Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 24.09.2004, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 51 JAPÖNSKU Pokémon-teiknimynd- irnar hafa notið fádæma vinsælda um heim allan síðustu árin. Nú er fimmta myndin komin en í henni slást tveir nýir Poké- monar í för, systkinin Latias og Latios sem eru vernd- arar Hjarta- dropans – ómetanlegs fjársjóðs. Íslensk talsetning fór fram í Sýr- landi – hljóðsetningu í leikstjórn Jak- obs Þórs Einarssonar og með helstu hlutverk fara Guðjón Davíð Karlsson sem Ash, Björgvin Franz Gíslason sem Brock og Freydís Kristófers- dóttir sem Misty. Sögumaður er Jóhann Sigurðarson og kynnir Örn Árnason. Sverrir Bergmann sér um sönginn og þýð- andi er Magnús Guðni Magnússon. Söngstjóri er Friðrik Sturluson. Aðr- ir leikarar eru Aino Freyja Jarvela, Jakob Þór Einarsson, Esther Talia Casey, Orri Huginn Ágústsson, Hall- grímur Ólafsson, Arnbjörg Valsdóttir og Kristjana Skúladóttir. Frumsýning | Pokémon 5 Á þjófa- veiðum Pokémon-hetjurnar eru mættar aftur þar sem Ash, Pikachu og félagar reyna að stöðva þjófa sem fela sig í Alto Mare-síkj- unum, vatnshöfuðborg heimsins. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 23/100 Variety 30/100 (skv. metacritic) Pokémon-ævintýrið heldur áfram. Frumsýningarhelgarinnarfolk@mbl.is MICHAEL Mann, leikstjóri Coll- ateral, er einhver sá virtasti í faginu og er það mál manna ytra að hér sé á ferð einhver sterkasta glæpamynd síðari ára. Sem endranær, þegar mynd eftir Mann er annars vegar, þá skiptir út- litið miklu, stíllinn er útpældur og spennan kynngimögnuð. Þó sér Mann nær alltaf til þess að í þessum flottu umbúðum sé alvöruinnihald, eitthvað verulega kjötmikið. Hér, líkt og í fyrri myndum sínum, fjallar Mann um líf glæpamannsins og sið- ferðislega árekstra hans við „venju- lega“ fólkið. Báðir hafa þeir Cruise og Foxx fengi mikið lof fyrir frammi- stöðu sína. Einkum hefur stór- stjarnan Cruise vakið athygli í hlut- verki hins vægðarlausa morðingja með gráa hárið! Sjá nánari umfjöllun um Collater- al í Lesbók Morgunblaðsins á morg- un. Frumsýning | Collateral Tom Cruise sem leigumorðinginn. Tom Cruise leikur leigumorðingja sem neyðir leigubílstjóra leikinn af Jamie Foxx með sér í verkefni að næturlagi í Los Angeles. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Guardian  BBC  Metacritic.com 69/100 Variety 80/100 Nótt í Los Angeles ÆVINTÝRIÐ um stelpuna venju- legu Miu Thermopolis sem komst allt í einu að því að hún væri prins- essa sló óvænt í gegn árið 2001. Því var að sjálfsögðu gerð fram- haldsmynd þar sem Mia er 21 árs og farin að venjast því að vera prins- essa. En hún fær eitt áfallið enn þeg- ar hún fréttir að gera á hana að drottningu fyrr en hún hélt og það sem verra er þá þarf hún að giftast enskum prinsi sem hún kærir sig ekkert um. En Clarice drottning sér aumur á Miu og gefur henni 30 daga til að finna þann eina rétta. Frumsýning | The Princess Diaries 2 ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert USA Today  Metacritic.com 38/100 Variety 40/100 Mia prinsessa í Genovia lendir í klípu þegar hún fréttir að hún eigi að giftast enskum prinsi sem henni líkar ekki við. Prinsessan á bauninni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.