Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 35
MINNINGAR
samviskusemi sem hún hafði fengið í
vöggugjöf.
Takako þyrsti ætíð í meiri þekk-
ingu á sviði tónlistarinnar og sótti
hún m.a. reglulega söngtíma hjá
undirritaðri þar sem sönglög gömlu
meistaranna Mozarts og Schuberts
ómuðu um salarkynnin í Garða-
bænum.
Þótt falleg hógværð einkenndi allt
hátterni Takako þá fann maður
hennar innri styrk í þeim verkefnum
sem hún tók sér fyrir hendur. Stolt
kórstjórans var mikið þegar Takako
skilaði sínum einsöngsstrófum ætíð
með glæsibrag, áheyrendum og kór-
konum til mikillar gleði.
Söknuðurinn er sár en minningin
um yndislega manneskju og kór-
félaga mun lifa og óma í söng
Kvennakórs Garðabæjar.
Englakór Guðs á himnum hefur
svo sannarlega fengið til liðs við sig
fallega tindrandi sópranrödd og
snjallan hörpuleikara.
Fjölskyldu og vinum votta ég mína
dýpstu samúð.
Með þessu fallega ljóði Þuríðar
Guðmundsdóttur skáldkonu vil ég
þakka elskuleg kynni en lag Hildi-
gunnar Rúnarsdóttur við ljóð Þur-
íðar var á sl. starfsári á efnisskrá
Kvennakórs Garðabæjar.
Ég vil gefa þér
aðeins eitt blóm
svo að þú sjáir
hve fagurt það er.
Ég vil gefa þér
aðeins eitt tár
til þess þú finnir
hve tregi minn er djúpur.
Ég vil gefa þér
aðeins einn vin
svo að þú vitir
hve auðugur þú ert.
Ingibjörg Guðjónsdóttir, kór-
stjóri Kvennakórs Garðabæjar.
Takako vinkona mín hefur kvatt
þennan heim. Eftir stendur pýra-
mídinn okkar þriggja, Matthildar
mín og Takako. Perlurnar á hverju
horni pýramídans eru í mínum huga
tákn þeirrar einstöku vináttu sem
batt okkur saman á svo undursam-
legan hátt. Takako full af baráttuhug
gegn veikindunum sem við henni
blöstu, Matthildur full af orku og
gleði og ég að reyna að miðla af
reynslu liðinna áratuga. Saman
reyndum við að finna leið til að gera
átökin léttbærari.
Lífið er fullt af áskorunum og
hvert og eitt okkar tekst á við það
hver á sinn hátt. Takako með fallegu
augun sín valdi sér meðal annars það
hlutskipti að yfirgefa heimaland sitt
Japan og skapa sér heimili á Íslandi.
Fyrir það erum við þakklát sem
fengum að kynnast henni og áttum
samleið með henni um tíma. Á vinnu-
stað hennar við Rauðarárstíg bund-
umst við þeim tryggðaböndum sem
einkenndi samband okkar upp frá
því. Minnist bænahringsins, baráttu
hennar við krabbameinið og þess að
hún hafði þá sigur. Mörg ár liðu þar
til krabbamein var aftur staðreynd
og nú á nýjum stað, baráttan hófst á
ný. Man eftir Takako við píanóið eða
hörpuna, man eftir samverustundum
í hádeginu þar sem væntumþykjan
var allsráðandi. Þessar samveru-
stundir verða nú ásamt öðrum að
fjársjóði sem verður vel geymdur.
Krabbameinið hafði sigur í þetta
sinn og Takako hefur nú gengið til
móts við ljósið sem hún var búin að
sjá en átti eftir að kanna betur. Það
voru forréttindi að fá að eiga hana
sem vinkonu, hógværð og umburð-
arlyndi voru það sem einkenndi hana
og varð til þess að hún varð svo vina-
mörg sem raun ber vitni. Nú mun
pýramídinn með perlunum verða
mér tákn um það að leiðir okkar liggi
líklega saman á ný þegar fram líða
stundir.
Ég votta Kjartani, Ólöfu, Árna og
systkinum Takako samúð mína á erf-
iðum tíma í lífi þeirra. Þið hafið misst
mikið en hafið í huga að það er vegna
þess hve þið áttuð mikið og minn-
ingar um hæfileikaríka konu, trygga
eiginkonu, umhyggjusama móður og
ömmu og kærleiksríka systur verða
ykkar fjársjóður í framtíðinni.
Hildur Leifsdóttir.
Takako var lágvaxin og fíngerð
kona, en hún bar samt höfuð og
herðar yfir marga af samferðamönn-
um sínum, vegna hæfileika sinna og
þess mikla persónuleika, sem hún
bar. Hún hafði afar hlýja útgeislun
og var hvers manns hugljúfi.
Þegar hún talaði, þá lagði fólk við
hlustir, því hún var ætíð róleg, kurt-
eis, málefnaleg, og velviljuð. Ég
minnist þess ekki, að hafa séð hana
skipta skapi á okkar langa sam-
starfsferli. Hún hafði það gott vald á
að tala og skrifa íslensku að undrun
sætti.
Hún starfaði hjá Byggðastofnun
frá 1. október 1985 og þar áður í
nokkur ár hjá Framkvæmdastofnun
ríkisins. Hún var sérfræðingur í
tölvumálum og öllu því, sem því
tengdist. Hún veitti tölvudeildinni
forstöðu og gerði það af stakri prýði
og öryggi. Hún lét af föstum störfum
hjá Byggðastofnun árið 2001, þegar
hún hóf störf hjá Seðlabanka Ís-
lands, en veitti Byggðastofnun ómet-
anlega aðstoð og ráðgjöf í tölvumál-
um eftir það, allt til hins síðasta.
Hún var góður starfskraftur og
góður vinnufélagi og vildi ætíð hafa
það, sem réttara reyndist og skoð-
anir hennar og ráðgjöf öll voru
grundvallaðar á fagmennsku og
kunnáttu.
Takako hannaði, og endurbætti
eftir þörfum á hverjum tíma, öflugt
lánabókhaldskerfi, sem Byggða-
stofnun hefur stuðst við um árabil.
Hún tók virkan þátt í að velja
stofnuninni nýtt kerfi, sem leysa
mun hennar af hólmi. Nú, þegar
Takako er lögð af stað í ferð yfir
móðuna miklu, þangað sem leið allra
liggur að lokum, vil ég þakka fyrir
samfylgdina hérna megin og um leið
votta einlæga samúð mína eftirlif-
andi eiginmanni hennar, Kjartani
Jónssyni, og börnum þeirra, Árna
Rúnari Inaba Kjartanssyni og Ólöfu
Júlíu Kjartansdóttur, tengdabörn-
um og barnabörnum.
Blessuð sé minning hennar.
Friðþjófur Max Karlsson.
Á mánudagsmorguninn var ég
minntur á það hversu afgerandi
dauðinn er. Hann skilur endanlega á
milli þeirra sem hverfa yfir á önnur
stig tilverunnar og okkar hinna sem
eftir sitjum með söknuð og trega
vegna þess að aldrei aftur verður
hægt að hafa samskipti við þann sem
farinn er frá okkur á sama hátt og
áður: ekki hægt að hlæja saman eða
sjá blik í auga.
Enda þótt ég hafi vitað af veik-
indum hennar Takako kom mér ekki
til hugar að hún mundi ekki sigrast á
þeim. Hún hafði gert það áður og ég
hafði þá trú að það gæti hún vissu-
lega gert aftur. Og þá gæti ég hlegið
með henni þegar við hittumst næst
og séð blik í auga eins og alltaf.
Ég kynntist Takako Inaba Jóns-
son þegar hún kom til starfa í Fram-
kvæmdastofnun ríkisins í byrjun ní-
unda áratugarins. Hún kom úr allt
öðru menningarumhverfi en við hin
og það var sérstaklega gaman að
fræðast af henni um japanska menn-
ingu og hugsunarhátt. Hún lagði sig
fram um að aðlagast okkar venjum
og tungu þótt sumt yrði henni brjót-
ur framan af. Ég neita því ekki að við
samstarfsmennirnir notfærðum okk-
ur stundum þá tvíræðni sem sums
staðar er að finna í íslenskunni, þeg-
ar orðin segja eitt en merkingin ann-
að. Það átti hún erfitt með að skilja –
en hún lærði fljótt. Það má reyndar
segja að með samskiptum við Tak-
ako fengum við nýja og breiðari sýn
á okkar eigin móðurmál.
Takako fylgdi starfshópnum sem
myndaði Byggðastofnun þegar hún
tók til starfa, vann sín ábyrgðar-
miklu störf þar af vandvirkni og ná-
kvæmni og saman fylgdumst við að
þar til stjórnmálunum þóknaðist að
flytja starfsemina norður yfir heiðar.
Eftir þær hremmingar lágu leiðir
okkar saman að nýju meðan við bæði
störfuðum í Seðlabankahúsinu.
Ég á góðar minningar um Takako.
Ég gleymi til að mynda ekki burtfar-
artónleikunum hennar í Tónlistar-
skóla Kópavogs. Þar mættust svo
sannarlega tveir menningarheimar
bæði í efnisvali og klæðaburði. En
það var líka hetja sem var í brenni-
depli þetta kvöld sem hafði lagt á sig
ómælda vinnu og erfiði. Og hún hafði
ekki lokið afrekum sínum í tónlist-
arnámi.
Að mínu mati varð Takako meiri
Íslendingur en margir þeir sem ekki
eiga rætur sínar að rekja út fyrir
landsteinana. Með því er ég ekki að
segja að hún hafi orðið betri bara
fyrir það. Hún naut þess hins vegar í
þessum efnum að hún hafði gifst ein-
um af Oddgeirshólafólkinu en fáum
hef ég kynnst sem eru meiri sóma-
menn. Sá hópur sér nú á eftir góðri
konu sem svo sannarlega var orðin
ein af þeim þótt hún væri langt að
komin og væri síst minni Japani en
hún var þegar hún kom fyrst.
Þessi leiðarlok sem nú eru orðin
eru ekki óskastund þótt þau hafi ver-
ið óumflýjanleg. Andlát Takako
Inaba Jónsson eru mér og Steinunni
harmdauði og við sjáum eftir góðri
vinkonu.
Hún gerði líf okkar ríkara vegna
þess að við fengum að kynnast henni
og fyrir það viljum við þakka. Við
vottum Kjartani, Árna og Ólöfu og
fjölskyldu hennar nær og fjær okkar
dýpstu samúð.
Sigurður Guðmundsson.
Nú er hún Takako farin. Við sam-
starfsfólk hennar í Seðlabanka Ís-
lands fengum að kynnast henni í of
stuttan tíma. Við fengum að kynnast
kröftugri samstarfsmanneskju sem
kom að hverju verkefni með sama
krafti og dug, allt sem hún tók sér
fyrir hendur gerði hún vel, hverju
verkefni var sinnt samviskusamlega
og hvert verk var leyst fljótt og vel.
Við fengum líka að kynnast henni
sem persónu, persónu sem vildi
hverjum manni vel. Persónu sem
kom heiðarlega fram, lét í ljós sína
skoðun og virti jafnframt skoðanir
annarra.
Blessuð sé minning þín Takako og
við biðjum Guð að styrkja fjölskyldu
þína í sorg sinni.
Vinnufélagar í tölvudeild
Seðlabanka Íslands.
Takako Inaba Jónsson er í dag
kvödd hinstu kveðju. Hún kom til
starfa í tölvudeild Seðlabanka Ís-
lands 1. febrúar 2001 og hafði því
starfað hjá bankanum í tiltölulega
skamman tíma. Áður gegndi hún
starfi yfirmanns tölvumála hjá
Byggðastofnun og fyrir tíma
Byggðastofnunar hjá Framkvæmda-
stofnun frá árinu 1983. Starfi sínu
hjá Seðlabankanum sinnti hún af
sérstakri trúmennsku og áhuga og
var jafnan fús til að liðsinna starfs-
mönnum sem leituðu til hennar. Með
viðmóti sínu ávann hún sér vinskap
og virðingu samstarfsmanna. Henn-
ar verður saknað úr starfmannahópi
bankans. Ég sendi fjölskyldu Ta-
kako mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Ingvar A. Sigfússon, rekstrar-
stjóri Seðlabanka Íslands.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
(Valdimar Briem.)
Það er með miklum söknuði og
trega sem ég kveð þig Takako mín.
Það eru margar ljúfar stundir sem
við áttum saman. Börnin okkar
fæddust og uxu úr grasi með öllum
prakkarastrikunum sem því fylgdi
og mikið hlógum við oft að því.
Mikið fannst mér gaman að hlusta
á þig spila á hörpuna þína og fylgjast
með söngnáminu þínu. Þú hafðir
gaman af því að fara á tónleika og
listasýningar, fórst meira að segja á
listasýningu þótt þú værir orðin
mjög veik.
Það var mjög leiðinlegt að þú
skyldir ekki hitta systkini þín sem
voru á flugi á leið til þín.
Mikið á ég eftir að sakna þín. Takk
fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig og
mína.
Ég votta Kjartani, Ólöfu, Árna og
öllu skyldfólki mína dýpstu samúð.
Angelika.
Liðin eru átta ár síðan Takako
Inaba hélt sína útskriftartónleika frá
söngdeild Tónlistarskóla Kópavogs.
Þá söng hún fyrir fullu húsi.Vann
hún hug og hjörtu viðstaddra en tón-
leikagestir koma víða að úr sam-
félaginu enda naut stærðfræðingur-
inn Takako, sem starfaði við flóknar
tölvur Byggðastofnunar, virðingar
og aðdáunar þeirra sem henni
kynntust.
Á löngum söngkennaraferli er
Takako meðal minna minnisstæð-
ustu nemenda. Með þrautseigju og
elju stundaði hún söngnám sitt og
fékk brátt ást á ljóðasöng, hvort sem
lögin voru samin við þýsk, ítölsk, jap-
önsk eða íslensk ljóð, en það var
áhugi hennar á íslenskum fræðum
og skáldskap sem bar hana hingað á
norðurhjara veraldar, alla leið frá
Japan.
Hæst reis Takako er hún barðist
við þann sjúkdóm sem lagði hana
loks að velli. Hún missti úr aðeins
einn söngtíma í vikunni sem hún
varð að gangast undir erfiðan upp-
skurð eftir að mein hennar uppgötv-
aðist og þraukaði án forfalla allan
veturinn þrátt fyrir þungbæra eft-
irmeðferð. En þannig var hún Tak-
ako, hæversk, kurteis og fínleg en
föst fyrir eins og klettur í ólgusjó.
Síðastliðinn sunnudag handlék ég
á heimili mínu fallegan japanskan
blómavasa sem Takako gaf mér forð-
um og hugsaði til hennar með hlýju.
Eftir á veit ég að það var hennar
dánardagur. Nú eru blóm komin í
vasann góða. Börnum hennar og eig-
inmanni sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Anna Júlíana Sveinsdóttir.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is
S. 555 4477 • 555 4424
Erfisdrykkjur
Verð frá kr. 1.150
Ástkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir,
ÁSGRÍMUR JÓNSSON,
Móabarði 4,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut miðviku-
daginn 22. september.
Kristjana Pétursdóttir,
Sveinbjörn Ásgrímsson,
Sóley Björk Ásgrímsdóttir, Sverrir Kr. Bjarnason,
Guðrún Jóna Ásgrímsdóttir.
JÓHANNES ZOËGA
fyrrverandi hitaveitustjóri,
lést þriðjudaginn 21. september.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn
30. september kl. 15.00.
Tómas Zoëga, Fríða Bjarnadóttir,
Guðrún Zoëga, Ernst Hemmingsen,
Benedikt Jóhannesson, Vigdís Jónsdóttir,
Sigurður Jóhannesson, Solveig Sigurðardóttir.
Morgunblaðið birtir minningar-
greinar alla útgáfudagana.
Skil Minningargreinar skal senda í
gegnum vefsíðu Morgunblaðsins:
mbl.is (smellt á reitinn Morgun-
blaðið í fliparöndinni – þá birtist
valkosturinn „Senda inn minning-
ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs-
ingum).
Skilafrestur Ef birta á minningar-
grein á útfarardegi verður hún að
berast fyrir hádegi tveimur virkum
dögum fyrr (á föstudegi ef útför er
á mánudegi eða þriðjudegi). Ef út-
för hefur farið fram eða grein
berst ekki innan hins tiltekna
skilafrests er ekki unnt að lofa
ákveðnum birtingardegi. Þar sem
pláss er takmarkað getur birting
dregist, enda þótt grein berist áð-
ur en skilafrestur rennur út.
Lengd Minningargreinar séu ekki
lengri en 2.000 slög (stafir með
bilum - mælt í Tools/Word Count).
Ekki er unnt að senda lengri grein.
Hægt er að senda örstutta kveðju,
HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og
votta þeim sem kvaddur er virð-
ingu sína án þess að það sé gert
með langri grein. Ekki er unnt að
tengja viðhengi við síðuna.
Formáli Minningargreinum fylgir
formáli, sem nánustu aðstandend-
ur senda inn. Þar koma fram upp-
lýsingar um hvar og hvenær sá,
sem fjallað er um, fæddist, hvar og
hvenær hann lést, um foreldra
hans, systkini, maka og börn og
loks hvaðan útförin fer fram og
klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl-
ast er til að þetta komi aðeins
fram í formálanum, sem er feit-
letraður, en ekki í minningargrein-
unum.
Minningar-
greinar