Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 45 DAGBÓK Líttu á www.tk.is L I T L A st Ný sending af olíumálverkum á ótrúlegu verði! Kringlunni S:568 9955 - Faxafeni S:568 4020 þar sem listin lifir ÍSLENSK Verðdæmi: stærð 50 cm x 60 cm verð: kr. 14.900.- Myndl ist - Gler l i s t - Le ir l i s t Menntamálaráðuneytið og StofnunVigdísar Finnbogadóttur í erlend-um tungumálum bjóða til málþings ítilefni Evrópska tungumáladagsins 2004. Yfirskrift málþingsins er „Á að hefja kennslu erlendra tungumála fyrr í skólakerf- inu?“ og fer það fram í fyrirlestrasal í Öskju, nýju náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, milli 15 og 17 í dag. Auður Torfadóttir, dósent í ensku við Kenn- araháskóla Íslands, flytur upphafserindi mál- þingsins. Varpar hún þar fram þeirri spurningu hvenær heppilegast sé að hefja kennslu í erlend- um tungumálum. „Fjallað verður um það sem fræðimenn hafa um málið að segja og greint frá rannsóknum sem gerðar hafa verið,“ segir Auð- ur og bendir á að ekki sé einhugur um að það sé best að byrja sem fyrst. „Forskot þeirra sem hefja tungumálanám snemma er ekki alltaf jafn afgerandi þegar þeir eru bornir saman við þá sem hefja tungumálanám um tólf ára aldur eða þar um bil. Hins vegar ber á það að líta að í þessu eins og öðru námi er ávinningurinn aldrei að fullu mælanlegur.“ Þá verður vikið að rann- sókn á viðhorfum kennara sem kenndu tíu ára börnum ensku skólaárið 2001–2002 og undirbún- ingi sem kennarar þurfa að hafa til að vel takist. Hversu mikilvægt er að börn læri snemma er- lend mál? „Ég tel það mikilvægt. Ef einstaklingur ætlar að ná góðum tökum á erlendu tungumáli er það langt ferli. Góð tungumálakunnátta opnar dyr að ótal tækifærum. Auk þess er tungumálanám þroskandi ef vel er á haldið og til þess fallið að veita innsýn í nýja menningarheima og auka skilning og virðingu fyrir öðrum og því má ef til vill segja: Því fyrr, því betra. Það má bæta því við að þó að börn séu lengur að læra tungumál en þeir sem eldri eru, þá gerir það þeim auðveld- ara fyrir hvað þau eru alla jafna forvitin og opin fyrir nýjungum og órög að gefa sig náminu á vald.“ Hvaða áhrif hefur nám í öðrum tungumálum á móðurmálsþroska barns? „Ég get ekki gefið afgerandi svar við þessu. Eftir því sem ég veit best hefur það ekki slæm áhrif. Það er frekar að almenn málvitund eflist við það að bæta við nýju tungumáli.“ Er æskilegra, út frá málþroskaforsendum, að texta efni fyrir börn og unglinga eða talsetja? „Ég hef ekki nógu góðar forsendur til að al- hæfa neitt um það, en ég tel skynsamlegt að tal- setja efni fyrir yngri börn. Meðan mikið af því efni sem þau horfa á er erlent finnst mér það vera réttur þeirra að það efni sé talsett. Þó að æskilegt sé að börn læri erlend mál snemma finnst mér eðlilegt að skemmtiefni sem þau horfa á sé á þeirra móðurmáli.“ Tungumál | Málþing um kennslu í erlendum tungumálum  Auður Torfadóttir fæddist árið 1937 á Hvammstanga. Hún varð stúdent frá MA og lauk BA-prófi frá HÍ og MA-prófi í málvísindum frá Michigan-háskóla í Ann Arbor í Bandaríkj- unum. Auður kenndi um skeið ensku og þýsku við Hagaskóla og Kenn- araskóla Íslands. Þá var hún lektor við Kennaraháskóla Íslands frá 1976 og dósent frá 1991. Maki Auðar er Sig- urður Gústavsson hagfræðingur og eiga þau tvo syni. Hvenær á að hefja tungumálakennslu Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Varðandi kjör kennara NÚ eru kennarar komnir í verkfall einu sinni enn. Ég ætla ekki að leggja dóm á kröfur þeirra, hef ekki kynnt mér þær nægilega vel til þess. En talsmenn þeirra sem komið hafa fram í sjónvarpinu, bæði í frétta- tímum og þættinum Kastljós, mættu vanda sig betur ef þeir vilja fá samúð almennings vegna lágra launa. For- maður Kennarasambandsins var næstum því með hótanir gagnvart þeim aðilum sem vildu bjóða for- eldrum gæslu fyrir yngri börn sín svo fólk þyrfti ekki að missa vinnuna. Tvær konur komu fram í Kastljós- inu 19. sept. og töluðu m.a. um, að laun kennara þyrftu að fylgja aukinni menntun þeirra og mikilvægi starfs- ins. Þarna var einnig þingmaður og bæjarfulltrúi til svara. Hann hefur greinilega ekki mikinn metnað gagn- vart sjálfum sér, að hann skuli ekki vera búinn að fara á námskeið í fram- sögn. Það hefði verið nauðsynlegt hjá sjónvarpinu að texta það sem mað- urinn sagði, eins og gert var í viðtali við Megas þegar hann var sæmdur verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu árið 2000. Önnur konan , sem bæði kynnti sig sem kennara og foreldri, tók svo til orða: „Við sem höfum aldist upp við það …“ o.s.frv. Hefur sjálfsagt meint: Við sem ólumst upp við það … Hin konan, sem var fyrir samtökunum Heimili og skóli, lenti líka í málfræðivillu og sagði: „Við verðum líka að spá í því.“ Í stað þess að segja „spá í það“. Hér hefur orðið mjög alvarleg hnignun í málfari fólks, jafnvel menntafólks þegar alþýðukona eins og ég, sem aðeins fékk barnaskóla- kennslu í fjóra vetur, getur ekki orða bundist. Mér datt í hug bráðfyndin auglýsing sem sést hefur í sjónvarp- inu og hin sívinsæla Guðrún Ás- mundsdóttir leikur í. Hún er að ferðast á Saga-Class, lítur í kringum sig og spyr: „Hvar er svo allt fína fólkið?“ Virðingarfyllst, María K. Einarsdóttir. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rf6 3. Rc3 Bb4 4. d3 d6 5. h3 c6 6. Bd2 O-O 7. Be2 He8 8. O-O Rbd7 9. He1 Rf8 10. Bf1 Re6 11. a3 Ba5 12. b4 Bc7 13. Re2 d5 14. exd5 cxd5 15. Rg3 e4 16. dxe4 Bxg3 17. fxg3 Rxe4 18. Bd3 Rxg3 19. Rg5 Rxg5 20. Bxg5 f6 21. Bh4 Hxe1+ 22. Dxe1 Rf5 23. Df2 Rxh4 24. Dxh4 g6 25. Hf1 Kg7 26. Df4 De7 27. Dd4 De5 28. Dh4 Be6 29. He1 Dd6 30. Dd4 a5 31. bxa5 Hxa5 Staðan kom upp á Norðurlandamóti grunnskólasveita en Rimaskóli, Norð- urlandameistarar barnaskólasveita, tefldi þar fyrir Íslands hönd. Hjörvar Steinn Grétarsson hafði hvítt gegn Peter Vas. 32. Db4! Dxb4 32... Hc5 hefði engu bjargað vegna 33. Hxe6!. Í framhaldinu verður hvítur manni yfir sem dugði til sigurs. 33. axb4 Ha4 34. Hxe6 Hxb4 35. Hd6 d4 36. Kf2 f5 37. Kf3 Kh6 38. Kf4 Kh5 39. g4+ fxg4 40. hxg4+ Kh4 41. g5 Hb1 42. Hd7 Kh3 43. Hxh7+ Kg2 44. Bxg6 Hb4 45. Be4+ Kf2 46. Hxb7 og svartur gafst upp. Keppnin fór fram í Stokkhólmi í Svíþjóð en lokastaða hennar varð þessi: 1. Svíþjóð I 13½ vinningur af 20 mögulegum 2. Finnland 11½ v. 3. Sví- þjóð II 10½ v. 4. Danmörk 10 v. 5. Rimaskóli 9½ v. 6. Noregur 6 v. Hvítur á leik. BANDARÍSKI umhverfisfélags- fræðingurinn Riley E. Dunlap er staddur hér á landi og flytur fyr- irlestur í dag á námsstefnu um sjálf- bæra þróun sem fram fer í Háskóla Íslands, en þar munu fjölmargir fræðimenn flytja erindi um sjálf- bæra þróun og ýmsar hliðar hennar. Í erindi sínu mun Dunlap, sem nú er prófessor við Åbo-háskóla í Finn- landi, meðal annars fjalla um fræði- greinina sjálfa, en rannsóknir hans á umhverfishygð og tengslum sam- félaga og umhverfis voru meðal þeirra fyrstu sem gerðar voru á því sviði. Er hann því talinn meðal frum- kvöðla fræðigreinarinnar. „Ég tel að olíukreppan snemma á áttunda áratugnum hafi valdið því að menn fóru alvarlega að velta fyrir sér tengslum samfélagsins og nátt- úrunnar,“ segir Dunlap, sem hóf rannsóknir sínar einmitt á árunum kringum 1970, þegar umhverfisvit- und var að vakna víða um heim í ljósi auðlindakreppna og mengunar. „Al- geng hugsun þá var sú að samfélagið gæti staðið nokkurn veginn sjálf- stætt frá náttúrunni, að við gætum hafið okkur yfir tengslin við hana og auðlindir væru nokkurs konar fasti, en olíukreppan skellti fólki aftur í jarðsamband og menn fóru að velta fyrir sér flóknum tengslum mann- legs samfélags, náttúru og umhverf- is. Þá má líka nefna atvik eins og Love Canal, þar sem íbúðarbyggð var reist ofan á risastórum efnaúr- gangshaug. Það er óhugnanlegt að sjá það á myndum hvernig viðbjóð- urinn sullast upp úr jörðinni á leik- svæðum barna og rýkur upp úr.“ Lýsing Dunlap er næstum óraun- veruleg, en vegna forvitni var vafrað um Netið og eftir stutta leit blöstu við ljósmyndir af óhugnaðinum. Flókið samhengi rannsakað Dunlap segir umhverfisfélags- fræðina í raun bæði taka á áhrifum samfélagsins á umhverfið og þeim áhrifavöldum sem þar eru á ferð, t.d. umhverfisverndarsinnum, fyr- irtækjum, stjórnmálamönnum, fjöl- miðlum og smærri samfélögum fólks, og áhrifum ýmissa umhverf- isþátta á samfélög, til dæmis meng- unar, slysa, rýrnandi auðlinda og fleira. „Meðal rannsóknarefna er til dæmis hegðun fyrirtækja. Við höf- um m.a. spurt okkur hvort fyrirtæki og verksmiðjur sem eru í eigu heimafólks mengi minna og valdi minni náttúruspjöllum en fyrirtæki sem eru í eigu aðila utan byggð- arinnar, þar sem mörg samfélagsleg öfl haldi í fólk, t.a.m. það að umgang- ast samborgara sína og vilja halda virðingu þeirra,“ segir Dunlap, sem hefur einnig rannsakað áhrif íhalds- manna í Bandaríkjunum á umræðu um og aðgerðir gegn loftslagsbreyt- ingum. „Þar liggur t.d. fyrir að repú- blikanar hafa starfað leynt og ljóst að því að ýta undir hróður vísinda- manna sem draga kenningar um loftslagsbreytingar í efa þrátt fyrir að þeir birti ekki skrif sín í virtum vísindaritum sem er ritstýrt af jafn- ingjum. Þá skipa íhaldsmenn þýð- ingarmikinn sess í „and-umhverf- isverndarhreyfingunni“ í Bandaríkjunum, sem dregur í efa fullyrðingar um mengun og nauðsyn náttúruverndar.“ Á miðvikudag hélt Dunlap fyr- irlestur í Háskóla Íslands um alþjóð- legar rannsóknir sem hann hefur tekið þátt í. „Það hefur verið viss trú meðal almennings og ráðamanna að ríkidæmi sé nauðsynleg forsenda umhverfishygðar. Þetta er kallað auðlegðartilgátan,“ segir Dunlap. „Rannsóknir sem hafa verið gerðar, þar á meðal Health of the Planet og World Values Survey, hafa ekki rennt stoðum undir þessa tilgátu. Þvert á móti hefur komið í ljós að umhverfishygð er síst minni meðal íbúa í fátækum ríkjum. Í rannsókn- unum kom fram að fólk í þessum ríkjum hefur áhyggjur af ýmsum umhverfismálum og er tilbúið að vinna að umhverfismálum. Stjórn- málamenn hafa haldið því fram að ríki þurfi að ná vissu auðlegðarstigi og hagvexti til að þegnarnir verði upplýstir á þessu sviði, en þetta á sér engar stoðir samkvæmt þessum rannsóknum. Ef við skoðum til dæmis ráðstefnuna í Jóhann- esarborg fyrir ári, þá voru það ekki þróunarlöndin sem mynduðu mestu hindranirnar í að samþykkja áætl- anir gegn mengun og eyðingu um- hverfis, heldur auðugasta þjóð heims, Bandaríkin.“ Kárahnjúkar og fiskveiðistjórnun Aðspurður hver séu helstu um- hverfisfélagsfræðilegu málefnin sem hægt væri að rannsaka hér á landi segir Dunlap þrjú mál helst standa upp úr við fyrstu sýn. „Í fyrsta lagi er það Kárahnjúkavirkjun, þar sem mikilvægt er að varpa ljósi á bæði samfélagslegar ástæður og áhrif virkjunarinnar, hvaða aðilar hagnast á henni og hverjir munu verða fyrir skaða,“ segir Dunlap og bætir við að hálendið sé greinilega nátengt sjálfsmynd stórs hluta þjóðarinnar líkt og fiskimiðin. Áhrif virkjana og samfélagsleg öfl í kringum þær séu því og verði afar áhugaverð rann- sóknarverkefni. Önnur afar áhuga- verð málefni segir Dunlap m.a. vera hvalveiðar og verndun hafsins, m.a. með tilliti til fiskveiðistjórnunar. „Þetta eru allt málefni þar sem sam- félagslegir þættir koma mjög sterkt inn í myndina. Þannig væri líka mjög áhugavert að skoða áhrif samþjöpp- unar eignarhalds útgerða á það hvernig farið er með auðlindina. Ef útgerðir eru í eigu fólks sem býr ná- lægt þeim, er þá umgengnin af meiri virðingu, eða hafa stórfyrirtæki betri leiðir til að vanda umgengnina við sjóinn. Þetta er eitthvað sem er ómögulegt að segja án rannsókna og ég tel þarna um auðugan garð að gresja í félagsvísindum. Fisk- veiðistjórnun er vissulega mjög ná- tengd samfélögunum.“ Umhverfismál| Bandarískur umhverfisfélagsfræðingur með fyrirlestur Engin tengsl milli umhverfishyggju og auðlegðar þjóða Morgunblaðið/Þorkell Riley E. Dunlap er meðal frumkvöðla heims í umhverfisfélagsfræði og hef- ur stundað umfangsmiklar rannsóknir á því sviði. svavar@mbl.is Námsstefna og málþing um sjálf- bæra þróun stendur í Hátíðarsal HÍ í dag frá níu til sex og á morgun frá tíu til sex. Nánari upplýsingar á www.hi.is/page/sjalfbaer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.