Morgunblaðið - 24.09.2004, Page 51

Morgunblaðið - 24.09.2004, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 51 JAPÖNSKU Pokémon-teiknimynd- irnar hafa notið fádæma vinsælda um heim allan síðustu árin. Nú er fimmta myndin komin en í henni slást tveir nýir Poké- monar í för, systkinin Latias og Latios sem eru vernd- arar Hjarta- dropans – ómetanlegs fjársjóðs. Íslensk talsetning fór fram í Sýr- landi – hljóðsetningu í leikstjórn Jak- obs Þórs Einarssonar og með helstu hlutverk fara Guðjón Davíð Karlsson sem Ash, Björgvin Franz Gíslason sem Brock og Freydís Kristófers- dóttir sem Misty. Sögumaður er Jóhann Sigurðarson og kynnir Örn Árnason. Sverrir Bergmann sér um sönginn og þýð- andi er Magnús Guðni Magnússon. Söngstjóri er Friðrik Sturluson. Aðr- ir leikarar eru Aino Freyja Jarvela, Jakob Þór Einarsson, Esther Talia Casey, Orri Huginn Ágústsson, Hall- grímur Ólafsson, Arnbjörg Valsdóttir og Kristjana Skúladóttir. Frumsýning | Pokémon 5 Á þjófa- veiðum Pokémon-hetjurnar eru mættar aftur þar sem Ash, Pikachu og félagar reyna að stöðva þjófa sem fela sig í Alto Mare-síkj- unum, vatnshöfuðborg heimsins. ERLENDIR DÓMAR Metacritic.com 23/100 Variety 30/100 (skv. metacritic) Pokémon-ævintýrið heldur áfram. Frumsýningarhelgarinnarfolk@mbl.is MICHAEL Mann, leikstjóri Coll- ateral, er einhver sá virtasti í faginu og er það mál manna ytra að hér sé á ferð einhver sterkasta glæpamynd síðari ára. Sem endranær, þegar mynd eftir Mann er annars vegar, þá skiptir út- litið miklu, stíllinn er útpældur og spennan kynngimögnuð. Þó sér Mann nær alltaf til þess að í þessum flottu umbúðum sé alvöruinnihald, eitthvað verulega kjötmikið. Hér, líkt og í fyrri myndum sínum, fjallar Mann um líf glæpamannsins og sið- ferðislega árekstra hans við „venju- lega“ fólkið. Báðir hafa þeir Cruise og Foxx fengi mikið lof fyrir frammi- stöðu sína. Einkum hefur stór- stjarnan Cruise vakið athygli í hlut- verki hins vægðarlausa morðingja með gráa hárið! Sjá nánari umfjöllun um Collater- al í Lesbók Morgunblaðsins á morg- un. Frumsýning | Collateral Tom Cruise sem leigumorðinginn. Tom Cruise leikur leigumorðingja sem neyðir leigubílstjóra leikinn af Jamie Foxx með sér í verkefni að næturlagi í Los Angeles. ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert Guardian  BBC  Metacritic.com 69/100 Variety 80/100 Nótt í Los Angeles ÆVINTÝRIÐ um stelpuna venju- legu Miu Thermopolis sem komst allt í einu að því að hún væri prins- essa sló óvænt í gegn árið 2001. Því var að sjálfsögðu gerð fram- haldsmynd þar sem Mia er 21 árs og farin að venjast því að vera prins- essa. En hún fær eitt áfallið enn þeg- ar hún fréttir að gera á hana að drottningu fyrr en hún hélt og það sem verra er þá þarf hún að giftast enskum prinsi sem hún kærir sig ekkert um. En Clarice drottning sér aumur á Miu og gefur henni 30 daga til að finna þann eina rétta. Frumsýning | The Princess Diaries 2 ERLENDIR DÓMAR Roger Ebert USA Today  Metacritic.com 38/100 Variety 40/100 Mia prinsessa í Genovia lendir í klípu þegar hún fréttir að hún eigi að giftast enskum prinsi sem henni líkar ekki við. Prinsessan á bauninni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.