Morgunblaðið - 24.09.2004, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 24.09.2004, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 23 MINNSTAÐUR | Meira en fjórðungur allra Íslendinga er með háþrýsting og um 40% Íslendinga um sextugt, en tíðni hans eykst með hækkandi aldri. Hvernig er blóð- þrýstingurinn? LH-mjólkurdrykkurinn er fersk, sýrð mjólkurvara. Lífvirku peptíðin í honum geta hjálpað til við stjórn á blóðþrýstingi. Sjá nánar áwww.ms.is Náttúruleg hjálp við stjórn á blóðþrýsting i H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA AUSTURLAND Heilbrigðisstofnunar Austurlands Einnig er hvatt til að á Austur- landi verði í framtíðinni öflugt þekk- ingarsetur sem vinni að samþætt- ingu og eflingu rannsóknarstarfs. Þá eigi að byggja upp öfluga framtíð- arháskólastofnun á Egilsstöðum, sem verði kjarni háskólamenntunar á Austurlandi. Austurland | Helstu viðfangsefni Austfirðinga nú eru á sviði sam- göngu- og menntamála, segir Soffía Lárusdóttir, formaður Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. 38. aðal- fundi sambandsins lauk nýlega á Egilsstöðum. „Uppbygging heilbrigðisþjónustu brennur einnig mjög á Austfirðing- um, sem og sameining sveitarfé- laga,“ segir Soffía. Fundurinn samþykkti á fimmta tug ályktana, m.a. var uppbygging- unni eystra fagnað, sem og rann- sóknaráætlun Þróunarstofu Austur- lands og Byggðarannsóknarstofu Íslands um áhrif stóriðjufram- kvæmda á Austurlandi. Aðalfundurinn skorar m.a. á rík- isstjórn Íslands að efla heilbrigðis- kerfið á Austurlandi þannig að það geti mætt álagi og kröfum vegna stórframkvæmda á starfssvæði Soffía segir að upp úr standi að fundurinn hafi innsiglað samstöðu sveitarfélaganna á Austurlandi. Samstaða í samgöngumálum „Það lá fyrir að fólk myndi takast á um t.d. samgöngumál en okkur tókst að komast að sameiginlegri niðurstöðu og því held ég að sam- staðan standi upp úr,“ sagði Soffía. „Það er einnig ánægjulegt að ríki og sveitarfélög eru að hnykkja á verk- efni um eflingu sveitarfélaga með sérstöku samkomulagi sem kynnt var á fundinum. Þær samþykktir sem gerðar voru um mennta- og menningarmál fjórðungsins eru einnig athyglisverðar.“ Nokkuð var tekist á um jarðgöng á aðalfundinum. Fundurinn sam- þykkti ályktun þar sem lýst er von- brigðum með seinagang í undirbún- ingsrannsóknum vegna næstu ganga á Austurlandi, milli Vopnafjarðar og Héraðs annars vegar og Norðfjarðar og Eskifjarðar hins vegar, sem eru næstu gangakostir á Austurlandi skv. gildandi vegaáætlun. Hvatt er til að göngin verði boðin út saman. Í ályktun um Öxi er lögð þung áhersla á uppbyggingu heilsársveg- ar, en nauðsynlegar endurbætur á veginum þurfi þó að hafa algeran forgang í ljósi umferðaröryggis. Þá er lýst áhyggjum af lélegum almenn- ingssamgöngum. Sameiningarnefnd félagsmála- ráðuneytis kynnti á fundi SSA nýjar tillögur um að sveitarfélögum á Austurlandi verði fækkað um fimm. Miklar umræður á sveitastjórnaþingi Samstaða um jarðgangamál á Austurlandi Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Í þungum þönkum á aðalfundi Soffía Lárusdóttir formaður SSA og Arnbjörg Sveinsdóttir þingmaður. Seyðisfjörður | Á laugardag verð- ur haldinn fjölskyldudagur á Seyðisfirði og ýmislegt gert til gamans. Í gömli Skipasmíðastöðinni verður til að mynda uppskeruhátíð og skiptimarkaður, handverks- markaður við Austurveg, fjöl- skyldan getur horft á kvikmynd í Herðubreiðarbíói og skoðað sögu símans í Tækniminjasafni Austur- lands. Boðið er upp á rútuferð með leiðsögn á Bjólfinn, þar sem skoða á snjóflóðavarnargarða og útsýn yfir Seyðisfjörð. Veitinga- staðir og verslanir verða opin og má sérstaklega geta hinnar rót- grónu verslunar E.J. Waage þar sem allur varningur hefur verið höndlaður yfir búðarborðið um áratugaskeið. Nánari upplýsingar um fjöl- skyldudaginn á Seyðisfirði má nálgast á vefnum seydisfjordur.is.Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Hinkrað eftir Norrönu á Seyðis- firði. Mikið athafnalíf er í bænum og nú bjóða menn til fjölskylduhá- tíðar á laugardag. Seyðfirðingar bjóða heim Fljótsdalur | Landsvirkjun hefur tek- ið tilboði Keflavíkurverktaka um gerð tengivirkis í Fljótsdal. Kostnaðar- áætlun gerir ráð fyrir 682 milljónum króna og buðu Keflavíkurverktakar tæplega 458 milljónir króna í verkið, eða um þriðjungi lægra. Annar bjóð- andi, Fosskraft sf., bauð rúmar 473 milljónir króna. Verkið felst í að byggja tengivirkishús ásamt strengjastokki frá strengjagöngum að húsi, jarðvinnu við strenglögn frá tengivirki undir Jökulsá að tengistað við byggðalínu. Undirbúningur fram- kvæmda er nú þegar hafinn en verk- inu á að vera lokið í júlílok árið 2006. Fljótsdalslínur 3 og 4 munu liggja frá tengivirkinu í Fljótsdal og flytja rafmagn frá Kárahnjúkavirkjun um 50 km leið til álversins í Reyðarfirði, sem gangsett verður árið 2007. Hinn 15. október nk. rennur út til- boðsfrestur í háspennustrengi fyrir Kárahnjúkavirkjun. Verkið felst í deilihönnun, framleiðslu og uppsetn- ingu 245 kV háspennustrengja fyrir Kárahnjúkavirkjun. Um er að ræða sex sett af strengjum, strengjabökk- um og tengiefni. Samið við Keflavík- urverktaka um tengivirki í Fljótsdal www.thjodmenning.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.