Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 8

Morgunblaðið - 24.09.2004, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Þú kemst ekki hjá því að láta stækka peningaskúffuna, Dóri minn, hún var nú bara sniðin að þessum 300 þúsundum sem ég á. Álverð á heims-markaði hefurekki verið hærra í mörg ár og fór í vikunni upp undir 1.800 dollara tonnið á markaði í Lund- únum. Hefur verðið hækkað um nærri 100 dollara á einum degi, sem er með því mesta sem sést hefur í langan tíma. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hefur heimsmarkaðsverð- ið á þessu ári haldist óvenjuhátt og varla farið undir 1.600 dollara tonnið. Til samanburðar var með- alverð síðasta árs rúmir 1.400 dollarar, og hafði þá hækkað um 6% frá árinu 2002. Allt stefnir í að meðalverð þessa árs verði nærri 300 dollurum hærra en í fyrra. Ástæða fyrir þessum hækkunum hefur aðal- lega verið stóraukin eftirspurn eftir áli í Kína. Verðið nú er þó langt frá sögulegu hámarki frá því á níunda áratug 20. aldar þegar tonnið fór upp undir 3.000 dollara. Þróunin að undanförnu hefur jákvæð áhrif á rekstur Alcan í Straumsvík og Norðuráls á Grundartanga. Um leið aukast út- flutningstekjur þjóðarinnar og Landsvirkjun fær hærra verð fyr- ir raforku til stóriðju þar sem það er tengt álverði á heimsmarkaði. En fögnuður álfyrirtækjanna er blendinn því samfara hærra ál- verði hefur dollarinn verið veikur og allur rekstrarkostnaður aukist, t.d. vegna kaupa á súráli og raf- skautum. Þá er jafnan sá ótti uppi í áliðnaðinum að verðið megi ekki verða það hátt að eftirspurnin færist yfir í önnur hráefni. Útflutningstekjur þjóðarinnar af áliðnaði voru um 33 milljarðar króna á síðasta ári. Miðað við nærri 1.800 dollara verð í dag, og núverandi gengi, má reikna með sex milljörðum króna meiri tekjum inn í þjóðarbúið af sölu áls, eða fyrir um 39 milljarða króna. Verðið segir ekki allt Ragnar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri fjármála- og stjórn- unarsviðs Norðuráls, segir hækk- andi álverð vissulega vera fagnaðarefni. Tekjur fyrirtækis- ins aukist. Fram hefur komið í Morgunblaðinu að Norðurál velti 7,7 milljörðum króna á síðasta ári, sem var 4% veltuaukning frá 2002. Hagnaður síðasta árs nam um einum milljarði króna og framleidd voru um 90 þúsund tonn af áli. „Sveiflur á álverði hafa alltaf verið miklar. Við horfum meira á meðalverð til langs tíma. Þó að sveiflan hafi verið upp á við síð- ustu daga er ekki ástæða til að ætla að langtímaverðið breytist mikið,“ segir Ragnar en svonefnt 27 mánaða verð á markaðnum er nú í kringum 1.600 dollara tonnið. Ragnar minnir á að sökum þess hve dollarinn sé veikur sé margs konar rekstrarkostnaður að hækka í verði. Þannig hafi raf- skaut hækkað í verði vegna hækk- andi olíuverðs. Launakostnaður hafi einnig hækkað og ekki megi gleyma að orkuverðið sé tengt ál- verðinu. Hins vegar sé fjármagns- kostnaður á sama tíma minni vegna lágra vaxta í dollurum talið. „Álverðið segir ekki alla söguna en þegar á heildina er litið er út- koman mjög góð um þessar mundir. Við höldum þó ró okkar því verðið hefur átt það til að sveiflast mikið,“ segir Ragnar. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan, tekur undir með Ragnari að hækkandi álverð séu góðar fréttir. Mismunurinn á verðinu komi þó ekki beint í kass- ann hjá Alcan. Verð á helstu að- föngum sé tengt álverðinu, s.s. á raforku og súráli. Hrannar segir að þetta sé einnig ákveðinn línu- dans. Hátt verð geti leitt til þess að notendur álsins reyni að skipta því út fyrir önnur efni. Að auki geti framleiðsla hafist aftur í ál- verum sem ekki hafi verið í rekstri. Landsvirkjun kætist Eftir því sem álverðið hækkar þá aukast tekjur Landsvirkjunar af sölu rafmagns til álveranna hér á landi. Norðurál er með samning við Landsvirkjun til ársins 2019 og Alcan í Straumsvík er með breyttan samning sem gildir til 2014. Eldri samningar við Alcan, áður Ísal, eru að renna út núna 1. október. Þeir kváðu á um þak og gólf, þ.e. hámark og lágmark ál- verðs, en nýir samningar gera það ekki og miðast meira við meðal- verð, að sögn Þorsteins Hilmars- sonar, upplýsingafulltrúa Lands- virkjunar. Hann fagnar hækkandi álverði en gefur ekki upp hve tekjur Landsvirkjunar af orkusöl- unni séu miklar, segir það vera viðskiptaleyndarmál. Samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni hefur sala á raforku til stóriðju aukist jafnt og þétt undanfarin ár. Salan árið 2001 nam tæpum 5 milljörðum króna, var 6,5 milljarðar árið 2002 en upplýsingar um síðasta ár liggja ekki fyrir. Raforkusala til álvera var síðast gefin upp í hagtölum ár- ið 1997 og þá komu um 70% orku- sölunnar frá álverunum. Nú er hlutfallið nálægt 80% þannig að miðað við heildarsöluna 2002 var Landsvirkjun að fá rúma 5 millj- arða króna í tekjur á ári af orku- sölu til álveranna. Fréttaskýring | Áhrif hækkandi álverðs Mismikill fögnuður Alcan og Norðurál fagna hærra álverði en rekstrarkostnaðurinn hefur aukist Álið hækkar og hækkar í verði. Hagnaður Alcan í fyrra nam 1,6 milljörðum kr.  Frá Alcan í Straumsvík feng- ust þær upplýsingar í gær að hagnaður verksmiðjunnar í fyrra nam 41,7 milljónum dollara fyrir fjármagnsliði, skatta og af- skriftir. Miðað við meðalgengi dollars á síðasta ári eru þetta 3,2 milljarðar kr. Eftir skatta nam hagnaðurinn tæpum 1,6 millj- örðum. Framleiðsla í kerskálum var aukin og nýtt met sett, tæp 176 þúsund tonn. Stefnt er að 177 þús. tonna framleiðslu í ár. bjb@mbl.is YFIRLÆKNIR á Barna- og ung- lingageðdeild hefur sent undanþágu- beiðni til undanþágunefndar kenn- ara og launanefndar sveitarfélag- anna vegna barna sem lögð hafa verið inn á deildina og stunda nám í Brúarskóla. Í Morgunblaðinu í fyrradag segir að Brúarskóli hafi óskað eftir und- anþágu vegna þessara barna. Björk Jónsdóttir skólastjóri segir þetta ekki rétt. Skólinn hafi ekki sent slíka beiðni heldur yfirlæknir Barna- og unglingageðdeildar. Beiðni kom frá Barna- og ung- lingageðdeild STEINGRÍMUR Sigurgeirsson, að- stoðarmaður menntamálaráðherra, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að fulltrúar menntamálaráðuneyt- isins hafi tekið upp viðræður við Fjölmennt um fræðslumál geð- sjúkra þar sem skoðað verður hvort gera þurfi viðauka við þjónustu- samning menntamálaráðuneytisins og Fjölmenntar um fræðslumálin. Forsaga málsins er sú að nám og starfsendurhæfing fyrir geðsjúka var sett á laggirnar á síðastliðnu ári að frumkvæði Fjölmenntar og Geð- hjálpar, en að baki Fjölmennt standa Öryrkjabandalag Íslands og Landssamtökin Þroskahjálp. „Fjármögnun verkefnisins byggð- ist á framlagi Fjölmenntar, sem fær 150 milljónir króna fjárveitingu á ári til að sinna fræðslumálum fatlaðra samkvæmt þjónustusamningi við menntamálaráðuneytið, með fram- lagi Geðhjálpar sem m.a. lagði til að- stöðu til starfseminnar, en auk þess var veittur styrkur frá Starfsmennt- aráði félagsmálaráðuneytisins.“ Verksvið ráðuneyta skarast Að sögn Steingríms áttu fulltrúar Fjölmenntar og Geðhjálpar fyrr á árinu í viðræðum við ráðherra og embættismenn menntamálaráðu- neytis, félagsmálaráðuneytis og heil- brigðisráðuneytis um fjármögnun samstarfsverkefnisins um menntun og starfsendurhæfingu geðsjúkra. „En ljóst er að verksvið og ábyrgð ráðuneytanna þriggja skarast innan ramma samstarfsverkefnis Fjöl- menntar og Geðhjálpar. Í kjölfar áskorunar Geðhjálpar í bréfi til ráð- herra ríkisstjórnarinnar um að op- inberir aðilar leggðu fé til verkefn- isins, létu ráðuneytisstjórar framangreindra þriggja ráðuneyta gera úttekt á starfseminni svo varpa mætti betra ljósi á þörfina fyrir úr- ræði af þessu tagi og var Ásgeiri Sigurgestssyni sálfræðingi falið það verkefni.“ Að sögn Steingríms varp- aði skýrslan ljósi á allmikla eft- irspurn meðal geðfatlaðra eftir þess- ari þjónustu Fjölmenntar og var þar staðfest að aðsókn hefur verið langt umfram væntingar aðstandenda verkefnisins, jafnframt því sem bent var á veikan fjárhagsgrundvöll þess. „Ljóst er að ráðuneytin hafa eng- ar samningsbundnar skyldur til að veita þessari starfsemi fjárhagslega liðveislu og hún er alfarið á ábyrgð Fjölmenntar og Geðhjálpar. Í þjón- ustusamningi menntamálaráðuneyt- isins við Fjölmennt er Fjölmennt falið að sinna fræðslumálum fatl- aðra, en ekki er þar gerður grein- armunur á einstökum hópum fatl- aðra,“ segir Steingrímur og bendir á að þær 6 milljónir króna sem rík- isstjórnin ákvað í sumar að leggja fram til að styrkja samstarfsverk- efni Fjölmenntar og Geðhjálpar hafi komið til viðbótar því 150 milljóna króna framlagi sem Fjölmennt hafi þegar fengið til að sinna fræðslu- málum fatlaðra. Verksvið og ábyrgð þriggja ráðuneyta skarast í Fjölmennt Aðsóknin að Fjölmennt langt umfram væntingar ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.