Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 25.09.2004, Qupperneq 54
54 LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ „SVONA lagað skeður hvergi hjá sið- menntaðri þjóð,“ segir Jónas Freydal Thorsteinsson þegar hann er inntur svara við þeim ásökunum sem hann lá undir um að hafa staðið að sölu hundraða falsaðra málverka eftir „gömlu meistarana“ í gegnum Gallerí Borg á tíunda áratugnum. Ásakanirnar sem hér um ræðir eru hluti af málverkafölsunarmálinu mikla, máli sem sett hefur óbæt- anlegt mark á íslenskt myndlistarlíf, myndlistararf, myndlistarmarkað og fjölda einstaklinga sem sitja eða sitja ekki uppi með falsanir og fánýta vöru í stað þeirra dýrmætu málverka sem þeir töldu sig hafa fjárfest í. Í þessari málsvörn sinni (málsvörn sem teljast verður merki um mikla siðblindu séu ásakanirnar sannar) hittir Jónas naglann á höfuðið er hann segir málið í raun vera of furðu- legt (og glæpinn of snilldarlegan) til að hægt sé að taka það trúanlegt. En hið kaldhæðnislega er einmitt að stórfelld fölsunarstarfsemi og -sala átti sér stað í íslensku samfélagi á þessum tíma og tilraunir til þess að fá réttvísina til að meta óyggjandi sönn- unargögn þess efnis fóru á einhvern óskiljanlegan hátt út um þúfur, er seljendur málverkanna, þeir Jónas Freydal og Pétur Þór Gunnarsson, voru sýknaðir af öllum ákærum um fölsunarstarfsemina í Hæstarétti nú í vor. Hver stóð þá fyrir fölsununum? Og hvað eiga eigendur málverkanna sem talin eru fölsuð að gera? Eigum við einfaldlega að láta sem ekkert hafi í skorist og viðurkenna að hér eftir geti íslensk myndlistarhefð vart talist annað en afstæð? Eins og Sólveig Anspach leggur áherslu á í þeirri sérstæðu nálg- unarleið sem einkennir umfjöllun hennar um málverkafölsunarmálið í heimildarmyndinni Í þessu máli… er ef til vill nauð- synlegt að skoða hina skoplegu og súrrealísku hlið málsins til að hægt sé að græða verstu sárin og safna kröftum á ný. Við þurfum hreinilega að bíta hraustlega í eplið súra og viðurkenna að hér átti sér stað nokkuð sem hæfir vart sið- menntaðri þjóð. Heilunarferlið byrjar hjá þremur vel völdum viðmælendum, virðu- legum herramönnum sem tilbúnir eru til þess að stíga fram og segja: Ég keypti falsað málverk, og veit hrein- lega ekki hvað ég á við það að gera. Og óhjákvæmilega læðist bros fram á varirnar þegar viðmælendurnir segja hreint út: Ég lét hafa mig að fífli. Og fyrr en varir eru þeir farnir að metast um hvaða fölsun sé mest ekta, og hvort sé réttan og hvort rangan á „meistaraverkinu“. Þessi sposki tónn, þessi stóíski húmor, einkennir kvikmynd Sól- veigar í heild og gerir hana að ein- stakri og allt að því þerapískri upp- lifun. Sólveigu tekst á einhvern hárfínan máta að tvinna saman kæru- leysislega og skoplega umfjöllun um málverkafölsunarmálið sem furðufyr- irbæri í sögu ungrar þjóðar og skarpa athugun á mikilvægum þáttum máls- ins. Kvikmyndin verður þannig öðrum þræði útgangspunktur fyrir hugleið- ingar höfundarins um þjóðarsálina ís- lensku og næm athugun á persónu- leika og málflutningi þess fólks sem málinu tengist. Hér má nefna viðtöl við Arnar Jensson aðstoðaryfirlög- regluþjón, myndlistarmanninn Pétur Gaut, forverði og sérfræðinga er rannsökuðu málverkin, sakborn- ingana Pétur Þór og Jónas Freydal auk fagurkera og listaverkakaupenda og ýmissa „aukapersóna“ sem slæð- ast inn í það breiða samhengi sem dregið er upp. Þrátt fyrir hinn bráðskemmtilega kæruleysisbrag sem leikur yfir myndinni (og birtist t.d. í skemmti- lega ýktri samblöndu landslags- mynda og ýktra áhrifahljóða sem skjóta reglulega upp kollinum) tekst Sólveigu alltaf að koma auga á kjarn- ann í máli og sjónarmiðum hvers og eins, og gefa áhorfandanum þannig djúpa innsýn í málið sem til umræðu er. Þetta er bráðskondin og næm kó- medía um grafalvarlegt mál. Bitið í hið súra KVIKMYNDIR Regnboginn – Nordisk Panorama Heimildarmynd eftir Sólveigu Anspach. Frakkland, 2004. Í þessu máli … (Faux)  „Sólveigu tekst á einhvern hárfínan máta að tvinna saman kæruleysislegri og skoplegri umfjöllun um málverkafölsunarmálið sem furðufyrirbæri í sögu ungrar þjóðar,“ segir í umsögn um myndina Í þessu máli … Heiða Jóhannsdóttir Leikarinn Robert Downey yngriætlar að freista þess að slá í gegn sem söngvari. Downey hefur gert útgáfusamning við Sony Class- ics sem mun á næstunni gefa út hans fyrstu sólóplötu. Platan mun innihalda ballöður eftir Downey sjálfan auk út- gáfu hans á „Smile“ eftir Charlie Chaplin sem Downey söng á sínum tíma í kvikmynd- inni um ævi flæk- ingsins goðsagna- kennda. Þá er einnig á plötunni lag eftir Yes. Fólk folk@mbl.is Mjáumst í bíó! Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 1.30, 3 og 4.20 ísl tal.Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20 Sýnd kl. 8. óvenjulega venjuleg stelpa NOTEBOOK Miðasala opnar kl. 15.30 www.borgarbio.is Sýnd kl. 10. B.i. 16 ára. Sjóðheit og sexí gamanmynd um strák sem fórnar öllu fyrir draumadísina j it s í str s f r r ll f rir r ísi Sýnd kl. 1.20, 3.30, 5.50, 8 og 10.15. Yfir 28.000 gestir! Hann gerði allt til að verja hana Nú gerir hann allt til að bjarga henni Mögnuð spennumynd með Denzel Washington í fantaformi i ll il j i ll il j i ashington í fantafor i Sýnd kl. 2, 5, 8 og 11. B.i. 16 ára. kl. 2, 5, 8, og 11. B.i. 16 ára DENZEL WASHINGTON DENZEL WASHINGTON Punginn á þér 1. okt. Dodgeball Sýnd kl. 2 og 4.50. ísl tal. Sýnd kl. 2, 4 og 6. ísl tal. EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 10.20. Kr. 450 Kr. 450 Frumsýning  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBL  J.H.H KVIKMYNDIR.COM  H.L. MBLCOLLATERAL TOM CRUISE JAMIE FOXX Hörkuspennumynd frá Michel Mann leiksjóra Heat Þetta hófst sem hvert annað kvöld Fór beint á toppinn í USA! FRÁ LEIKSTJÓRA SCARY MOVIE Tveir þeldökkir FBI menn ætla að missa sig í næsta verkefni...og dulbúa sig sem hvítar dívur!! Snargeggjuð gamanmynd frá hinum steikta Scary Movie hóp Mjáumst í bíó! Yfir 28.000 gestir! Sýnd kl. 6.10 Sýnd kl. 8 og 10.20. Sýnd með íslensku tali Nú í bíó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.