Morgunblaðið - 24.09.2004, Side 2
2 FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
STÓRT SMYGLMÁL
Fíkniefnamálið sem nú er til rann-
sóknar hjá lögreglunni í Reykjavík er
umfangsmesta amfetamínsmygl sem
lögregla og tollgæsla hafi komið upp
um hér á landi. Það snýst um inn-
flutning á um 11 kílóum af amfeta-
míni auk annarra fíkniefna, en alls
hafa náðst 15,3 kíló af amfetamíni hér
á landi það sem af er þessu ári.
Tinna þjóðleikhússtjóri
Menntamálaráðherra skipaði í gær
Tinnu Gunnlaugsdóttur í embætti
þjóðleikhússtjóra frá áramótum. Hún
segir starf þjóðleikhússtjóra mikla
áskorun, „og ég hlakka til að takast á
við að stjórna þessu húsi. Leiklist er
mín ástríða og hefur verið frá blautu
barnsbeini,“ sagði hún.
Burðarás kaupir í Kaldbaki
Burðarás hefur keypt tæplega 77%
hlutafjár í Kaldbaki hf. af Samherja,
Baugi Group og Samson, sem hver
um sig átti um fjórðungshlut í félag-
inu fyrir söluna.
Bigley beðið griða
Móðir Kenneths Bigleys, bresks
gísls í höndum mannræningja í Írak,
bað í gær syni sínum griða og það
gerði einnig taílensk eiginkona hans.
Talsmaður bresku stjórnarinnar
ítrekaði hins vegar í gær, að ekki yrði
samið við hryðjuverkamenn. Ítalska
stjórnin dró í gær í efa, að tvær yfir-
lýsingar á Netinu um að íraskir
mannræningjar hefðu líflátið tvær
ítalskar konur væru sannar.
Lágmarkslaun ákveðin
Norska vegagerðin hefur ákveðið,
að frá og með nóvember næstkom-
andi verði kveðið á um lágmarkslaun
hjá verktökum í öllum hennar útboð-
um. Er tilgangurinn sá að koma með
því í veg fyrir, að erlendu verkafólki
verði greidd lúsarlaun og norskt
vinnuafl undirboðið með þeim hætti.
Y f i r l i t
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ólafur Stephensen, aðstoðarritstjóri, olafur@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfull-
trúi, orri@mbl.is Skarphéðinn Guðmundsson, skarpi@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Hallur Þorsteinsson, hallur@ .is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkjustarf
Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl
!
"
#
$
%&' (
)***
Í dag
Sigmund 8 Forystugrein 30
Viðskipti 12 Viðhorf 32
Erlent 16 Minningar 32/39
Höfuðborgin 21 Dagbók 44/46
Akureyri 22 Listir 47/49
Austurland 23 Fólk 50/57
Daglegt líf 24/25 Bíó 51/57
Umræðan 27/29 Ljósvakamiðlar 58
Bréf 29 Veður 59
* * *
HRÓP OG KÖLL bergmáluðu í fjöllum við
Ísafjörð í gær er árleg róðrarkeppni Mennta-
skólans á Ísafirði fór fram. Hefð er fyrir því að
í keppninni eigist við lið frá kennurum og nem-
endum en í ár tefldu foreldrar nemenda einnig
fram liði en litlum sögum fer af árangri þess.
Það var hins vegar lið kennara, með Ólínu
Þorvarðardóttur skólameistara í broddi fylk-
ingar, sem bar sigur úr býtum í kvennaflokki.
Lið karlnemenda skólans, Stúdínurnar, sigr-
uðu í karlaflokki.
Keppt er á sexæringum á Pollinum á Ísa-
firði.
„Við fengum besta veður sem komið hefur í
langan tíma,“ sagði Guðbjörg Stefanía Haf-
þórsdóttir, formaður nemendafélags skólans, í
samtali við Morgunblaðið eftir keppnina í gær,
en áður hafði þurft að fresta keppninni vegna
veðurs.
Guðbjörg segir gríðarlega mikla stemningu
vera kringum keppnina og áhangendur lið-
anna láti vel í sér heyra af bakkanum. Hún
segir að liðin æfi mismikið fyrir keppnina,
sumir hafi greinilega verið að taka í árar í
fyrsta skipti í gær, „en það er augljóst hverjir
hafa æft sig, það borgar sig greinilega,“ segir
Guðbjörg og bendir á að kennararnir hafi ver-
ið ótrúlega samhæfðir í róðrinum.
Engin verðlaun eru veitt fyrir sigur í keppn-
inni, „það er heiðurinn og orðsporið sem skipt-
ir máli,“ segir Guðbjörg.
Æsispennandi róðrarkeppni á Pollinum
Lið kennara, með Ólínu Þorvarðardóttur skólameistara í broddi fylkingar, sigraði í keppninni.
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
UNNIÐ var við það í gærkveldi að hreinsa sand frá
vatnsleiðslum í Vestmannaeyjahöfn til þess að hægt
væri að kanna skemmdir á leiðslunum og hefja við-
gerð, en vatnsleiðslurnar fóru í sundur í fyrradag.
Þykir líklegt að grafa á dýpkunarpramma sem var
við vinnu í höfninni hafi rofið leiðslurnar.
Tókst köfurum í gærkvöldi að hreinsa ofan af ann-
arri leiðslunni og búa hana til viðgerðar. „Í ljós kom
að leiðslan var í sundur á fjögurra metra löngum
kafla,“ segir Ívar Atlason, tæknifræðingur hjá Hita-
veitu Suðurnesja. Aðspurður segir hann að skemmd-
irnar hafi reynst meiri en menn bjuggust við. Næsta
skref verði að hefja viðgerð á leiðslunni í dag og seg-
ist Ívar vonast til þess að viðgerð á leiðslunni ljúki á
morgun svo vatn renni á ný til Vestmannaeyja. Nú sé
verið að skoða hvernig best verði gert við kaflann
sem skemmdur er.
Vestmannaeyingar eru þó ekki vatnslausir því
miðlunartankur með um 5.000 tonnum af vatni trygg-
ir aðgang að neysluvatni í 2–3 daga hið minnsta.
Undirbúningur að viðgerð hófst í gær
Morgunblaðið/Guðrún Kristín Sigurgeirsdóttir
HÆSTIRÉTTUR dæmdi í gær
karlmann í þriggja og hálfs árs fang-
elsi fyrir nauðgun, frelsissviptingu
og fleiri brot með því að hafa haldið
fyrrverandi sambýliskonu sinni
nauðugri í íbúð hennar og þröngvað
henni til holdlegs samræðis. Einnig
olli hann ýmsum skemmdum á eign-
um hennar og stal frá henni. Með
dómi sínum staðfesti Hæstiréttur
dóm héraðsdóms, bæði hvað varðar
refsingu og skaðabætur að fjárhæð
1,4 milljónir króna.
Ákærði á að baki langan sakaferil
og hefur hlotið 22 refsidóma frá
árinu 1991, þar af 4 dóma fyrir lík-
amsárásir. Hann var dæmdur í hálfs
árs fangelsi vegna tveggja líkams-
árása gegn konunni á síðasta ári,
tveimur mánuðum áður en þau brot
sem um ræddi í málinu voru framin.
Hefur konan verið í sálfræðimeðferð
vegna alls þessa og hefur ofbeldið
sem hún hefur sætt leitt til persónu-
leikabreytinga að mati sálfræðings
hennar. Að mati hans má búast við
að hún þurfi langan tíma til að jafna
sig eftir að hafa búið við ógnandi að-
stæður. Auk fangelsisrefsingar og
skaðabóta var ákærði dæmdur til
greiðslu alls sakarkostnaðar.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Markús Sigurbjörnsson, Garð-
ar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir,
Gunnlaugur Claessen og Hrafn
Bragason.
31⁄2 árs fangelsi
fyrir nauðgun og
fleiri brot
ÖNNUR neysluvatnslögn Ólafs-
fjarðarbæjar fór í sundur um há-
degið í fyrradag í vatnavöxtunum
þegar Burstabrekkuá hljóp fram
og tók með sér leiðslurnar og
dæluskúr vegna neysluvatnslagn-
arinnar.
Nægt neysluvatn er í bænum frá
hinni lögninni, en ekki er nægur
þrýstingur á vatninu til dæmis fyr-
ir slökkviliðið.
Unnið er að viðgerð á leiðsl-
unum, sem fóru í sundur, til bráða-
birgða. Menn frá viðlagatryggingu
fóru yfir skemmdir á vatnsleiðsl-
unum í gær.
Önnur neyslu-
vatnslögnin í
sundur
Vatnavextirnir
á Ólafsfirði
KARLMAÐUR um þrítugt var flutt-
ur á sjúkrahús, vegna gruns um
reykeitrun, eftir að eldur kom upp í
rúmi í herbergi í íbúðarhúsi við
Mosarima í Grafarvogi snemma á
sjötta tímanum í gær, samkvæmt
upplýsingum slökkviliðs höfuð-
borgarsvæðisins og lögreglunnar í
Reykjavík.
Á sjúkrahús
eftir eldsvoða