Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEGAR safn fór af stað var það með loforðum um virka starfsemi en ekki staðnaða fastasýningu. Það er ekki hægt að segja annað en að staðið hafi verið fullkomlega við þessi lof- orð og jafnan hefur tekist vel til við val á listamönnum bæði ungum sem reyndari. Þó að húsakynni safns séu nokkuð af skornum skammti til þessarar starfsemi hefur tekist að skapa eftirminnilegar sýningar eins og þær þrjár sem nú eru þar sanna. Þegar hefur verið fjallað um sýningu Katharinu Grosse en nú hafa tvær sýningar verið opnaðar til viðbótar, Ívar Valgarðsson og Pieter Holstein. Það kemur ekki á óvart að inn- setning Ívars Valgarðsssonar í safni við Laugaveg sé af einföldum toga, ljósmynd sem kallast á við þrjú gler- verk. Ívar svíkur ekki frekar en fyrri daginn og innsetning hans er ein- staklega tær, falleg og aðgengileg. Listamaðurinn vísar að nokkru leyti til annarra verka í safni en skapar þó sterka, sjálfstæða heild. Á ofurein- faldan máta líkt og tíðkast hefur frá örófi alda leikur Ívar sér með skynj- un mannsins og tilfinningu okkar fyrir hinum efnislega heimi í kring- um okkur. Þessar vangaveltur má einnig yfirfæra á hugleiðingar um eðli listarinnar og jafnvel ganga svo langt að láta sér detta í hug eðli heimsins eða hugmyndir um að allt sér blekking, að efnisheimurinn sér fullkomlega hverfull. Vatn verður gler og gler verður vatn. Ívar notar hér sem fyrr verksmiðjuframleidd efni í verk sitt en þó skynja ég nýjan og áræðinn tón sem er mjög spenn- andi og það er ekki hægt annað en vera með nokkrar væntingar til næstu sýninga hans. Hollenski listamaðurinn Pieter Holstein sýnir svo þó nokkurn fjölda verka á öllum hæðum safns og er eiginlega um litla yfirlitssýningu að ræða. Holstein er nú á sjötugsaldri en verkin sem hann sýnir eru frá síð- ustu fjórum áratugum. Holstein er teiknari og grafíker en málar einnig, myndir hans þjóna þó alltaf fyrst og fremst einhvers konar frásögn og teikningu, frekar en að vera maler- ískar. Hann er einna þekktastur fyr- ir grafíkmyndir sínar sem minna nokkuð á myndasögur eða teikning- ar í barnabókum frá sjötta áratugn- um. Holstein hefur verið í nokkrum tengslum við ísland í gegnum tíðina og kennt íslenskum listamönnum bæði í Hollandi og hér heima. Hann hefur ótvírætt haft nokkur áhrif á hérlenda listamenn. Það er alltaf hressandi að sjá verk listamanns sem gengur beint til verks án þess þó að vera einfaldur á nokkurn hátt en mynda hans má njóta á fleiri en einn hátt, þar sem hann er fyndinn er jafnan einhver alvara að baki. Hann veltir fyrir sér hlutverki lista- mannsins í samfélagi okkar og til- gangi listarinnar en gerir það á af- slappaðan hátt og lausan við allan elítisma. Ekki má gleyma því að myndir Holstein eru kraftmiklar og bera hæfileikaríkum listamanni vitni. Það er því óhætt að mæla með heimsókn í safn um þessar mundir, þrjár spennandi sýningar auk fasta- sýningar. Glervatn MYNDLIST Safn, Laugavegi Til 24. október. Safn er opið miðvikudaga til föstudaga frá kl. 14–18 en frá 14–17 um helgar. BLÖNDUÐ TÆKNI, ÍVAR VALGARÐSSON GRAFÍK OG MÁLVERK, PIETER HOLSTEIN Morgunblaðið/Kristinn Verk Ívars Valgarðssonar, „Vatnslitur“, en Ívar sýnir nú í Safni. Ragna Sigurðardóttir TÍU vikur eru ekki langur tími til að æfa nýja dagskrá frá grunni, enda virtist lagaval nýstofnaða söng- kvartettsins Opus nánast hið sama og var á frumtónleikum hans á sama stað og vikudag 2. júlí sl. Má því að ósekju fara fljótt yfir sögu og stikla aðeins á helztu meginatriðum. Mikil bragarbót var að breyttu undirleikshljóðfæri. Í stað upprétta píanógarmsins sl. júlí var nú kominn velstilltur Steinway „Baby Grand“ flygill, og var jafnvægið við sönginn sömuleiðis mun betra en þá. Kons- ertstjórn Hótel Borgar var hins veg- ar ekki skilvísari en svo að gera þurfti mann út af örkinni til að kveða niður hátalaramúzakkið, svo að lif- andi flutningur gæti hafizt í sæmileg- um friði. Kynningar flytjenda voru aftur á móti öllu skipulagðari að þessu sinni, og framkoma hópsins ef nokkuð enn frjálslegri og glaðværari. Þá var raddsamvægið einnig betra innbyrðis en áður. Það heyrðist betur í körlunum, heildarhljómurinn var þéttari og hljóðfallið samstígara. Það var því ekki að sökum að spyrja að undirtektir urðu með hlý- legasta móti. Og eiginlega engin furða á okkar lagsveltu skeggöld þegar sígildar perlur Broadways eru í boði í eins góðri túlkun og völ er á hérlendis – einkum miðað við hvað al- mennt er lítið um faglegt framboð héðra á vesturheimskri fjölradda- sveiflu af fremstu gerð. Ríkarður Ö. Pálsson TÓNLIST Hótel Borg Ensk/amerísk söngleikjalög. Söng- kvartettinn Opus (Valgerður Guðnadóttir S, Rósalind Gísladóttir A, Einar Örn Ein- arsson T og Gunnar Kristmannsson Bar.). Píanó: Vignir Þór Stefánsson. Föstudag- inn 10. september kl. 21. KABARETTTÓNLEIKAR LJÓÐABÓKIN Hugfanginn, eftir Ragnar Halldór Blöndal, er komin út. Ljóðin eru, að sögn höfundar, einfaldar og oftar en ekki tregablandnar hugleiðingar manns sem kominn er yfir fertugt. Hugfanginn fæst í bókaverslun Máls og menningar við Laugaveg og sömuleiðis í verslun The Body Shop í Kringl- unni. Ljóð CHICAGO Á LAUGARDAGINN! Stóra svið Nýja svið og Litla svið Opnunartími miðasölu: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00-18:00 Mið-, fim- og föstudaga: 10:00-20:00, Laugar- og sunnudaga: 12:00-20:00 Miðasölusími 568 8000 - miðasala á netinu: www.borgarleikhus.is GEITIN - EÐA HVER ER SYLVÍA? e. E. Albee Aðalæfing lau 25/9 kl 13 - Kr 1.000 Frumsýning su 26/9 kl 20 - UPPSELT Fi 30/9 kl 20, Fö 1/10 kl 20, Fö 8/10 kl 20, Su 10/10 kl 20 BELGÍSKA KONGÓ e. Braga Ólafsson Su 3/10 kl 20, Fi 7/10 kl 20, Su 17/10 kl 20 Fi 21/10 kl 20, Su 31/10 kl 20 PARIS AT NIGHT e. Jacques Prévert í samstarfi við Á SENUNNI Í kvöld kl 20, Su 26/9 kl 20 Síðustu sýningar LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Su 26/9 kl 14, Su 3/10 kl 14, Su 10/10 kl 14, Su 17/10 kl 14 CHICAGO e. Kender, Ebb og Fosse Tvenn Grímuverðlaun: Vinsælasta sýningin og bestu búningarnir. Lau 25/9 kl 20, Lau 2/10 kl 20, Lau 9/10 kl 20 Lau 16/10 kl 20, Lau 23/10 kl 20 Aðeins örfáar sýningar í haust ÁSKRIFTARKORTIN GILDA Á SEX SÝNINGAR: ÞRJÁR Á STÓRA SVIÐI OG ÞRJÁR AÐ EIGIN VALI - AÐEINS KR. 10.700 (Þú sparar 5.500) TÍU MIÐA AFSLÁTTARKORT - FRJÁLS NOTKUN - AÐEINS SELT Í SEPTEMBER - AÐEINS KR. 18.300 (Þú sparar 8.700) VERTU MEÐ Í VETUR Stuðbandið frá Borgarnesi í kvöld Leikhúsgestir munið glæsilegan matseðil S: 568 0878 Miðasalan er opin kl. 14-18 virka daga, kl. 13-18 lau. og sun. og fram að sýningu sýningardaga. Símasala kl. 10-18 virka daga. Frumsýning fös. 8. okt. kl. 20 Sun. 10. okt. kl. 20 • fös. 15. okt. kl. 20 • sun. 17. okt. kl. 20 ATH. Allar sýningar hefjast kl. 20 Miðasala á Netinu: www.opera.is Rakarinn morðóði Óperutryllir eftir Stephen Sondheim Fös . 1 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Lau . 2 .10 20 .00 ÖRFÁ SÆTI Fös . 8 .10 20 .00 NOKKUR SÆTI Fös . 15 .10 20 .00 LAUS SÆTI Lau . 16 .10 20 .00 LAUS SÆTI AKUREYRI Íþróttahöllin Fös . 24 .09 20 .00 UPPSELT Aukasýn ing k lukkan 23 .00 „Se iðand i og sexý sýn ing sem dregur f ram hinar undar legus tu kennd i r . “ - Va ld í s Gunnarsdót t i r , ú tvarpskona - 4 600 200 leikfelag.is Miðasölusími SVIK e. Harold Pinter frumsýn. fös. 1/10 kl. 20 UPPSELT 2. sýn. sun. 3/10 kl. 20 örfá sæti laus 3. sýn. fim. 7/10 kl. 20 UPPSELT 4. sýn. fös. 8/10 kl. 20 UPPSELT 5. sýn. sun. 10/10 kl. 20 örfá sæti laus 6. sýn. sun. 24/10 kl. 20 4 sýningar á aðeins 6.500 kr. Áskriftarkort! HÁRIÐ - sýnt í Íþróttahöllinni fös 24/9 kl. 20 - UPPSELT fös 24/9 kl. 23 - MIÐNÆTURSÝNING nokkur sæti laus Hollywood Rhapsody – kvikmyndatónlist HÁSKÓLABÍÓI, FIMMTUDAGINN 23. SEPTEMBER KL. 19.30 FÖSTUDAGINN 24. SEPTEMBER KL. 19.30 Græn áskriftaröð #1 Hljómsveitarstjóri ::: John Wilson Einsöngvari ::: Gary Williams Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Það besta af hvíta tjaldinu Sinfóníuhljómsveitin býður nú upp á spennandi efnisskrá: Hollywood Rhapsody með breska söngvaranum Gary Willams, sem líkt hefur verið við ekki ómerkari menn en Nat King Cole og Frank Sinatra. Flutt verður m.a. tónlist úr Gone With The Wind, Star Wars, Uppreisninni á Bounty, Singing in the rain, More than you know og They can't take that away from me, svo fátt eitt sé talið. Komdu í magnað ferðalag um hvíta tjaldið! Seljavegur 2 ✦ 101 Reykjavík ✦ Miðasalan er opin frá 11-18 ✦ midasala@loftkastalinn.is Hræðilega fyndið, rokkað og flugbeitt: ELDAÐ MEÐ ELVIS eftir Lee Hall • Föstudag 1/10 kl. 20 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Laugardag 2/10 kl. 20 LAUS SÆTI Sýningin hlaut tilnefningu sem vinsælasta leiksýningin á Grímunni 2004. Aðeins nokkrar aukasýningar í haust. Tryggið ykkur miða strax! 552 3000 ☎ 552 3000 ☎ “Skemmtileg leikhússupplifun” VS Fréttablaðið. HINN ÚTVALDI eftir Gunnar Helgason • Sunnudag 26/9 kl. 14 ÖRFÁ SÆTI LAUS • Sunnudag 3/10 kl. 14 “Kærkomið tækifæri til að fara með börnin á eitthvað óvænt og nýstárlegt... sýning sem óhætt er að mæla með fyrir börn á öllum aldri” SAB Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.