um árás. En í ljósi atburðanna í Írak er ljóst að frá- sagnir af þessu tagi vekja meiri athygli en ella. Fyrirbyggjandi skyndiárás með flugvélum og stýriflaugum virðist ekki vera á döfinni. En haukarnir í stjórn Bush eru sagðir leggja traust sitt á að hægt verði að velta klerkastjórninni með leynilegum aðgerðum og und- irróðri en síðan hægt að beita hervaldi ef það reynist nauðsynlegt. Hvorki George W. Bush Bandaríkjaforseti né keppinautur hans, John Kerry, virðast hafa gert upp við sig hvernig bregðast beri við ógninni sem gæti stafað af íröskum kjarnavopnum. Aðrir benda á að svipaðar aðstæður gætu skapast á Kóreuskaganum. Heimildarmenn segja að ýmislegt bendi nú til þess að einræðisstjórn Kim Jong-ils í Norður-Kóreu hyggist sýna mátt sinn og megin þegar í október og sprengja kjarnorkusprengju en einnig gæti verið að þeir gerðu innan skamms tilraun með langdræga eldflaug. Suður-Kóreumenn og Jap- anar myndu vafalaust sjá sitt óv Kims næði þessu takmarki og þe vopnum. Nýtt vígbúnaðarkapph Yfir 40 ríki Síðustu árin hafa augu manna samtökum og hættuástandinu á sem bæði ráða yfir kjarnorkuvop í hópinn. Nýlega sagði Egyptinn þjóðakjarnorkumálastofnunarin meira en 40 þjóðir réðu nú yfir b orkuvopn. Aðildarríki IAEA yrð sviði kjarnorku. Þau mættu ekki grunaðar eru um að reyna á laun Íranar eiga eins og flestar þjó bann við útbreiðslu kjarnorkuvo að feta í fótspor N-Kóreumanna þrjú ríki utan hans auk N-Kóreu sem vill hvorki neita né játa að r vegna þess hvað þeir búi við óvin frá grönnum sínum, ekki síst Írö óvissu. Íranar segja að þvinga ei orkuvopnum ef menn vilji gæta s NPT-samningurinn hefur ekk því sem dregur úr gildi hans er a megi ekki auðga úran og því er b urveldanna á hendur Írönum um veikum grunni. Gagnrýnendur b að eyða kjarnavopnum sínum en vegna skyldu önnur ríki haga sér ríki hafi um allan aldur einokun Stefna Bush Harkaleg stefna Bush forseta og Írak samheitið „Öxulveldi hin Kjarnorkuvopn hafa síðustu áratugina aðeins verið í eigu fárra rí Kristjáns Jónssonar. Talið er að á næstu árum geti Íranar og N-K Vígalegir klerkar í Íran minntu gegn Írak en talið er að yfir millj Hnappurinn innan seilingar É g er hissa, ánægð og glöð, allt í senn,“ segir Tinna Gunnlaugsdóttir, sem menntamálaráðherra hef- ur skipað í stöðu þjóðleik- hússtjóra frá og með næstu áramótum, en þá lætur Stefán Baldursson, núver- andi þjóðleikhússtjóri, af störfum. „Þetta er mikil áskorun og ég hlakka til að takast á við að stjórna þessu húsi. Leiklist er mín ástríða og hefur verið frá blautu barnsbeini og ég hef komið að því starfi með margvíslegum hætti, auðvit- að fyrst og fremst sem leikkona en núna fæ ég tækifæri til að sitja hinum megin við borðið og mér finnst það gífurlega spennandi.“ Tinna segist líta svo á að hún verði fyrst og fremst listrænn stjórnandi Þjóðleikhússins er hún tekur við emb- ætti leikhússtjóra. „Auðvitað stjórnar þessi einstaklingur leikhúsinu líka og þarf að vera í samskiptum og fara með mannaforráð raunverulega yfir öllum deildum. Þannig að vissulega er þetta líka stjórnunarstaða.“ Tinna segir ekki tímabært að ræða hvaða áherslur hún muni hafa í starfinu á þessu stigi málsins. „Ég er auðvitað búin að velta þessu mikið fyrir mér og skilaði ítarlegri umsókn og er auðvitað með ýmsar hugmyndir um hvernig ég vil að starfsemin líti út næstu árin. En á þessu stigi málsins verð ég að segja að það kemur til með að sýna sig. Auðvitað er þetta starf mjög einstaklingsbundið. Það tengist það mikið listrænni sýn þess sem því gegnir.“ Tinna segist hvorki ætla að leika í né leikstýra verkum meðan hún gegnir starfi þjóðleikhússtjóra. „Ég lít á starf þjóðleikhússtjóra sem fullt starf og mun sinna því þannig.“ Ytra útlit að verða þjóðinni til skammar Hvað með húsnæðiskost Þjóðleik- hússins, hvaða hugmyndir ertu með í því sambandi? „Húsið er í miðjum endurbótafasa. Tinna Gunnlaugsdóttir mun taka við starfi þj Fyrst og fremst listrænn stjórnandi Tinna Gunnlaugsdóttir, verðandi þjóðleikhússtjóri, ætlar hvorki að leika né leikstýra verkum meðan hún gegnir embættinu. Hún ætlar að setja end- urbætur á Þjóðleikhúsinu utan dyra í forgang og ætlar að leita leiða til bæta aðstöðu litlu sviðanna. Kristbjörg Kjeld hússtjóra, innileg inu Svört mjólk s AÐ VERA SAMKVÆMUR SJÁLFUM SÉR Hæstiréttur Íslands hlýtur í störf-um sínum að leitast við að verasamkvæmur sjálfum sér. Það gengur ekki að dómurinn felli dóma í einu máli á þennan veg og í sambærilegu máli ári síðar á annan veg nema þá að grundvallarbreyting hafi orðið á for- sendum og þá hlýtur dómurinn að gera grein fyrir þeim breyttu forsendum. Þetta er svo sjálfsögð grundvallarregla, að vart þarf að hafa orð á henni. Hið sama hlýtur að eiga við um um- sagnir dómara í Hæstarétti um umsækj- endur um dómarastöður í réttinum. Dómararnir hljóta að byggja á sömu grundvallarforsendum frá ári til árs, þegar þeir fjalla um umsækjendur. Ella er hætta á að lítið mark verði á þeim tek- ið. Árið 1990 fjölluðu dómarar við Hæstarétt um umsækjendur vegna dómarastöðu við réttinn. Þeir komust að þeirri niðurstöðu, að einn umsækjend- anna, sem þeir í fyrri tilvikum höfðu tek- ið jákvæða afstöðu til, gæti ekki komið álita á því ári vegna aldurs. Viðkomandi umsækjandi var þá 64 ára. Einn umsækjenda um dómarastöðu við Hæstarétt nú er mætur og merkur lögvísindamaður, sem er tveimur árum eldri en umsækjandinn, sem vísað var til frá árinu 1990. Í umsögn dómaranna nú er engin grein gerð fyrir þeirri stefnubreytingu, sem augljóslega hefur orðið hjá þeim varðandi aldur umsækjenda, sem þó hefði verið æskilegt m.a. í ljósi þess, að tveir dómaranna nú voru einnig í hópi þeirra dómara, sem á árinu 1990 komust að þveröfugri niðurstöðu varðandi ald- ur. Það er erfitt að sjá hvaða breyting á viðhorfi til aldurs hefur orðið á þeim fjórtán árum, sem liðin eru og hvers um- sækjandinn þá átti að gjalda að vera dæmdur úr leik vegna aldurs. Það er heldur ekki samkvæmni í af- stöðu dómaranna til umsókna sjálfstætt starfandi lögmanna. Í umsögn um um- sækjendur á síðasta ári lýstu dómararn- ir þeirri skoðun, að heppilegast væri að annar tveggja nafngreindra umsækj- enda yrði fyrir valinu. Báðir höfðu starf- að sem sjálfstætt starfandi lögmenn á annan áratug. Lokaorð umsagnar dóm- aranna í fyrra voru þessi: „Í réttinum situr nú aðeins einn dóm- ari, sem hefur verið sjálfstætt starfandi lögmaður, þótt fleiri hafi málflutnings- reynslu. Þykir þetta jafnframt styðja framangreinda niðurstöðu.“ Ljóst er að dómarar töldu fyrir ári æskilegt að umsækjandi, sem hefði reynslu sem sjálfstætt starfandi lög- maður, tæki sæti í réttinum en í umsögn þeirra nú er engin áherzla á það lögð án þess að nokkur grein sé gerð fyrir þeirri breyttu afstöðu. Í umsögn dómaranna á síðasta ári voru þrír umsækjendur lagðir að jöfnu. Að þessu sinni eru allir þrír í hópi um- sækjenda. Nú bregður svo við, að einn af þeim þremur er talinn fremri hinum tveimur. Hvað hefur gerzt á einu ári, sem hefur valdið því? Það er ekki gott fyrir dómara í Hæstarétti að meirihluti þeirra skuli staðinn að því að vera ekki samkvæmari sjálfum sér en þessi dæmi sýna og ýtir undir þá skoðun, sem er að verða út- breidd, að það sé meira en tímabært að breyta fyrirkomulagi á vali nýrra dóm- ara í réttinn. ÖFGAMENN Í ÞÝSKALANDI Uppgangur hægri öfgamanna ítvennum kosningum í Þýskalandi um liðna helgi hefur vakið athygli og áhyggjur. Þýskir jafnaðarmenn, flokk- ur Gerhards Schröders kanslara, galt afhroð í kosningunum. NPD, flokkur nýnasista, fékk 9,2% í kosningunum í Saxlandi og annar öfgahægriflokkur, Þjóðarfylkingin eða DVU, fékk 6,1% at- kvæða í Brandenburg. Samkvæmt skoðanakönnun, sem birt var í þessari viku, vex hægri öfgamönnum nú fiskur um hrygg í Þýskalandi öllu. Fylgi hægriöfgaflokka er samkvæmt könnun- inni nú samanlagt 3,7%. Talið er að fylg- ið geti verið meira vegna þess að margir veigri sér að gangast við stuðningi við öfgaöfl þegar spurt er, þótt þeir hiki ekki við að veita þeim atkvæði sitt í kjörklefanum. Bæði Saxland og Brandenburg eru í austurhluta Þýskalands. Til marks um það er að samkvæmt skoðanakönnunum fyrir kosningarnar mældist fylgi NPD 4%, en flokkurinn fékk rúmlega helm- ingi meira fylgi í kosningunum. Flokkar þurfa að ná 5% fylgi til þess að komast á þing í Þýskalandi. NPD er upprunninn í Vestur-Þýskalandi og hefur ekki verið á þingi í neinu sambandslandi síðan 1968. Þó munaði aðeins einu prósentustigi í kosningum í Saarlandi, sem liggur að Frakklandi, í byrjun september. Þá fékk flokkurinn 4% fylgi. Sameining Þýskalands hefur ekki gengið jafnauðveldlega fyrir sig og ráðamenn spáðu í upphafi síðasta ára- tugar. Ferðalangar í Dresden sjá ef til vill öll ummerki velmegunar og aðlög- unar, en ekki þarf að fara langt til að finna bæi, sem eru nánast mannlausir. Atvinnuleysi í austurhluta landsins er helmingi hærra en í vesturhlutanum. Víða hefur vonleysi gripið um sig. Ekki er rétt að gera of mikið úr þess- um úrslitum. Hinir hefðbundnu stjórn- málaflokkar í Þýskalandi hafa lýst yfir því að þeir muni einangra öfgaöflin og hvergi hleypa þeim að. Uppgangur ný- nasista er hins vegar áhyggjuefni. Fyr- ir þessar kosningar ákváðu flokkarnir tveir, Þjóðarfylkingin og NPD, að vinna saman með þeim hætti að annar flokk- urinn byði fram í Brandenburg og hinn í Saxlandi. Nú eru hafnar viðræður milli þeirra um að bjóða sameiginlega fram fyrir næstu þingkosningar, sem haldn- ar verða eftir tvö ár. Vitað er um tengsl NPD við ofbeldisfulla öfgahópa. Nýnas- istar virðast eiga mun auðveldara með að afla sér fylgis og liðsmanna í austr- inu. Þar er fólk bæði vonlaust og reitt vegna þess að í austurhlutanum er ekki sama velmegun og í vesturhluta lands- ins. Hægri öfl hafa víða látið að sér kveða upp á síðkastið og átt upp á pallborðið hjá kjósendum. Nægir þar að nefna Frakkland, Austurríki og Danmörku. Samtökum nýnasista og ýmissa jaðar- hópa, sem tengjast þeim, hefur einnig vaxið fiskur um hrygg í Bandaríkjunum upp á síðkastið. Ekki er ástæða á þessu stigi málsins til að hafa áhyggjur af því að lýðræði sé í hættu í Þýskalandi, en það þarf að fylgjast rækilega með þeirri þróun og breyta þeim aðstæðum, sem öfgaöflin nærast á. TINNA Gunnlaug Reykjavík 18. jún entsprófi frá Men Reykjavík og stu Íslands í líffræði. Leiklistarskóla Ís Tinna hefur só handritsgerð og lendis. Hún hefur stundað meistara skólann í Reykjav Tinna starfaði víkur áður en hún Tinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.