Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 28

Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Í DAGLEGRI umræðu um al- varleg mál ríður á miklu, að þátt- takendur fjalli þannig um málefni, að rætt sé það sem ræða á og mál- um ekki drepið á dreif með því forðast hið raunveru- lega umræðuefni. Umræðan allra síð- ustu daga um þá um- sögn sem Hæstiréttur Íslands hefur látið settum dóms- málaráðherra í té um hæfi og hæfni um- sækjenda hefur því miður borið þess glögg merki, að þeir, sem ákafast láta, vilji forðast aðalatriði málsins. Svo virðist sem ýmsir, þar á meðal Morgunblaðið og Magnús Thoroddsen, fyrrver- andi forseti Hæstaréttar og nú hæstaréttarlögmaður, hafi ekki beinlínis áttað sig á skyldu rétt- arins til umsagnar. Morgunblaðið orðar það m.a. svo, að það sé frá- leit hugsun að dómarar við Hæsta- rétt eigi að hafa eitthvað um það að segja hverjir eru skipaðir dóm- arar við réttinn. Þessa skoðun er Morgunlaðinu frjálst að hafa, en þó er þetta sú skipan sem löggjaf- inn hefur ákveðið. Á öðrum Norð- urlöndum er svipuð skipan, í Dan- mörku og Noregi er skylt að leita umsagnar Hæstaréttar um hæfi og hæfni umsækjenda og í Finnlandi mun það meira að segja svo, að Hæstiréttur geri tillögu um hvern skuli skipa en þjóðþingið þarf að samþykkja. Er þetta og í samræmi við tilmæli Evrópuráðsins um nauðsyn þess að tryggja sem bezt sjálfstæði dómstóla, og taldi Evr- ópuráðið það vera skilyrði fyrir raunverulegu sjálfstæði dómstól- anna að þeir njóti ákveðins sjálf- stæðis við afmörkun á starfsskil- yrðum og stjórn innri málefna, s.s. við val á dómaraefnum. Umsögn Hæstaréttar ber þess mjög merki, að tekið hefur verið tillit til sjónarmiða Umboðsmanns Alþingis sem sett voru fram í áliti hans vegna veitingar síðasta dóm- araembættis við Hæstarétt og byggð- ust m.a. á tilmælum Evrópuráðsins. Er það lofsvert en ekki lasts, að rétturinn hef- ur að nokkru breytt vinnubrögðum sínum við gerð umsagna. Hæstiréttur lagði níu svið til grundvallar við gerð umsagnar og mat síðan einstaka um- sækjendur innan hvers sviðs. Vilji menn gagnrýna um- sögnina efnislega, verða þeir að benda á hvort einhverju atriði sé ofaukið eða hvort þar vanti á og fjalla síðan um það, hvort for- sendur réttarins í umfjöllun um einstök svið séu málefnalegar, svo og hvert vægi einstakra þátta eigi að vera. Um þetta geta menn deilt. Hæstiréttur tók raunar sér- staklega fram, að hin einstöku svið hefðu mismunandi vægi innbyrðis. Til vanza er að láta í umræðu við það sitja, að fullyrða að einhver einn umsækjenda sé einn af fremstu lögfræðingum þjóð- arinnar, en fjalla að öðru leyti ekki um aðra umsækjendur. Hæstarétti bar að fjalla um hæfni einstakra umsækjenda og var þá sam- anburður nánast óhjákvæmilegur. Engu tali tekur, þegar starfandi hæstaréttarlögmaður og fyrrver- andi dómsforseti ýjar að því, að Hæstiréttur hafi beinlínis brotið lög með því að leitast við í umsögn sinni að hindra að Jón Steinar Gunnlaugsson yrði skipaður. Morgunblaðið gengur síðan enn lengra og segir augljóslega stefnt að því að takmarka möguleika hans til þess að koma til álita við veitingu þessa embættis. Sú var tíðin, að unnt var réttilega að gera þá kröfu til Morgunblaðsins, að það fjallaði málefnalega um hin veigamestu mál, en það virðist ekki vera raunin, þegar lögmaður ritstjórnar blaðsins á í hlut. Segja má, að umsagnaraðili hafi a.m.k. heimild til þess að hæfn- israða umsækjendum, enda er veitingavaldinu skylt að skipa þann sem ráðherra telur á mál- efnalegum forsendum hæfasta um- sækjandann. Heimild til hæfn- isröðunar ætti að vera óumdeild og má um það vitna til hæstarétt- ardóms frá árinu 1981, þar sem þess var krafizt að hæfnisröðun yrði ómerkt. Borgardómarinn Magnús Thoroddsen sagði, að í viðkomandi lögum væru mats- nefndinni engar starfsreglur settar um það, með hverjum hætti hún skuli meta hæfni umsækjenda. Ekki hafði heldur verið sett reglu- gerð um þetta efni hér á landi. Þegar þetta væri haft í huga, taldi dómarinn, að stöðunefnd hefði ver- ið heimilt að raða umsækjendum um stöðuna svo sem hún gerði. Þennan rökstuðing staðfesti Hæstiréttur. Er ekki kominn tími til að fjalla málefnalega um meginatriði máls- ins? Um hæfi og hæfni umsækjenda Jakob R. Möller fjallar um umsögn Hæstaréttar Íslands ’Hæstarétti bar að fjallaum hæfni einstakra um- sækjenda og var þá sam- anburður nánast óhjá- kvæmilegur.‘ Jakob R. Möller Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Í FRÉTTABLAÐINU hinn 8. september síðastliðinn er haft eft- ir Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra að lokuð geðdeild fyr- ir einstaklinga sem eru hættulegir sjálf- um sér og umhverfi sínu verði staðsett á Kleppsspítala. Segir hann að tutt- ugu einstaklingar falli undir þessa skilgrein- ingu, að þeir hafi ver- ið inn og út af geð- deildum og það hafi komið upp mjög vond einstaklingsmál sem þarfnast úrræða. Mér finnst þetta mjög undarleg ákvörðun, að setja á fót lokaða geðdeild í viðbót við allar þær sem fyrir eru. Til hvers eru þessir svo- kölluðu „B-gangar“ sem eru á mörgum af þessum deildum, eru þeir bara einhverjir skammarkrókar fyrir þá sem eru óþægir? Hver er ástæðan fyrir því að fólk er inn og út af geðdeild? Ég veit að það eru miklu fleiri en þessir tuttugu einstaklingar sem eru inn og út af þessum geðdeild- um og margir hverjir eru það gegn eigin vilja. Það hlýtur að vera eitthvað að ef fólk er inni eina vikuna, úti þá næstu og svo aftur inni eftir stutt- an tíma. Getur verið að þessir ein- staklingar sem taldir eru hættu- legir sjálfum sér og umhverfi sínu séu einfaldlega að kalla á hjálp, hjálp við að fóta sig í lífinu? Við hjálpum ekki fólki með því að loka það inni frá því um- hverfi sem við lifum í. Það hafa líka komið upp mjög vond ein- staklingsmál þar sem fólk er að bera sig eftir aukinni þjónustu þegar það kemur út af geðdeild, þau mál enda oft með ósköp- um. Kæri Jón Krist- jánsson! Þessir tutt- ugu einstaklingar sem þú talar um eru manneskjur með til- finningar og þeir eiga að njóta nákvæmlega sömu mannréttinda og allir aðrir. Ef þú ætlar að loka þá inni þá ber þér að sjá til þess að með- ferðin sem þeir fá inni á deild- unum og fyrir utan þær verði bætt til muna, einfaldlega vegna þess að fólk á ekki að þurfa að vera alltaf „inn og út“ af geðdeild- um. „Inn og út“ af geðdeild og hvað er til ráða? Bergþór Grétar Böðvarsson fjallar um vandamál á geðdeildum Bergþór G. Böðvarsson ’Við hjálpumekki fólki með því að loka það inni frá því um- hverfi sem við lifum í.‘ Höfundur greindist með geð- hvarfasýki árið 1989. Hann er virkur meðlimur í notendahópi Hugarafls. Í SUMAR leiðrétti ég rang- færslur háskólaprófessorsins Hann- esar H. Gissurarsonar er vörðuðu ritun Sögu SH. Ég reyndi líka að útskýra fyrir honum hvað væri ritstuldur. En það var eins og að berja höfðinu við stein að ræða þessi mál við háskólaprófessorinn (samanber nýjustu skrif hans í Frétta- bréfi Sagnfræðinga- félags Íslands). Nú launar há- skólaprófessorinn mér greiðann og bendir á villur í bók- inni Lífsspeki sem Bókaútgáfan Hólar gaf út í fyrra. Hafi hann guðsþökk fyrir og mína. Ég mun að sjálfsögðu fara yfir þessar ábendingar og færa til betri vegar áður en kemur til end- urprentunar Lífs- spekinnar en bókin hefur mælst vel fyrir og notið vinsælda. Að vísu gerir há- skólaprófessorinn þátt minn í bókinni meiri en hann er. Ég er ekki höfundur hennar, eins og hann kallar mig, heldur tók ég hana saman. Ég skal játa að „Ecclesiasticus“ vakti athygli mína á sínum tíma, mest fyrir það hvað þetta er sér- kennilegt nafn. Sannast nú sem fyrr að háskólamenntun gerir menn hvorki góða né gáfaða. Sumum er einfaldlega ekki viðbjargandi. Og nú hía börnin (og háskólaprófessorinn) á mig og segja: „Einn voða vitlaus.“ Þetta er sárt en neyðir mig til að horfast í augu við eigin vanþekkingu sem er vel. Ég verð einnig að játa fávisku mína þegar kemur að meintum rit- stuldi mínum. Ég kann- ast hvorki við speking- inn né orðin sem háskólaprófessorinn leggur honum í munn. Ég er reyndar svolítið feiminn við þessa játn- ingu því að hún gefur óneitanlega til kynna að einhver hugsun leynist með undirrituðum. Hins vegar er það vel ef háskólaprófessorinn er loksins að átta sig á því hversu alvarlegt mál það er að taka frá öðrum rithöfundum og eigna sjálfum sér, jafn hirðu- samur og hann er í um- gengni við verk annarra og hiklaus við að merkja söfnunarpokana sjálfum sér. Að lokum hlýt ég að biðjast afsökunar á þessu léttvæga pári mínu sem getur ekki orðið til annars en að tefja aðdrætti í Kilj- ansbók en eins og alþjóð veit leggur há- skólaprófessorinn metnað sinn í að eiga ávallt síðasta orðið. Með þökk fyrir birtinguna og lof- orði um að ég muni framvegis, sem hingað til, kappkosta að bæta þekk- ingu mína sem er, því miður, lítil og léleg. „Einn voða vitlaus“ Jón Hjaltason svarar Hannesi Hólmsteini Gissurarsyni Jón Hjaltason ’Hins vegar erþað vel ef há- skólaprófess- orinn er loksins að átta sig á því hversu alvarlegt mál það er að taka frá öðrum rithöfundum og eigna sjálfum sér …‘ Höfundur kallar sig vitsmælingja en dugnaðarfork. NJÖRÐUR P. Njarðvík fjallar um kirkjuna og samkynhneigð hinn 18. september sl. hér á síðum Morgunblaðsins. Töluvert mikið hefur verið um slíkar greinar und- anfarið og flestar samtaka, með það að markmiði að þrýsta á presta og for- ystumenn Þjóðkirkj- unnar að samþykkja heilagt hjónaband homma og lesbía. Mér finnst alltaf ómálefnalegt þegar fólk tekur hlutina úr samhengi málstað sínum í hag eða hefur lítið vit á því sem það er að tala um, eins og mér virðist með Njörð í áðurnefndri grein hans þar sem hann talar eins og hann hafi lesið Biblíuna spjaldanna á milli og viti nákvæmlega hvað stendur þar og hvað ekki. Ann- aðhvort skortir mikið upp á bibl- íuþekkingu hans eða hann sleppir vísvitandi mikilvægum stað- reyndum sem ég á nú síður von á þar sem ég hallast frekar að fyrri kostinum. Njörður vitnar einungis í 3. Mósebók 18:22 í Gamla testa- mentinu þar sem segir að eigi skuli karlmaður leggjast með öðr- um karlmanni, það sé viðurstyggð. Hann segir að það sé ekki minnst á lesbíur í þessum fyrirmæla- köflum og samkvæmt því ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að kirkjan gefi saman lesbísk pör. En staðreyndin er sú að það kemur skýrt fram annars staðar og það í Nýja testamentinu. Gamla testamentið verður að skoða í ljósi Nýja testamentisins þar sem Jesús leiddi inn nýjan og betri sáttmála, náðarsáttmála, og ógilti þar með gamla sáttmálann með því að uppfylla lögmálið. Og þá, eins og Njörður bendir á og ég get verið honum fyllilega sammála, kveður við algerlega nýjan tón fyrirgefningar í stað refsingar. En hvers vegna þurfti fólk á fyrirgefningu hans að halda? Það hlýtur að vera vegna þess að það hafi gert eitthvað rangt. Að fyrirgefa er að sjálfsögðu ekki það sama og að sam- þykkja það sem rangt er gert. Fólk hreifst af Jesú og gerir enn því hann gekk um meðal syndara og dvaldi með þeim. En það var í þeim tilgangi að boða þeim leið út úr myrkrinu og aldrei fetaði hann í þeirra fótspor heldur hvatti þá til að feta í sín. Í sög- unni þar sem grýta átti konu sem staðin var að hórdómi sagði Jesús þessa frægu setningu: „Sá yðar sem syndlaus er kasti fyrstur steini á hana.“ En setningin sem kom á eftir er ekki eins fræg þar sem hann segir: „Far þú og syndga ekki framar.“ Jesús lagði ríka áherslu á það við fólk að það léti af syndsamlegu líferni og fylgdi honum. Að lokum ætla ég að vitna í Pál postula Jesú Krists sem ritaði stærstan hluta Nýja testament- isins. Ef kirkjan gerir það sem hann sagði ómerkt þá er hún um leið að gera meiri partinn af Nýja testamentinu ómerkan og það er einmitt á því sem kristin kirkja hefur hingað til verið byggð. Í bréfi Páls til Rómverja, kafla 1 og versi 26–27, stendur: „Bæði hafa konur breytt eðlilegum mökum í óeðlileg, og eins hafa líka karlar hætt eðlilegum mökum við konur og brunnið í losta hver til annars, karlmenn frömdu skömm með karlmönnum og tóku út á sjálfum sér makleg málagjöld villu sinn- ar.“ Og í fyrra bréfi Páls til Korintu- manna: „Vitið þér ekki, að rang- látir munu ekki Guðs ríki erfa? Villist ekki! Hvorki munu saurlíf- ismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, last- málir né ræningjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs.“ Kirkjan og hjónaband samkynhneigðra Edda Sigurðardóttir svarar Nirði P. Njarðvík ’Annaðhvort skortirmikið upp á biblíuþekk- ingu hans eða hann sleppir vísvitandi mik- ilvægum staðreynd- um …‘ Edda Sigurðardóttir Höfundur hefur lokið námi frá Impact Bible College í Flórída.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.