Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 25
tyrkneskum vini frá Suður-Tyrk-
landi sem fékk súpuna oft hjá ömmu
sinni. „Tyrkir leggja áherslu á að
súpur séu ferskar,“ segir Guðmund-
ur. „Sellerírótin og sítrónanþjóna vel
þeim tilgangi.“
Brauð með gúllassúpu
(tvö stór brauð)
600 g hveiti
50 g smjör
7 g þurrger
1½ tsk salt
½ tsk sykur
400 ml mjólk
oreganó
1 egg og aðeins mjólk til að pensla
brauðið
Hveitið sett í skál, smjör mulið út í
í höndunum þar til það er kornótt.
Salti, sykri og geri blandað saman
við og volgri mjólk hellt út í í lokin.
Deigið hnoðað vel í um 10 mín. Breitt
yfir skálina með rökum
klút og deigið látið
hefast í um 40
mín. Deigið
hnoðað aftur
saman og
mótað í tvö
brauð,
sem sett
eru á
ofnplötu
og látin
hefast á ný í
um 20 mín.
Brauðin pensluð með
eggja/mjólkurblöndu og stráð
yfir oreganó eða basil ásamt
nýmöluðum pipar. Bakað við
180ºc í 20 mín. Mjólkurblöndu aftur
penslað yfir brauðin. Bakað á ný í um
15 mín. eða þar til brauðin eru fal-
lega brún. Í þessi brauð má t.d. setja
sólþurrkaða tómata, ólífur eða
þurrkaðar apríkósur.
Brauðið er látið standa í 20 mín.
áður en það er skorið.
Á matseðli Cultura er taílensk
súpa og segir Guðmundur að hún sé
mjög vinsæl og verði áfram á mat-
seðli vetrarins og hér er kemur upp-
skriftin:
Taílensk Tom Ka-súpa
með kjúklingi og fiski
dagsins
4 hvítlauksrif (söxuð)
3 cm biti ferskt engifer (saxað)
1 laukur skorinn í bita
1–2 sellerístangir í bitum
2 gulrætur, skornar í strimla
fiskkraftur
kjötkraftur
200 g kjúklingur skorinn í strimla
200 g smálúða skorin í bita
2 msk rifin sítrónumelissa
salt og pipar
2 dósir kókósmjólk
1 l vatn
Sellerí og laukur léttsteikt í potti,
ekki brúna. Hvítlauk og engifer bætt
út í, þá gulrótunum og loks vatni.
Látið sjóða í um 20 mín. Fisk-
kraftur, kjötkraftur og sítrónumel-
issa sett út í meðan á suðu stendur
og súpan smökkuð til með salti og
pipar. Kókosmjólk bætt út í í lokin
og súpan látin sjóða í um 10 mín.
Kjúklingurinn og fiskurinn brúnuð í
olíu á pönnu. Krydduð með salti og
pipar og sett út í súpuna rétt áður en
hún er borin fram.
Á Þremur frökkum er boðið upp á
rjómalagaða humarsúpu, sem Úlfar
Eysteinsson matreiðslumaður gefur
uppskrift að:
Humarsúpa
12 humrar
½ msk tómatpuré
½ laukur
2 sveppir
1 tsk paprikuduft
½ tsk karrí
5 hvítlauksgeirar
2 dl hvítvín
1,5 l vatn
1 tsk fiskikraftur
1 tsk kjötkraftur
2 dl rjómi
Smjörbolla til þykkingar
„Við byrjum á að hátta humarinn
úr skelinni,“ segir Úlfar, og það ger-
ist þannig: Humarinn er klofinn eftir
endilöngu, görnin hreinsuð úr og
fiskurinn tekinn úr skelinni. Hum-
arskelin er sett í pott og svissuð í
smjöri í 3 mín. Lauk, svepp-
um, tómatpuré, papriku-
dufti, karríi
og hvítlauk
bætt út í og
steikt áfram í
1–2 mín. Hvít-
víni, vatni og
krafti er hellt
út í og soðið
áfram í 30–45
mínútur. Soðið er
sigtað og þykkt
með snjörboll-
unni. Rjómanum
bætt út í í lokin.
Áður en súpan er
borin fram eru humr-
arnir (þrír á hvern disk) klofnir í
tvennt svo þeir verða á þykkt við lít-
inn kvenmannsfingur. Þeir eru lagð-
ir á diskana áður en súpunni er hellt
yfir. Humarinn nær að hlaupa á leið-
inni frá pottinum og fram á borð.
Verði ykkur að góðu!
krgu@mbl.is
Morgunblaðið/Sverrir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 25
DAGLEGT LÍF
60 litir + 9 efnasamsetningar = frábært samstarf
Næstum eins og þín eigin húð.
Þinn litur, þín formúla, klæðskerasniðin að þörfum þínum með aðstoð sérfræðinga Clinique.
Allt að eigin vali: áferðin, þekjan, sólarverndin.
Möguleikarnir eru svo margir að þú hlýtur að finna einmitt farðann sem þér hentar.
Gjöf fylgir keyptum Clinique vörum fyrir 3.500 kr. og meira.*
*Á meðan birgðir endast.
w
w
w
.c
lin
iq
ue
.c
om
Laugavegi 63, sími 551 4422
NÆSTA sunnudag, hinn 26. sept-
ember, verður alþjóðlegur hjarta-
dagur haldinn víða um heim eða í
yfir 100 löndum. Þema dagsins í ár
er börn, unglingar og hjarta-
sjúkdómar. Ástrós Sverrisdóttir,
fræðslufulltrúi hjá Hjartavernd,
segir að með heilbrigðum lífs-
háttum allt frá barnæsku megi
koma í veg fyrir mörg tilfelli
hjartasjúkdóma síðar á ævinni.
„Þótt verulega hafi unnist á í
fækkun kransæðastíflutilfella þá fá
meira en þúsund Íslendingar krans-
æðastíflu árlega ef allir eru taldir
og eru karlmenn þar í miklum
meirihluta. Gera má ráð fyrir að
fjöldi þeirra sem deyja árlega
skyndidauða á Íslandi vegna krans-
æðastíflu sé um tvö hundruð
manns.
Nokkur lykilatriði geta stuðlað
að heilbrigðu hjarta alla ævi; að
forðast offitu og reykingar, hreyfa
sig og neyta hollrar fæðu.
Offita meðal barna fer stöðugt
vaxandi víða um heim. Gera má ráð
fyrir að 22 milljón börn undir fimm
ára aldri séu of feit og enn fleiri yf-
ir kjörþyngd.“ Ástrós bendir á að
því yngri sem viðkomandi byrji að
reykja því meiri hætta sé á að fá
sjúkdóma síðar sem rekja megi til
þeirra.
„Helmingur ungs fólks sem byrj-
ar að reykja snemma (á unglings-
árum) og heldur því áfram á full-
orðinsárum er líklegri til að deyja
af sjúkdómum sem rekja má til
reykinga. Næstum helmingur allra
barna á heimsvísu býr inni á heimili
þar sem er reykt. Þó hefur um-
hverfið breyst í þessum efnum,
a.m.k. hérlendis og víðar. Fólk
reykir síður í návist barna og reyk-
laus svæði eru víðar en áður.“
Ástrós segir að aðalmálið sé þó
að unglingurinn byrji ekki að
reykja. Unglingur með sterka
sjálfsímynd, skýr markmið í lífinu
og heilbrigða hugsun er besta leið-
in fyrir reykleysi Þrátt fyrir að það
sé börnum eðlislægt að hreyfa sig
og vera virk segir Ástrós að stór
hluti barna hreyfi sig alltof lítið
daglega. „Kyrrseta hjá börnum
eykur líkurnar á hjarta- og æða-
sjúkdómum og ýmsum öðrum lang-
vinnum sjúkdómum síðar á æv-
inni.“
Auk þessara þátta segir hún að
mataræði skipti miklu máli fyrir
heilbrigt hjarta.
„Börn þurfa að borða hollan mat,
takmarka saltneyslu, sykraða gos-
drykki, sælgæti og snakk.“
HEILSA | Árlega fá yfir þúsund Íslendingar kransæðastíflu
Heilbrigt líferni í æsku
er fyrirbyggjandi
Morgunblaðið/RAX
Lykilatriði: Hreyfing er eitt af lykilatriðum til þess að hafa heilbrigt hjarta.
TENGLAR
..............................................
www.hjarta.is
www.lhs.is
www.worldheartday.com
Í tilefni af alþjóðlega hjartadegi
hafa Hjartavernd og Hjartaheill
(Landsamtök hjartasjúklinga)
skipulagt sérstaka dagskrá m.a.
hjartagöngu og línuskautahlaup
(ef veður leyfir) frá Þróttaraheim-
ilinu í Laugardalnum kl.13 á sunnu-
dag . Þá verða heilsufarsmælingar
einnig í boði frá kl.13-16 á sama
stað.
Fréttir á SMS