Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR Enski boltinn Sérstök umfjöllun um enska boltann verður alla laugardaga í vetur í íþróttablaði Morgunblaðsins. Skjóttu á úrslitin! Á vefnum getur þú tekið þátt í getraunaleik og unnið til verðlauna. Á finnur þú einnig allt um enska boltann á einum stað l staðan l umferðir l dagskrá útsendinga l úrslit Húsavík | Ómar Þorgeirsson heitir ungur Húsvíkingur sem unnið hefur að skráningu fiskimiða Þingeyinga í þingeyska kortagrunninn á vegum Safnahúss Þingeyinga. Þrátt fyrir að faðir hans sé smábátasjómaður segist Ómar ekki hafa haft sér- stakan áhuga á fiskimiðum til þessa. „Þetta er einungis faglegur áhugi, ég er sagnfræðinemi og er einmitt að vinna að BA-ritgerð minni þessa dagana. Það var Óli Halldórsson í Þekkingarsetri Þing- eyinga sem benti mér á þann ágæta möguleika að vinna rannsóknar- vinnu af einhverju tagi hér á Húsa- vík. Mér leist strax nokkuð vel á þann kost, auk þess sem það kom mér vel því ég hafði gert samning um að leika knattspyrnu með Völ- sungum í sumar,“ segir Ómar. Ómar segist í framhaldinu haf- asett sig í samband við Guðna Hall- dórsson, forstöðumann Safnahúss- ins á Húsavík, sem kynnti honum þetta skráningarverkefni varðandi gömlu árabátamiðin á Skjálfanda. „Þetta æxlaðist þannig að við sótt- um saman um styrk hjá Nýsköp- unarsjóði námsmanna, ég sem námsmaður og þeir Óli og Guðni sem umsjónarmenn verkefnisins. Það gekk sem betur fer upp og ég efast um að ráðist hefði verið í þetta verkefni í sumar nema með þessum styrk og fleiri slíkum sem Guðni náði að afla,“ sagði Ómar. Sagnfræðinemi skrásetur fiskimið Þingeyinga Mikið verk að sam- ræma upplýsingar Morgunblaðið/Hafþór Skráning Ómar Þorgeirsson hefur haft aðstöðu í Þekkingarsetri Þing- eyinga við að skrásetja fiskimið Þingeyinga. Það er mikið verk. LANDIÐ ÁRBORGARSVÆÐIÐ Þorlákshöfn | Nú í haust hófu nem- endur í 2. 3. og 4. bekk í Grunnskól- anum í Þorlákshöfn nám í ensku. „Þetta er tilraunaverkefni og ef ár- angur verður góður mun verða framhald á kennslunni,“ segir Hall- dór Sigurðsson skólastjóri. Sigrún Berglind Ragnarsdóttir, enskukennari skólans, sem sér um kennsluna, segir að það hafi lengi verið hennar skoðun að ensku- kennsla ætti að hefjast sem allra fyrst í grunnskólum. „Börn í yngstu bekkjum eru svo móttækileg fyrir öllu nýju og finnst verulega spenn- andi að geta tjáð sig á „útlensku“ eins og þau segja. Tilgangurinn er líka að reyna að jafna getumuninn áður en þau koma í 5. bekk og hefja bóklega enskukennslu. Í 5. bekk er munurinn oft það mikill að hópurinn skiptist ósjálfrátt fljótlega eftir getu en úr því má draga verulega með tal- og leikkynningu á tungumálinu á yngsta stigi grunnskóla.“ Sem „útlenskukennari“ fór Sigrún Berglind fram á við skólastjóra að fá nokkra tíma á viku til að deila niður á 2. til 4. bekk og sjá hvernig þau tækju við enskukynningu. Ætlunin er að hafa þetta sem allra frjálsast og vinna aðallega með talmál og söngva. Þetta hefur farið mjög vel af stað og börnin verið spennt og jákvæð að læra og taka þátt í tímum. Hún reynir að hafa börnin í sem allra minnstum hópum, sjaldan fleiri en 6 til 8 í einu, til að hvert og eitt njóti sín sem best. Suma morgna flæða börnin um gangana og bjóða öllum góðan daginn á ensku og reyna að tjá sig sem allra mest á „útlensku“. Eru áhugasöm um útlenskuna Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Læra ensku Sigrún Berglind Ragnarsdóttir með nemendur úr 2. bekk. Selfoss | „Við erum búnir að vera með þetta í höfðinu í rúm tíu ár en okkur langar að hafa bíó á staðnum, eins og svo fjöl- marga aðra á Selfossi. Við sáum á eftir gamla Selfossbíói þeg- ar það var rifið og lifðum lengi í voninni eins og aðrir að það kæmi nýtt, en það kom aldrei,“ segja félagarnir Magnús Ninni Reykdalsson og Einar Rúnar Einarsson sem stefna að opnun nýs Selfossbíós í tveimur kvikmyndasölum sem eru í nýbyggingu Hótels Selfoss. Gera þeir ráð fyrir að fyrsta sýningin verði 1. desember. Um er að ræða tvo bíósali, 120 og 50 sæta, sem Selfossbíó mun leigja af eigendum hússins en framkvæmdir við salina eru hafnar og búið að panta innréttingar og tæki. „Nú eru komnar upp þær aðstæður að hægt er að gera Sel- fossbíó að veruleika en það gerist með mjög góðu samstarfi við eigendur hússins. Þetta er sameiginlegt átak okkar og þeirra. Við breytum áður hugsaðri aðkomu að þessum sölum en inngangur í bíóið verður að norðanverðu. Þetta mun allt virka mjög vel og verða vel aðgengilegt fyrir bíógesti,“ sögðu bíómennirnir en þeir hafa gert samninga við kvikmyndahúsin í Reykjavík um sýningar á myndum sem þar eru sýndar, frumsýningar og forsýningar á stórum myndum á sama tíma og í Reykjavík en aðrar myndir koma eitthvað seinna á Sel- foss. Þeir félagar segjast hafa átt gott samstarf við kvik- myndahúsin í Reykjavík og líta björtum augum til framtíðar. Fyrstu sýningar í nýju Selfossbíói áformaðar 1. desember Sáum eftir gamla bíóinu Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Bíómenn á Selfossi Magnús Ninni Reykdalsson og Einar Rúnar Einarsson hefja bíósýningar á Selfossi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.