Morgunblaðið - 25.09.2004, Side 22

Morgunblaðið - 25.09.2004, Side 22
22 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR „MJÖG GOTT FYRIR LEIKHÚSROTTUR“ Áskriftarkort á 6 sýningar - 3 á Stóra sviði og 3 að eigin vali - aðeins kr. 10.700 ( Þú sparar 5.500) Afsláttarkort á 10 sýningar - frjáls notkun - aðeins kr. 18.300 ( Þú sparar 8.700) VE RTU M EÐ Í VETU R Ný sending GLOBAL hnífa Hafnarstræti 99 — Akureyri — Sími 462 2833 G-5 • Vegetable • 18 cm G-13 • Carving fork, Bent G-23 • Bread • 24 cm G-30 • Swedish fillet, Flexible • 21 cm GF-24 • Carving fork, Forged, Straight GF-27 • Butcher, Forged GF-33 • Chef´s, Forged • 21 cm GS-1 • Kitchen • 11 cm GS-2 • Slicer • 13 cm GS-14 • Utility, Scallop • 15 cm GSF-17 • Peeling, Forged, Curved • 6 cm GSF-22 • Utility, Forged • 11 cm G-4 • Oriental Cook • 18 cm G-3 • Carving • 21 cm UMDEILD METSÖLUBÓK 1. sæti yfir al lar bæ kur Pennin n - Eym undsso n og Bókab úðir M áls og menni ngar FORSÆTISRÁÐHERRAR ÍSLANDS, ómissandi bók öllum áhugamönnum um pólitík og sögu íslensku þjóðarinnar. „ ... Davíð gerir tilraun til að skrifa fallegan texta og tekst það oft mjög vel.“ Illugi Jökulsson um FORSÆTISRÁÐ- HERRA ÍSLANDS, DV, 15. september 2004. NÝR sólpallur við Sel – hjúkr- unardeild FSA – hefur verið tek- inn formlega í notkun. Það var Vinahöndin, aðstandendafélag nú- verandi og fyrrverandi vistmanna á Seli, sem stóð fyrir byggingu sólpallsins en félagið naut að- stoðar fjölmargra aðila, með fjár- og vinnuframlagi. Valgerður Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur tók við silfurskildi úr hendi Sig- ríðar Ingólfsdóttur, formanns Vinahandarinnar, og veitti pall- inum þannig viðtöku fyrir hönd þeirra sem starfa og dvelja á Seli. Valgerður og Unnur Harðardóttir deildarstjóri leituðu til félagsins vegna þessa verkefnis. Fram kom í máli Sigríðar formanns að fé- lagsmenn hefðu ákveðið að gera sitt besta, þótt félagið væri bæði fámennt og fjárvana. Hún sagði að sjúkrahúsið hefði lagt til teikn- ingar eftir Fanneyju Hauksdóttur. Það hefði hins ekki verið fyrr en Sverrir Leósson útgerðarmaður frétti af þessum áformum að menn sáu fram á að hægt yrði að standa myndarlega að þessu verk- efni. Sverrir hefði stutt félagið með rausnarlegri peningagjöf og aflað styrkja frá fyrirtækjum, m.a. frá Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað og Skeljungi í Reykja- vík. Bankastofnanir á Akureyri komu einnig að málum, Guð- mundur Hjálmarsson verktaki, Súlan og fleiri. Þá styrkti Anna Hallgrímsdóttir verkefnið mynd- arlega, til minningar um Ingólf Árnason, eiginmann sinn, sem er nýlátinn, en hann dvaldi á Seli í tæp tvö ár. Þrátt fyrir að fjölmargir aðilar hafi komið að málum vantar enn herslumuninn á að endar nái sam- an og er félagið því enn að safna peningum til verksins. Morgunblaðið/Kristján Nýr sólpallur Fulltrúar Vinahandarinnar, fulltrúar þeirra aðila sem lögðu málinu lið og fulltrúar FSA. Nýr sólpallur við Sel tekinn í notkun AKUREYRI Frumkvöðlar | Frumkvöðlaskóli Impru nýsköpunarmiðstöðvar fer af stað í annað sinn á Akureyri 7. októ- ber næstkomandi, en umsókn- arfrestur rennur út 5. október. Skól- anum er ætlað að veita einstaklingum tækifæri til að afla sér yfirgripsmikillar og hagnýtrar þekkingar varðandi það að koma við- skiptahugmynd frá hugmyndastigi yfir í framkvæmd. Markmið Frum- kvöðlaskólans er að brúa bilið á milli hugmyndar og fyrirtækis með því að búa einstaklinga undir að takast á við frumkvöðlastarf og rekstur fyr- irtækis. Förgun | Umhverfisnefnd Eyja- fjarðarsveitar beinir því til sveit- arstjórnar að gert verði átak í því að auðvelda bændum förgun á heyrúll- um. Nefndin álítur mikilvægt að heyrúllum verði fargað á umhverf- isvænan hátt og æskilegt að þær verði nýttar til landgræðslu. Nefnd- in leggur til að sveitarfélagið leiti til þeirra landeigenda er hafa yfir landi að ráða er hentar til uppgræðslu og æski leyfis til förgunar heys á landi þeirra. Þá leggur nefndin til að sveitarfélagið kanni hvort á vegum Vegagerðar ríkisins séu námur sem nýta mætti til förgunar heys og upp- græðslu samhliða. Þá beinir nefndin því til sveit- arstjórnar að hún kanni hvort grundvöllur sé á að nýta þá þjónustu sem nýstofnað fyrirtæki, Tæting ehf., veitir. Nefndin lýsir ánægju með skipulag á brotajárnsmóttöku og hvetur til áframhaldandi móttöku á brotajárni. Umferðarmál | Á fundi umhverf- isráðs Dalvíkurbyggðar nýlega var rætt um umferðarmál almennt og hugsanlegar staðsetningar á hraða- hindrunum. Umhverfisráð vill beina því til skólastjórnenda Dalvík- urskóla að þeir taki upp umræður við starfsmenn og foreldra barna með það að markmiði að daga úr um- ferð í nágrenni skólans í upphafi skóladags. Ráðið leggur jafnframt til að hraðahindranir verði settar á Böggvisbraut milli Mímisvegar og Ásvegar og á Brekkuselsveg. Einnig leggur umhverfisráð til að einstefna verði á Karlsrauðatorgi frá Hafn- arbraut að Ránarbraut, þó þannig að leyft verði að aka inn á lóðina ofan við Ránarbraut 1. Ævintýraveisla | Frá því Skila- boðaskjóðan kom út fyrir 18 árum, hefur hún skipað sér sess sem ein af perlum íslenskra barnabókmennta. Fáar myndskreyttar barnabækur njóta meiri vinsælda og virðist inni- hald hennar ætla að verða hverri nýrri kynslóð jafnkært. Amts- bókasafninu hefur nú boðist einstakt tækifæri til að sýna gestum sínum allar frummyndir Þorvaldar Þor- steinssonar úr Skilaboðaskjóðunni, ásamt fyrstu drögum að texta bók- arinnar og teikningum. Af því tilefni býður safnið til ævintýraveislu þriðjudaginn 28. september nk. kl. 17 þar sem fjallað verður um heim ævintýranna og þó einkum Skila- boðaskjóðunnar í tveimur stuttum erindum og boðið upp á fjörugar um- ræður á eftir.         

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.